Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 20
20 / Miðvik'udagur 31. mai 1961 MORGUNBLÁÐIÐ 9 — Grein Hagalins Framh. af bls. 2. þá augu alls hins menntaða heims, — festa þeirra og þjóð- leg alvara hreif hugi allra þeirra vítt um lönd, er kunnu að meta frelsisást, sem á rætur sínar að rekja til þeirrar ein- lægu sannfæringar, að eins og hver maður verði í senn að vera ábyrgur og frjáls um að njóta þess manndóms- og vitsmuna- þroska, sem gerð hans og gáf- ur leyfa, eins verði hver þjóð sjálf að leiða sjálfa sig til að fá notið gagna og gæða lands síns, öldum og óbornum til veraldlegs og andlegs gengis, og haft heil- brigð og heillavænleg samskipti við aðrar þjóðir. Hálfum fjórða áratug síðar fylgdi öll hin frels- isunnandi ve'röld af undrun og að dáun ofurmannlegri ögrun Norð- manna við píslir og dauða — yfirleitt ekki vitandi það frekar en 1905, að frammi fyrir hinni norsku þjóðfylkingu Stóð hið íslenzka blóðvitni nor- rænnar menningar, síðskeggur heiðumhár með fjöðurstaf og bókfell í hendi, og benti á fornt merki á stöng, sem Þórður Fóla- son hafði fyrir níu tugum alda stungið í vígvöllinn á Stikla- stöðum í Þrændalögum. 5. Það verður ekki af því geip- að með sanni, hver samvinna um menningarmál hafi tekizt með Islendingum og Norðmönn- um á 19. og 20. öld. Forystu- menn andlegra mála í Noregi hafa yfirleitt látið sér nægja að syngja við og við um sögueyj- una norður í höfum, og íslend- ingar hafa þá ekki þótzt upp á það komnir að hafa við þá eftir- gangsmuni, en hafa hins vegar miklazt af reisn þeirra og forn- íslenzkum einkennum á fasi þeirra og framkomu, þegar þeir hafa á örlagatímum \boðið byrg- in ógnþrungnu ofurefli. Vel- gegni frændþjóðarinnar norsku varð og íslenzku þjóðinni lítt metanleg örvun, þegar hún hugð ist láta þá höfðingslund og þann metnað og manndóm, sem hún hafði geymt í öllum sínum nauðum, verða aflgjafa nýrrar menningarlegrar og efnahags- legrar blómgunar. íslendingar hafa lesið og þýtt kvæði, sögur og leikrit norskra stórskálda, en hins vegar eru ekki fljótséð bein áhrif norskra skálda á íslenzkar bókmenntir. Við minnumst raun ar Kiellands, þegar við hyggj- um vandlega að sumum sögum Gests Pálssonar, og þá er við lesum smásagnakverið, sem fyrst kom frá hinum merkilega skáldbónda Jóni Stefánssyni, sem kallaði sig Þorgils gjallanda og síðar varð sérkennilega ís- lenzkur um viðfangsefni, mál og stíl, þykjumst við sjá, að hann hafi þyrstur teygað af nægtabrunni norskra sagna- skálda. Okkur virðist ennfrem- ur einsýnt, að snillingurinn Stefán frá Hvítadal hafi fundið sjálfan sig, þá er hann lagði eyru við tóninum í Ijóðrænustu kvæðum Pers Sivles, sem ann- ars var það skáld, er túlkaði bezt fordæmið frá Snorra um Þórð Fólason, og sú var tíð, að stíll Hamsuns var áleitinn til áhrifa á málblæ ungra höfunda hér á landi. Áhrifa frá íslenzkum forn- bókmenntum hefur ekki ein- ungis gætt á menningarþróun Norðmanna á 19. og 20. öldinni, heldur og á einstaka höfunda. Björnson og Ibsen sóttu báðir efni til Snorra, og áhrifa hins forna sagnastíls gætir mjög víða í norskum skáldsögum, allt frá hinum frægu bændasögum Björnssons til Frode budbring eren eftir Terje Stigen, eitt af helztu sagnaskáldum Norð- manna eftir heimsstyrjöldina síðustu. En áhrifa frá nýíslenzk- um bókmenntum á norskar hef- ur ekki verið til að dreifa, því að Norðmenn hafa verið ærið fornsýnir, þegar þeir hafa litið á Sögueyjuna og í bjarmanum af þeim „fjalleldi“ sem aldrei verður slökktur, nær eingöngu séð „vaka myndir fornaldarinn- ar“, eins og gamli Andreas Munch komst að orði í mikið sungnu kvæði. Fram að þessu hefur mjög fátt íslenzkra bók- mennta frá síðustu öldum verið gefið út í , norskum þýðingum, enda er það sannast mála, að ótrúlega fáir Norðmenn hafa lagt á sig að verða bænabókar- færir á íslenzku, hvað þá meira. Hin stóru og grónu bókaútgáfu- fyrirtæki Norðmanna, Gylden- dal og Aschehoug, hafa Mtt sinnt íslenzkum nútímabók- menntum, þótt forstjóri annars þeirra hafi verið forystumaður norræns félagsskapar, og þær tiltölulega fáu bækur Nóbels- verðlaunahöfundarins íslenzka, sem út hafa verið gefnar í norskri þýðingu, hafa komið út á kostnað bókaforlagsins Tiden, sem er í tengslum við menn- ingarstarfsemi verkamanna- flokksins. Hins vegar hafa þau forlög í Noregi, sem einkum gefa út bækur á landsmáli, sinnt útgáfu á íslenzkum skáld- ritum frá þessari öld. Olaf Norli, sem gaf út bækur Olavs Duuns og flest það, sem landsmálshöf- undarnir rituðu fram á seinustu áratugi, gaf út þýðingar Adolfs Försunds, sem dvaldi hér við háskólann 1923—’24 og nam is- lenzku til hlítar. Frá hans hendi komu út íslenzkar úrvalssögur og Halla og Heiðarbýli Jóns Trausta. Þá hefur nú á seinustu árum Fonna Forlag, sem eink- um gefur út bækur á landsmáli, gefið út fyrir tilstilli hins ötula og gáfaða bókmenntafræðings, Ivars Eskelands, sem hefur kynnt sér afbragðsvel nýislenzk- ar bókmenntir, gefið út ljóða- söfn eftir Stefán frá Hvítadal. Tómas Guðmundsson og Stein Steinarr í þýðingú ívars Org- lands lektors, og ennfremur barna- og unglingabækur eftir nokkra helztu rithöfunda íslend inga á þeim vettvangi. Það er meira en lítið undar- legt, að hvorki íslendingar né Norðmenn virðast draga neinar jákvæðar nútíðar- og framtíð- arályktanir af árangri samstarfs ins á fyrstu öldum íslands- byggðar. Það hefur varla komið fyrir, að norskir menningar- frömuðir hafi komið til íslands, og ef þáð hefur borið við, hafa þeir ekki stanzað það mikið, að það mætti komá að gagni, og ungir og upprennandi mennta- menn og fræðarar almennings leggja sjaldan leið sína hingað. Svipuðu máli gegnir um Islend- inga með tilliti til Noregs. Norð- menn standa þarna fyrir þá sök verr að vígi, að þeim verður gjarna að meta íslendinga eft- — Grein Sveins Benedikfssonar Framh. af bls. I 'L stofnanna mjög mismunandi ár frá ári. Telur dr. Hermann Einarsson sennilegt, að aflabresturinn við N-land síðan árið 1945 stafi af því, að íslenzki síldarstofninn hafi ekki á þessu tímabili verið á þessu hafsvæði í jafnríkum mæli og áður. Jakob Jakobsson, Unnsteinn Stefánsson og fleiri íslenzkir vísindamenn hafa unnið merk rannsóknarstörf varðandi göng- ur síldarinnar og eðli haf- strauma umhverfis landið. Síðast en ekki sízt hefur hinn frægi norski fiskifræðingur Finn Devold fylgzt vel með göngum síldarinnar hér við land og sett fram skoðanir sín- ar í því efni. Það eru nú viðurkennd sann- indi, að bæði vor- og sumar- gotssíld hrygnir hér við land. I síldargöngunum við Norður- ir höfðatölu, finnst þeir slík kot þjóð, að til þeirra sé ekkert að sækja. En ef þeir þekktu svo til þessara frænda sinna að þeir gerðu sér grein fyrir, hvað þeim hefur unnizt á seinustu hundrað árum, eða frá því að þeir voru að því leyti verr staddir en á land námsöld, að meira þurfti á öll- um sviðum til að ná erlendri samtíð og bæði þjóðin sjálf og erlendir okrarar og ofríkis- menn höfðu rúið landið marg- víslegum gæðum, mundi þeim ljóst, að íslenzka þjóðin er ekki gædd minni jákvæðum hæfileik um en áður fyrrum. Og íslend- ingum ætti að vera það ljóst, ekki einungis af bókmenntaleg- um og listrænum afrekum Norð manna eftir heimsstyrjöldina 1939—’45, heldur af einstæðri samheldni þeirra um alhliða end urreisn, að norskur þjóðar- kjami muni sízt minni en forð- um. Það virðist svo liggja í aug- og Austurland á sumrin er síld bæði af íslenzkum og norskum uppruna, en styrkleikahlutföll stofnanna mismunandi ár frá ári. Göngurnar eru háðar straumum og veðráttu, sem erf- itt er að spá um fram í tímann. Aflabrestur getur þess vegna stafað af því, að annarhvor stofninn sé óvenjulega veikur eða þeir báðir. Þá getur óvenjulegur hiti í yfirborðslögum sjávarins truflað eða hindrað veiði, þó miklar síldargöngur séu á ferðinni. Göngur sílis eða annarra fiska geta og valdið truflunum, svo sem trönusílið fyrir Norður landi og kolmunni fyrir Aust- fjörðum sl. sumar. Síldveiðar bregðast við Noreg Devold telur, að á næstu 20— 30 árum sé ekki að vænta vetr- arsíldveiði við Noreg í svo rík- um mæli sem verið hefur tvo síðustu mannsaldra. Nú séu Norðmenn við lok 100 ára veiði- tímabils, en í sögu síldveiðanna við Noreg ljúki aflatímabilinu alltaf með því, að síldin komi seinna og seinna upp að strönd- inni eins og undanfarin ár og þokist norðar og norðar. Fari því aflabreststímabilið í hönd með um 100 ára millibili. Nú vanti yngri árganga. Devold vekur athygli á því, að í gamla daga hafi síldin haft frið 1 hafinu frá þvi, að hún fór frá Noregsströndum að lok- inni hrygningu á vorin þar til hún kom aftur að ári liðnu. Nú sé síldin aldrei látin í friði. Það séu að minnsta kosti þúsund rússnesk veiðiskip (reknetaskip og togarar) sem fylgi göngun- um eftir hvert sem þær fari. Það sé greinilegt, að þetta hafi áhrif á síldina. Áður en Rússar hafi byrjað hinar umfangsmiklu síldveiðar sínar á hafinu árið um kring, hafi síldarstofninn komið upp í yfirborð sjávarins á kvöldin. Þegar torfurnar gengu upp und- ir landið héldu þær sig ofar- lega í sjónum, kvölds og morgna. Og á nóttunni stóð síldin ekki dýpra en á 40—50 metrum. I janúar og febrúar sl. fundu um uppi, að vænta mætti ekki síður merkilegs árangurs af samstarfi þessara þjóða en áí hinum heillaríku tímum fornrar handleiðslu. Og vel væri, efi koma Ólafs konungs Hákonar- sonar mætti marka tímamót, fái menn á Islandi og í Noregi til að staldra við og líta um öxl, en einnig til framtíðarinnar — o@ sjá þá ekki aðeins í fortíð, held- ur líka í framtíð, sem jafningja heyja kappsund Noregskonung- inn glæsta Ólaf Tryggvason og blóma íslenzkrar æsku Kjartan Ólafsson — og setja sér fyrir sjónir þá stund á Stiklastöðum, þegar hinn ævinlegi konungur Noregs, Ólafur Haraldsson, sagði við in íslenzku skáld sín* „Skuluð þér hér vera og sjá þau tíðindi, er hér gerast. Er yður eigi segjandi saga til, þvi að þér skuluð frá segja og yrkja síðan“. norsku fiskifræðingarnir engar torfur út af Noregsströndum á minna en 100 metrum og á nótt unni stakk síldin sér niður á 200 metra dýpi. [/; Sama sagan getur endurtekið sig nú og fyrir 90 árum, þegar stórsíldin hvarf frá Noregs- ströndum í 20—30 ár, að síldar- gengd við ísland fari vaxandi á sama tíma. ' Sú skoðun hefur komið fram í Noregi og hlotið vaxandi fylgi, að aflabresturinn síðustu árin muni, að verulegu leyti eiga rót sína að rekja til of- veiði. Norðmanna á smásíld, „mússa“. Ættu Islendingar að varast að falla í þá sömu gröf. Vorið 1952 stofnuðu íslending- ar, Norðmenn og Danir til sam- vinnu um síldar- og hafrannsókn ir í Norðurhöfum. * Á hverju vOri hefur hafsvæð- ið umhverfis ísland allt frá A.- Grænlandi norður til Jan Mayen, austur til Noregs og suður til Færeyja, verið rannsakað a£ fiskifræðingum þessara þjóða, Hafa þeir haft til umráða full- komin rannsóknarskip „G. O. Sars“, „Dana“ og „Ægir". i Hafa fiskifræðingarnir mælt sér mót árlega um hinn 25. júní, borið saman niðurstöður sínar og sent út sameiginlega heildar- skýrslu þar sem skýrt hefur ver- ið frá hvar leiðangursskipin hafa crðið vör við síld og átu og hvernig hita í sjónum og sjávar- straumum hefur verið varið á þeim tíma, sem athuganir fóru fram. I Síðan árið 1957 hafa Rússar tekið þátt í þessari samvinnu ii fyrsta sinn með fiskirannsóknar- skipinu „Professor Mesjatsev". j, Niðurlag Norðmenn urðu fyrstir til að hefja síldveiðar hér við land og þeir kenndu íslendingum veið- arnar og hagnýtingu aflans. Margir duglegir og framtaks- samir Norðmenn settust að í land inu á áratugunum um og eftir síðustu aldamót. Þeir hafa mark- að djúp spor í atvinnusögu ís- lenzku þjóðarinnar og eiga ís- lendingar þeim margt gott upp að inna eins og norsku þjóðinni j fyrr og síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.