Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 14
14 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 31. maí 1961 Hvernig er að vera ís- efiir K: MEÐ því að.' p&kkuð ógreitt rn.m vera að ná td'li' a"ír þfeím :sfghyáti.' Þórðarsyni, Þornióði. ^oibrúííár-. Skáldi, GraúiárrHglia > og- öðrurn. þeim andans jöfrtim, er stundað •hafa skáldskaþ meðai frænda vorra, Norðmanna, hef ég verið beðinn að hJaupa í skarðið og fara um það nolokrum orðum, hvernig sé að vera ísienzkt skáld i Noregi. Um efni þetta hef ég að vísu gefið út heila bók og mun bráð- lega birta aðra, er að mestu fjall- ar um það, en eigi að síður finnst mér þetta fljótt á litið dálítið örðugt viðfangsefni. Aðalgallinn er sá, að ég get fátt um það sagt frá almennu sjónarmiði, og verð því að nota rtokkuð mikið orðið ég í grein þessari, en um það hafa vitrir menn sagt, að það sé eitt Ijótasta orð hverrar tungu. Mun ég þó reyna að bæta nokkuð úr með því að segja dálítið frá höfðingjum og stórmenni ýmsu, er ég kynntist í Austur- vegi. íslenzkum skáldum hefur alla- jafna verið vel tekið í Noregi, og var ég þar engin undiantekning. Ég kom þangað blásnauður og nær dauða en lífi af langvarandi hungri og efnaskorti, en öll þaú ár, sem ég átti þar heima, skorti mig aldrei mat að eta, óg flést gæði lífsins önnur féllu mér þar einnig í skaut. Þetta var mér mikilsvert, en þó var annað betra, að mikill fjöldi manna og kvenna sýndi mér hlýleika í orði .og verki og veitti mér ýmsar fyrirgreiðsl- ur, sem ég bjóst ekki við af er- lendum mönnum. Raunar leið ekki á löngu, áður en Norðmenn hættu að vera útlendingar í mín- um augum og hafa aldrei verið það síðan. Ég kom til þeirra ung- ur, samdist að siðum þeirra og hugsunarhætti án þess að bíða nokkurt hjón á minni íslenzku' sál. Ég var Íslendingur og Norðmaður í senn, og þekki nú að ég held báðar þjóðir jafnt og skil viðhorf þeirra, veraldleg sem mdleg. C sleymanleg er mér fyrsta landsýn í Noregi. Það var snemma morguns og skipið kom- ið inn í skerjagarðinn, þegar ég vaknaði. Óveður hafði verið mestan hluta leiðarinnar frá ís- landi, en nú var komið dúnalogn, og þegar ég kom upp á þilfarið, var loftið hlýtt eins Og á ís- lenzku sumri, og allt í kring var bláleit hillingamóða. Svifu í henni vingjamleg fjöll inn til landsins að sjá, en lágar eyjar og skef kringum skipið og óx á þeim meiri gróður en ég hafði áður séð. Sól var ekki enn kom- iin upp, en himinninn heiður og bjartur. Ég draslaðist í land með eigur mínar: bóka- og handrita- kassa og strigapoka með fötum. Dótinu kom ég fyrir á jámbraut- arstöðinni, en labbaði síðan upp á Flöifjellet. Þar kynntist ég fyrstu vinum mínum í Noregi, góðu og drengilegu fólki; hélt ég vináttu við eitt þeirra ung- menna allt þar til stríðið og dauðinn skildi okkur að. Síðar sama dag kynntist ég svo höfðingjanum og mannvin- inum Guttormi Vatndal á Gar- nes. Hann tók við mér í brauð sitt og hús að hætti fornkonunga, og studdi mig síðan með ráðum og dáð, meðan ég þurfti þess við. Guttormur Vatndal stjórnaði munaðarleysingjaheimili einu fyrir drengi þarna á nesinu og sýndi jc ; því starfi svo frá- , bæra fórn.,, dugnað og ósér- ixndsson, rithöfund v I að gergst .rithöfundur í Noregi. ‘>[.Aágahrd hé.t*;«inig verksmíðjur plægni, að hann var fyrir íöngu el6únJ^ í Ytre^Arnfe. Háíirt opn- orðinn nafnkunnur maður um land allt, er ég kynntist honum. Hann er enn á lifi, hálftíræður, og starfar sífellt að menningar- málum. Það var mjög heilnæmt ungum manni að kynnast hon- um, því að hann var flestum mönnum heilbrigðari á líkama og sáí; fóru saman hjá honum flest- ir þeir kostir, er mann mega prýða. Honum hefði vafalaust verið innan handar að gerast stórvirkur á hvaða sviði sem var og öðlast bæði fé og völd. En hann eyddi öllu lífi sínu í hvíld- arlaust fórnarstarf fyrir mun- aðarlausa drengi í Björgvinjar- borg, drengi sem enga áttu að Og margir hverjir voru komnir af vondu fólki; hefðu þeir vafa- laust sumir orðið glæpamenn, þjóðfélaginu til stórskaða og byrði, ef þeir hefðu ekki komizt undir vemdarvæng mikilmennis- ins. á Garnies. En hjá honum voru þeir komnir í örugga höfn, og a síð.an áttu þeir heimili á Gar nes, er þeir þurftu þess með, og fyrir hverjum dreng var séð allt til fullorðinsára eða þar til hann var kominn í góða stöðu ög líf hans tryggt eins og hægt Var. Náíega enginn þeirra misheppn- aðist, en þess vom mörg dæmi, að synir úrkynjaðs glæpafólks urðu nytsamir fyrirmyndarborg- arar í þjóðfélaginu éftir •uppeldi Vatndals. Landar hans létu hann njóta sannmælis, en þó held ég, að hann hafi aldrei hlotið verðugt hrós. Hið risavaxna ævistárf hans var unnið. í þarfir hinna minnstú bræðra, Og séu rétt hermd orð Krists um þá, mun Guttormur Vatnsdal verða háttsettyr í ríki Himnanna. Um sumarið gisti ég stórbónda einn í Harðangri, Hans Jakobson Vik, og börn hans, er sýndu mér fádæma gestrisni og ljúflyndi. Sonur hans, vinur minn Lars Vik, vildi mér allt vel gera Og var ég þarna í heimboði hans. Gengum við til selja og dvöld- umst þar nokkra unaðslega sól- skinsdaga. Kynntist ég þá þessu aði mér heimili sitt, og voru þau hjón bæði, svo og börnin, elsku- leg við mig á alla lund. Aagaard útvegaði mér létta vinnu við mitt hæfi um sumarið og borgaði hana vel. Um haustið fór ég svo í skóla Lars Eskelands og kynntist þeim nafnfræga manni allvel. Var þar sama ljúflyndinu að mæta, því að hann bauð mér þegar í byrjun, að ég þyrfti ekíki að greiða allan kostnaðinn á skól- anum, fyrr en þá ef ég yrði ein- hvem tíirua svo vel efnaður, að mig munaði ekkert um það. Lars Eskeland var maður merkur á ýmsa lund, sérkenni- legur persónuleiki og ágætur kennari. Nokkuð þótti mér hann þó tilfinningasamur í tímum, einkum er hann kenndi sögu, því að alloft kom gráthljóð í rödd hans, og þess jafnvel dæmi að Knud Hamsun rómantíska seljalífi, sem orðið hefur mörgum skáldum yrkis- efni og mikið er um skrifað. Þegar fyrsta árið mitt í Noregi liitti ég ýmsa höfðingja, sem greiddu götu mína, fúslega og vel, er þeir heyrðu að ég ætlaði Sigrid Undset tárin flytu niður kinnarnar á honum. Þótti okkur íslendingum þetta nokkuð nýstárlegt og ekki laust við, að við brostum dálít- ið að því. En allt um það festust orð Eskelands vel í huga manns, svo að enn man ég allsæmilega margt af því, er hann sagði úr sögu Noregs. Ólíkur Eskeland var Olav Sletto skólastjóri á lýðháskóla einum í Austur-Noregi. Dvaldist ég nálægt honum hálfan annan vetur og hlýddi kennslu við skól- ann. Slettó er kunnur rithöfund- ur Og hefur margt dável skrifað, en auk þess var hann frábær kennari. Hann var maður glað- vær og gæfur hversdagslega, en þó fastur fyrir. Víðlesinn var hann í bókmenntum heimsins, en mig gruniar, að nokkuð hafi skort á menntun hans að öðru leyti. Hann hafði eitt sinri verið á Askov lýðháskóla, og fæ ég ekki betur séð en að hann komi við sögu hjá Gunnari Gunnarssyni í Fjallkirkjunni. Næsti höfðinginn sem ég gekk fyrir í Noregi var sjálfur Will- iam Nygaard, forstjóri og eig- andi bókaútgáfunnar Aschehoug. Hann var þá þegar orðinn gam- all maður, þótt hann lifði nokkuð fram yfir síðustu heimsstyrjöld og kæmist á tíræðisaldur. Vel líkaði mér við hann, og alltaf vék hann góðu að niér, en í for- laginu hafði ég lítil samskipti við hann, en því meiri við son hans Mads Nygaard magister. Meist- ari Mads tók við prókúru í for- laginu sama haustið og fyrsta Skógivaxnar fjallshlíðar liggja í sæ fram. bókin mín kom út á norsku. Var ég og fyrsti rithöfundurinn er hann átti skipti við og féll ævin- lega vel á með okkur. Þetta var fáskiptinn maður Og ekki greind- ur nema í góðu meðallagi, en menntaður vel ög meðal annars ágætlega að sér í frönskium bók- smenntum. Skömmu eftir að ég fór að gefa út bækur á norsku var mér boðið að gerast meðlimur í rithöfunda- félaginu. Kynntist ég þar smám saman flestum rithöfundum Noregs, og eru margir þeirra mér minnisstæðir. Skal fyrst fræga telja Sigrid Undset. Hún var stórkostlegur persónuleiki. Ég minnist þess sem Erik Lie, sem þá var ritstjóri „Hjemmet“ sagði eitt sinn um hana, það var að- eins ein setning, en öllum kom saman um að hann hefði hitt naglann á höfuðið: „Hun er et jevla menneske!" Það verður að vísu ekki mikið úr þessari setn- ingu, ef á að þýða hana, en í henni felst meira en sést fljótt á litið. Það var ekki létt að skil- greina Sigrid í fáum orðum, en alloft heyrði ég hana nefnda „sagakvinde“; var þá jafnað til Hallgerðar Langbrókar og Berg- þóru konu Njáls. Lærð var hún vel og ágætlega máli farin en ekki ávallt rökföst að sama skapi. Hún gat verið mjög skemmtilega meinfýsin og illt að verða fyrir háði hennar, en ekki heyrði ég hana misbeita því. f rithöfunda- félaginu hafði hún sig ekki mjög í frammi, en mun þó hafa ráðið þar flestu er hún vildi, ef henni þótti slíkt í húfi, að vert væri að blanda sér í málin. Nokkuð var hún tekin að fullorðnast, þegar ég köm til Noregs, Og glæsi legasta verk hennar, Kristín Lavransdatfer þá nýkomið út. Aldrei heyrði ég hana örðaða við karlmann, en nokkrar sögur vOru sagðar af ástamálum hennar frá fyrri árum, eins og gengur. Hún hafði verið gift Svarstad málara, en var skilinm við hann áður en hún gerðist kaþólsk. Þó var haft fyrir satt að hún teldi sig enn gifta honum, eftir að hún hafði tekið hina nýju trú, því að ka- þólskir munu naumast geta feng- ið hjónaskilnað. Hversdagslega var Sigrid þurr á manninn ög jafnvel svo, að sumum þótti kenna hroka í fari hennar. Man ég eitt sinn, er ég kyrmti hana í veizlu vini mín- um, en þýðanda hennar, Emil Walter hinum tékkneska, sem þá mun hafa verið við sendiráð lands síns í Stokkhólmi. Leit hún naumast á manninn og rétti hon- um ekki einu sinni hendina. En Walter var tilfinninganæm- ur og tók þetta svo nærri sér að hann gekk afsíðis og mátti sjá að honum var brugðið. Sagði ég Sigrid frá þessu með þykkju nokkurri, því að mér leiddist steigurlæti hennar og fannst henni ekki slík framkoma sam- boðin. Leit hún þá nokkuð hvasst á mig, en síðan í áttina til manns- ins. Sá ég litlu síðar að hún gekk til hans og er ég gætti að, voru þau sezt ein saman út í horni, djúpt niðursokkin í samræður. Fór Emil að lokum mjög ánægð- af fundi hennar. ► Ekkert mátti Sigrid aumt sjá og á síðari árum líknaði hún af öllum mætti flóttafólki og stund- um fleirum en þess þurftu með. Gott hjarta hafði hún, en nokk- uð hrjúfa skel. Ég hygg að hún sé ógleymanleg kúnningjum sín- uirt Og vinum, og víst er um það, að ekki get ég hugsað mér hana farna úr heiminúm, * svo lifandi er hún í minnirigu minni. Herman Wildenvey hitti ég snemma veru minnar í Noregi. Hann hafði þá lengi verið eftir- lætisljóðskáld mitt, eða frá því ég byrjaði að geta lesið norsku mér til nokkurs gagns. Herman var ljúfmenni hið mesta og glað- ur jafnan, en enginn baráttu- maður, “Og heyrði ég hann aldrei taka til máls á fundum í rithöf- undafélaginu. Laglegur var hann og kvennagull hið mesta, en þó held ég að hann hafi verið trúr konu sinni og heyrðist ekki ann- að. Hét hún Gisken, og skrifaði skáldsögur nokkrar, sem hlutu verðugt lof. Hún var prýðis- manneskja og samkomulag hjón- anna gott, en kannski ekki laust við að Hermann hefði nokkurn beyg af henni. Hún var hávax- in mjög. Það var eitt kvöld er Herman sat að sumbli með kunn- ingjum sínum að hann stökk úr sæti sínu rétt um miðnættið og segir: „Nei, jeg ma nok hjem jeg. Gisken har sikkert lagt sig, og nú ligger hun der meter eftir meter og venter paa mig.“ Mörg af tilsvörum Hermans urðu fræg um Noreg og jafnvel Skandinavíu, en hann gat verið mjög 'hnyttinorður og fyndinn. Annað mikið ljóðskáld var þá í Noregi, — af sumum talið meira en Hermaa, það var Olaiv Bull. Hann var gæfur hversdagslega og prúðmenni, en drykkjusjúk- lingur var hann orðinn að ein- hverju leyti, þegar ég hitti hann fyrst, og víns neytti hann víst daglega, sást þó sjaldan ölvaður. Honum kynntist ég aðallega síð- asta veturinn sem ég var í Noregi þótt við hefðum oft hitzt áður. Hann lagði þá í vana sinn um tíma að kóma til mín milli þrjú og fimm á daginn, ræða við mig stundarkorn og súpa úr nokkr- um staupum. Tókust með okkur hlý kynni Og sagði hann mér ýmsa smámuni úr lífi sínu, er mér virtist hafa verið allsorglegt og erfitt. Annars var hann fá- orður um sjálfan sig. Hann var meistari formsinis og stríddi Framh. á bls. 18. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.