Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 31. maí 1961 — Gre/n Ólafs Framhald af bls. 7. Alúmíníumiðnaðurinn byggist á aðfluttu hráefni. Margvís- legur iðnaður er í sambandi við skógarhöggið, svo sem pappírs- og sellulósuiðnaður, og er hann mestur í Austur- Noregi. Niðursuðuiðnaður Norðmanna hefir lengi verið frægur, en miðstöð hans er Stafangur. Það var athafna- maðurinn Christian Bjelland sem grundvallaði hinn mik1 niðursuðuiðnað á þeim slóð um. Siglingar. — Kaupskipa- floti Norðmanna mun vera hinn þriðji stærsti í heimi, næst á eftir flotum Breta og Bandaríkjamanna. — Norsk kaupskip sigla um öll heims- ins höf og annast flutninga fyrir flestar þjóðir heims. Einkum eiga Norðmenn mikið af olíuflutningaskipum og tals vert af skipum, sem eru ætluð til ávaxtaflutninga. Afkoma norska kaupskipaflotáns er mjög háð ástandinu í heims- verzluninni hverju sinni og hafa löngum skipzt þar á skin og skúrir. Verzlun. — Norðmenn eiga verzlunarviðskipti við fjöl- margár þjóðir heims en mest hafa viðskiptin löngum verið við Svíþjóð, Danmörku, Bret- land og Bandaríkin. Mikil- vægustu innflútningsvörurnar hafa oftast verið skip, málm- ar, vélar, álnavara og korn, en mikilvægustu útflutnings- vörurnar pappírsvörur, fisk- ur, hvallýsi, málmar og áburð arvörur. Verzlunarjöfnuður- inn hefur löngum verið mjög óhagstæður en það hefir ver- ið bætt upp með tekjum af 'kaupskipaflotanum og tekjum af erlendum ferðamönnum. Ferðamenn. — Náttúrufeg- urð Noregs hefur löngum ver- ið rómuð og ekki að ástæðu- lausu. Þegar á 19. öld var talsvert af erlendum ferða- mönnum farið að ssekja þang- að. Voru það einkum Svíar, Danir Bretar og Þjóðverjar framan af. Nú streyma þang- að ferðamenn frá flestum löndum heims. Norðmenn eiga mikinn fjölda ágætra gistihúsa og má þar finna verðlag við allra hæfi. Yfir- leitt er umgengni og þrifnað- ur á norskum gistihúsum mjög til fyrirmyndar, og get- um við íslendingar á því sviði lært margt af frændum vor- um. Ólafur Hansson. Ræðismenn ÞAÐ þykir mikill fengur að því fyrir hvert land að hafa á að skipa góðum ræðismönnurt>, hjá öðrum þjóðum. íslendingar eru svo lánsamir að hafa í þjónustu sinnj 10 ræðismenn í Noregi, auk aðalræðismanns í Oslo. Og Norðmenn hafa hér á landi 6 ræðismenn, til að gæta sinna hagsmuna. íslenzku ræðismenn- irnir starfa undir stjórn sendi- ráðs íslands í Osló, og norsku ræðismennirnir hér undir stjórn norska sendiráðsins í Reykjavík. íslenzku ræðismennirnir í Nor egi eru allir norskir. Þeir eru dreifðir í stærri bæjunum á ströndinni, allt norður til Hamm- erfest. enda mun fyrirgreiðsla við íslenzka sjómenn, sem eru í siglingum á norskum skipum, mikill þáttur í starfi þeirra. Ræð ismennirnir í Noregi hafa oft veitt íslendingum ómetanlega að stoð, enda eru þeir allir ákaflega liðlegir menn sem ekki telja eft- ir sér þann eril, sem starfinu er samfara, og velunnarar Xslands. Framámenn hver í sinum bæ Árið 1953 var Ivar Giæver- Krogh skipaður ræðismaður ís- lands í Oslo og árið eftir gerður aðalræðismaður. Þetta er 67 ára gamall maður, forstjóri ferða- skrifstofu Bennett’s. Það fyrir- tæki hefur glæsilega aðalskrif- stofu í Oslo á Karl Johansgate 35, og 30—40 smærri skrifstofur víðs vegar um Noreg. Einnig er Giæv- er-Krogh formaður fyrir hluta- félaginu Bennett’s Reisebureau í ICaupmannahöfn, sem hefur sam- band við ferðaskrifstofur um all- an heim. Aðalræðismaður starf- aði á yngri árum við ferðaskrif- stofur víða um heim, m. a. i London og Moskvu, og er mikill málamaður, talar norsku_ ensku, þýzku og rússnesku. I Sarpsborg, sem er niður und- ir landamærum Svíþjóðar er Knut Björge vararæðismaður íslands, tók við starfinu af Thor- vald Fredriksen, sem lézt 1955. Hann er hæstaréttarlögmaður, 64 ára að aldri, og rekur um- fangsmikla málflutningsskrif- stofu. Knut Björge stóð framar- lega í andspyrnuhreyfingunni í Noregi á stríðsárunum, og hefur starfað á opinberum vattvangi í Sarpsborg, m.a. átt sæti í bæjar- stjórn og bæjarráði. Hann talar norsku ensku, þýzku og sænsku. Ef haldið er norður með Nor- egsströnd frá Oslo, verður fyrst fyrir af þeim borgum, sem hafa íslenzkan ræðismann, Kristians- sand. Þar er Otto Christiansen, sem gerðist vararæðismaður ís- lands árið 1949 og var skipaður ræðismaður 1954. Christiansen er liðlega sjötugur maður, fram- kvæmdastjóri ölgerðarhúss, sem fjölskylda hans hefur átt síðan 1859. Hann hefur haft afskipti af opinberum málum í bæ sínum, átt sæti í bæjarráði /og bæjar- stjórn, verið formaður ferðafé- lags Kristiansandg og Oplands o. fl. Hann talar fjögur tungu- mál, norsku, ensku frönsku og þýzku. í Stavanger, þar sem íslenzku flugvélarnar hafa reglulega við- komu og þar af leiðandi er mik- ill straumur íslenzkra ferða- manna, er Christoffer W. Sören- sen framkvæmdastjóri ræðismað ur íslendinga. Hann var skipað- ur íslenzkur vararæðismaður 1948 og ræðismaður 1955. Sören- sen er ungur maður, 42 ára að aldri, hefur skipamiðlun og trygg ingar og framleiðir niðursuðu- vélar. Auk norskunnar talar hann ensku og þýzku. Ræðismaður íslendinga í Haugesund er "Ragnar W. Nösen, maður liðlega sextugur, útflytj- andi síldarafurða. Hann varð iíslenzkur vararæðismaður árið 1948 og skipaður ræðismaður 1954. Ragnar W. Nösen hefur komið til íslands, var með í ís- landsförinni á Snorrahátíðina 1947. Heimili hans og skrifstofa eru í Villa Solhaug í Haugesund. Auk norskunnar talar hann ensku, frönsku og þýzku. í hinum gamla og merka verzl unar- og menningarbæ_ Bergen, er Tryggve Ritland ræðismaður íslands, tók við því starfi 1952 af M. O. Kalland, sem hafði ver- ið ræðismaður frá 1948. Ritland. sem er maður rúmlega sextugur, rekur fiskverkunarfyrirtæki og flytur út fiskafurðir. Hann hefur innt af hendi margskonar störf í opinberum viðskiptastofnunum og er áhrifamaður meðal norskra fiskframleiðenda og útflytjenda. Hann talar norsku, ensku, þýzku og sænsku. íslenzki ræðismaðurinn í Ále- sund Oscar Larsen er liðlega fimmtugur maður, sem rekur út- gerð og fiskverkun. Hann hefur m,.a. verið formaður skipaeigenda félagsins í Álasundi og formaður Félags Íslands-síldveiðimanna. Vararæðismaður fslands gerðist hann 1949 og skipaður ræðismað ur 1954. Hann talar ensku og þýzku, auk norskunnar. Ræðismaðurinn í Trondheim, Erling N. Hövik stórkaupmaður, var einn af fulltrúum Noregs á Snorrahátíðinni 1947^ Fyrirtæki hans_ Hövik og Olsen, flytur inn salt og út fiskafurðir, auk þess sem það hefur fiskverkun. Hövik gt 54 ára að aldri og hefur verið ræðismaður frá 1954. í bænum Harstad er íslenzkur vararæðismaður Per Kind, for- stjóri og eigandi skipaafgreiðslu og ferðaskrifstofu, auk þess sem hann á sæti í stjórn ýmissa bæjarfyrirtækja í Harstad. Þetta er maður hátt á sjötugsaldri, sem hefur gegnt vararæðismanns störfum fyrir ísland í 11 ár. Norður í Tromsö eiga fslend- ingar einnig vararæðismann, Jens Dragöy, framkvæmdastjóra, sem gegnt hefur því starfi síðan 1951. Fyrirtækj Dragöys flytur út fisk og fiskafurðir og hann er áhrifamaður um fiskútflutning frá Noregi var m.a. stjórnskip- aður meðlimur , Norsk Fersk- fiskrád“ frá 1933 fram að stríðs- byrjun, þegar það var lagt niður og hefur verið varaforseti verzl- unarráðsins í Tromsö. Hammerfest er stærsti og mesti siglingarbærinn í Norður- Noregi. Þar er Hans Edvard Ev- ensen, vararæðismaður, nyrzti fulltrúi íslands í Noregi, hefur verið það síðan 1955. Evensen, sem er innan við fimmtugt, er umboðsmaður fjölmargra skipa- félaga og ferðaskrifstofa í bæ sínum, formaður stjórnar ferða- skrifstofu staðarins o. fl. Auk norskunnar talar hann ensku og þýzku. Ræðisnienn Norðmanna á íslan '1 Eins og áður er sagt hafa Norð menn 6 vararæðismenn hér á landi, auk þess sem sendiherra þeirra er einnig aðalræðismaður í Reykjavík. Vararæðismenn þeirra eru allir íslenzkir. Lengst hefur Sverrir Ragnars á Akureyri gegnt vararæðis- mannsstörfum fyrir Norðmenn á íslandi eða frá 1948. í Reykjavík er Othar Ellingsen ræðismaður Norðmanna, á ísafirði er vara- ræðismaður Bjarni Guðbjörns- son, á Seyðisfirði Björgvin Jóns- son, á Siglufirði Eyþór Hallsson og í Vestmannaeyjum Baldur Ólafsson. VERZLUN Tt!:"'a«:csc oo» Ot FLLINGSEN A.S. * Islcmds eldste og störste íorreining i skipsutstyr SKIPS- og FISKERIUTSTYR MALERVARER - VERKTÖY - MASKINPAKNING - SKIPSBYGNINGS ARTIKLER FISKERI- og ARBEIDSKLÆR - GUMMISTÖVLER - ARBEIDSSKO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.