Morgunblaðið - 08.07.1961, Side 2

Morgunblaðið - 08.07.1961, Side 2
2 MORCVTSBL 4 ÐIÐ Laugardagur 8. júlí 1961 — Greiðslujöfnuður Framihaild a£ bls. 1. GREIÐSLUJÖFNUBUR 1959 og (án skipá og flugvéla) 1960 (m. kr. reiknað á nýja genginu) I. Vörur og þjónusta: 1959 1960 Innflutningur 2.891 2.583 Önnur gjöld 972 971 3.863 3.554 Útflutningur 2.476 2.532 Aðrar tekjur 1.200 1.213 3.676 3.745 Greiðsluafgangur ( + ) eða halli (-f-) á vörum og þjónustu II. Afborganir lána og ýmsar fjármagns- . -H 187 + 191 hreyfingar (nettó) -f- 281 -f- 191 Heiídarhalli á greiðslujöfnuði . -f- 468 0 (5 /l*tA /5 hnúior\ SV SO hnútor k Snjótomo • Oíi \7 Skúrir ÍC Þrumur mx KuMaahil ZS* Hitaskit H Hmt L& Laot T!1 nánari skýringar tölum töflunnar skal þetta tekið fram: Hvað er greiðslujöínuður? GREIÐSLUJÖFNUÐUR er yfir- lit yfir allar greiðslur til okkar og frá okkur. Þessum greiðslu- jöfnuðí er skipt í tvo aðalhluta, þ. e. greiðslur fyrir vörur og þjónustu annarsvegar og fjár- magnshreyfingar hinsvegar. Á greiðslum fyrir vörur og þjónustu sjást annarsvegar greiðslur fyrir innflutning og þjónustu sem við kaupum af öðr- um þjóðum, til dæmis leigur á er- lendum skipum eða útgjöld ís- lenzkra ferðamanna erlendis og hinsvegar greiðslur fyrir útflutn- ing okkar og þær greiðslur sem ▼ið móttökum frá öðrum þjóðum fyrir þjónustu, sem við ynnum, af hendi fyrir þær, til dæmis tekjur íslenzkra skipa og flug- véla og útgjöld erlendra ferða- manna á íslandi. Mismunurinn á þessu tvennu er þá kallað greiðsluafgangur eða halli á vörum og þjónustu. Sé greiðsluafgangur þýðir það að við seljum öðrum þjóðum meira af vörum og þjónustu en þær selja okkur, og ef halli er á vörum Og þjónustu, þá kaupum við meira af vörum og þjónustu en við seljum þeim. Árið 1959 varð niðurstaðan sú, þegar innflutningur skipa og flug véla er ekki talinn með, að halli varð á vörum og þjónustu að upphæð 187 milljónir kr. Árið 1960 varð hinsvegar greiðsluaf- gangur, sem nam 191 milljón kr. Fjármagns hreyfingar — afborganir af lánum Á fjármagnshreyfingar eru færðar ýmsar greiðslur, sem við erum skuldbundnir til þess að inna af hendi. Eru það fyrst og fremst afborganir af lánum og nokkrir aðrir liðir. Til þess að fá það fram, sem nefnist heildar- greiðsluafgangur, þá þarf að bæta þessum liðum við greiðsluafgang- inn eða hallann á vörum Og þjón- ustu. Þessi heildarhalli var á ár- inu 1959 468 millj. kr. Á árinu 1960 varð hann hinsvegar eng- inn Og heldur enginn greiðslu- afgangur. Á árinu 1959 vantaði okkur þannig 468 millj. kr. til þess að greiða þær vörur og þá þjón- ustu, sem við keyptum af öðrum þjóðum umfram þær vörur og þjónustu, er við seldum þeim, og til að geta staðið við skuld- bindingar okkar um afborganir lána og annað því um líkt. Á árinu 1960 höfum við aftur á móti ekki aðeins get- að greitt alla þá vöru og þjón ustu, sem við höfum keypt af öðrum þjóðum, heldur höfum við átt nægilega mikið af- gangs til þess að mæta öllum skuldbindingum okkar. Skip og flugvéiar teknar út úr Nauðsynlegt er að taka skip Og flugvélar út úr, þegar slíkur sam anburður er gerður af tveim á- stæðum: 1. Innflutningur skipa og flug- véla er mjög ójafn frá ári til árs og getur þess vegna skekkt all- an samanburð mjög. 2. Þau skip og flugvélar, sem flutt voru inn árið 1960 voru pöntuð á árunum 1958 og 1959. Þess vegna er áhrifa efnahags- ráðstafana núverandi " ríkis- stjórnar ekki farið að gæta á þennan innflutning. Ef ekki hefði verið um neinar aðrar fjármagnshreyfingar að ræða heldur en þær, afborganir lána Og slíka liði, sem ganga inn í heildarhallann, þá myndi gjald- eyrisstaðan versna jafnmikið og heildarhallanum nemur eða batna jafnmikið og heildar- greiðsluafgangnum nemur. Gjaldeyrisstaðan batnaði um 261 millj. kr. 1960 En einnig koma aðrar fjár- magnshreyfingar til greina, bæði lántökur opinberra aðila Og einka aðila, og hagnýting gjaldfrests í innflutningnum. Þessar fjármagnshreyfingar gerðu það að verkum að gjald eyrisstaðan versnaði ekki um 468 millj. kr. á árinu 1959 heldur aðeins um 239 milij. kr. og gjaldeyrisstaðan var ekki óbreytt á árinu 1960 held ur batnaði hún um 261 millj. kr. Skýringin á því er sú, að í stað þess að lausaskuldum væri safn að erlendis, hafa komið föst lán til langs tíma og hagnýting þess greiðslufrests erlendis, sem end- urreist lánstraust þjóðarýinar hefur skapað. Þess má geta, að árið 1960 eru skip og flugvélar fluttar inn til landsins fyrir 594 millj. kr. en ár- ið 1959 fyrir 291 millj. kr. Sú mikla breyting, sem á hefur orðið í sambandi við erlendar lántökur er fyrst og fremst fólg- in í því, að nú fær hið opinbera eingöngu föst lán til langs tíma. Áður en núverandi ríkisstjórn gerði viðreisnarráðstafanir sínar var lánstraust þjóðarinnar ger- samlega þorrið. Bráðabirgðalán hrúguðust upp hjá bönkunum. Fyrir slíka skuldasöfnun er nú algerlega tekið. vegna verður hægt að vera á síldveiðum, en einhver þoku slæðingur verður á miðunum. Veðurhorfur kl. 22 í gær- kvöldí: SV-land til Breiðafjarðar og SV-mið til Breiðafjarðar- miða: Breytileg átt og rign- ing eða súld, en NV-kaldi og léttskýjað á laugardag. Vestfirðir, NA-land og mið- in: A-gola og síðar NA-kaldi, rigning öðru hverju, víða þoka á miðunum. Austfirðir, SA-land, Aust- fjarðarmið og SA-mið: SA- gola og rigning eða þoku- súld, léttir víða til með NV- til og verða gott veður Og sól- átt á laugardagskvöld. LÆGÐIN fyrir vestan landið skin sunnan lands nú um Horfur á sunnudag: Hæg er á hreyfingu austur Og var helgina. Vindur mun einnig breytileg átt, léttskýjað og því búizt við að létta mundi verða hægur, svo að þess víða dálítil rigning. Tíðindalaust af síldarmiðunum í GÆH og fyrrinótt var heldur stúlkur. Búið er að salta í rúmar dauf síldveiði og í gærkvöldi hafði aðeins frétzt af einum báti á ieið í land með síld, Leifi Ei- ríkssyni, sem ætlaði til Siglu- fjarðar með 300 tunnur. Veðrið var sæmilegt á miðunum, þó kominn kaldi á austurhluta þeirra. Ægir hafði fært sig vest- ur, en engar fregnir borizt frá honum, er blaðið fór í prentun. Fréttaritari blaðsins á Siglu- firði símaði í gær: Síðastliðinn sólarhring hefur verið dauíara yfir síldveiðum en áður. Af vest- ara svæðinu hafa tilkynnt komu sína sl. sólarhring 27 skip með 16.600 tunnur, sem fóru bæði í salt og bræðslu. Síðan klukkan 8 í morgun hafa eftirtalin skip fengið síld: Þorkell GK 150, Ingjaldur SH 650, Fanney SF 100, Jón Finnsson 200, Árni Þor- kelsson KE 400, Pétur Jónsson 650, Vatternes 650 tunnur. — Gj. Og frá Raufarhöfn barst eftir- farandi skeyti: í dag hafa land- að í bræðslu Dalaröst 735 hektó- lítra, Sigurbjörg 288, Mummi 255, Hafrún 633, Helga frá Húsa- vík 387, Heimir SU 100, Sigurður Bjarnason 438. Saltað var á öllum stöðvunum í dag, en með minna móti. — E. • Fyrsti bátur til Eskifjarðar Fréttaritari blaðsins á Eski- firði símaði: Fyrsti síldarbátur- inn kom hingað frá Eskifirði í nótt með síld. Það var Seley SU, sem landaði 635 uppmældum tunnum í salt og 440 málum í bræðslu. Þessa síld fékk Seiey norður af Sléttu og var 20 tíma með hana hingað. — Gunnar. Fréttaritarinn á Húsavík sím- aði um stöðuga síldarsöltun: — Alla þessa viku hefur verið hér síldarsöltun og saltað eftir því sem fólk hefur getað. Hér hefur ekki skort kvenfólk heldur karl- menn, þó aðeins vinni heima- Narfi með karfa af Grænlandsmiðum NARFI landaði hér í gær, 250 tonnum af karfa, sem veiddist á miðunum við V-Grænland. Guð- mundur Jörnindsson sagði Mbl., að þetta hafi verið fremur erfið veiðiferð þar eð engin önnur ís- lenzk skip voru á þessu svæði og Narfi hefði því verið að leita fyr ir sér mestallan tímann. Sums staðar hefði verið reitingsafli, annars staðar minna. Narfi heldur áfram að veiða í ís. Sama er að segja um Geir og Hvaífell, sem veiða hér við land. Freyr er líka á heimamiðum, var kominn með 120 tonn eftir 6 daga, bezti afli, sem heyrzt hef- ur um í langan tíma. Haukur mun hafa farið á Græn landsmið til veiða í ís. Annars eru togararnir við Grænland all- ir að veiða í salt, búnir að vera í tvö mánuði og eru flestir komn ir með 3—400 tonn. Þeir eru norðarlega, allt norður á Store Hellefiskbank, og þar hefur afl- inn verið ágætur undanfarna daga. í gær var þar samt brælar Togararnir, sem veiða í ís, leggja allir upp hér heima. Út- flutningsverzlunina skortir ýmsar frystar fisktegundir til- finnanlega, m.a. karfa, bæði fyr- ir Bandaríkjamarkað og Rúss- land. 10 þús. tunnur á þremur söltun- arstöðvum og mest af því í þess- ari viku. Og frá Ólafsfirði símaði frétta- ritari blaðsins: — Búið er að salta í 16.330 tunnur, sem skipt- ast þannig milli söltunarstöðva: Jökull 5470, Auðbjörg 5450, Stíg- andi 5110. f dag hefur komið hér eitt skip með 650 tunnur, Guð- björg ÓF, og Hólmanes er rétt ókomið með 450 tunnur. — Jakob. Vörubílstjórafélög veita Þrótti stuðning í FYRRAKVÖLD samþýkkti Fé- lag vörubílaeigenda í Keflavík að afgreiða ekki Reytkjaivík- urskip í Keflavík eða fram- kvæma aðra vinnu, sem gæti verið verbfalllsbrot gagn- vart vörubílsstjórafélagmu Þrótti í Reykjavík, en halda ann- ars áfram vinnu innan Kefla- víkur og bíða eftir frekari sam- stöðu við önnur nágrannafélög. í gærkvöldi var fundur í Fé- lagi vöruibílaeigenda í Hafnar- firði' og samþyfckt stöðvun á flutningi till og frá Reykjavík, þangað til annað verður ákveð- ið. Innan Hafnarfjarðar helduir vinna áfram með eðlilegum hætti. f gærkvöldi var einnig fund- ur í vörubílstjórafélaginu Val- var um hugsanlegt samúðarverk- fall við Þrótt á einhverjum grundvelli. Var fundinum ekkl lofcið, þegar blaðið fór í prentua og engin afstaða tekin. Þess má geta, að vörubílstjóra félagið Mjölnir í Árnessýslu stöðvaði alla flutninga á sandi frá Eyrarbafcka til Reykjavíkur í upphafi verkíalls Þróttar. Teppasýning frá Álafossi UM HELGINA mun Álafoss h.f. hafa sýningu á gólfteppum í aðal útsölu sinni, sem er Teppi h.f. í Austurstræti í Reykjavík. Verða þar til sýnis þær 22 mynsturteg- undir, sem fyrirtækið hyggst hafa á boðstólum til næstu ára- móta, ásamt nokkrum eldri gerð um. Fyrir 3 árum hóf Álafoss gólf- teppaframleiðslu, og sagði Ás- björn Sigurjónsson blaðamönn- um í viðtali í gær, að þar sem markaður væri lítill hér á landi fyrir verksmiðjuiðnað, þá væri vandinn sá að breyta sem oftast um liti og mynstur. Sagði hann, að gólfteppatízkan í Evrópu hefði nú í tvö ár mjög beinzt að gráum,' hvítum og svörtum litum saman og einnig nokkuð að drappgráu og gulu og Álafoss hefði reynt að fylgjast með eins og sjá mætti á sýningunni. Álafoss framleiðir nú gólfteppi í 3 breiddum, 68,78 og 366 sm. breiddum, með lykkju, lykkju- flosi og flosi. Sl. ár voru fram- leiddir nærri 40 þús. m af gólf- dreglum þar, en ef á þarf að halda er hægt að framleiða 60—. 70 þús. m. með vélakosti verk- smiðjunnar á ári. Ásbjörn sagði að Álafoss hefði verksmiðjuútsölu á Álafossi og víðast hvar í kaupstöðum og kauptúnum á landinu væru um- boðsmenn, sem seldu Álafoss — Wilton teppi. Aðalútsalan er Teppi h.f. í Reykjavík og er for- stjóri hennar Sigurður Árnason. Þar er sýningin og verður hún opin frá kl. 9 á laugardagsmorg- un til kl. 10 um kvöldin og á sunnudag kl. 13—22. Formósa óttast vinslit af hdlfu Bandaríkj anna London, 7. júlí (Reuter) STÓRBLAÐIÐ „Daily Tele- graph“ sagði í dag, að svo virð- ist sem mikils háttar misklíð væri að koma upp með Banda- rí! jastjórn og kínversku þjóðern- issinnastjórninni á Formósu. ntl Meginástæðan sé sú, að Banda- ríkin hafi það nú til alvarlegrar athugunar að veita stjórn Ytri- Mongólíu stjórnmálalega viður- kenningu. Þá segir blaðið, að Formósu- stjórn óttist mjög, að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi nú í hyggju að breyta um stefnu gagnvart kommúnistastjórninni í Peking — og muni jafnvel fallast á það, að hún fái sæti Kína hjá Sam- einuðu þjóðunum, í stað Formósu stjórnarinnar. Hið vitra og áhrifamikla blað Guardian í Manohester sagði í dag í ritstjórnargrein, að þaS mundi raunar leysa mörg vanda- mál, ef þjóðernissinnastjórnin á Formósu hyrfi úr samtökum Sam einuðu þjóðanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.