Morgunblaðið - 08.07.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.07.1961, Blaðsíða 16
16 MORGIUS BLAÐIÐ Laugardagur 8. júlí 1961 Skyndibmðkaup Renée Shann: 20 — Jú, auðvitað elskan, ef þú vilt. — Já ættum við það ekki. Sérðu til, að ég verð ekki laus svo marga daga hér eft'ir. Þegar ég kom í skrifstofuna, heyrði hr. Gore-Brown, að ég væri þar og gerði boð fyrir mig. Og nú er ég búin að fá gömlu stöðuna mína aftur. Frú Fairburn setti upp von- brigðasvip. — Æ, Júlía, og ég sem var búin að hlakka svo til að hafa þig eitthvað hjá mér heima. — Það þykir mér leitt, mamroa og reyndar grunaði mig, að þetta yrði þér vonbrigði. En þú skilur nú vonandi, að ég get ekki farið að sitja auðum höndum heima. Þ„ð vaeri ekki til annars en gera naig leiða á öllum og öllu. — Ef þér finnst það, er ekki nema rétt af þér að fara að vinna. — Ég kom til að kveðja...... Ég er á förum til Florida til að ekrifa um gæsir — Það er gott að bú komst við Engv að síður er það vonbrigði fyrir mig. Júlía vissi mætavel, að móðir hennar var móðguð við hana. En hún herti sig upp í, að láta það ekki á sig fá. Það var hvort sem var ekki annað en heimtufrekja. Nú var hún orðin gift kona og sjálfri sér ráðandi. — Flýttu þér að fara í eitthvað, sagði hún glaðlega, og lét sem hún sæi ekki ólundarsvipinn á gömlu konunni. — Myndin byrj- ar klukkan hálffjögur. Ég sá það, þegar ég fór framhjá bíóinu._ Ef við förum strax, getum við náð í byrjunina, svo að við skulum flýta okkur. IX. — Rólegt hjá manni í dag, ungfrú Fairburn. — Það er nú aldrei mikið um að vera á mánudögum, JilL Markús.... Við höfum góðar fréttir að færa! Birkibitinn selzt prýðilega......Þeir sem stunda Jill geispaði. — Ég vildi, að það væri kominnn lokunartími. Sandra fyrtist við, og fór að velta því fyrir sér, hvort það væri yfirleitt vert að vera að hafa Jill þarna lengur. Hún var svo bersýnilega áhugalaus um starf sitt. í hennar augum var það ekki annað en kaupið, sem hún fékk fyrir að vera þarna. En svo var hún dóttir einhvers kunningja Clives, svo að Sandra komst að þeirri niðurstöðu, að hún yrði að hafa einhverja mjög gilda ástæðu, ef hún vildi losa sig við hana. — Þú gætir sett upp ketilinn, sagði hún. Þá lifnaði yfir Jill. — Það skal ekki standa á því, sagði hún. Sandra gekk út að glugganum í sýningarsalnum og horfði á um ferðina úti fyrir. Já, það var e’ki nema satt, sem Jill sagði, það var heldur fáferðugt hjá þeim í dag, af viðskiptavinum að minnsta kosti. Og hún tók sjálf að óska þess, að kominn væri lokunartími. Ekki svo að skilja að hún hlakkaði neitt til kvöldsins, því að hún ætlaði beint heim til fjöl skyldunnar. Hún hafði verið að vonast eftir að hitta Clive, en svo hafði hann hringt og sagt, að því miður gæti hann ekki að staðið. En svo skyldu þau borða saman um hádegið á morgun, og hann sagðist vona, að hún skemmti sér vel um helgina, nú er hún hefði fengið systur sína heim aftur frá útlöndum. Hún hafði lagt frá sér símann og orðið óróleg. Clive hafði ekki virzt eins ástfanginn og hann var vanur. Kannske hefði það nú annars verið ímyndun hennar. En einkennlegt var það að minnsta kosti að geta ekki hitt hana á mánudag, þegar þau höfðu alls ekki sézt síðan á föstudag. Nú stanzaði leigubíll fyrir utan og hávaxin ljóshærð kona, sem Sandra vissi alveg, að hún hafði séð áður, en gat samt ekki komið fyrir sig steig út. Hún borgaði bílstjóranum og gekk síðan að búðinni og stanzaði þar sem snöggvast til að líta í gluggann. Éandra, sem sá, að konan ætlaði að koma inn, hljóp til og opnaði fyrir henni. Og í sama vetfangi áttaði hún sig á því, að þetta var Margot Brasted. — Komið þér sælar, ungfrú Fairburn. Það er orðið langt síð an við höfum sézt, finnst yður því, að ég var komin að búðinni ekki? Ég áttaði mig allt í einu á hans Clive og hugsaði mér, að ég skyldi þá stanza og líta á hana. Hún var nú komin inn og leit allt kring um sig með áhuga og eftirtekt. Sandra áttaði sig með talsverðum erfiðismunum. Ef Margot Brasted hafði nokkra minnstu hugmynd um samband þeirra Clives, hlaut hún að vera framúrskarandi leikari, fannst henni. Hún' var sem sé ekkert annað en vinalætin og meira að útivinnu hafa tekið honum vel svo okkur er borgxð! — Það er prýðilegt Alex! — Við erum þér miöe bakklát Markús segja miklu vingjarnlegri heldur en í þetta eina sinn, sem þær höfðu hitzt áður en hún fór til útlanda — og þá hafði Sandra svo sem ekkert verið hrifin af henni. En nú dáðist hún að hverj um hlut þarna, og talaði mikið um, hvað búðin væri miklu skemmtilegri en áður, og hvað Sandra hefði gert hana vel úr garði. — Því að það er áreiðan- lega yður að þakka, ungfrú Fair burn. Maðurinn minn segir, að þér stjórnið henni alveg ágæt- lega. — Ég hef mikla ánægju af þessu verki og hef alltaf haft. Sandra varð að taka sjálfa sig heljartaki til þess að röddin gæti verið eðlileg, og vonandi gaf framkoma hennar heldur ekkert grunsamlegt til kynna. Að minnsta kosti gerði hún það, sem hún gat til að láta ekki á neinu bera. Enda þurfti hin heldur ekki að vera annað en kona, sem var að koma úr langri siglingu og var forvitni á að sjá verzlun- ina mannsins síns. Og hinsvegar forstöðukonan að sýna verzlun- ina. — Var ekki gaman í fríinu, frú Brasted? — Jú, jú, en það var bara ó- þarflega langt, og mikið er ég fegin að vera komin heim aftur. Heimþráin kom svo snögglega yfir mig, að ég var næstum búin að afturkalla skipsfarið og fara fljúgandi. En Clive vildi ekki fyrir nokkurn mun að ég færi fljúgandi og það réð mestu, að ekki varð úr því. Svo kom ég á laugardaginn, en það vitið þér nú sjálfsagt. Clive hefur náttúr- lega sagt yður að ég væri að koma? Sandra fékk næstum svima yf ir höfuðið. Hún var komin á fremsta hlunn að segja, að Clive hefði alls ekki nefnt það á nafn. En í sama bili hringdi einhver viðskiptavinur, sem vildi tala við hana sjálfa, svo að hún slapp við að svara spurningunni. En hafði þá Júlía vitað, að Margot Brast- ed var á sama skipi og hún? hugsr.ði Sandra. Höfðu þær kannske hitzt? Ef s\ o væri, hvers vegna hafði hún þá ekki minnzt á það einu orði? Svarið lá í aug um uppi. Júlía hafði talið það heppilegra og nærgætnislegra að nefna það ekki á nafn. — Já, hér eru margir fallegir hlutir, sagði Margot, þegar Sandra hafði lokið símtalinu. — Gerir ekki maðurinn minn inn- kaupin? — Jú. Ég hef aðeins söluna á hendi. — Hann mun vera á einhverju uppboði núna. Þá man ég það, að hann verður sjálfsagt önugur ef hann kemst að því, að ég hafi komið hingað. Þér vitið, hvílík börn karlmenn eru stundum. Clive getur þessa dagana ekki náð upp í nefið á sér fyrir monti af verzluninni, og hann sagði, að ég mætti ekki fyrir nokkurn mun fara hingað fyrr en hann gæti komið með mér og sýnt mér alla dýrðina, en núna væri hann svo önnum kafinn, að ég yrði að bíða svolítið. Hún sendi Söndru af- sakandi augnatillit. — Væri yð- ur sama, ungfrú Fairburn, þó að þér segðuð honum alls ekki frá, að ég hefði verið hérna núna.. þegar hann kemur hingað með mig einhverntíma næstu daga? Þá skulum við báðar láta eins og ekkert sé og þegja yfir leyndar- málinu. x — Ég varð að gera eitthvað, Jessie, eftir árásina á Goody-goo auglýsingarnar þínar Söndru brá eitthvað illa við. En vitanlega var ekki nema eitt svar til við þessari málaleitan. — Vitanlega, frú Brasted. Al- veg eins og þér viljið. — Já, mér finnst það vera hátt vísara. Sandra varð vör við Jill að baki sér, með augu og eyru þan- in. Hún gat alveg heyr.t hana, þegar þær ungfrú Soames færui að drekka te saman, eftir dálitla stund: ,,Hver heldurðu að hafi komið í búðina áðan? Engin önn ur en frú Brasted! Þú hefðir átt að sjá framan í ungfrú Fair- burn.“ Sandra leit' á sjálfa sig í spegli, sem þarna var. Jæja, Jill hafði enga ástæðu til að gera mikið úr svipnum á henni. Hún þóttist hafa getað stillt sig eins og þurfti. — Ég er að hita te, sagði hún. — Vilduð þér fá bolla með, frú Brasted? Jill er alveg að koma með það. Hún er aðstoðarstúlk- an mín hérna. — Þakka yður fyrir, en ég má ekki tefja svo lengi. Haldið þér að ég gæti fengið að hringja áð- ur en ég fer? Ég hafði ákveðinn tíma hjá tannlækninum, og ég er hrædd um, að ég hafi tafið of lengi hérna og sé orðin ofsein. Ég þarf að hringja og segja, að ég komi samt. — Já, alveg sjálfsagt. Viljið þér ekki heldur nota símann inni í skrifstofunni? — Þakka yður fyrir. Sandra vísaði frú Brasted inn í skrifstofuna, sagði við Jill og ungfrú Soames, að þær skyldu fara að drekka teið sitt, sjálf fór hún aftur út í sýningarsalinn. Hún gat næstum alls ekki hugsað neitt. En þegar kona Clives væri farin, var kannske von um, að hún gæti botnað í þessu og fund- ið út tilganginn með þessari heim sókn hennar. Og einnig, hvers- vegna Clive hafði steinþagað yf- ir því við hana, að konan hans væri komin til landsins aftur. Kannske væri líka alveg óþarfi að svara þeirri spurningu. Var hann ekki einmitt að haga sér eins og flestir aðrir karlmenn gerðu þegar lífct stóð á? Vildi hann efcki, eins og svo margir aðrir, bæði halda og sleppa? Og ef svo væri, hvað mundi hann nú taka til bragðs? Það var nú aðal áhyggjuefnið hjá henni. En hún vissi bara, hvað hún sjálf mundi gera. Snúa algjörlega við honum bakinu. En gat hún það þá? Hún leit við, er hún heyrði 1 bjöllunni, sem gaf til kynna, að dyrnar opnuðust. — Halló! sagði Clive. — Ég sá eftir allt saman, að ég gat slopp- ið hingað í fáeinar mínútur, og ég fann, að ég gat ekki beðið til hádegis á morgun að sjá þig.... Hún flýtti sér að lyfta hendi til þess að þagga niður í honum, er hún heyrði fótatak að baki sér. Margot Brasted var að koma út úr skrifstofunni. Hún kom auga á Clive og hló ofurlítið við. — Nú, svo að þú náðir þá 1 mig, elskan. Ég var að segja við ungfrú Fairburn áðan, að þetta væri leynileg heimsókn hjá mér, af því að ég vildi láta þig sjálfan sýna mér búðina, en svo átti ég leið hérna framhjá og gat ekki stillt mig. Clive svaraði þurrlega. — Já, ég sagðist ætla að sýna þér hana sjálfur. SHlltvarpiö 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tóit leikar. — 8:30 Fréttlr. — 8:35 Tónleikar — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp. (Tónl. — 12:25 Fréttir, tilk. og tónl.). 12:55 Öskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14:30 1 umferðinni (Gestur Þorgríms- son). 14:40 Laugardagslögin. — (Fréttir kl. 15:00 og 16:00). 16:30 Veðurfregnir. 18:30 Tónleikar. 18:55 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Leikrit: „Það stendur hvergi f bókinni**, gamanleikur eftir Arthur Watkyn. Þýðandi: María Thorsteinsson. Leikstjóri: Indriði Waage. Leikendur: Anna Guð- mundsdóttir, Jóhann Pálsson, Er'* lingur Gíslason, Þorsteinn Ö, Stephensen, Valur Gíslason, Húr ik Haraldsson, Jón Aðils og Gest ur Pálsson. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög — 24:00 Dagskrárlok. kæliskápsins -flv^rsu ojftjSfrfsltibinni fftliS f)'ir fc?lisl(áp|l <s> m 1 - • • - það tcr vanda vai hans ,|| -tfgjsí* . Austurs —- Ég hef nú Iúmskan grun um að hann sé ekki blindur, þessi. Heyrðirðu hvað hann sagði: „Þakka yður fyrir, fagra fröken“!! m a r Á u á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.