Morgunblaðið - 21.07.1961, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 21.07.1961, Qupperneq 16
16 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 21. júlí 1961 Skyndibrúökaup Renée Shann: 31 ■— Hamingjan má vita það, en auðvitað hlýturðu eitthvað að frétta innan skamms. Hann get- ur verið við störf sín, og þurft að fara eitthvað annað. Þegar ekkert hafði frétzt um hádegisbilið, hringdi hún til móð ur sinnar. — Ég ætlaði að vita, hvort mokkur hefði hringt til mín. — Nei, Júlía. Hversvegna spyrðu? Varstu að búast við ein hverri hringingu? Júlía hikaði. í æsingnum hafði hún sagt Ann alla söguna, en nú var hún ekki viss um, að hún gerði rétt 1 því að segja móður sinni frá þessu. Hver veit nema hún yrði einskis frekar vör — sem henni fannst að vísu óhugsandi — og þá mátti hún ekki hugsa til allra spuming- anna, sem móðir hennar léti dyinja á henni. Allar dylgjurnar. sem hún yrði að standa undir. Móður hennar hafði aldrei verið sérlega áfram um, að hún gengi að eiga Robin, og þá mátti hún biðja fyrir sér, ef ekkert frétt- ist af honum nú. — Bjóstu við hringingu, Júlía? endurtók móðir hennar. — Nei, ekkert sérstaklega. Ég hélt kannske .... Röddin bilaði og Júlía lagði frá sér símann. Ann leit á hana. — Reyndu að stilla iþig, Júlía. Þetta verður allt í lagi. Og svo bætti hún við: — Þú ert alveg viss um, að þetta hafi verið Robin? Júlía snerist að hennj í reiði sinni: — Vertu ekki með svona vitleysu. Heldurðu kannske ekki að ég þekki manninn minn? — Það gæti nú hafa verið ein- hver mjög líkur honum. — Vitleysa! Auðvitað var það Robin. Morgunina dragnaðist áifnam eins og hann ætlaði aldrei að komast úr sporunum. Lionel hringdi og spurði, hvort hún vildi sm m ■Ivlv 7 ¥ 2 * ^ jjLtti * K et* ^^^ijMi^^^:vV'.ývÆ^áusturstraétri4;.:^ý: — Varaðu ungi maður. Svona byrjaði það líka hjá mér! borða miðdegisverð með sér. — Ekki í dag, Lionel. Ég er afskaplega önnum kafin. Og svo bætti hún við, til þess að þurfa ekki að leggja símann strax: — Ég ætla að fá mér brauðsneið hérna í skrifstofunni. — í kvöld þá? Ég ætla að taka þig með mér, þegar þú hættir. — Væri þér sama, Lionel, þó að við segðum heldur á morgun? Ég þarf að fara beint 'heim í dag. Hann reyndi að telja henni hughvarf, en þegar hún lét ekki undan, stakk hann upp á því, að þau hittust að minnsta kosti rétt sem snöggvast. — Við skulum bara fá okkur eitt glas saman, Júlía elskan. — Ekki í dag, Lionel. Ég verð að fara heim. Ég hef verið svo mikið úti undanfarið og mamma er farin að verða önug. Ég hef lofað henni að fara með henni í bíó. Hann lét loks til leiðast að hitta hana ekki fyrr en daginn eftir. Þegar Júlía lagði frá sér símann, sagði Ann: — Hvað ætl- arðu eiginlega að gera? Bara sitja heima og bíða? Júlía svaraði, eims og hálf utan við sig, að hún vissi það ekki. — Éfc'að get ég svo sem gert? Ég held ég sé að ganga af vit- inu. — Hversvegna ekki reyna í hermálaráðuneytinu. Þar ættirðu að geta fengið einhverjar upp- lýsingar. Júlía strauk hárið frá enninu með snöggri hreyfingu. — Jú, það hafði mér aldrei dottið í hug. Kannske ég reyni það, ef ég verð *kki búin að heyra neitt í fyrramálið .... Já, það held ég gæti verið ráð. En ég bíð þangað til á morgun, því að ég er alveg viss um, að hann hringir til mín í kvöld. XV. Sandra leit á úrið sitt. Klukk- an var rétt eitt. Hún ætti víst að fara í matinn. Hinar byggj- ust víst við því. En hún hafði bara enga matarlyst. Hún hugsaði til daganna áður en kona Clives kom til landsins, þegar þau höfðu oftar en ekki borðað saman, *g það var ekki laust við, að hún óskaði að þeir dagar væru komnir aftur. Að vísu borðuðu þau einstöku sinn um saman ennþá, en þær máltíð ir voru miður skemmtilegar. Að minnsta kosti fyrir hana. Og þá ekki síður kvöldverðimir, sem voru annars miklu tíðari ennþá. Það ríkti alltaf einhver óánægja milli þeirra, aðallega af hennar hálfu, líklega vegna þess, að hún fann sig vanrækta. Og stöðugt ámálgaði hún þetta sama, að sambandi þeirra yrði að vera lokið. En þá svaraði hann jafnan, að það kæmi ekki til mála. Til þess væru þau bæði of ástfangin. Þau gætu blátt á- fram ekki yfirgefið hvort ann-'að hún hefði farið dálítið íyit að. Ef hún bara vildi hafa þol- út. mmæði, mundi allt lagast og 'hann verða frjáls að því að gift- ast henni. En nú var hún farin að ör- vænta um, að þetta yrði nokk- urntíma. Clive var svo fljótur á sér með loforðin og ástarjátn- ingarnar. Hún fyrirleit sjálfa sig fyrir að hafa ekki kjark í sér til að yfirgefa hann fyrir fullt og allt. Jú, hún hafði að vísu sagt upp hjá Brasted og hvatt hann til þess að útvega sér aðra í stað hennar, hann virtist bara ekki ætla að gera neina alvöru úr því, og hún fylgdi heldur ekki máli sínu eft Margot kom auga á hana og gekk til hennar. — Halló, ungfrú Fairburn! Ég var að vona, að ég næði í yður. Ég er á lausum kili með hádegisverðinn og datt í hug, hvort þér vilduð ekki borða með mér. Sandra íeyndi að finna ein« hverja afsökun, en henni gat ekki dottið neitt í hug á stund- inni, enda kom þessi uppástunga býsna óvænt. — Já, það væri gaman. — Þér eruð ekki að þjóta tH að hitta einhvern annan? — Nei. Og ég ætlaði meira að segja að vera afskaplega fljót. ir með neinni einbeittni. Því að' Ég hef svo mikið að gera seinni innst inni var h-enni ekki veru- i partinn. lega alvara. Jafnvel þó að konanj — Það er ágætt. Þá getum við hans væri komin heim og þau borðað saman og verið fljótar. hefðu aftur tekið upp sambúð Ég hef verið að hugsa um und- sína, hafði Sandra ekki sálar-! anfarið að koma einhverntíma styrk til þess að snúa við honum I í 'búðina og skrafa við yður. baki. I Hvert eigum við að fara. Þekk- Hún gekk fram í fatageymsl- ið Þ«r einhvern góðan stað hér una og fór í kápuna og setti upp nærri9 hattinn. Hún skoðaði sig snöggv- ast í speglinum og hugsaði til þess með gremju, að þessir síð- ustu dagar höfðu bætt mörgum árum við aldur hennar. Nú voru komnir bláir skuggar undir aug- un, af svefnleysi og fölvi kominn á andlitið, sem engin málning gat dulið. Svona misheppnuð ástarævintýri voru hreinasta eitur fyrir útlit stúlkna, hugsaði hún. Ef hún tæki ekki í taum- ana væri hún orðin gömul áður en hún vissi af. Gömul og ljót, og þá mundi hvorki Clive né aðrir líta við henni. — Aðrir?! Bara að guð gæfi, að einhverjir aðrir væru með í leik. En það var ekki eins og Clive ætti einusinni keppinaut. Það hefði hann þó hæglega get- að átt. Síðan hún varð ástfangin af honum, höfðu margir menn lit ið hana hýru auga. Menn, sem 'höfðu boðið henni út að borða og í leikhús. En hún hafði af- þakkað boð þeirra hvað eftir annað, svo að lokum misstu þeir alla þolinmæði og sneru lér frá henni. Og þar hafði hún hagað sér fávíslega, því að nú hefði hún betur haft einhvern annan til vara. Það hafði jafnvel Júlía. Það var ekki ónýtt fyrir hana að hafa þennan Lionel, sem hún hafði hitt á skipinu, til að snú- ast í kring um sig. Að minnsta kosti gerði hann sitt til að draga ofurlítið úr áhyggjum hennar út af Robin, enda þótt þær áhyggj ur væru samt sem áður í 'huga hennar enn, og færu versnandi, að því er virtist. En Júlía hlaut þó að minnsta kosti að gleyma þeim meðan hún var með Lionel. — Ég er að fara í mat, ungfrú Soames, sagði hún um leið og hún gekk gegn um sýningarsal- inn. — Ég verð ekki lengi. — Gott og vel. Það verður víst heldur ekki svo mikið að gera á meðan. Það er heldur dauft í dag. — Stundum getur einmitt ver ið mest að gera í matartímanum. Reyndu nú að selja mikið meðan ég er í burtu. — Ég skal reyna að gera mitt bezta. Sandra gekk út úr búðinni og sá þá Margot Brasted koma yfir götuna. Sandra tók að óska þess, Já, það er einn ágætur rétt hinumegin við hornið. — Þá skulum við fara þangað. — Þær töluðu mikið saman á leiðinni. Margot hafði næg um- ræðuefni af léttara taginu, Hún var nú fyrst og fremst svo hrifin af að vera komin heim aft ur> °g gat ekki skilið, hvernig 'hún hefði getað tollað svona lengi í Ástralíu. Það hafði að vísu ver ið gaman, en ekki eins og heima. — Hafið þér verið mikið er- lendis, ungfrú Fairburn? \ THe 'yOVJNS HONKER, THE UAST OF HIS LITTLE FAMILY, FINALLY JOINEO A FLISHT OF CANADA GEESE MOY- ING SOUTH, AND NOW HE RESTS ON WARM FLORIDA SANO BAR u r Gæsasteggurinn ungi, sem er einn eftir af fjölskyldunni, slæst loks 1 för með öðrum gæsum á suðurleið. Og nú hvílist hann á hlýju sandrifi við Floridaströnd. Á meðan: — Markús! ... Gaman að sjá þig . . . En hvar hefur þú gamla byssuhólkinn þinn? — Eg skildi byssuna eftir heima, Jim . . . Eg ætla að nota myndavélina mína . . . Mig lang- ar til að ná góðum myndum af því þegar þið eruð að ná gæs! gjlútvarpiö Föstudagur 21. júl£ 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir) 12:00 Hádegisútvarp. (Tónl. — 12:25 Fréttir, tilk. og tónl.). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónleikar. — 16:30 Veðurfregnir). __________: 18:30 Tónleikar: Harmonikulög. 18:50 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Tvö stutt verk eftir Holf Liebermann: a) Furioso fyrir hljómsveit. b) Svíta yfir svissnesk þjóðlög. RIAS-sinfóníuhljómsveitin í Berl ín leikur. Ferenc Fricsay stjórn- ar. — 20:15 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karlsson). 20:45 Einsöngur: Marcel Wittrich syng ur óperettulög eftir Stolz. 21:00 Upplestur: Svala Hannesdóttir les ljóð eftir tvö Nóbelsverðlauna skáld, Salvatore Quasimodo og Saint John Perse í þýðingu Jóns Öskars. 21:10 Islenzkir píanóleikarar kynna sónötur Mozarts; XVII: Gísli Magnússon leikur sónötu í B-dúr K570. 21:30 Utvarpssagan: „Vítahringur" eft ir Sigurd Hoel; XXI (Arnheiður Sigurðardóttir). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Ösýnilegi maður<* inn‘‘ eftir H. G. Wells VI. — (Indriði G. Þorsteinsson rith.), 22:30 Islenzk dans og dægurlög. 23:00 Dagskrárlok. Laugardagur 22. Jélf 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 -• Tónleikar. — 8:30 Fréttir. 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.)% 12:00 Hádegisútvarp (Tónl. —• 12:2® Fréttir og tilkynningar). 12:55 Öskalög sjúklinga (Bryndls Si urjónsdóttir). 14:30 í umferðinni (Gestur ÞorgrínMN son). 14:40 Laugardagslögin. — (Fréttir kl, 15:00 og 16:00). 16:30 Veðurfregnir. 18:30 Tónleikar. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Upplestur; p,Að leiðarlokum** smásaga eftir Friðjón Stefánsson (Höfundur les), 20:45 Kvöldtónleikar: a) Forleikur að óperunnf „Na« bucco" eftir Verdi. — Hljómsv, Philharmonia leikur. Tullioit Serafin stjómar. é b) Hilde Giiden syngur aríur ú* óperum eftir Verdi og Puccint* Hljómsveit Santa Cecilia tón* listarháskólans í Róm leikur meí — Alberto Erede stjómar. c) Divertissement eða skemmtf* hljómlist eftir Ibert. Hailé-hljóni sveitin leikur. Sir John Barbir, olli stjómar. 21:25 Leikrit: „Haustblóm** eftir Eliza* beth Dawson. Þýðandi: Ingi«* björg Stephensen. Leikstjórif Indriði Waage. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Darvslög. 24:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.