Morgunblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fðstudagur 1. sept. l&oi tatW MW MW J</, FÖSTUDAGINN 1. sept. á þeim sögufræga , 'j* „stríðsdegi“ okkar Islend- , <: inga — hefst í Belgrad, höfuðborg Júgóslavíu, ráð- stefna 24 af hinum svo- nefndu hlutlausu þjóðum og munu sækja hana ýms ir kunnustu stjórnmála- leiðtogar heimsins. Ekki er ólíklegt að ráðstefna þessi! komi til með að hafa tals-j verð áhrif á gang alþjóða-j mála — því að þessi sam-j tök þjóða má, þótt þau séu laus í reipunum, með rettu,jJjngjj,"j)",n - ,]gejgrrad7par_sem ra&stefna hlutlausu pjoöanna kemur saman í dag, ásamt mynd- nefna þriðja aflið í heim- um af nokkrum þjóðaleiðtogum, sem þar verða. (Talið frá vinstri): Tító, Júgóslavíu, Nehru, inum, fyrir utan stórveldi Indlandi, Nasser, Sameinaða Arabalýðveldinu, Hassan II., Marokkó, Sukarno, Indónesíu og austurs og vesturs. Nkrumah, Ghana. Ráðstefna hlutlausra um heimsvandamálin Það, sem máske verður eftir tektarverðast að fylgjast með í sambandi við ráðstefnuna, er hvont ^im mörgu og sundur- leitu leiðtogum, sem þar munu sitja á rökstólum, tekst að móta raunhæfa og heilsteypta stefnu á þeirri viku, sem ráð- gert er að fundir standi — eða hvort sundrung og ólík sjónar- mið bera þá ofurliði. Frumkvæði þremenninga Aðdragandann að ráðstefnu þessari má rekja til þeirra forsetanna Titós í Júgóslavíu, Nassers í Egyptalandi og Suk- arno í Indónesíu, sem snemma á þessu ári urðu ásáttir um að reyna að koma á slíkum fundi. Lögðu báðir þeir fyrrnefndu mikið kapp á, að ráðstefnan yrði haldinn hjá sér og varð það Tito nokkur álitsauki að hann skyldi bera hærri hlut. Ekki voru þeir þremenningarn ir heldur á eitt sáttir um það í byrjun hvaða ríkjum rétt væri að bjóða þátttöku. Og þeg ar Nehru, sem þeim var mikið í mun að fá til liðs við sig, kom með í spilið, lagði hann höfuðáherzlu á, að sem allra flestir ættu þess kost að sækja ráðstefnuna. Endirinn varð sá, að yfir 30 löndum mun hafa verið boðin þátttaka, langflest þeirra í Afríku, Asiu Og Suð- ur-Ameríku. Misjafnlega hlutlaus Svo fór, að allmörg þeirra ríkja, sem tækifærið áttu, til- kynntu, að þau óskuðu ekki eftir að taka þátt, þ. á- m. Svíþjóð, Sviss og írland. Mun það einhverju hafa ráðið um áhugaleysi ríkjanna, að skoð- anir eru víða skiptar um það, hversu hlutlaus í rauninni séu þau öfl, sem á slíkri ráðstefnu mun fyrirsjáanlega gæta. Þeg- ar borin eru saman þátttöku- ríki eins og t. d. Indland og Kúba, Júgóslavía, Eþíópía og Guinea, verður augljóst, að þótt haldið væri því heiti, sem aðiiar sjálfir vilja gefa ráð- stefnunni, og hún kölluð ráð- stefna „hlutlausra þjóða“, þá er a. m. k. hvergi nærri of- mælt, að segja, að þjóðirnar séu nokkuð misjafnlega hlut- lausar. Þau 24 ríki, sem fregn- ir herma að sækja muni ráð- stefnuna eru annars þessi: Afghanistan, Alsír (útlaga- stjórnin), Burma, Cambodia, Ceylon, Kúba, Eþíópía, Ghana, Guínea, Indland, Indónesía, Júgóslavía, írak, Kýpur, Lí- banon, Malí, Marokkó, Nepal, Saudí-Arabía, Somalíland, Súdan, Túnis, Sameinaða Arabalýðveldið og Yemen; á- heyrnarfulltrúar verða frá þrem Suður-Ameríkuríkjum, þ. e. Brazilíu, Bolívíu Og Ecua- dor, þó að vísu sé hugsanlegt að óvisst stjórnmálaástand heima fyrir komi í veg fyrir þátttöku frá fyrstnefnda rík- inu. — Það lætur þannig nærri, að fjórðungur þeirra ríkja, sem aðild eiga að samtökum Sameinuðu þjóðanna, komi til ráðstefnunnar í Belgrad. Munu frumkvöðlarnir vera eft ir atvikum mjög ánægðir með undirtektirnar. Ekki þriðja „blokkin“ Ekki er vitað með neinni vissu, hvernig afgreiðslu mála verði háttað á ráðstefnunni. Nehru, forsætisráðherra Ind- lands, er andvígur þvi, að tengsl þessara þjóða fái á sig mynd 3 „blokkarinnar“ í heim inum og hafa fleiri aðilar tek- ið undir þá afstöðu. Engu að síður mun á ráðstefnunni verða leitazt við að ná sam- stöðu um farsælar leiðir til lausnar á þeim ágreiningsmál- um, sem nú eru uppi í heimin- um. í drögum að dagskrá ráð- stefnunnar er gert ráð fyrir, að skipzt verði á skoðunum um ástandið í alþjóðamálum, ráðstafanir friðnum til vernd- ar, baráttu gegn heimsveldis- stefnu, afvopnunarmál, hlut- verk Sameinuðu þjóðanna og skipulag þeirra, auk vanda- mála í sambandi við efnahags- uppbyggingu ríkja. Vitað er, að hinar ýmsu þjóðir munu leggja mjög misjafna áherzlu á einstaka dagskrárliði. Það er því mjög undir hælinn lagt, hver koma til með að verða að almál ráðstefnunnar. Stórveldadeilur sniðgengnar Sumir vænta þess, að ráð- stefnan muni leiða af sér til- lögur um breytingu á starfs- háttum og skipulagi Samein- uðu þjóðanna, þar sem ár nýju ríkjanna verði betur fyrir borð komið en nú er. Nýlendumál- in eru að sjólfsögðu einnig ’of- arlega í huga flestra þátttak- endanna. Er þess jafnvel vænzt, að ráðstefnan láti ekki við það sitja,- að beina geiri sínum gegn þeim nýlenduveld um, sem siðustu árin hafa ver ið í óða önn að veita nýlend- um sínum sjálfstæði — heldur fái Sovétveldið einnig sinn skerf. Ýmsum Og þ. á. m. Nehru þótti það koma eins Og skrattinn úr sauðaleggnum, þegar forsætisráðherra Ceyl- On, Sir John Kotewalala, hélt því fram í ræðu á Bandung- ráðstefnu Asiu- og Afríku- þjóðanna árið 1955, að fordæm ingu á kúgun og undirokun væri full ástæða til að snúa einnig gegn Sovétríkjunum og Kína. Atburðirnir, sem síðan hafa gerst í Tíbet, hafa orðið til þess að opna augu margra nálægra Asíu-þjóða fyrir sann leiksgildi þessara Orða. Það er annars álitið, að reynt verði á ráðstefnunni að sneiða sem mest hjá ágreiningsefnum stór veldanna í austri og vestri. Y.Vf 300 fulltrúai frá 24 rlkjum taka þátt — þ.ám margir þjóðar- leiðfogar Einkum verði kappkostað að haga afstöðu til mála svo, að hlutlausu ríkin verði ekki dreg in í dilk með öðru hvoru þeirra. Þetta keppikefli sumra áhrifamestu leiðtoganna, sem ráðstefnuna sækja, getur vissu lega sniðið henni bæði þröng- an og óþægilegan stakk — sem leitt gæti til þess, að þýðingar mikil alþjóðamál yrðu aðeins tekin vettlingatökum. Hvort svo verður mun hins vegar koma í Ijós. En þessi yfirlýsta afstaða t. d. Nehrus, veldur því, að varla er búizt við nokkrum raunhæfum tillögum um lausn Berlínar-vandamáls ins frá ráðstefnunni, heldur frekast tilmælum um að stór- veldin komi saman til að ræða málið. w Mikill undirbúningui Síðustu daga hafa flestir væntanlegir þátttakendur búið sig rækilega undir ráðstefn- una, ýmist hver í sínu horni eða fleiri saman. í Kairo hafa Casablanca-ríkin svokölluðu haldið með sér fund og í Nýju Dehli kvaddi Nehru til fundar við sig leiðtoga tveggja eða fleiri nálægra ríkja, í þeim til- gangi að skapa jarðveg fyrir hóflega stefnu, að því er fregn ir herma. Ennfremur hafa svo sendiherrar og ýmsir fremstu menn í utanríkisþjónustu þátt- tökuríkjanna komið saman í Belgrad og ræðzt við um fyr- irkomulag ráðstefnunnar. Að því er bezt er vitað, munu yfir 300 fulltrúar Og sérfræðingar taka þátt í fundarhöldunum i Belgrad. Um skeið ríkti algjör vafi á því, hvort æðstu menn þjóðanna mundu sjálfir koma til ráðstefnunnar, en á það lögðu frumkvöðlarnir þrír mikla áherzlu. Er t. d. hermt, að Tito hafi lagt hart að Nehru sem lengi framan af var á báðum áttum. Niðurstaðan hef ur nú orðið sú, að ráðstefnuna sækja æðstu leiðtogar mjög margra þjóðanna. Auk þeirra, sem þegar hafa verið nefndir og allir eru líklegir til að láia nukið að sér kveða, má geta Makaríosar erkibiskups frá Kýpur, Nkrumah forsætisráð- herra Ghana, Bourguiba Tún- isforseta, Haile Selasse keisara Eþíópíu, Mahendra konungs í Nepal, Norodom Sihanouk, rík isleiðtoga í Cambodia Og U Ne', forsætisráðherra Burma; — stjórnarskiptin hjá alsírskum þjóðernissinnum, sem verða til þess að Youssef Ben Khedda tekur þátt í ráðstefnunni en ekki Ferhat Abbas, hafa komið júgóslavneskum ráðamönnum talsvert á óvart. M. a. höfðu júgóslavnesk blöð birt myndir og langar greinar um þann síð arnefnda, sem væntanlegan þátttakanda. — Flestir þeirra þjóðaleiðtoga, sem hér um ræð ir, hafa hitzt áður, einu sinni eða oftar. Ekki hvað sízt hafa Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna orðið til þess að leiða þá saman, en á þeim vettvangi hefur síðustu árin ríkt víð- tæk samstaða með þjóðum þeirra. Verður gefinn gaum’',' Öllum er ljóst, að þótt ríkj- um þeim, sem hér eiga í hV.it, sé margt að vanbúnaði og þau séu í ótal efnum skammt á veg komin — geta þau virðið mik- ils megnug, ef þau leggjast á eitt um raunhæfa og skynsam- lega afstöðu til hinna alþjóð- legu vandamála. Enginn er þess umkominn að segja fyrir um, hver staða þeirra ve.ður í heiminum á næstu árum. Það væri vissulega gleðiefni, ef þeim tækist á þeim viðsjár- verðu tímum, sem nú óreitan lega eru, að ná samstöða nn einhverja þá stefnu, er stuðl- að gæti að farsæíla og frið- vænlegra ástandi í heiminum. Margir munu því gefa paum að þeim tíðindum, sem þaðan berast næstu vikuna — og eigi færri en 400 fréttamenn hafa sótt um að fá að fylgjast með ráðstefnunni. 1 ¥ ; r Utflutningur frá Akranesi Akranesi, 30. ágúst 370 tonn af hvalkjöti lestaði norska skipið. Það heitir Fand- ango frá Tvedestrand á Vestfold. r— Hér var Dettifoss í gær og tók frosinn fisk, saltfisk Og 50—60 tonn af búrhvalskjöti á Banda- ríkjamarkað. — Hingað kemur Fjallfoss og lestar skreið. Baldur EA 770, 366 tonna, frá Dalvík, var að ljúka við að lesta við sementsbryggjuna 300 tonn af sementi, sem hann flytur til Blönduóss, Kópaskers, Þórs- hafnar og Bakkafjarðar. 7 menn eru á bátnum. — Oddur. Farfuglaferð UM næstu helgi ráðgera Far- fuglar ferð á Heklu. Á laugar- dag verður ekið upp Rangárvelli að Næfurholti og tjaldað þar. Um kvöldið verður Hraunteigur skoðaður. Á sunnudaginn verður svo gengið á Heklu. Léleg aflabrögð togaranna FREMUR lélegt fiskirí hefur verið við Vestur-Grænland og á heimamiðum að undanförnu. Þó kom Ingólfur Arnarson hingað 23. þ.m. með 261 tonn, sem afl- azt höfðu á heimamiðum. A mánudag kom Skúli Magn. ússon af Grænlandsmiðum me8 118 tonn, og á þriðjudag Þor- steinn Ingólfsson með 180 tonn. Mest er þetta karfi. Hallveig Fróðadóttir kom f gærmorgun af veiðum ,og i fyrradag landaði Júpíter hér 206 tonnum. Úranus kom hing- að í gær úr söluferð til Esbjerg,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.