Morgunblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.09.1961, Blaðsíða 12
12 M O RCV 1\ Tt r 4 Ð1 Ð Fösfudagur 1. sept. 1961 Otgefandi: H.f Árvakur, Reykjavík. rramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: úðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. HORFT HEIM A SVEITABÆI ^EGAR farið er um íslenzk-^ ar sveitir og horft heim á sveitabæina, eru þeir eins og að líkum lætur ákaflega misjafnir álitum. í flestum sveitum hefur þó sama sag- an gerzt á síðustu áratugum. Þar hefur verið byggt upp. í stað gömlu torfbæjanna og gripahúsanna eru komin reisuleg steinhús eða timbur- hús yfir menn og skepnur. En engu að síður er útlit sveitabæjanna ákaflega ólíkt. Á sumum býlunum eru öll hús máluð og snyrtileg. Á öðrum blasa við ryðguð þök og ómáluð hús. Yfirbragð sveitabýlanna er þannig geysilega ólíkt. Máluðu og vel hirtu býlin gleðja aug- að, lífga umhverfið og falla vel inn í hinn fagra ramma, sem sjálf náttúran og fegurð hennar skapar. Ómáluðu og vanhirtu bæirnir vekja leiða og setja dapurlegan svip á landið, jafnvel í fögru og svipmiklu umhverfi. í sumum kaupstöðum hér á landi hafa verið mynduð fegrunarfélög. Þau hafa gert mikið gagn og átt ríkan þátt í því að gera daglegt um- hverfi fólksins fegurra og viðkunnanlegra. Hvers vegna stofna sveitirnar ekki einnig sín fegrunarfélög? Mikill fjöldi fólks í sveitum lands- ins hefur sýnt, að það hefur mikinn áhuga á fegrun og snyrtingu umhverfis síns, ut- anhúss og innan. Hinir fögru og vel hirtu sveitabæir, sem getur að líta í öllum héruð- um landsins, eru þess glöggt dæmi. Búnaðar- og ung- mennafélög sveitanna ættu að hafa þar forystu um fegr- un og snyrtimennsku. Skóg- ræktarsamtökin í landinu mundu áreiðanlega verða reiðubúin til samstarfs um þá viðleitni. Fátt á ríkari þátt í fegrun umhverfisins en skógræktin. Þeir sveitabæir, þar sem eru myndarlegir og fallegir trjá- og blómagarð- ar, bera af í hverri sveit. Allir íslendingar vilja, að land þeirra verði betra og fegurra. Hér er þess vegna um mál að ræða, sem enga andstöðu getur vakið. Land- ið er fagurt og frítt, og fann- hvítir jöklanna tindar, eins og skáldið kvað. Mennirnir mega ekki spilla yfirbragði þess með hirðuleysi um útlit híbýla sinna og heimkynna. Hverri sveit er sómi af falleg um og vel hirtum býlum. ÓHJÁKV ÆMILEG LEIÐRÉTTING CAMKVÆMT ákvörðun verðlagsnefndar hefur nú verið ákveðið að rýmka nokkuð um verðlagshöftin. Hefur verzluninni, kaup- mönnum og kaupfélögum ver ið heimilað að hækka nokk- uð álagningu á einstökum vörutegundum. Mun verzl- unin að vísu telja þessar hækkariir ófullnægjandi, en engu að síður til nokkurra bóta. Það hefur jafnan verið skoðun Morgunblaðsins, að ströng verðlagsákvæði fælu ekki í sér neina tryggingu fyrir hagstæðu verðlagi. Að- eins frjáls samkeppni getur tryggt neytendum hagkvæma verzlun. R^nsla allra þjóða er sú, að verðlagseftirlit sé til lengdar skaðlegt. Þess vegna hefur það víðast hvar verið afnumið og mun al- mennt litið á það sem stríðs- fyrirbæri og ráðstöfun, sem ekki beri að beita, nema þeg- ar gersamlega óeðlilegt á- stand ríki í efnahagslífi þjóð- anna. Við íslendingar þekkjum mörg dæmi þess, að ströng verðlagsákvæði hafa beinlín- is hindrað hagkvæm inn- kaup og stöðvað eðlilega þró- un verzlunarinnar. Er nú líka þannig komið, að það er almenn skoðun, jafnt kaup- manna sem kaupfélags- manna, að vérðlagsákvæðin ætti algerlega að afnema. Að því marki hlýtur að verða stefnt. Það 'er eina leiðin til þess að tryggja neytendum frjálsa samkeppni um við- skipti þeirra og þar með hag- kvæma verzlun. KOMMÚNISM- INN ÓGNAR HEIMSFRIÐNUM PÓLKIÐ um víða veröld * þráir frið, frið til þess að lifa hamingjusömu lífi og njóta ávaxtanna af fjölmörg- um uppgötvunum, sem skapa mannkyninu möguleika til betra og fegurra lífs. En þrátt fyrir þessa ein- lægu þrá fólksins í öllum löndum og álfum eftir friði og farsæld, stendur heimur- inn í dag á öndinni af ótta og skelfingu. Hvað veldur, hverjir ógna heimsfriðnum og skapa ótta og öryggisleysi í veröldinni? Gherman Titov (t. v.) ásamt Krúsjeff og Yuri Gagarin eftir geimferöina. Alit vísindamanna um geimför Titovs H I N N 6. ágúst sl. skutu Rússar á loft mönnuðu geimfari. Farþeginn var Gherman S. Titov, majór í rússneska flughernum. Á næstu 25 klukkustundum eftir að geimskipinu Vost- ok II var skotið á loft, fór Titov í því 17 hringi um- hverfis jörðu áður en hann komst heilu og höldnu til jarðar. Að þessu sinni var fylgzt með ferðum geim- skipsins á radar og hlust- unarstöðvum hins vest- ræna heims. Vostok II var skotið á loft frá eldflaugastöð í Kazakhst- an og lenti í Saratov héraði, um 725 km fyrir suðaustan Moskvu. Það náði allt að 28.500 km hraða á klst. og var að meðaltali 88,6 mínútur í hringferð. Fór það í 175— 255 km hæð. f sambandi við þetta geim- skot lagði bandaríska viku- ritið U. S. News & World Re- port spurningar fyrir nokkra Það er hinn alþjóðlegi ommúnismi. 1 Berlín eru ersveitir kommúnista tekn- r að kasta táragassprengj- m inn í Vestur-Berlín. Þeir afa víggirt mörkin milli orgarhlutanna með gaddavír g sent þangað herlið og rynvagna. Þeir hafa gert llt Austur-Þýzkaland, þar ;m 17 milljónir manna búa, ð harðlæstri þrælakistu. Jafnhliða því sem þetta erist, berast fregnir af því, ð Rússar hafi tilkynnt, að eir ætli að hefja kjarn- rkutilraunir á ný. Þannig « er allt að sama brunni. lommúnistar ógna heims- riðnum. Þeir hafa skapað inn skelfilega skugga, sem rúíir yfir mannkyninu í þekkta vísindamenn. Fara nokkrar spurninganna og svör visindamannanna hér á eftir. HÆTTULEGT AÐ KASTA RÝRÐ---------- Fyrst var spurður sir Bern- ard Lovell prófessor, þekktur stjörnufræðingur og forstöðu- maður brezku tilraunastöðv- arinnar í Jodrell Bank. Sp.: Er nokkur minnsti vafi á því að Rússar hafi skotið á loft manni, og sá maður farið 17 hringi umhverfis jörðu? Sv.: Svarið er nei. Flygzt var með geimskipinu frá Jod- rell Bank og fleiri stöðum. Við náðum sérstaklega vel sendingum frá skipinu og rödd Titovs majórs .... Sp.: Þér hafið sagt að það væri hættulegt fyrir heiminn að tortryggja það sem Rússar hafa gert. — Sv.: Það er hættulegt að kasta rýrð á það sem Sovjet- ríkin hafa gert á þessu sviði, því það er ósjálfráð tilraun til að draga úr hættunni, sem blasir við okkur. Þeir, sem eru svp heimskir að draga þessi afrek í efa, minna mig á þá menn, sem trúðu því 1938 að allir skriðdrekar Hitlers og flugvélar væru gerð úr pappa. Það er mjög hættulegt fyrir hinn frjálsa heim. Sp.: Teljið þér að ekki líði á löngu áður en Rússar sendi mann til tunglsins? Sv.: Þetta síðasta geimskot hefur styrkt þá trú mína að Rússum takist um 1965 að koma mönnum til tunglsins BJARGARLAUS FANGI Þá voru spurningar lagðar fyrir embættismann nokkurn í Washington, sem hefur að- gang að sérstökum upplýsing- um um geimskot Rússa. Sp.: Lenti Gherman Titov geimskipi sínu á jörðinni svip- að og þegar flugmaður lendir flugvél? Sv.: Alls ekki. Titov var bjargarlaus fangi alla leiðina Sp.: Hvernig var þá Vostok II stýrt aftur til jarðar? Sv-: Með loftskeytamerki frá jörðu. Rússar sendu skip- inu merki, sem setti hemlaút- búnað geimskipsins í gang, minnkaði hraðann úr 28.500 km á klst. og beindi skipinu á braut til jarðar. Sp.: Hvers vegna gat ekki Titov sjálfur gert þetta? Sv.: Ég efast um að þeir hafi þorað að fela honum að gera þetta sjálfum, vegna þess að ef hann hefði gefið merk- ið tveim mínútum of seint, hefði hann lent nálægt Norð- ur Pólnum eða í Norður ís- hafinu .... EIGA LANGT í LAND Loks svaraði dr. William H. Pickering, forstjóri rann- sóknarstöðvar við tæknihá- skóla Kaliforníu, nokkrum spurningum. Sp.: Dr. Picbering, skutu Rússar á loft manni sem fór 17 hringi umhverfis jörðu? Sv.: Rússar eru þekktir fyr- ir það að vera mjög hreinskiln ir í opinberum yfirlýsingum sínum varðandi geimrannsókn ir. Ég sé enga ástæðu fyrir þá að vera með svo flókið gabb. Sp.: Haldið þér að tunglið sé nú næsti áfangi þeirra? Sv.: Ég tel að þar eigi þeir enn mjög langt í land........ Eldflaugin, sem til þarf, verð- ur að vera mun stærri og orkuþörfin er meiri. Svo er vandinn að ná mönnunum aft- ur, lending á tunglinu og margt fleira .... Sp.: Geta Bandaríkin orðið á undan að koma manni til tunglsins? Sv.: Það er hugsanlegt. Bæði Bandaríkin og Sovjet- ríkin eiga enn langt í land

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.