Morgunblaðið - 05.11.1961, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.11.1961, Blaðsíða 7
7/ Sunnudagur 5. nóv. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 7 Þoturnar þriggja ára / PAN AMERICAN var fyrsta flugfélagið, sem tók farþegaþoturnar stóru í notkun. Síðan eru liðin þrjú ár. í tilefni þess sendi félagið nýlega út fréttatil- kynningu þar sem greint var frá fenginni reynzlu — og ekki er hægt að segja annað en hún sé góð. A þessum þremur árum hafa þotur Pan American flogið 120,021,500 mílur og flutt nær tvær milljónir far- þega. Félagið á nú 52 þotur, sem flogið hafa samtals 240,043 klst. Þetta eru 26 Boeing Intercontinental, 6 Boeing 707 og 20 DC-8. Þær fljúga til 85 borga víðs vegar um heim. Fyrsta þota Pan American, sem fór í fyrstu ferðina í októ ber 1958, milli New York og Parísar, hefur nú flogið meira en 4.000.000 rnílur, verið í loftinu um 8 þús. klst., eða samsvarandi heilu ári. Hreyflarnir eru frá Pratt & Whitney og hafa reynzt vel, því vélarbilun í lofti hefur aðeins einu sinni orðið miðað við hverjar 40 þús. flug- stundir. Þetta þýðir, að þotu- flugstjóri, sem flýgur að jafn aði 900 stundir á ári, gæti flogið í 40 ár án þess að vélar bilun hafi orðið í þotu hans. Hver þota er að jafnaði 320 stundir á lofti í hverjum mán uði og flýgur þá 160.000 mílur. Hjartveikur j Hálfsextugur m.aður í Bost On hefur fimm sinnum brotizt inn í sama fyrirtækið á þretm ur árum og stolið sem svarar fjórðung milljónar ísl. kr. — Þegar hann reyndi að brjótast inn í fyrirtækið í sjötta sinn tók lögreglan á móti honum. Fyrir rétti var hann spurður að því hvers vegna hann bryt ist alltaf inn í sama fyrirtæk ið: „Eg er hjartveikur og get eikki hlaupið langt. Það er svo stutt í neðanjarðarlestina úr þessu fyrirtæki", svaraði hann. Sá var þyrstur Sextíu mjólkurflöskum var stillt upp við dyr rússneska sendiráðsins í Löndon dag einn í vikunni. Allar voru merktar: „Bannvænt — geisla virkt“. Það voru samtökin gegn kjarnorkusprengjuim, sem gerðu þetta til að mót- mæla rússnesku sprengjunum. Allar voru fullar af mjólk — nema ein. Einn sprengju-and- stæðingurinn hafði verið svo þyrstur, að hann stóðst ekki mátið og drakk úr flöskunoi. B*W r' BANDARÍKJAMENN hafa að staðaldri á heims- höfunum fjóra flota, sem gegna því hlutverki hver fyrir á sínu svæði, að vera setíð „nálægir“, ef ófrið- lega horfir á einhverjum slóðum. Þetta er liður í hinum stöðugá varnarvið- búnaði. Þessir flotar eiga að sýna hugsanlegum ó- vini, að árás verður svar- að — og flotarnir eru alls staðar „skammt undan“. r Fyrsti flotinn er í austan- verðu Kyrrahafi, annar flotinn í Atlantshafi, sjötti flotinn í Miðjarðarhafi Og sjöundi flot inn í vestanverðu Kyrrahafi. Meðfylgjandi myndir voru teknar af flugvélamóðurskip- ! inu Independence úr öðrum j flotanum, er hann var að æf- | ingum undan austurströnd Bandaríkjanna ekki alls fyrir löngu. í flotanum eru aiis 40 stór og smá skip og 90 þúsund manns og hann er búinn nýj- ustu og fullkomnustu fjar- skiptatækjum, Orrustu- og sprengiþotum, sem fara hrað ar en hljóðið svo og flugskeyt um. Flugmóðurskipið Independ- ence, sem á myndinni er að taka eldsneyti úr birgðaskipi, er 75 þús. tonn að stærð, 326 metra langt og hámarkshraði er yfir 35 hnútar. A skipinu eru 90 flugvélar, þ.á.m. orrustu- og sprengiþot- ur, flugvélar, sem einkum eru ætlaðar til kafbátaveiða svo og ratsjárvélar til könnunar- flugs. flugvélar um borö Þetta er eitt af nýrri skip- unum af þessari gerð í flota Bandaríkjanna. Þilfarið, sem er 4,1 ekra að flatarmáli, myndar tvær flugbrautir í stað einnar á gömlu skipun- um — og rúmast því mun fleiri flugvélar á þilfarinu en ella. — I rauninni er aðeins önnur brautin notuð til flug- taks og lendingar (sú merkta) og nægir hún stærstu flugvélum, sem not- aðar eru á flugmóðurskip- um, enda þótt hún liggi ekki eftir endilöngu þilfarinu og sé töluvert styttri en sjálft skipið. I flugtaki er þotunum í raun inni skotið á loft. Hak eitt, sem er á braut eftir endilangri flugbrautinni niðri, er fest í þotuna. Síðan setur flugmaður inn hreyflana á fulla ferð og þá er þessu fyrrnefnda haki „skotið“ á ofsahraða á braut sinni fram þilfarið — og þeyt- ir það þotunni á loft. Við lendingu er sterku haki rennt aftur úr neðanverðu stéli þotunnar. Gildir vírar eru strengdir yfir þilfarið og um leið og þotan hlammar sér niður á skipið festist krókur- inn á einum víranna, sem gef ur ofurlítið eftir, en stöðvar þotuna samt á nokkrum metr um. Bæði flugtak og lending reyna mikið á mannslíkamann og flugvélarnar, sem notaðar eru á flugmóðurskipum, eru sérlega sterkar, því mikið reyn ir á búkinn og hjólaútbúnað bæði við lendingu og flugtak. Önnur myndin var tekin, þegar Skywarriar orrustuþotu var „skotið“ á loft af skipinu. Venjulega eru þær komnar á loft áður en þilfarinu sleppir, en það kemur þó fyrir, að þær renna út af þilfarinu. Nú orðið eru óhöpp sjaldgæf á flug- móðurskipum Bandaríkjanna. Flugmenn eru þrautþjálfaðir og lendingar og flugtaksútbún aður mjög fullikominn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.