Morgunblaðið - 05.11.1961, Blaðsíða 6
6
MORGVNBLAÐIO
Sunnudagur 5. nóv. 1961
MOLOTOV er fangi í rússneska sendiráðinu í Vínar-
borg. Það er almennt álit manna ar syðra og vitað er,
að fjórir rússneskir öryggislögreglumenn standa vörð
um herbergi hans dag og nótt. Austurríska lögreglan
hefur sett verði við sendiráðsbygginguna, en fáir búast
samt við því, að Molotov reyni að notfæra sér það og
biðja þá ásjár, þegar hann verður leiddur út og fluttur
heim. Almennt er búizt við, að þar bíði hans réttar-
höld og e. t. v. þungir dómar.
Leyniþjónusta Breta og
Bandaríkjamanna . hefur að
undanförnu verið á höttum
eftir afriti af bréfi, sem
Molotov ritaði miðstjórninni í
Möskvu eftir að ljóst var, að
Krúsjeff ætlaði að láta kné
fylgja kviði — og útskúfa
„flokksféndunum" á flotkks-
þinginu. Sennilega væri ekk
ert vitað um þetta bréf hérna
megin járntjalds, ef Molotov
hefði ekki sent afrit af því til
eins af leiðtogum stalinista í
kommúnistaflokki Austurrík-
is. Þar hefur efni bréfsins ver
ið rætt í þröngum hópi og
helztu atriðin hafa „síazt út“.
Bréf Molötovs er 25 síður,
heiftarleg árás á Krúsjeff —
þar sem Molotöv sakar for-
sætisráðherrann um að hafa
brotið hinar eilífu og heilögu
grundvallarreglur kömmún-
ismans. — Og þetta þréf er
í rauninni vísbending þess, að
Molotov hafi ekki gefið upp
alla von.
1 sambandi við átökin inn-
an Kremlmúranna hefur það
vakið óskipta athygli, að
Furtseva var ekki endurkjör-
in í forsætisnefnd flokksins á
ný afstöðnu flokksþingi. Góðar
heimildir eru fyrir því, að það
hafi einmitt verið þessi fyrr-
verandi flugvélavirki, sem átti
mestan þátt í að bjarga Krú-
sjeff, þegar Malenkov, Molo-
tov og þer félagar ætluðu að
gera út af við Krúsjeff í eitt
skipti fyrir öll.
Það var sumarið 1957, er
þeir Krúsjeff og Buganin voru
í heimsókn í Finnlandi. Krú-
sjeff var í finnskri gufubað-
stofu, þreyttur eftir erfitt
kvöld Og mikið af vodika. En
Bulganin svaf og hvíldi sig í
rússneska sendiráðinu í Hels
inki. Þá komu boð frá Moskvu,
Skeyti, sem tiikynnti, að for-
sætisnefnd hefði verið kvödd
til aukafundar. Qg það er
þessi nefnd, sem í rauninni
stjórnar Rússlandi.
Krúsjeff hafði fram til þess
tíma haft undirtökin í nefnd-
inni og hann virtist í essinu
sínu, þegar hann kvaddi hina
finnsku gestgjafa sína og þakk
aði fyrir sig. En brosíð hvarf,
þegar til Moskvu kom. Molo-
töv hafði krafizt þess í forsæt-
isnefndinni, að Krúsjeff yrði
varpað fyrir borð. Og ætlun
„flokksfjendanna“ var, að
íoka öllum dyrum fyrir Krú
sjeff áður en hann kæmi heim
— m.a. átti ekki að veita hon
um inngöngu í Kreml.
En Krúsjeff fór inn um bak
dyrnar, ef svo mætti segja og
„Félagi Mikoyan! Bara að hann Mao væri kominn út á
Formósu og elskan hann Sjang Kai-Sjek í Peking............“
þegar hann birtist í forsætis- baki sér. Krúsjeff var sak-
nefndinni hófst lokaorrustan. aður um landráð. Hann hafði
Molotov hafði meirihluta að svipt flokkinn einingartákn-
„Við viljum ekki blanda blóði“
MOLOTOV
„Við eruim ein þjóð og við
viíjum halda áfram að vera
ein þjóð. Við þurfum enga
blóðblöndjun, unglingamir
verða að vera varkárir", sagði
Willy Repetto, hinn 59 ára
gamli foringi flóttafóliksins frá
Suður-Atlantshafseyj unni
Tristan da Cunha, er öll þjóðin
hans, 263 manns, kom heilu og
höldnu til Bretlands í viku
lökin.
Fólkið, sem verið hefur í
fremur litlu sambandi við urn
heiminn og menninguna,
neyddust til að flýja eyjuna
sína ekki alls fyrir löngu
vegna eldsumbrota, eins og
kunnugt er. Enn hefur ekki
verið ákveðið hvar því verður
valinn samastaður, en fast-
lega er búizt við, að það verði
flutt til Hjaltlandseyja, því
þar eru landshættir svipaðir
og á gömlu eyjunni — og virð
ast flóttamennirnir ekki kjósa
að setjast að í fjölmenninu.
En hinir eldri og reyndari,
fyrst og fremst Repetto, hafa
áhyggjur af ungviðinu. A haf
skipinu — á leiðinni frá
Höfðaborg — höfðu þeir mjög
vakandi auga á stúlkum sín
um og piltum, „því við vilj-
um hindra alla ást mil'li okikar
fólks og annarra. Við vitum
ekkert hverjir eru góðir og
hverjir eklki. Við þekkjum svo
lítið til heimsins. Heima á
Tristan da Cunha var hægt að
treysta öllum, en við höfum
heyrt, að það sé ekki hægt úti
í þessum stóra heimi“.
„En við höfum síður en svO
ástæðu til þess að vera á móti
öðrum þjóðum. Samt viljum
við halda þjóðareinkennum
okkar áfram og vildurn helzt
fá samastað þar sem við gæt
um verið út af fyrir okkur,
haldið áfram að blanda blóði
Og varðveita minninguna um
gamla heimalandið. Þess
vegna væri það mjög óheppi
legt, ef unga fólkið feildi hug
til ungmenna annarra þjóða.
Við viljum engar giftingar út
á við“, sagði Repetto.
En það er ekki víst, að þess
ari litlu þjóð takist jafnvel að
verjast nýjum áhrifum og
Repetto vonar. Aðstæðurnar
eru nú allt aðrar — og 263
manneskjur týnast fljótlega í
milljónahafi stjórþjóðanna. At
lantshafið skilur ekki lengur
Tristan-þjóðina frá umheimin
um.
inu, sem var í hinum látna
Stalín. Þetta hafði m.a. leitt
til uppreisnanna í Ungverja-
land'i Og Poznan og fleiri ó-
heillavænlegra atburða, sagði
Molotöv. Og Krúsjeff fékk að
heyra það.
★
En Krúsjeff átti Ifka góða
vini, meðal þeirra var eini
kvenmaðurinn 1 forsætisnefnd
inni, Jekaterina Furtseva. —
Hún lagði á borðið eina tromp
ið, sem Krúsjeff hafði á hend
inni. Málið er nefnilega þann
ig, að sérhver breyting á skip
an forsætisnefndarinnar verð
ur að híjóta samþykki mið-
stjórnarinnar — og þar sitja
125 atkvæðisbærir menn.
En Molotöv neitaði í hita
uimræðnanna að skjóta málinu
til miðstjórnarinnar. Þá var
það, að Furtseva fór í sím-
ann og hringdi í alla þá mið-
stjórnarmenn, sem hún gat
náð sambandi við í Moskvu.
Þeir tóku þegar að safnast
saman við hliðið í Kreml.
Furtseva tókst að fá öryggis
þjónustuna til þess að hleypa
miðstjórnarmönnunum inn og
þeir óku gegn um hliðið I
svörtum Zim-bíilum með nið
urdregin gluggatjöld.
Nú kröfðust miðstjórnar-
mennirnir þess, að þeir fengju
að gera út um örlög Krú-
sjeffs. Þeir voru samt of fáir
til þess að koma málinu í gegn,
því mikill hluti miðstjórnar-
manna er búsettur í öðrum
borgum víðsvegar í landinu.
.— Þá var hægt að nötast við
Zhukov, sem lét í snatri sækja
miðstjórnarmenn í þotum hers
ins — og Molotov hafði beð
ið ósigur.
★
1 sjö daga háðu Krúsjeff og
Molotov einvígi í ræðustóli
miðstjórnarinnar og Molotov
og hans menn færðust æ meira
í varnarstöðu. Loks voru
helztu „flokksfj endurnir1*
reknir bæði úr forsætisnefnd
inni og miðstjórninni. Þar með
hafði hinn slingi Molotov kall
að yfir sjálfan sig samsekt f
syndum Stalíns og sök fyrir
allt, sem aflaga hefur farið
síðan stríðinu lauk.
Þetta er þráður sögunnar,
sem gengur meðal hinnar,
„nýju stéttar“ í Moskvu að
flokksþinginu loknu.
Færeyíngar deila
Mikið hefur verið deilt um
það í Færeyjum undanfarna
mánuði hver heiðurinn eigi að
samningunum við Islendinga
um undanþágu fyrir færeysku
handfæraskipin innan 12
mílna markanna. Færeyingar
lofa íslendinga mjög fyrir
drengilega framkomu í þessu
máli, en bæði Samibandsmenn
og Jafnaðarmenn, sem sitja
saman í landsstjórninni, eigna
sér heiðurinn. Þetta rifrildi
hefur verið forsíðuefni fær-
eysku blaðanna í allt sumar
því talið er, að samningurinn
við íslendinga sé eitt vinsæl-
asta afrek stjórnarinnar, a. m.
k. á þessu ári.
AUir lögðu sig fram um að skemmta flóttafólkinu á skipsfjöl
.i-Txrmr<- -