Morgunblaðið - 05.11.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.11.1961, Blaðsíða 11
. v Sunnudagur 5. nóv. 1961 MORCUNBl4ÐIÐ 11 Hér verða að þessu sinni kynntir tveir franskir og einn vestur-þýzkur. Vestur þýzki bíllinn er „sportbíll“, en þeir frönsku fjögra manna fólksbifreiðir af þekktum tegunduin. Simca A BIFREIÐASYNINGU í París í októberbyrjun s.l. sýndu Simca verksmiðjurnar frönsku nýtt „rnódell", sem pær nefna Simca 1000. Fyrir siðustu beimsstyrjöld voru Simca verksmiðjurnar nánast samsetningarverksmiðjur fynr ítalsKai Fiat bifreiðir og má af þessari nýju gerð þeirra sjá að samvinnunni er ekki lokið. Simca 1000 er smíðaður eftir þeirri reynzlu, sem feng- izt heíur af Fiat 500 og Fiat 600. Taismaður verksmiðjanna segir í þessu sambandi: Við þurftum ekki að byrja frá grunni og smíða algjörlega nýjs bifreið. Með þessari gerð getum við boðið kaupendum nýjung, sem þó er byggð á langri reynzlu. Simca er fyrsti smábíllinn, sem verksmiðjurnar framleiða, og er ætlunin að selja hann aðallega á Evrópumarkaði fyrsta árið, en seinna að reyna Ameríkumarkaðinn, ef allt gengur að óskum. Eins og í mörgum öðrum bifreiðum af þessari stærð er vélin í Simca 1000* að aftan. Þetta er 4 strokka vatnskæld vél, rúmtak 944 rúmsentímetr- ar og orkan 45 hestöfl. Há- markshraði er um 120 km/ klst. og við reynsluakstur fór bifreiðin kílómeters vegalengd úr kyrrstöðu á 45 sekúndum. Smurningskerfið er sérstak- lega þægilegt. Það er þannig úr garði gert að ekki þarf að smyrja bifreiðina nema á 20.000 kílómetra fresti og þá aðeins á einum stað. Vélin tek- ur 2,5 lítra af smurolíu og þarf að skipta um hana á 5.000 kíló metra fresti. Simca 1000 er breiðari og styttri en keppinautarnir á heimamarkaði, eins og t. d. Renault Dauphine. Farþega- rými er þægilegt fyrir fjóra og geymslurými að framan ágætt. I flestum bifreiðum, sem hafa vélina að aftan, er benzíngeymi komið fyrir í far- angursgeymslunni að framan. En í Simca 1000 er benzín- geymirinn fyrir aftan aftur- sætið, svo farangursgeymslan nýtist betur. Simca 1000 er mjög þægileg 1 umferð og sparneytin. Má aka bifreiðinni í hring, sem er aðeins 4,5 metrar í þvermál. Ekki er vitað um verð Simca 1000 hér á landi, en í Frakk- landi kostar bifreiðin 6.490 franka, 40 mörkum meira en Renault Dauphine, sem kostar hér 114 þús. kr. Umboð: Bergur Lárusson, Brautarholti 22. Simca 1000 Glas Um næstu mánaðarmót munu væntanlega hingað til lands þrjár bifreiðir af gerð- inni Royal T 700 frá Glas Isaria verksmiðjunum í Ding- olfing, skammt frá Miinchen í Vestur-Þýzkalandi. Þetta eru litlar fjögra manna bifreiðir með tveggja strokka fjórgeng- hestöfl, en hámarkshraði er um 135 km/klst. Samkvæmt upplýsingum verksmiðjunnar tekur það aðeins 14,5 sekúndur að komast upp í 80 km. þraða á klst. úr kyrrstöðu, en 24,5 sekúndur að komast upp í 100 km hraða. Af þessu má sjá að bifreiðin er mjög lipur og munu fáar bifreiðir í þess- um stærðarflokki standast henni snúning. Renault RENAULT verksmiðjumar, eða Régie Nationale Renault eins og þær heita réttu nafni, eru stærstu bifreiðasmiðjur Frakklands. Hér í dálkunum hefur áður verið minnst á Renault Dauphine, en í haust kom fram ný gerð frá verk- smiðjunum, sem vakið hefur mikla athygli, og þykir því rétt að skýra frá henni nú. Bifreið þessi nefnist Renault R3, R4, og R4L og kemur í stað Quatre Chevaux (4CV), sem getið hafði sér gott orð. Mismunurinn á þessum þrem gerðum er sá að R3 er með 600 rúmsentímetra vél, R4 með 750 rúmsentímetra og R4L er „luxus“ útgáfa af R4. Allt eru þetta 4 manna bifreiðir með „station" yfirbyggingu. Vélin í R4 er lítið breytt frá 4CV og ætti þvi ekki að vera hætta á „byrjunarsjúkdómum“, því smíðaðar voru um 3 milljónir véla af þeirri gerð. Þetta eru vatnskældar, fjögra strokka vélar og gefa bifreiðunum um 120 km hámarkshraða á klst. Við reynsluakstur var R4 bif- reið ekið úr kyrrstöðu í 80 km hraða á 31 sekúndu. Ekki er vitað um verð þessara nýju Renault bifreiða hér á landi, en í Frakklandi kostar R4 4.980 franka og ætti bifreiðin samkvæmt því að kosta hér um kr. 90 þús. Tveir sérfræðingar frá Kaup mannahafnarblaðinu Politiken Simca 1000. >--------------------------4 fengu lánaða Renault R4 bif- reið til reynsluaksturs í haust og óku henni 300 kílómetra leið um fjallvegi í Frakklandi. Segir ökumaðurinn á eftir að bifreiðin hafi verið mjög þægi leg. Þeir hafi ekki tekið eftir því fyrr en að ökuferð lokinni hvað vel hafi farið um þá. Glas Royal T 700. Enda þótt þeir hafi þarna ver- ið á stanzlausum akstri um vonda vegi frá morgni til kvölds, voru þeir óþreyttir á eftir. Þeir tvímenningarnir segja að bifreiðin sé háfætt og fari vel á vondum vegum. I fjöll- unum hafi þeir ekið hinar mestu vegleysur og fór bifreið in yfir þær eins Og jeppi. Bifreiðir þessar eru ekki enn komnar á markaðinn svo nokkru nemi, en búizt við að þær fyrstu komi til Danmerk- ur í apríi. Umboð: Columbus h.f., Brautarholti 20. Glas Coupe S 1004 4----------------------4 isvél, loftkældri. Rúmtak vél- arinnar er 700 rúmsentímetrar og orkan 30 hestöfl, en há- Hér sést hve rúmiSV nvtict vel í Kenault R4. Renault R4. Frá þessum sömu verksmiðj um er komin á markað erlend- is ný „sport“ bifreið, sem þær nefna Glas Coupe S 1004. Þar sem þetta er sérlega skemmti- leg lítii sportbifreið, skal hún rædd hér nokkuð. Hún er byggð sem fjölskyldubifreið og er rúmgóð fyrir tvo fullörðna fram í og þrjú börn aftur í. Utsýni er ágætt því gluggar eru stórir. Vélin í S 1004 er fjögra strokka, rúmtak hennar 994 markshraði um 115 km/klst. Þótt bifreiðin sé gerð fyrir hraðan akstur, er hún einnig þægileg í minni ferð. Þannig er til dæmis orka vélarinnar rúmsentímetrar og orkan 42 meira en nægileg við akstur á 4. „gír“ allt niður í 30 km hraða. S 1004 er ódýr í rekstri og innkaupi rniðað við að hér er um sportbifreið að ræða. Notar hún um 6, 8 lítra af benzíni á 100 kilómetra og kostar hér að því er umboðið segir senni- iega um 120 þúsund krónur. Umboð: Sigurður Hjálmtýs- son, Skólavörðustíg 41.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.