Morgunblaðið - 26.11.1961, Side 1
MISJAFNT er svartbaksins
gæðum skipt. t ýmsum borg-
um á vesturströnd Banda-
ríkjanna og Kanada liggja
allt að 50 dollara sektir við
því að drppa svartbak, en á
tslandi er hann réttdræpur
hvar sem til hans næst og fé
lagt til höfuðs honum, þar
sem hann spiilir æðarvarpi.
Og frá Akranesi berast þær
fréttir að Larus Marinus,
eins og svartbakurinn heitir
á lærðra máli, hafi sézt
sveima í stórum hópum og
flokkum yfir vatnsbóli Ak-
urnesinga í Berjadal, og að
sögn er þá sízt fyrir að
synja að í vatnsbólið detti
það sem sízt skyldi.
bændur fyllast heilagri va'nd
lætingu þegar þeir heyra til
svartbaksins yfir varplönd-
*
En sumir hafa skemmtun
af fuglinum, dást að glæsi-
leik hans, þótt borðsiðirnir
séu e. t. v. ekki alltaf upp á
það bezta. Og ein helzta
„attraksjón" eins stjómmála-
félags ungra manna í Reykja
vík virðist vera að fara í
eggjatökuferðir umhverfis
hið hrjáða vatnsból Akur-
nesinga í Berjadal, þó að í
síðustu ferð hafi ekki tekizt
betur til en svo að einn.
eggjamaðurinn týndist og
fannst ekki fyrr en eftir dúk
og disk.
Bezti öskukarlinn
Ekki skal í efa dregið að
svartbakurinn er hinn leið-
asti fugl í varpi og veldur
þar miklu tjóni. Tekið er til
þess að dúntekja hafi minnk
•að allverulega hin síðari ár-
in, hafi verið mest á öðrum
tug þessarar aldar en síðan
minnkað allverulega. Kenna
margir svartbaknum einum
um hve hallar undan fæti
með dúntekjuna, en ein-
hverju kann það líka um að
valda að menn hafi gert sér
minna far um að nýta æðar-
varp nú á dögum en áður
var.
En Larus Marinus, hinn
seki skógarmaður meðal is-
lenzkra fugla, er kannske
Hfl
en kannske er bezta öskukarlinum ekki alls varnaö
sektir að sama skapi fyrir að
halda yfir honum hlífiskildi
eða trassa að eyða eggjum.
Larus Marinus, Mouette Noir
En ísland er ekki eina
landið sem hýsir svartbak-
inn. Hann er vel þekktur
víðast hvar, heitir á þýzku
Mantelmöve, á latínu Larus
Marinus, á frönsku Mouette
Noir, á sænsku havm&se, á
dönsku aalemaage eða svart-
bag, á ensku great black-
backed gull og loks á ís-
lenzku veiðibjalla og kafla-
bringur (ungfugl) til viðbót-
ar svartbaksnafninu.
Lexikon Salmonsen’s seg-
ir að svartbakurinn verpi í
stórum hluta Norður-Evrópu,
í Grænlandi, Norður-Ameriku
og norðurhluta Asíu, svo
ekki sitjum við einir að
fuglinum hér.
Pólitiskar eggjaferðir
Sennilega er svartbakurinn
einhver pólitískasti fugl á ís-
landi, og ekki eru þeir marg
ir sjófuglamir, sem meira
hefur verið rætt um í sölum
Alþingis. Sumir segja að
hann éti tugi togarafarma af
nytjafiski umhverfis landið
árlega, Reykvíkingar verða
felmtri lostnir þegar þeir
heyra um andarungaát hans
á Tjörninni og dúntekju-
sumir hafa skemmtun af fuglinum þrátt fyrir að borð
siðirnir séu ekki sem beztir . . .
!___________________________________________________________________i
Ekki ér nóg með að við
sjálft liggi að það sé borg-
araskylda að drepa svartbak-
inn hvarvetna sem til hans
næst, heldur er einnig hægt
að sekta menn fyrir að
hindra dráp hans, svo og
jarðareigendur, ef þeir trassa
að steypa undan honum á
landareign sinni. Og nú er
flutt á Alþingi frumvarp til
laga um að hækka laun fyr-
ir hvern drepinn svartbak úr
sex krónum upp í tólf og
Sitthvaö um hinn seka skógarmann
Larus Marinus eða svartbakinn
. . . yfir vatnsbóli Akurnesinga í Berjadal hefur hann sézt
sveima í stórum hópum og flokkum og er þá sízt fyrir að
synja að . . .
ekki alveg eins hábölvaður,
sem menn vilja oft vera láta.
Hann er trúlega bezti ösku-
karl''kaupstaðanna við sjáv-
arsíðuna, hann vinnur allan
sólarhringinn fyrir ekki
neitt, ekki er verkföllunum
fyrir að fara ag hann skilur
ekkert eftir af úrgangi, ef
hann má.
Sektir fyrir svartbaksdráp
Sums staðar erlendis hafa
menn gert sér þessa stað-
reynd Ijósa, og eins og áður
getur, liggja allt að 50 doll-
ara sektir við því að drepa
svartbak í ýmsum borgum á
vesturströnd N-Ameríku, t.d.
Vancouver. Fiskvinnsla er
mikil víða þar við ströndina,
og svartbakurinn flykkist að
vinnslustöðvunum og hirðir
upp hvern ætan bita, sem
annars mundi liggja og
úldna í sólinni, valda hinni
verstu óþefjan og skapa
ástand, sem gæti orðið
hættulegt heilsu manna. —
Yfirvöldin hafa gert sér
þessa staðreynd Ijósa, og
vernda svartbakinn sem ó-
dýrustu og beztu sorphreins-
un, sem völ er á. En þess ber
að sjálfsögðu að gæta, að
ekki hafa menn hlunnindi af
æðarvarpi á þessum slóðum.
Hvernig yrði
Reykjavíkurhöfn?
Hér er ekki verið að stinga
upp á því að friða svartbak-
inn, en til gamans mætti
setja fram þá spumingu,
hvernig umhorfs yrði í höfn-
inni í Reykjavík ef svartbak-
urinn hyrfi þaðan? Drafið
og slorið sem hann tínir úr
fjörunni, af bryggjum og upp
úr • höfninni nemur vafalaust
þúsundum kílóa á ári hverju.
Þessi úrgangur mundi úidna
þarna og rotna, a.m.k. með
núverandi umgengnisvenjum,
og vafalaust yrði að grípa tii
róttækra ráðstafana til þess
að forða höfninni frá því að
verða eitt allsherjar svínari
og pestarbæli.
Fátt er svo með öllu illt,
að ekki boði nokkuð gott. —
Ekki skal ég um það segja
hvort þyngra er á metunum,
sorphreinsun svartbaksins
eða hryðjuverk hans í æðar-
vörpum, en ekki sakar að
fólk hugi að því hvaða aðili
það er, sem „tekur til“ við
sjávarsíðuna. — Kannske er
Larus Marinus ekki alls vam
að. — hh.
■ ■ W WWIWWVPW 4W ú'Wj
: : \ ' ■ ' : : Jf
\