Morgunblaðið - 03.12.1961, Page 10

Morgunblaðið - 03.12.1961, Page 10
I 10 MORGVNBLAÐIÐ Loginn hvíti FYRIR nokkrum áratugum efuð- ust fáir um, að íslendingasögurn- ar væru sannar sögur í bókstaf- legum skilningi. svo að jafnvel samtölin þar vaeru höfð orðrétt eftir, eins og þau hefðu verið tekin upp á segulband. Nú vita menn og vissu reyndar flestir þá, að þær voru ekki færðar í letur fyrr en nokkrum mannsöldrum eftir að þær gerðust, svo að ekki var þess að vænta, að samtöl gætu geymzt óbreytt og óhögguð allan þann tíma. Menn hafa líka gert sér ljóst, að tilgangur höf- undanna var ekki sá að semja þurran annál eða visindalega igreinargerð um löngu liðna at- burði. beldur að semja læsilega sögu, sem bæði gat orðið fræði- lestur og skemmtilestur eða „underholdnings-litteratur". Til þess varð að klæða endurminn- ingu atburðanna í búning, sem bæði var að sniði og litavali mót- aður af listrænum smekk sagna- ritarans auk þest. sem samúð eða andúð hans með einstökum sögu- persónum hlaut að ráða því nokk uð, hvemig hann túlkaði orð þeirra og athafnir. Þetta frjáls- ræði leyfði bæði sköpunargáfu, frásagnargleði og persónulegum viðhorfum höfundarins að njóta sín. Á síðari árum hafa margir ís- lendingar gefið út sjálfsævisögur sínar. Sumar þeirra eru mest- megnis þur upptalning atburða, oft svo hversdagslegra, að þær hafa lítið fræðigildi og lélegt skemmtigildi. Aðrar em skrif- aðar af mönnum, sem hafa gert sagnaskájdskap að lífsstarfi sínu, og þar gætir að vonum meiri sjálfstærðrar sköpunar, atvikum og persónum er hagrætt eftir smekk og listrænum kröfum höf- undarins því að skáldið hefur Kristmann Guðmundsson þau forréttindi fram yfir ann- álaritarann, að það getur tekið sér skáldaleyfi notað endurminn ingar ævi sinnar sem uppistöðu, en skáldlegt ímyndunarafl sitt sem ívaf og andúð sína eða sam- úð sem jjósa eða dökka liti í vef- inn til þess að hann verði ekki nein hversdagsvoð, heldur lit- klæði, og skáldum hæfir ekki annað en litklæði. Því hef ég haft þennan langa fcrmája að ritdómi um Logann hvíta. að ýmsum hefur fundizt margt ósennilegt í tveimur fyrstu bindunum af sjálfsævisögu Krist manns skálds, bæði frásagnir hans af dulrænum atvikum, sem fyrin hann hafa borið, og af ásta- málum hans. Þeir hafa í raun og veru krafizt þess af honum, að hann skrifaði sem hlutlaus annálaritari sinnar eigin ævi, en til þess er Kristmann of mikið skáld. of draumlyndur og of til- finninganæmur gagnvart því, sem honum hefur mætt á lífs- leiðinni. É% tel frásagnirnar um Ingilín, huldumeyjuna, sem hann lék sér við og þráði, en fékk aldrei að snerta, mjög mikla prýði á bókinni. án þess að ég sé með nokkrar vangaveltur xun það, hvað sé draumur og hvað virkileiki í heimi barnshugans. Þær minna á gamalt jistbragð íslendingasagna, eins og drauma Þorsteins Borg í upphafi Gunn- laugssögu, eru fyrirboði ókom- inna örlaga, lýsa flótta hins mun aðarlausa bams frá ástúðar- snauðum mannheimi inn í óska- ]önd álfheima. Sagan um kon- una í rauða bílnum, sem birtist í Loganum hríta verður manni líka ógleymanleg í dul sinni, hvort sem þar er um skáldlegan draum eða raunverulegan at- burð að ræða. En vissulega hefur Kristmann átt samleið um stund með ýmsum konum í rauðum bíl, án þess að fylgja þeim á leiðarenda. Loginn hvíti lýsir einum ára- tug í lífi skájdsins, 2-3 hjóna- böndum, einni megatonna kyn- ir hann geislamögnuðu r; ki sínu, bombu, sem dreifir um skeið yf- svo að hann svíður í merg og bein, en heldur samt áfram ferð sinni um álfur ástarinnar, eins og Gyðingurinn gangandi leit- andi lausnar frá álögum sínum, en finnur hana hvergi. Hann hef- ur öðjast frægð og frama, getur veitt sér mörg af gæðum lífsins, ferðast til suðrænna landa og gefið sér góðan tíma til að safna efniyiði í þær sögur sínar sem gerast fyTr á öldum. Hann hittir ýmsa landa sína í Kaupmanna- höfn og gezt ekki sem bezt að þeim, en samt leitar hugur hans heim, eins og hann hafði í æsku leitað til þeirrar móður. sem hann hafði a]drei notið hjá neinnar móðurblíðu. En aðkom- an er ekki glæsileg, þegar komið er heim til íslands, heimskrepp- an er í algleymingi, honum finnst hann aðeins mæta andúð og misskilningi og sjálfur finnur hann ti] vonbrigða og ósjálfráðs viðbjóðar á flestu því, sem fyrir augun ber. Andrúmsloftið er allt annað en hann átti að venjast meðal skáldbræðra, vina og dá- enda í því landi, sem hafði fóstr- að hann og fært honum viður- kenningu. Við þetta bætist, að kommúnisminn dafnar eins og graftarsýkill í fúasárum kreppu- áranna og hin mik]a sókn hans á menningarsviðinu er í algleym- ingi, ungum skáldum og lista- mönnum sem ganga honum á hönd, er hælt upp í hástert, og þau hlaða skjalli og skrumi hvert á annað. en hina er reynt að þegja í hel eða troða skóinn niður af þeim, ef þöginin er ekki einh]ít. Ýmsar tilraunir eru gerð ar til að lokka hann eða hræða til þess að láta spenna sig fyrir orustuvagn hinnar rauðu fram- sóknar, en hann lætur hvorki freistast af fagurgala né bugast við hótanir. Heimsstyrjöldin skellur á, greiðslur utanlands frá fyrir skáldverk hans bregðast og hann tekur það ráð að kaupa sér hænsnabú inn við Elliðaár, en svo kemur hérnámið og land hans er tekið undir herskála og Sunnudagur 3. des. 1961 hann á ekki í önnur hús að venda en smáhýsi austur í Hveragerði, sem hann fær á leigu fyrir lít- inn pening. Við skiljum við skáldið horfandi til hafs af Arn- arhóli á heiðríkri og stjörnu- bjartri frostnóttu, einmana og uggandi um sinn hag, eins og stundum á æskuárunum, en á- kveðið í því að láta ekki bug- ast, frekar en þá. Loganum hvíta svipar að von- um um margt til fyrri binda ævisögunnar, en hann er að mínu áliti meiri bók en Dægrin blá. Málið er fallegt og laust við all- ar tiktúrur stíllinn víða hugð- næmur, ástalífslýsingarnar aldr- ei klúrar eða æsilegar og þótt allmikillar beiskju kenni víða, þá gætir hennar aldrei í garð þeirra kvenna, sem bundust skáldinu, enda þótt þau bönd trosnuðu stundum óeðlilega fljótt. Auðmýkt er ekki áber- andi þáttur í skapgerð skáldsins, en það reynir aldrei að afsaka skipbrot sín í hjúskaparmálunum með því að velta sökinni á kon- urnar. Mynd sumra þeirra verð- ur því nokkuð óljós, það er hlífzt við að draga dökku drættina. ímsar aðrar persónumyndir eru skýrari, bæði þær skringilegu og ógeðfelldu, þótt sumstaðar sé brugðið huliðshjálmi yfir nöfnin. Afstaða Kristmanns til manna og málefna er sjaldnast hlutlaus, heldur mjög persónuleg. Hann hefur viðkvæma húð og hörð við- brögð. Páll Kolka. -------------------- j, Velur ráðgjafa NEW YORK, 1. des. — Talið er fullvíst, að U Thant hafi tilnefnt Amachree frá Nigeríu sem helzta ráðgjafa sinn í Afríkumálum — Og búizt er við að Buneh frá Bandaríkjunum og Arkeday frá Rússlandi verði einnig ráðigjafar hans. Ráðgjafar hans verða sjö samkvœmt samkomulaginu, sem austur og vestur gerðu um kjör hans. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÖK BARNANNA 3 prófí lauk hann þó árið 1886. Prófi í heimspeki hafði hann lokið áður, ár- ið 1881. Sama ár og hann tók lögfræðiprófið, var hann settur sýslumaður Dalamanna og settist hann þá að á Sauðafelli. Heldur urðu viðbrigðin honum mikil eftir Hafn- arvistina og þótti honum dauflegt þarna í fásinn- inu. Eftir eitt ár flutti Hannes til Reykjavíkur og gerðist þar málfærslu- rnaður og síðar ritari í skrifstofu landshöfðingja. En árið 1895 varð hann sýslumaður í ísafjarðar- sýslu og bæjarfógeti á ísafirði, en þingmaður ís- firðinga var hann kosinn nokkru síðar (1900). Þegar Hannes var sýslu maður í ísafjarðarsýslu, lenti hann eitt sinn í hin- um mesta lífsháska. Er- lendir togarar voru þá sem oftar mjög ágengir við íslandsstrendur, enda var eftirlit með þeim lít- ið. Eitt sinn barst sýslu- manni sú frétt, að útlend- ur togari væri að veiðum uppi við landsteina og fór hann þá ásamt nokkrum mönnum á litlum báti út að skipinu. Þegar þeir ætluðu að leggja að tog- aranum hvolfdi hann bátn um undir þeim, svo að mennirnir fóru allir í sjóinn. Þá kom það sér vel fyrir Hannes, að á yngri árum sínum í Eyja- firði, hafði hann iðkaö sund og vanist sjó. Hon- um tókst að halda sér á sundi, unz bonum var bjargað um borð í tog- arann. Þetta atvik sýnir ljóslega, hversu lítils ís- lendingar máttu sín, gegn erlendu ofríki, en ekki lét sýslumaður hlut sinn og sótti það fast að lög- um yrði komið yfir hinn ófyrirleitna veiðiþjóf. Hinn 1. febr. 1904 varð Hannes Hafstein ráðherra íslands, fyrsti íslenzki ráð herrann með stjórnarráði í Reykjavík. Áður höfðu danskir menn gegnt þess- ari stöðu og haft aðsetur í Kaupmannahöfn. Eitt mesta framfara- málið, sem Hannes Haf- stein beitti sér fyrir í rað- herratíð sinni, yar síma- málið. Fyrir hans for- göngu kornst landið í rit- símasamband við umheim inn og talsími var lagð- ur um landið. Miklar deil ur og flokkadrættir urðu um þetta mál meðal lands manna. Margir töldu síma lagninguna allt Og kostn- aðarsama fyrir landið og aðrir vildu að komið yrði á loftskeytasambandi við útlönd og innanlands í stað símans. Þegar síma- málið var efst á baugi, fóru eitt' sinn margir bændur víðs vegar að af landinu til Reykjávíkur um hásláttinn, til þess að mótmæla framgangi síma málsins við Hannes Haf- stein. Svo fór samt, að hans stefna sigraði, og ekki liðu mörg ár þar til allir viðurkenndu, að hann hefði haft rétt fyrir sér í þessu mikilvæga máli. Hannes Hafstein var ráðherra árin 1904—1909, var síðan bankastjóri um nokkurt árabil, unz hann varð aftur ráð^errs. 1912 I —1914. Eftir það var hann oft- ast mjög heilsuveill og gat lítt sinnt opinberum málum. Hann andaðist 13. des. 1922. Hannes Hafstein var ekki aðeins þjóðkunnur sem stjórnmálamaður, heldur engu síður sem skáld. Eitt af fyrstu kvæð unum, sem flest íslenzk börn læra er: „Blessuð sólin elskar allt“. Þær vísur mælti Hannes eitt sinn fram er hann var ásamt hóp af fólki í skemmtiferð á hestum að sumarlagi. Af þekktari kvæðum hans miá nefna Aldamót- in, \ I hafísnum, Áfram, Skarphéðinn í brennunni, Hraun í öxnadal og Sprettur. Hannes Hafstein var flestum þeim beztu kost- um búinn, sem nokkurn mann mega prýða. Hann var fríður maður og glæsi legur, svo að af bar flest- um öðrum, hann var gáfu maður og skáld gott og hann var einnig atorku. og framkvæmdamaður í stjórnmálaafskiptum sin- um. Slíkir menn eru vel fallnir til að vera foringj- ar sinna samtíðarmanna og fyrirmynd þeirra, sem á eftir koma. Ráðningar Gátur í síðasta blaði: — 1. Varðan. 2. Gröfin. 3. Valur (salur, alur). 4. Ljón (Jón). J. F. Cooper sIðasti mum 44. Róleg og virðuleg fylgdist Córa með hon- um á brott, en Aiisa féll í yfirlið og konurnar urðu að taka hana í sina umsjá. Uncas hrópaði á eftir Magúa: „Farðu bara, húroni, en líttu fyrst til sólar. Nú skín hún milli greina stóra trésins. En þegar hún er kominn upp fyrir tréð er gisti-friður- inn úti og hraustxr lier- menn munu rekja slóð þína“. Tamenud leit á Uncas og sagði: „Loks hefi ég fundið hermann, sem get ur tekið við af mér og orðið höfðingi Delawar- anna eftir minn dag“. Uncas dró sig í hxé í kofa sínum og hugsaði ráð sitt, en nokkru siðar kom haim út aftur. Hægt og rólega tók hann að dansa stríðsdansinn. Einn eftir annan leituðu hermenn- irnir inn í danshópinn, heillaðir af hinum bátt- bundnu hreyfingum og fyrr en varði voru allir vopnfærir menn gengriir í lið með Uncasi. 45. Þegar fresturinn, sem Maúa hafði verið gef inn, var útrunninn, skipti Uncas liði sínu í marga hópa. Fálkaauga var for- ingi þess flokks, sem skiþaður var hraustustu hermönnunum. Njósnarar voru sendir af , stað og skömmu síðar lögðu her- mennirnir upp. Heyward fylgdist með Fálkaauga. Þegar þeir voiu komnir spölkorn inn í skóginn, mættu þeir Davíð. Hann kvaðst hafa flúið úr húr- Onaþorpinu og sagði að skógurinn væri nú fullur af húronum. Davíð hafði heyrt, að Magúa hefði lokað Córu inni í hellis- skúta. m Uncas lét herflokk- ana sækja fram úr öll- um áttum. Bráðlega hófst skothríð á víð og dreif um skóginn. Fálkaauga og menn hans lentu í bar- daga við nokkra húrona. Um tíma lá við, að þeir lytu í lægra haldi, en til allrar hamingju komu faðir Uncasar og Munró gamli hershöfðingi þá á vettvang og veittu þeim lið. í sama mund voru Uncas og hermenn hans I áköfum bardaga við fjölda húiona

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.