Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 2
50 MORGVNBLÁÐIÐ Sunnudagur 24. des. 1961 .... einkum þykir honum gott að súpa úr æðareggjum .... ALLT frá því að þriðji hrafn Flóka Vilgerðarsonar „fló fram um stafn í þá átt, sem þeir fundu landit“, hefur hrafninn gegnt drjúgu hlut- verki í þjóðtrú íslendinga, bókmenntum o. fl. og er ekki að undra, því hrafninn er einn merkilegasti fugl verald ar. Hann hefur níu náttúrur og níu heilabú og ef maður étur þáu, verður maður vit- ur og margvís ef marka má þjóðtrúna. Og það er viðar en á íslandi, sem menn taka hrafninn alvarlega. Eskimóar í Alaska töldu hann hafa skapað heiminn. Á Alútaeyj- um dirfast menn ekki að gera krumma mein og hann er jafnan velkominn í ösku- tunnur íbúanna. Síðast en ekki sízt gegnir hrafninn merku hlutverki í hinni fornu Ásatrú. um honum ok segja í eyru honum öll tíðendi, þau er þeir sjá eða heyra. Þeir heita svá, Huginn og Muninn. Þá sendir hann í dagan atfljúga um heim allan, ok koma þeir aftr at dögurðarmáli. Þar af verðr hann margra tíðenda víss. Því kalla menn hann Hrafnaguð, svá sem sagt er: „Huginn ok Muninn fljúga hverjan dag jörmungrund yfir; óumk ek Hugin, at hann aftr né komi, Þó sjámk ek meir of Mun- Miðar við skýin Hrafninn er talinn hinn mesti rummungsþjófur. Hann stelur öllu steini léttara og er glysgjarnari en nokkur kvenmaður. Það, sem hann stelur, felur hann oftast, sennilega i þeim tilgangi að geta gengið að góssinu síð- ar. En samkvæmt þjóðtrúnni er sá gallinn á að hann mið- ar allt við skýin og finnur það aldrei aftur, sem hann felur! Ég man eftir því á Akur- eyri fyrir allmörgum árum að taminn hrafn, sem Kristj- án Geirmundsson mun hafa átt, hafði sig þar mjög í frammi. Þannig hagaði til við hús eitt, að stungið var upp fyrir blómabeðum að haust- lagi og þökunum raðað í stafla upp við vegginn. Er staflinn var rifinn næsta vor kom í ljós að þar hafði krummi haft birgðastöð. Milli þakanna fundust furðulegustu hlutir, vartappar, nælur, nagl ar, úldin vínarbrauð og álit- leg upphæð í skiptimynt, sem krummi hafði troðið inn í staflann. Um hrafnahúmör Annar taminn hrafn var á Akureyri fyrir nokkrum ár- um, og höfðu menn af hon- um mikla skemmtan, en ekki þótti samt öllum „húmör“ hans til fyrirmyndar, enda var honum fargað þegarhann fór að taka upp á því í hvert sinn, sem konur þvoðu þvott í nágrenninu, að marséra eft- ir þvottasnúrunum og bíta í klemmurnar, þannig að þvott urinn hrundi í svaðið. Og í sumar sem leið var Reykjavíkurpressan öll í upp námi vegna tamins hrafns, sem skotinn var í Mosfells- sveit eftir að hann hafði dreift úr öskutunnum manna um allar jarðir og hrellt ung böm. Blaðamenn voru á þön um um sveitina, og fundu út að hrafnarnir voru víst tveir, en raunar fékkst enginn botn í þetta hrafnamál annar en sá, að Sigurður Ólason lög- fræðingur hefði haft hrafns- unga á fóðrum um sumarið. Spáfuglinn , Já, hrafninn kemur víða við sögu. Allir kannast við mannsnafnið, og við tölum um hrafnamál, hrafnaspark, nátthrafna, náhrafna, hrafna- þing o. s. frv. Þá er hrafn- inn spáfugl hinn mesti, bæði um veðrið og annað. Þegar krummi flýgur, „bomsar oft 1 Gylfaginningu segir svo um Óðin: „Hrafnar tveir sitja á öxl- Um hrafna Oðins og Nða og smellur í honum hljóð- ið“, segir Jónas frá Hrafna- gili. Það kalla Vestfirðingar að hann „beri vatft í nefinu“ og á það að vita á votviðri. Þá er tekið til þess, að ef maður heggur framan af nefi lifandi hrafns og drekkur blóðið, þarf maður lítið sem ekkert að sofa. Alþekkt eru hraínaþingin „kolsvört í holti“, og var það trú manna að þar skiptu hrafnarnir sér niður á bæ- ina fyrir veturinn. CjLkLcf fót! Gott og farsælt komandi ár. Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan h.f. Reykjavík. yr^Q=<CP<Cb=«P=<Q^«P^Q=^^Q=»<CP<Q=-íCFa5Cb=<<??«Q==íCri<Q=<c; GUiL ec^ jói! Ljósmyndastofan ASIS TfuZfjJÍ Farsælt komandi ár! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Smjörbrauðsstofan BJÖRNINN, Njálsgötu 49. ^Q=^(r^Cb=«ri<Cb^r^Q==«r^Q==<<r=<Q=<Cr=<Q=<ö=><Q={Cr=<Q=tó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.