Morgunblaðið - 24.12.1961, Page 10

Morgunblaðið - 24.12.1961, Page 10
58 MORCVNBLAÐIO Sunnudagur 24. des. 1961 Ráðskonan var eins og milt ljós, sem enginn fær ofbirtu í augun af að horfa í. Andlitið var fölt. nærri því hvitt eins og snjór, en ekki skerandi heldur eins og blæja eða sæng. Hárið var mikið, fléttað á daginn en slegið um nætur, og það var einnig hvítt eða gulhvítt eins og geislabaugur. Hún gekk hægt um húsið eins og hún væri að forðast að vekja einhvern eða eitthvað um há- bjartan dag. Eða var hún eins og svefngéngill með blá augu, sem voru hlutlaus eins og stjörnumar en sáu þó allt og kunnu því ekki að dæma? f>annig hafði hún gengið um húsið í þrjátíu ár og sinnt verkum sínum. Menn komu og fóru — lifnuðu — uxu — og dóu í þessu húsi eða annars staðar, en ráðskonan var kyrr og breyttist ekki. Ef til vill mundi ráðsmaður- inn eftir henni öðruvísi. En hann sagði þá aldrei frá því. Hann hafði verið nærri því jafnlengi ráðsmaður og hún ráðskona og var auk þess sveitungi hennar, einhvers staðar að norðan. Fólk- ið sagði að hann væri í rauninni ráðskonan á heimilinu. Hann hafði smám saman hrifsað af henni öll völd innanhúss, pantaði sjálfur allan mat til bæjarins og sagði til um hvaða matur skyldi vera á borðum. Allir urðu að standa og sitja eins og honum þóknaðist. „Hann er af gamla skólanum", sagði eldra fólkið, „sýslumanns- sonur“, og lét þá skýringu nægja. En unga fólkið hrakyrti hann og fór ekki dult með andúð sína á honum ef hann var hvergi ná- lægur eða ráðskonan. Þeir sem voru nýir á heimilinu lærðu fljótlega að gæta tungu sinnar þegar ráðskonan var nærri. Hún sagði nálega ekkert eða reýndi að verja hann. Hún horfði á þá og breytti ekki um svip, sagði í mesta lagi: „Voruð þið að segja eitthvað ljótt, drengir mínir“ og þeir litu und- an og skömmuðust sín þótt þeim fyndist þeir vera í fullum réttL Þetta var því einkennilegra sem enginn varð meira fyrir barðinu á ráðsmanninum en hún. Hann lítillækkaði hana næstum dag hvern í viðurvist allra — jafnvel þegar fínir menn úr borg inni komu í eigin persónu til að líta á rekstur búsins — kallaði matinn þernuræpu og spurði hvort hún léti þvo diskana upp úr hlandforinni. „Ósköp er að heyra til þín, maður“, var það eina sem ráðs- konan sagði, eða: „hvernig læt- urðu, Gísli minn“. En jafnaðargeð hennar — svip- urinn sem kom öðrum til að fyrirverða sig ef hugur þeirra var ekki hreinn — virtist aðeins espa hann. Æ meir með árunum. Stundum strunsaði hann upp á loft með hundinn sinn á hælun- um án þess að borða. Ekkert eærði ráðskonuna meira. Hún lét vinnukonu fara með mat upp á loft handa ráðsmanninum og hundinum. Ráðsmaðurinn snerti ekki á matnum, en hundurinn át sitt. Það virtist nægja henni að hafa sent matinn upp og að minnsta kosti hundurinn hefði gert honum skil. Þetta var annars skrýtinn hundur. Það er eðlilegt að hund- ar tileinki sér persónuleika hús- bænda sinna, en þessi hundur gekk það langt að hann virtist í ýmsu afneita hundseðli sínu: Enginn fékk nokkru sinni að klappa honum nema ráðskonan, því hann urraði oe fór undan í flæmingi. Hann var einnig ó'likur öðrum hundum að því leyti að hann gelti aldrei. Að einu leyti hagaði hann sér þó eins og flestir hundar: Hann gat ekki séð bíla í friði, þótt ráðsmaður- inn hundskammaði hann. Hann þeyttist eins og byssubrendur á eftir bíl sem ók úr 'hlaði — samt ekki fyrr en hann var kom- inn alllangt frá bænum — háði þögult kapphlaup við hægra framhjólið á bílnum og gafst seinna upp en aðrir hundar. Á eftir varð hann lúpulegur og virtist hafa misst persónu- leika húsbónda síns. Þá labbaði hann venjulega niður í eldhus til ráðskonunnar, mændi á hana unz hún veitti honum athygli, talaði til hans og klappaði honum á gult höfuðið. Svo íaumaðist hann út og fann ráðsmanninn og setti fljótlega upp bokkasvipinn sem sumir kölluðu svo. Aðrir hundar voru ekki á bæn- um, en þeim mun fleiri kettir og rottur. Sennilega hafa hvergi verið svo margir kettir og rottur á einum bæ. Kettirnir — hvað þá rotturnar —• voru bókstaflega óteljandi, villtir og um allt húsið og útihúsin. Þetta hafði eitt sinn verið stærsta bú á landinu og húsin þar eftir mörg og stór, svo stór að ekki nema hluti þeirra var í. raunverulegri notkun. Þarna áttu kettirnir og rotturnar sér gósenland meðan ráðskonunnar naut við. Mestallar matarleifar á þessu stóra heimili fóru til að fæða þessi dýr. Ráðskonan valdi einhvern unglingspilt á bænum, sem enn var óspilltur, til að fara mcð matinn í húsin seint á kvöldin þegar flestir voru gengnir til náða. Hann skammaðist sín venjulega fyrir þessa þjónustu, því þeir eldri hæddust að honum undir rós, en var jafnframt dá- lítið upp með sér. Allir vissu að ráðskonan valdi ekki nema góða pilta tíl kattarstarfans. Það var viðurkenning og að vissu leyti heiður — eins og að eiga eitthvað inni hjá forsjóninni. Hún lét einnig fæða rotturnar, en háðfuglarnir létu í það skína að henni væri mest í mun að kettimir væru aldrei svangir, svo þeir ætu ekki rotturnar. Sumum fannst þessi kattar- og rottuást ráðskonunnar til skammar, eink- um rottuástin, en aðrir þögðu og létu ekki álit sitt í ljós. Enginn minntist á kettina og rotturnar við hana nema ráðsmaðurinn. Hann kallaði hana kattarmömmu og rotturáðskonuna, en tók þó ekki fram fyrir hendurnar á henni í mörg ár. Aðeins í þessu fékk hún að fara sínu fram.... þar til ólánið læddist eitt sinn inn í eldhúsið í líki hálfvaxinnar rottu. Ráðskonan ætlaði að koma rottunni út, en tókst ekki betur til en svo að hún komst inn í einn matarskápinn. í sama mund kom fólkið og ráðsmaðurinn í mat. Ráðsmaðurinn heimt- aði annan mat en hann hafði sagt fyrir og var á borðum. Ráðs- konan varð þá að opna þennan skáp. Hún tvísteig nokkra stund fyrir framan hann, en ráðsmað- urinn skipaði henni að koma strax með matinn. Þá opnaði hún skápinn hikandi og sennilega með jafnmiklum hjartslætti og rottan í skápnum. Um leið og hún opnaði hann skauzt rottan fram á gólfið og ætlaði að fara sömu leið og hún kom, en ráðs- maðurinn hafði þegar komið auga á hana, reis upp úr sæti sínu og kallaði á hundinn, sem var enn frammi á gangi. Rottan og hundurinn mættust á þröskuldinum, horfðust andar- tak í augu — eins og lífið og dauðinn — svo klippti hundurinn hana sundur með vígtönnunum. Ráðskonan kipptist við um leið, en ekkert hljóð kom fram fyrir varir hennar. Hún horfði .tján- ingarlaust á eftir hundinum, sem laumaðist frain á gang aftur og skildi blóðvolgan og sundur- klipptan rottulíkamann eftir á þröskuldinum. En ráðsmaðurinn var ekki orð- laus. Hann settist ekki aftur nið- ur en jós sér yfir ráðskonuna þar sem hann stóð ásamt þöglum áhorfendum og tilheyrendum við matarborðið: „Svo þú ert farin að ala þessi fósturbörn þín í matarskápnum, þess verður þá ekki langt að bíða að þessi kvikindi fari að labba hér um matarborðið og dansa á diskunum og drulla í matinn.. “. Það var dauðaþögn meðan ráðs maðurinn lét dæluna ganga, en þegar leið á ræðuna tók ráðs- konan. sem virtist í öðrum heimi, skúffu og ýtti henni undir dauða rottuna. „Veslingurinn", tautaði hún. Síðan rétti hún hægt úr sér, horfði ekki á neinn og gekk út með framrétta skúffuna. Ráðsmanninum hafði fipazt við athöfn ráðskonunnar eff kallaði nú á eftir henni: „Mundu eftir að setja líkið í öskutunnuna en ekki grautar- pottinn. Eða á ég kannski að láta sækja prest —• rottuprest?" Hann hló unz hann varð að setjast niður. Svo tók hann til matar síns eins og aðrir, en kímidi milli bita. Enginn hló með honum, en hann virtist ekki veita því neina athygli. í lok matmálstímans hvísl- aði hann að búbílstjóranum, sem sat næstur honum við borðið, að sækja: „ekki rottuprest, ha, ha, heldur rottueitur". „Það er ekki hægt að búa lengur við þessa sérvizku í kerl- ingunni" sagði hann yfir borðið eftir stundarkorn. Bílstjórinn kinkaði kolli og sagði: „Nei, ætli það“. Ráðsmaðurinn virtist vera að bíða eftir því að ráðskonan kæmi aftur, því hann sat lengi kyrr í sæti sínu við borðið, unz allir höfðu týnut út og hann var einn eftir. Þá sagði hann einni af vinnukonunum að gefa sér kaffi, en það hafði fram til þessa verið eitt af skylduverkum ráðskon- unnar. Hann sötraði þegjandi kaffið og labbaði svo upp með hundinn á hælunum. Ráðskonan lét ekki sjá sig í eldhúsinu um kvöldið, sem var þó vani hennar. Vinnukona mætti henni þegar hún var á leið inni upp í herbergi sitt og sagði að sér hefði virzt vera tár í aug- um hennar. Enginn á heimilinu hafði séð ráðskonuna gráta fram til þessa. R áðsmaðurinn lét ekki við það sitja að fá rottueitrið. Hann þessu", sagði hún við þær. „Gísli er í rauninni bezti maður þótt hann láti svona“. Vinnukonurnar þorðu ekki að segja henni sannleikann og urðu niðurlútar, en hún hélt þá áfram að fullvissa þær um að ráðs- maðurinn væri eiginlega bezti maður. Hún var glöð i bragði þessa daga og reyndi að gera ráðsmanninum allt til geðs, jafn- vel fram yfir það venjulega. Hann lét ekki á neinu bera, en glotti annað veifið í kampinn þegar hún sá ekki til. Fólkið var óvenjulega hljótt við matarborð- ið og flýtti sér að borða til að komast sem fyrst út. Eftir að dauðar rottur fóru að finnast í húsunum voru margir eins og á nálum. Unglingspiltur, sem hafði fóðrað fyrir ráðskon- una undanfarinn vetur, stóðst loks ekki þessa þolraun lengur. Þegar flestir voru háttaðir eitt kvöld læddist hann út og að- gætti hvort ljós væri í gluggaí ráðskonunnar: það var dauft Ijós fyrir innan gluggatjöldin. Hann tvísteig nokkra stund fyrir fram- an dymar. Það var sagt að eng- inn karlmaður hefði nokkruí sinni stigið fæti inn í herbergil ráðskonunnar. En einhver varð að segja henni þetta. ► Góð stund leið áður en harmi heyrið hreyfingu fyrir innan dyrnar eftir að hafa barið laust á þær. Hann var farinn að haldai að hún væri sofnuð eða hefðil ekki heyrt til hans, en þá opnuð- ust dyrnar í hálfa gátt og hún horfði á hann. * „Hvað er það, væni minn?“ spurði hún eftir að hafa virt hann fyrir sér nokkra stund. • s J mciócicjci d^riencl ngimcir Sic^urÉóóon skipaði nokkrum vinnumönnum að eitra alla staði í húsunum, þar sem hugsanlegt væri að rottur héldu sig. Þeir unnu verkið sam- vizkusamlega. Ráfðskonan vissi ekkert um herferð þessa og hafði orð á því við vinnukonurnar hve ráðsmaðurinn hefði stillzt eftir atburðinn í eldhúsinu. Hann hefur kannski séð eftir Rottan og huudurinn mættust á þröskuldinum „Ég þarf að tala dálítið við þig“, sagði pilturinn og vafðist tunga um tönn, „það — það er út af dýrunum", Ráðskonan horfði enn S hann út um dyragættina og sagði: „Er nokkuð að?“ „Nei, já“. Þá opnaði hún dymar upp á gátt og sagði honum að komat innfyrir. Það fyrsta sem hann sá voru fimm kettir sem lágit í stólunum. Ráðskonan fór upp í rúm, klædd hvítum náttserki, og hallaði sér útaf. Þegar hún sá að hann horfði á kettina sagði hún brosandi: ' „Ég hef þessa hjá mér á nótt- unni þegar mér leiðist, því ég er svo oft andvaka" ' „Já“, sagði pilturinn. > „Þér þykir vænt um dýr", sagði hún eftir stundarþögn. „Já, mér þykir vænt um dýr", sagði hann, „en kannski ekki rottur". * „Það á ekki að skilja þær út- undan“, sagði ráðsikonan, „það á líka að vera pláss fyrir þær í hjartanu. Skaparinn ætlast tii þess að hjartað sé nógu stórt tii að rúma allt sem lifir, og stærsta plássið er fyrir þá sem eru minnstir og eiga oft bágast". „Já“, sagði pilturinn og horfði á kertaljós sem logaði í glugga- kistunni. „Ég þekkti einu sinni pilt“, sagði ráðskonan annars hugar, „honum þótti vænt um öll dýr“, „Líka rottur?“ „Já“, sagði ráðskonan. „honunj þótti vænt um allt og alla“. „Hvar er hann núna?“ spurði pilturinn hikandi. Hún svaraði ekkl og lokaðl augunum. Kertaljósið varpaði skugga á augnalokin. Pilturinnl leit undan og á kettina. Þá sagði I hún allt í einu: _

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.