Morgunblaðið - 24.12.1961, Page 11

Morgunblaðið - 24.12.1961, Page 11
!T Sunnudagur 24. des. 1961 MOnCVNBLAÐIÐ 59 Hann h efur víst séð stærra ljós og fylgt t því . . . i f „Veiztu það, væni minn, að enginn piltur sem hér hefur ver- ið hefur fárið með mat fyrir mig tvo vetur í röð. Þeir hætta allir eftir einn vetur, eða ég leysi þá undan >ví af því þeir skammast Þín fyrir það. En það á ekki að ekammast sín fyrir að vera góður pg gera gott verk“. U „Nei“, sagði pilturinn. „Hann sem ég var að tala um íáðan skammaðist sín ekki fyrir að vera góður. En hann er dáinn fyrir þrjátíu og fimm árum. Guð kallaði hann til sín“. Hún opnaði augun aftur og ihorfði á hann: „Hann var talsvert eldri en þú“. „Hvernig dó hann?“ áræddi pilturinn að spyrja. „Hann varð úti, væni minn. Hann var á leiðinni heim til mín úr verstöð fyrir norðan óg þurfti að fara yfir mörg fjöll. Þetta var é jólunum. Ég átti von á honum og hlakkaði til að sjá hann, því mér þótti vænt um hann, vænna en aðra menn. En hann kom ekki þá“. „Kóm hann seinna?“ spurði pilturinn. „Já, en þá var hann dáinn. Það skall á stórhríð, en ég vonaði að hann kæmist samt heim, því hann var karlmenni. Ég lét loga kertaljós í glugganum mínum alla nóttina til þess að reyna að vísa honum veg. en hann hefur víst séð stærra ljós og fylgt því. Síðan læt ég alltaf loga kertaljós í glugganum hjá mér, svo hann finni mig þegar minn tími er kominn". Hún þagnaði andartak, en pilt- Inum fannst líða eilífð áður en hann heyrði aftur rödd hennar úr fjarska: „Það voru ekki gleðileg jól heima þá. Svo fannst hann þegar hríðinni slotaði, helfrosinn og hafði gengið stóran hring kring- um bæinn. En ég ákvað að lifa fyrir hann, eins og hann hafði dáið fyrir mig. Þess vegna þykir ínér vænt um öll dýr og menn“. ' Hún þagnaði aftur, en hélt svo éfram breyttri röddu: „Hvað er ég annars að segja þér þetta, væni minn, ég tala ekki um þessa hluti. Þeir eru ekki til þess. En það er senniiega ef því þú ert svipaður honum í útliti. Það er engin mynd til af bonum. Þá var ekki farið að taka myndir. En það gerir ekkert til, það er hvort eð er mynd hjartans sem guð framkallar á efsta degi j r. • Hvað ætlarðu annars að segja mér, væni minn, þér lá eitthvað á hjarta, þú ætlaðir að segja mér eitthvað um dýrin okkar". Pilturinn hrökk við. Hann hafði aldrei heyrt ráðskonuna . tala svona mikið. Það ruglaði hann í ríminu. En von bráðar éttaði hann sig: Hann varð að eegja henni strax frá dýrunum, Bvo henni brygði ekki of mikið. Hann hóf að segja henni frá rottueitrinu og dauðu rottunum, en hún lá svipbrigðalaus í rúm- inu á hieðan. Þegar hann hafði Btamað öllu út úr sér andvarpaði hún og hóf að flytja bæn með lokuð augun. Svo opnaði hún augun, horfði á piltinn hrygg á svip og sagði: „Nú skalt þú fara að sofa, væni minn“. Piiturinn gekk að dyrunum og leit um öxl um leið og hann opn- aði þær og gekk út. Ráðskonan horfði í kertaljósið, sem var blátt við kveikinn og myndaði geisla- baug út frá honum. Hún mætti ekki á \enjulegum tíma í eldhúsið um morgun- inn. Ráðsmaðurinn böl§ótaðist út af fjarveru hennar og sendi vinnukonu upp til að sækja hana. Vinnukonan kom von bráð ar aftur og sagði að hún væri alveg að koma. Þegar hún kom virtist hún eins og hún átti að sér, Ráðsmaðurinn spurði hvern fjandann hún væri að láta bíða eftir sér, hvort hún þættist kannski vera veik. Hún svaraði honum engu og gekk þegj andi að sagðist ráðsmaðurinn verða að fara til borgarinnar. „Ég á smáerindi", sagði hann við ráðskonuna. „Þú ert ekki vanur að segja mér eða öðrum frá hyggju þinni eða erindum“, sagði ráðskonan. „Ég ætlaði bara að vita hvort þig vanhagaði um eitthvað“. „Ég þarfnast einskis", sagði ráðskonan. Ráðsmaðurinn kom aftur skömmu eftir hádegi. Með hon- um voru tveir stórvaxnir lög- regluþjónar í jeppabíl. Vinnu- mennirnir sáu að þeir voru vopnaðir byssum. Þeir fóru beina leið í útihúsin með ráðs- manninum. Þaðan heyrðust öðru hverju skothvellir góða stund. Ráðskonan heyrði skothvellina og spurði búbílstjórann, sem kom að fá sér mat eftir ferðina, hvað verið væri að skjóta. „Það eru bara menn að æfa sig“, sagði hann. aði hann bílstjórann á eintal. Það var ekki fyrr en síðar um daginn að í ljós kom hvað þeim hafði farið á milli. Vinnu- konurnar sáu búbílstjórann laum ast með poka á flötina fyrir framan eldhúsgluggana. Þar hvolfdi hann úr honum og hrað- aði sér síðan á brott með tóman pokann. Vinnukonurnar gengu að einum eldhúsglugganum til að forvitnast um hvað hann hefði skilið eftir á flötinni, en hrukku óðara frá honum aftur og ráku upp skelfingaróp. Á flötinni fyrir framan gluggan lágu milli fimm- tán og tuttugu blóðug kattahræ. Ráðskonan kom þegar hún heyrði hljóðin í vinnukonunum. Hún sá hvert þær horfðu og gekk að sama glugganum. Vinnukon- urnar sáú að hún stirðnaði upp við eldhúsborðið og þegar hún sneri sér undan og ætl- aði að ganga frá borðinu riðaði hún. Þær hlupu strax til hennar og leiddu hana út úr eldhúsinu og upp í herbergi hennar. Hún mælti ekki orð á leiðinni en skalf frá hvirfli til ilja. Þegar þær höfðu lagt hana út af í rúmið bað hún þær að láta sig eina. Þær hlýddu með semningi. „Ég held ég komi ekkj niður í kvöld“, sagði hún um leið og þær lokuðu dyrunum. Við kvöldverðarborðið skipaði ráðsmaðurinn þeim að sækja ráðskonuna, en þær sögðu að hún væri lasin og kæmi ekki niður. Ef hann vildi gæti hann sjálfur farið upp og talað við hana. Ráðsmaðurinn hló og lét sem ekkert væri. Enginn horfði út um gluggann eða á ráðsmanninn nema hundurinn. Ráðsmaðurinn var þögull við borðið. Síðar um kvöldið kom einn af .vinum ráðsmannsins í heimsókn, Skömmu seinna heyrðist hlátur úr herbergi ráðsmannsins og loks söngur, sem þagnaði ekki fyrr en ráðsmaðurinn fylgdi vini sín- um út á hlað þar sem bifreið hans beið. Þá heyrðu sumir vinnumannanna, sem ekki höfðu getað sofið fyrir gleðskapnum, gest ráðsmannsins segja: „En ég sný ekki aftur með það, verkum sínum. Hann reiddist þögn hennar og sagði: „Þú hefur kannski étið rottu- eitur?“ Svo hló hann og búbílstjórinn tók undir hláturinn af einhverj- um ástæðum. Allir aðrir horfðu niður í matinn. En. r/ðskonunni virtist ekki bregða við tal ráðs- mannsins eða hlátur og nélt þegjandahætti sinum áfram. Næsta morgun lét hún einnig sækja sig — og þar næsta dag. Ráðsmaðurinn var sótrauður í framan af bræði í hvert sinn og hellti sér yfir hana, kallaði hana letidýr og hafði allt á hornum sér, en það kom fyrir ekki, hún breytti ekki þessum nýja siði sín- um og svaraði ekki gömlum sið- um hans. Ráðsmaðurinn lét skap- vonzku sína bitna á hjúum sín- um — öllum nema hundinum. Einn morgun skipuðust veður í lofti. Ráðsmaðurinn tók henni með bugti og beygingum og var yfirmáta elskulegur. Hún lét sér ekki heldur bregða við þessi vinarhót og gekk að sínu eins og venjulega. Eftir morgunmat „Betur að skotmörkin væru ekki lifandi”, sagði ráðskonan. „Það eru að minnsta kosti ekki menn“. sagði bílstjórinn. „En það eru menn sem eru að skjóta“, sagði ráðskonan, „er það ekki?“ „Það eru lögregluþjónar", sagði bílstjórinn. „Þá ætti þetta að vera löglegt fyrir mönnum", sagði ráðskonan og gekk hægum skrefum fram i búr. Skömmu síðar kom ráðsmað- urinn með lögregluþjónanna inn í eldhús og kallaði á ráðskonuna. „Þessir piltar þurfa að fá mat“, sagði hann þegar hún kom, „þeir eru sannarlega búnir að vinna fyrir mat sínum, einhverju öðru en kattarkjöti, ha ha“. Lögregluþjónarnir brostu, en urðu vandræðalegir þegar þeir sáu að ráðskonan tók ekki undir glensið. Hún gekk þegjandi fram í búr aftur og lét vinnukonurnar þjóna þeim til borðs. Ráðsmað- urinn virtist láta sér það vel lynda að þessu sinni. Þegar lög- regluþjónarnir voru farnir kall- Gísli minn, að þetta sé einkenni- legur máti að tjá konu ást sína, einkum þegar hún er komin á þennan aldur“. Víndrykkjan hafði ekki bæt- andi áhrif á skap ráðsmanns- ins morgurunn eftir. Hann skip- aði vinnukonunum með þjósti að sækja ráðskonuna þegar í stað. Vinnukonan. sem hafði farið upp, kom eftir nokkra stund aftur og sagði að ráðskonan anzaði sér ekki. Ráðsmaðurinn varð óður af bræði. „Nú er nóg komið“, öskraði hann, „það minnsta sem hún get- ur gert er að láta vita að hún sé lasin, þegar ég sendi eftir henni“. „Þú getur þá reynt sjálfur", sagði vinnukonan óttaslegin. „Já, hvort ég skal tala yfir hausamótunum á henni“, sagði ráðsmaðurinn og rauk á fætur. Allir sátu kyrrir við matar- borðið og biðu. Hundurinn virt- ist í fyrstu ætla að fylgja ráðs- manninum, en gekk í hring á eldhúsgólfinu og lagðist fram á lappir sínar. Brátt heyrðust öskrin í ráðsmanninum, en ekki orðaskil. Þegar góð stund hafði liðið með sama áframhaldi sagði búbílstjcrinn allt í einu: „Þetta gengur ekki. ríann drep- ur kerlinguna með þessum óhljóð um. Kannski er hún líka alvar- lega veik“. Hann stóð upp og nokkuð af vinnufólkinu fylgdi honum eftir, en aðrir sátu kyrrir við borðið. Ráðsmaðurinn var enn að ham- ast á hurðarhúninum á dyrunum að herbergi ráðskonunnar þegar hin komu úpp. „Hún er kannski veik“, sagði t bílstjórinn við ráðsmanninn. „Ætlar þú kannski að lækna hana?“, hreytti ráðsmaðurinr. út úr sér og bílstjórinn dró sig í hlé. „Fjandann ætli hún sé veik“, öskraði ráðsmaðurinn og virtist helzt vera að tala til ráðskon- unnar, því h„nn virti vinnufólk- ið ekki viðlits. „Hún ætti að minnsta kosti að geta talað, en hún virðist hafa verið að missa málið undanfarna daga. Hún var að verða eins og mállaust dýr“. Hann gerði enn eii.a atrennu að hurðarhúninum, en ekkert hljóð heyrðist að innan. Þegar hann sá að fyrirhöfn hans var til einskis missti hann stjórn á sér. Áður en nokkur áttaði sig á hvað var að gerast tók hann undir sig stökk og kastaði sér á hurðina. Hún hrökk upp undan þung'a hans Og hann hentist kylliflatur inn á mitt gólf. Ráðskonan lá V rúminu með opin augun og virtist horfa á ráðsmanninn, þar sem hann lenti á gólfinu fyrir framan rúm henn- ar og leit upp til hennar. Hann ætlaði að segja eitthvað, en orðin dóu á vörum hans. Eftir stundarkorn reis hann silalega á fætur, drjúpti höfði og leit svo út um gluggann. Hvað hann sá veit enginn. Hann náfölnaði allt í einu og augun urðu stjörf. Úti var ekkert að sjá nema fjöllin, en útbrunnið kerti í gluggakistunni. Hann leit einu sinni enn á andlit ráðskonunnar og slegið hárið sem féll á hvíta sængina. Síðan reikaði hann út um dyrnar án þess að líta á fólkið, sem vék þegjandi undan. Búbílstjórinn læddist skömmu síðar út á eftir honum og fjar- lægði kattarhræin. Enginn sá raðsmanninn næstu daga. Vinnufólkið tók að sé að sjá um undirbúning jarðarfarar- innar undir stjórn bílstjórans. Ráðsmaðurinn kom ekki niður til að borða á daginn og enginn færði honum mat upp. Hundur- inn lá daga og nætur fram á lappir sínar fyrir utan dyrnar að herbergi hans, en kom öðru hverju niður til að fá sér matar- bita og fór síðan upp aftur. Daginn sem jarðarförin fór fram sá fólkið.ráðsmanninn fyrst. Hann var hljóðlátur, en ákveð- inn þegar hann sagði fyrir verk- um. Þegar líkfylgdin hélt frá húsinu elti nundur fáðsmanns- ins líkbílinn og varð undir hon- um. Það var í eina skiptið sem hann heyrðist gelta. Óhug sló á fylgjendurna nema ráðsmanninn að því er virtist. Hann steig út úr búbílnum og gekk til hunds- ins eins og aðrir. Þegar hann hafði horft nokkra stund á sund- urkraminn hundsskrokkinn sneri hann sér að prestinum og sagði: „Það þýðir sjálfsagt ekki að fara fram á að hann verði jarð- aður við hlið ráðskonunnar?“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.