Morgunblaðið - 31.12.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.12.1961, Blaðsíða 1
X 36 síðutr Gg Lesbók 1 NÚ UM þessl áramót fellur niður útgáfa Lesbókar Morg- unbiaðsins í því sniði, sem hún hefur verið. Hins vegar mun snemma á árinu verða hafin útgáfa hennar í nýjum bún,- ingi. Árni Óla, sem verið hefur Lesbók Morgunblaðsíns ritstjóri Lesbókarinnar í rúm- an aldarf jórðung, lætur nú af því starfi. Blaðið mun hins vegar njóta starfskrafta hans áfram. Lesbók Morgunblaðsinis hóf göngu sína haustið 1925 og var þá algert nýmæli í ísienzkri blaðaútgáfu. Hefur hún síðan ▼erið stærsta og fjölbreyttasta tímarit landsins og notið mik- illa og almennra vinsælda. Rit- stjórar hennar hafa lengstum verið þeir Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson og Árni Óla. En siðustu árin hefur Árni Óla annazt ritstjórnina að mestu leyti einai. _ Þegar Árni Óla lætur nú af ritstjórn Lesbókar, færir út- gáfufélag og ritstjórn Morgun blaðsins honum innilegar þakk ir fyrir hans mikla og sérstæða starf í þágu hennar og blaðs- ins í heild. Arið 1961 i tölu stærsfu slysaára: 64 dauðaslys urðu á árinu Á árinu urSu 64 dauðaslys en árið 1960 urðu þau 45. Slysin flokkast þannig: Drukknanir 34 Bifvélaslys 14 Ýmis slys 16 Samtals 64 Árið 1961 verður í tölu stærri slysaára, eitt það mesta, sem orð ið hefur á friðartímum um ára- bil, segir í skýrslu Slysavama- félags íslands. Þessar staðreyndir verða okkur vísbending þess, að aukin tækni og vélmenning eyk ur slysahaettu og kirefst því auk inna slysavarna og miklu víð- tækara slysavarnastarfs en hing að til hefur verið, á sjó, á landi og í lofti. Nánar flofckar skrifstofa SVFÍ slysin þannig: Drukknanir. Með skipum og bátum: Með Auði djúpúgu, Skagaströnd 2 menn. Með trillubát frá Fá- skrúðsfirði 2 menn, feðgar. Með m.b. Helga, Höfn, Hornafirði 7 menn- Með m.b. Karmöy, fsa- firði 2 menn, feðgar. Með m.b. Skíði, Skagaströnd 2 menn, bræð ur. — Alls 15 menn. Aðrar drukknanir: Útbyrðis féilu af skipum og bátum 12 menn. Drukknuðu í ám, vötnum og lækjum 5 menn. Féll út af brygigju 1 maður. Féll í Reykjavíkurhöfn 1 maður. — Alls 19 menn. Bifvéiaslys: Fyrir og undir bifreiðum 8 (þar af 2 börn og 1 unglingur). í árekstrum 4. Undir dráttarvél um 2. — Alls 14. Ýmis siys: A2 völdum elds og reyks 3- Af völdum falls 4. Af völdum á- verka 3. Klemmzt til bana 1. Skot úr byssu 2. Af háspennulínu 1 Ókunn orsök 2. — Alls 16. Samtals hafa því orðið 64 dauðaslys árið 1961. Árið 1960 urðu þau 45 og flokkuðust þann ig: 23 drukknuðu, 11 fórust í um ferðarslysum og 11 létu lífið af öðrum orsökum. Björgunar- og hjálparstarf. Að minnsta kosti 82 mönnum hefur verið bjargað úr yfirvof andi háska á árinu 1961 að því er SVFÍ er kunnugt. Þar af var 51 manni bjargað frá drukknun og 31 úr eldsvoða, bæði á sjó og á landi. Árið 1960 var 70 manns bjargað frá lífsházka. Hér er ekki talin öll sú mikla hjálp og aðstoð, sem björgunarskipin, landihelgisflugvélin og landhelgia þjónustan hefur veitt sjófarend um á árinu, en sú þjónusta hefur verið bæði viðtæk og þýðingar inikil. Meira sjúkraflug en nokkurn tíma áður- Eins og kunnugt er, þá á Slysa varnafélag fslands meiri hluta i tveimur sjúkraflugvélum ásamt Birni Pálssyni, flugmanni, sem hann flýgur og rekur. Skv. skýrslu Björns hefur sjúkraflugs þjónusta hans orðið sem hér segir: ^ Á árinu hafa verið fluttir með flugvélunum samtals 161 sjúklingur. Samtals hefur I sjúkraflugi verið flogið 257 klst og 50 miín. Vegalengd í þessum ferðum hefur orðið 63 þús. km. Á fyrri árum hafa verið fluttir 1072 sjúklingar og því samtala Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.