Morgunblaðið - 31.12.1961, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 31.12.1961, Qupperneq 13
Sunnucfagur 31. des. 1961 MORGVNBLÁÐIÐ 13 r ^ Kalda stríðið magnast ISLENDINGUM ríður ekki síður en öðrum á að friður haldizt í heiminum. Þeir, sem gerzt mega vita, hafa talið, að hætta á nýjum alls- herjar ófriði hafi aldrei ver- ið meiri frá styrjaldarlokum 1945 en á árinu 1961. Kalda stríðið hefur magnazt og við- sjár vaxið víðs vegar. — Orsökin er útþensla og yfirgangur kommúnista. — Þessa hefur víða gætt, en hvergi fremur en í hótunum í sambandi við Berlín og hleðslu nýs kínversks múrs þvert í gegnum hina fornu höfuðborg Þýzkalands til að hindra sívaxandi straum flóttafólks frá Austur-Þýzka- landi. 1 Helsprengjur Sovétstjórn- arinnar juku enn á ugg manna. Þær voru margfalt stórkostlegri en nokkrar fyrri sprengingar, undirbúnar í leynd, meðan Sovétstjómin sat að samningum um bann við öllum slíkum sprenging- um, og gerðar á þeim tíma, að greinilegt var, að með þeim átti ekki einungis að skjóta andstæðingum skelk í bringu, heldur ekki síður meðhaldsmönnum Sovét- stjórnarfnnar, sem þá sátu á flokksþingi í ' Moskvu, með þátttöku hvaðanæva að, m.a. frá íslandi, þó hvorki frá 'Júgóslavíu né__ Albaníu. ■— Sprengingar þessar voru æði ægilegar í sjálfu sér og lík- 'legar til þess að eitra bæði loft og lög en þó enn uggvænlegri vegna þess, að með þeim var hafin ný keppni í sprengingum, þar sem viðbúið er, að Vestur- veldin telji sig nauðbeygð að taka upp sprengingar af sinni hálfu til þess að Sovétstjórn- in verði ekki ofan á í víg- búnaðarkapphlaupinu. r 1 Kröfugerð Sovétstjórn- arinnar gegn Finnum, og allt, sem henni fylgdi, var nýtt merki versnandi ástands. I sambandi við að- förina að Finnum, hefur Sovétstjórnin veitt Dönum, Norðmönnum og Svíum að- varanir með tyllirökum, sem til hafa verið tínd. Engin slík bein aðvörun hefur bor- izt íslandi, en rússneskt blað hefur verið látið ráðast á ein- Btaka íslenzka ráðherra vegna þess, að þeir svöruðu lygafregn, sem Þjóðviljinn birti um sókn Vestur-Þjóð- verja eftir herstöðvum hér á landi á annan veg en komm- Únistum líkaði. > Ráðherramir mótmæltu fregninni sem algerlega til- hæfulausri en kröfðu sögu- bera um heimildir fyrir lyga- burði sínum. Við það hefur ekki verið komandi, að þeir tilgreindu heimildir fyrir þess um uppspuna, sem í senn var lagaður til þess að skapa Finnum örðugleika á hættu- stundu og spilla fyrir hags- munum íslendinga. Kommúnistar eiga í vök að verjast Aílir þessir atburðir hafa haft áhrif á stjórnmálaþró- un innanlands ekki sízt vegna þess, að jafnframt er orðið enn augljósara en nokkru sinni fyrr, hversu óhrjálegur hugsunarháttur æðstu valdamanna kommún- ista er. Skurðgoðadýrkunin, sem lýsir sér í bröltinu með lík Stalíns, og öryggisleysið, sem heimurinn á við að búa meðan hætta er á, að annar eins einvaldur ráði úrshtum friðar eða ófriðar í heimin- um, ganga fram af flestum. Ekki er samt svo að sjá sem hinn harði kjarni Moskvu trúarmanna láti neitt af þessu á sig fá. Þeir standa á því fastara en fótunum, að þetta sé það, sem koma skal. Þann ig sé sósíalisminn í fram- kvæmd. Ef svo er í raun og veru, er ekki líklegt að hann eigi sér mikils framgangs von utan endimarka vopnavalds Sovétstjórnarinnar.' Enda er staðreyndin sú, að kommún- ismi hefur hvergi verið upp- tekinn af frjálsum vilja neinn ar þjóðar með löglegri sam- þykkt þings, er styddist við vilja meirihluta kjósenda. Hörmulegt er til þess að vita, að menn, sem vissulega gætu gert þjóð sinni gagn, ef þeir væru ekki fjötraðir í úreltar kenningar og æsku- drauma, sem nú hvíla á þeim eins og martröð, skuli ekki hafa kjark til þess að slíta fjötrana og hrinda martröð- inni af sér. Ráðleysi Hannibalista Hinir svokölluðu Hanni- balistar kalla ekki allt ömmu sína, enda hefur á Alþingi sjaldnast gfengið hnífurinn milli þeirra og hinna eigin- legu kommúnista. Kommún- istar hafa í öllu ráðið stefn- unni á Alþingi, þó að Hanni- balistarnir gengu upphaflega til samstarfs við þá í þeim tilgangi að leggja Sósíalista- flokkinn, sameiningarflokk alþýðu, niður og þar með eyða Moskvuáhrifum úr ís- lenzkum stjórnmálum og skapa vænlegri skilyrði fyrir vinstra samstarfi. Ekkert af þessu hefur rætzt og Hanni- balistar sýnt sig í einu og öllu sem dygga þjónustu- menn Moskvuvaldsins. Þó gekk svo fram af þeim, þeg- ar Moskvumennirnir fengust ekki til þess á Alþingi að lýsa yfir fordæmingu á hel- sprengjum Sovétstjórnarinn- ar, að þeir skárust úr leikfé- laga sinna og greiddu at- kvæði með öðrum þingmönn- um, í samræmi við eindreg- inn vilja þjóðarinnar. Af þessu munu nokkrir úíar hafa risið milli Hannibalistanna þriggja og hinna óhagganlegu Moskvu- manna. Þjóðviljinn minntist um nokkurra vikna skeið lítt eða ekki á þá þrjá félaga, sem „svikið“ höfðu í hel- sprengjumálinu. Nú er því banni hins vegar aflétt, enda urðu þeir að þola það, að Sósíalistaflokkurinn, sem fyr ir löngu átti að leggjast nið- ur, hélt mikinn flokksstjórn- arfund og réði þar ekki ein- ungis til lykta eigin málum, heldur lagði og línuna fyrir frambúðarstarfi Alþýðubanda lagsins. Sjálfsstjórnarviðleitn in, sem lýsti sér í atkvæða- greiðslunni um helsprengj- urnar, er því sennilega úr sögunni, enda eiga Hannibal- istar ekkert eigið fylgi með þjóðinni og eru kommúnist- um því gersamlega háðir, nema því aðeins að þeir vilji bindast í snæri Framsóknar eins og einhverjar bollalegg- ingar munu vera uppi um öðru hvoru. Óeining innan Framsóknar Sjálfur á Framsóknarflokk- urinn í vök að verjast út af utanríiksmálum. Mikillar óá- nægju hafði lengi gætt út af stefnuleysi flokksins í þeim og síauknum áhrifum fjand- manna vestrænnar samvinnu innan flokksins. Leyndi sér ekki, að útsendarar frá komm únistum réðu oft skrifum málgagna flokksins um þessi efni og sögðu fyrir um sam- þykktir einstakra flokksfé- laga. Lengi árs munu hafa átt sér stað átök um hverri stefnu Tíminn skyldi fylgja í skrifum sínum. Leynir sér ekki, að hann hefur hina síð- ari mánuði mjög snúið í vesturátt frá því, sem áður var, þó að enn hlaupi hann ærið oft út undan sér. Um svipað leyti og stefnu- breytingin varð hjá Tíman- um bunduzt margir ungir Framsóknarmenn samtökum við unga menn úr Sjálfstæð- isflokknum og Alþýðuflokkn um til eflingar vestrænni samvinnu. Hafa samtök þeirra efnt til fundarhalda víða um landið, hvarvetna við góðar undirtektir. Komm únistar hugðust í fyrstu hleypa upp fundum þessum eða a.m.k. trufla þá með mælgi og tillöguflutningi, en gáfust upp þegar eftir fyrstu atrennu. Enginn efi er á því, að aukin harka í kalda stríðinu veldur miklu um þau veðra- brigði, sem hér hafa orðið að þessu léyti. En ekki stoðar að láta standa við orðin ein. íslendingar verða að fylgjast með og kynna sér á hvern hátt varnir hér á landi geta bezt orðið til tryggingar friði í heiminum. Breyttar aðstæð ur krefjast breyttra ognýrra aðgerða. Að sjálfsögðu höf- um við einir úrslitaráð um hvað skynsamlegt og nauð- synlegt er í þeim efnum. Við megum ekki láta okkar hlut eftir liggja, heldur sýna í verki, að okkur þyki nokk- urs um vert, að friður hald- ist og frelsi styrkist. Efnahagsbandalagið Vestræn samvinna er ekki takmörkuð við varnirnar ein- ar. Margháttuð samvinna í efnahagsmálum eykst nú með ári hverju. Efnahags- bandalag Evrópu er í örri uppbyggingu. Fleiri og fleiri þjóðir sækjast eftir aðild í því, annað hvort sem full- gildir félagar eða aukaaðilar. Ef úr aðild allra þeirra verð- ur, sem nú hugleiða hana, er ótvírætt, að Islendingum skapast mikill vandi. Innan bandalagsins myndast þá markaður, sem Islandi er höf uðnauðsyn að útilokast ekki frá. Jafnframt er alveg Ijóst, að full, skilyrðislaus aðild Is- lands kemur ekki til greina. Munur á mannmergð og allri aðstöðu er slíkur, að íslendingar geta ekki undir- gengizt að láta öðrum í té þau réttindi, sem fullri, skilyrðislausri aðild eru samfara. Því meira ríður á, að rétt sé með farið. Á þessu stigi hljótum við að fylgjast náið með því, sem gerist innan bandalagsins sjálfs og í samningum þess við þá, sem nú æskja aðild- ar. Jafnframt verðum við að kynna öðrum afstöðu okkar, annarsvegar þörf á eðlilegu samstarfi og því að útilokast ekki frá nauðsynlegum mörk uðum, og hins vegar, að þessu fylgi engir þeir kostir, sem skaðlausir eru fyrir stærri og öflugri þjóðir, en mundu verða afarkostir fyrir okkar fámennu þjóð, sem enn er að mestu háð harla óvissum fiskimiðum umhverfis land- ið. — Sigur í landhelgisdeilunni Sjaldan hefur hærra verið reitt til höggs í íslenzkum stjórnmálum en í svigurmæl- um stjórnararadstæðinga út af landhelgismálinu frá því á miðju éri 1960 og fram undir lausn þess snemma árs 1961. I Tímanum var talað um, að „japanskt ástand“ mundi skapast, ef málinu væri ráð- ið öðru vísi til lykta en Framsóknarmönnum þóknað- ist, og kommúnistar ógnuðu með „Alþingi götunnar.“ Þeg ar þing kom saman haustið 1960, voru sett varðhöld um þinghúsið, og þvílíkur hávaði hafður í frammi að truflun varð á ræðu forseta Islands, er hann setti Alþingi. Áður en yfir lauk sannað- ist þó, að oft verður lítið úr því högginu, sem hátt er reitt. Nú eftir á má segja, að allur almenningur sé sam- mála um, að íslendingar hafi sjaldan unnið meiri stjórn- málasigur en með lausn land Bjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.