Morgunblaðið - 31.12.1961, Síða 24

Morgunblaðið - 31.12.1961, Síða 24
297. tbl. — Sunnudagur 31. desember 1961 Síldarbátarnir inni um aramdtin Bræðslumar grynna á s'ilaarhaugunum ÁGÆT síldveiði var í fyrrinótt á syðra síldveiðisvæðinu og veð- ur gott eftir miðnætti. Til Reykja víkur komu í gær Jón Trausti með 1400 tunnur, Rifsnes með 800, Bjarnarney með 500, Hafþór 1100, Helga 600 Súlan 500, Hall- dór Jónsson 1200 Leifur Eiríks- son 1100. Síld þessi bætist nú í haugana, sem safnast hafa, þar eð síldar- bræðslurnar hafa ekki undan. En það eru að verða vandræði hve erfitt er að taka við meiri síld. Bátarnir munu Iiggja inni yfir áramótin og geta bræðslurnar þá sennilega minnkað síldarhaug ana. Erfitt að eiga við síldina V- í frostinu Vestamannaeyjabátar voru all- ir komnir í höfn um miðjan dag í gær *og áttu að vera inni yfir hátíðina. Undanfarið hefur bor- izt nokkur síld til Eyja, en í fyrradag var hætt að taka á móti síld nema af Vestmannaeyjabát- um. Hefur reynzt erfitt að taka við miklu magni í einu verið erfitt að eiga við síldina í frost- inu, ekki verið hægt að fylla port ið vegna þess hve hún rennur illa til. Fréttaritarinn á Akranesi sím- aði eftirfarandi síldarfrétt: 1AKRANESI, 30. des. — Hingað . bárust í dag 4400 tunnur af síld j af 5 bátum. Norðan belgingur var á miðunum suðurfrá í gær- kvöldi, en gott veiðiveður eftir miðnætti. Aflahæstur var Höfr- ungur II með 2000 tunnur (fór út seint í gærkvöldi og kastaði tvisvar), þá Sigurður SI 800, Fiskaskagi og Skipaskagi 600 tunnur hvor og Höfrungur I 400 tunnur. Allt fer þetta í bræðslu. Hingað kemur Lagarfoss í dag með vörur í sementsverksmiðjuna og tekur hér svo vörur til út- flutnings. — Oddur. Aramdt í frosti og heiðríkju Ólofur Thors tekur við for- sætisrúðherru- embættinu E IN S og kunnugt er tekur Ólafur Thors við störfum forsætisráðherra nú um áramótin, en Bjarni Benediktsson tek ur að nýju við embætti dómsmálaráðherra, sem Jóhann Hafstein hefur gegnt að undanförnu. — Bjarni Benediktsson flyt ur ávarp forsætisráð- herra í kvöld kl. 20.00. í tilkynningu frá ráðuneyt- inu segir svo: Á fundi ríkisráðs í Reykja- vík í dag var Jóhanni Haf- stein veitt lausn frá ráð- berraembætti frá 1. jan. 1962 að telja. Fr ásama tíma fell- ur úr gildi breyting, sem gerð var 7. sept. 1961 um stundarsakir á forsetaúr- skurði frá 20. nóv. 1959, um ikipun og skipting starfa ráð herra o. fl., og tekur Ólafur Thors á ný við störfum for- jætisráðherra og dr. Bjarni Benediktsson við störfum ióms- og kirkjumálaráðherra >g öðrum ráðherrastörfum iamkvæmt nefndum forseta- írksurði frá 20. nóv. 1959. BLAÐIÐ hafði samband við nokkra fréttaritara í kaup- stöðum úti á landi í gær. — Hvarvetna var í gangi und- irbúningur til að fagna nýja árinu með brennum og dans- leikum. Hér fara á eftir frá- sagnir þeirra: AKUREYRI, — Akureyringar gera sér góðar vonir um veður- blíðu yfir áramótin. Eins og út- litið er nú, má að vísu búast við miklu frosti, en heiðskíru og björtu veðri. Snjór er yfir öllu og munu eflaust margir bregða sér á skíði og fara til fjalla. fbúar nágrannahéraða munu eiga held- ur erfitt að sækja til Akureyrar um áramótin, því snjóþyngsli eru allmikil á vegunum, en þar munu snjóbílarnir nokkuð bæta úr. í gær fór t.d. snjóbíll út að Hjalt- eyrarvegi, á móti Dalvíkingum, sem komust ekki lengra í jeppa sínum. Annar snjóbíll fór til Húsavíkur, því áætlunarbifreiðin frá Húsavílk kemst ekki leiðar sinnar. Um áramótin mimu Akureyr- ingar gera sér ýmislegt til gam- ans, m.a. mun verða dansleikir í öllum danshúsum bæjarins. Sömu leiðis verða dansleikir í einhverj- um skólunum. Þá munu ungling- ar standa að 15—20 brennum, Seljalandsfoss frýs og lokar vegi | sumum allstórum. Eru þær flest- ar í úthverfum bæjarins. Undan- farin tvö áramót hefur ártal næsta árs verið tendrað með blys um í Vaðlaheiði gegnt Akureyri og mun svo verða enn um þessi áramót. Á blysunum, sem mynda ártalið, er kveikt kl. 12 á mið- nætti, — St. E. Sig. Kveðja gjöfult og gott ár HÚSAVÍK. — Liðið ár var góð- æri á Húsavík. Veðurfar var að vísu ekki eins hagstætt og menn hefðu kosið, en sumarið votviðra samt. Þar af leiðnndi heyöflun erfið og hey lélegri en ella. Sjór- inn var fast sóttur og vel fisk- aðist. Dilkar lögðu sig með 1 kg. meiri meðalþunga en árið áður. Vinna var svo mikil að oft skorti vinnuafl. Afkoma manna er því svo góð að hún mun ekki hafa verið almennt betri áður. Húsvíkingar kveðja því glaðir og þakklátir gott, gjöfult gengið ár. Á Gamlaársdag verða tvær ’brennur á Stórhól og Húsavíkur- túni, og hafa unglingarnir undan- farið sópað öll hús af drasli, sem brunnið getur. SELJALANDSFOSS undir Eyja fjöllum er sem kunnugt er hár og heldur vatnslítill- í frostun- um undanfarið hefur vatnið fros ið í fallinu niður og hlaðist upp í ísbungu niður með ánni og nið ur á veginn, en vatn beljar ofan á. Er vegurinn austur af þeim sökum að verða ófær, að því er vegamálastjóri tjáði blaðinu' í gær. Sagði hann að ætlunin væri að lagfæra svo að litlir bílar Lýðræðið tekur við SANTO DOMINGO, 30. des. Sjö manna ríkisstjórn beið þess i dag að taka við völdum í Dom- inikanska lýðveldinu í sinar hend ur. Þingið hefur nú fullgilt stjórn arskrárbreytingar þær, sem nauð synlegar voru til þess að nýja stjómin gæti leyst stjórn Balagu er af hólmi. Er þetta fyrsta lýð- ræðisstjórnin í Dominikanska lýðveldinu síðan Trujillo tók þar öll völd fyrir 31 ári- Situr hún þar til í febrúar 1963, en þá fara fram binekosninear. gætu ekið niður af Katanesgarði, suður Markafljótsaura og suð- ur fyrir Seljanlandsgarð og upp að Seljalandi, en það er tölu- verður krókur. Að öðru leyti er bílfært alveg austur að Klaustri og yfirleitt allir vegir færir á Suðurlandsundirlendi. FÆRT NORÐUR. Léiðin norður er ágæt norður í Skagafjörð. í Öxnadalnum er þungfært, en talið fært tmkkum og stórum bílum, því í gær var gott veður þar. Frá Akureyri til Dalvíkur er ákaflega þungfært, trukkur var 10 tíma þá leið 1 fyrradag. Undanfarið hafa strákamlr íl bænum verið önnum kafnir >g í kvöld verður kveikt í um 90 brennum víðs vegar um bæinn. Allir strákar hafa keppzt við að gera- sína brennu ekki síðri en brenn-! r strákanna í hinum hverf-i unum. — Þessa mynd tókj Sveinn Þormóðsson af strák-i um við bálköst sinn á Klambratúni. í gær var stórhríð hér, en f dag er bezta veður — S. P. B. I Hvanneyrarskál prýdd blysum SIGLUFIRÐI — Hvanneyrarskál. inn verður skreytt á gamlárs- kvöld eins og áður með blysum á barmi skálarinnar og upp á fjallatoppa beggja megin við. Síðan verður hið nýja ártal 1962 sett í fjallshlíðina fyrir ofan bæ. inn. Annast íþróttabandalag Siglufjarðar þetta eins og undan farin ár. v Nokkrar brennur verða f fjafls hlíðinni, en aðalbrennan verður á Sunnulóð fyrir sunnan Ráðhús. torg. Þar verður álfadans og dansa þar álfar í glitklæðum og Lúðrasveit leikur. Um álfadans- inn sjá Lúðrasveit Siglufjarðar, Leikfélag Siglufjarðar og Nem- endur Gagnfræðaskólans. Að Framhald á bls. 23. Maður hverfur af togara í Hamborg TOGARINN Freyr kemur nú um eða eftir helgina heim úr sölu ferð til Þýzkalands. Einn skip- verja, Hilmar Guðmannsson, vant ar um borð, en hans var saknað meðan skipið lá í Hamborg. — Munu skipsfélagar hans síðast hafa séð hann í landi aðfara- nótt 27. des., og telja að þái hafi hann verið á leið um borð. Hilmar er 23 ára gamall, kvænt ur maður og búsettur í Reykja- vílk. Ekki hafði f gær spurzt neitt til Hilmars, en íslenzka sendiráð ið og lögreglan 1 Hamborg annast leit að honum. Rafstöðin á Þórshöfn brann ÞÓRSHÖFN, 30. des. — f gær- kvöldi sprakk olíutankur í raf- stöðinni hérna og kviknaði í henni. Fljótlega tókst að slökkva eldinn, en þá voru brunnar allar ledðslur ofan af vélunum, en ekki er búið að ganga úr skugga um hvort rafallinn er ónýtur. Við erum því alveg rafmagns- laus hér á ÞórShöfn. Reiknað er með að langan tíma taiki að gera við vélarnar. Þó er bót í máli að ein vél er til í öðru húsi, og eru raffræðingar nú að koma hing að meðflugvél til að tengja hana við kerfið, svo að við getum feng ið eitthvert rafmagn, annað hvort til ljósa eða eitthvað á víxL — Einar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.