Morgunblaðið - 26.01.1962, Side 2

Morgunblaðið - 26.01.1962, Side 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 26. jan. 1961 > r' ■0- Framsdknarálögurnar bitna harðast á bændum Fáráníegar staðhæfingar eiturpenna Timans • Framsóknarmenn hafa reynt að dreifa því út um landið, að Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, hafi fyr ir síðustu kosningar ráðlagt bændum í Rangárþingi að kaupa ekki landbúnaðarvél- ar, vegna þess að þær mundu lækka síðar. Tímamenn vita, að það þýðir ekki að segja Rangæingum þetta. Bændum annars staðar á landinu er ætlað að trúa þessu. Þannig á að reyna að ná sér niðri á Ingólfi Jónssyni og Sjálf- stæðisflokknum. • Rangæingar og bændur i Suðurlandskjördæmi vita vel, hvað sagt var fyrir síð- ustu kosningar á stjóramála- fundum í héruðunum. Ingólf- ur Jónsson hélt því þá fram, að vinstri stjórnin hafi lagt skatta á nauðsynjavörur, fóð- urbæti og vélar, án þess að nokkuð kæmi í staðinn, sam- anber yfirfærslugjaldið. Byrð ar þessar voru þó öllu meiri heldur en það sem yfir- færslugjaldinu nam, vegna þess að hin taumlausa dýrtíð, sem flæddi yfir þjóðina af völdum vinstri stjórnarinnar, varð til þess að lækka gengi krónunnar ennþá meira held- ur en lögfest hafði verið með yfirfærslugjaldinu. Þetta kom greinilegast í ljós síöast á árinu 1958, þeg- ar vinstri stjórnin gafst hrein lega upp, vegna þess að hún réð ekki við verðbólguna og þá erfiðleika, sem að steðj- uðu. — • Það eru því fyrst og fremst aðgerðir eða aðgerð- arleysi vinstri stjórnarinnar, sem hefur leitt til hinna miklu hækkana, sem orðið hafa á landbúnaðarvélum og öðrum nauðsynjavörum, sem atvinnuvegir landsmanna þurfa á að halda. Gengi íslenzkrar krónu var skráð í febrúarmánuði 1960, eins og það raunverulega var, þegar vinstri stjórnin gafst upp og skildi við allt í rúst- um. Bændur hafa áreiðanlega gert sér grein fyrir því, að þeir geta ekki byggt afkomu sína á fölsku gengi. — Þeir munu því una því að kaupa vélar og aðrar nauðsynjar á því verði sem þær raunveru- lega kosta. Bændur munu einnig gera kröfu til að fá rétt verð fyrir þær vörur, sem þeir framleiða. Núverandi ríkisstjóra hef- ur breytt afurðasölulöggjöf- inni til batnaðar fyrir Iand- búnaðinn, með því að tryggja söluverð Iandbúnaðarafurða með útflutningsábyrgð. Með- an vinstri stjórain fór með völd, urðu bændur að bera hallann af því sem út var flutt. Þess vegna, m.a., voru Framsóknarálögurnar 1958 mjög tilfinnanlegar fyrir landbúnaðinn. • Ennþá eru nokkrir toll ar á landbúnaðartækjum, þótt þeir séu nú miklu lægri en áður. Þess má hinsvegar geta, að tollskráin er nú í endurskoðun, og hefur verið alvarlega um það rætt að lækka innflutningsgjöld á vélum til Iandbúnaðar og sjávarútvegs. Það er fáránlegt, þegar Framsóknarmenn kenna nú- verandi rikisstjóra um að nokkuð hafi dregið úr fram- ræslu Iands í sveitunum. — Vitað er, að í mörgum hrepp um hefur nú þegar verið þurrkað allt það land, sem til ráðstöfunar er. 1 öðrum sveitum hafa verið unnar stórfelldar framkvæmdir á þessu sviði, þótt mikið Iand sé ennþá sem betur fer rækt anlegt. En það land bíður eftir fleiri höndum, sem leggja vilja hönd á plóginn og auka ræktun og fram- leiðslu í íslenzkum sveitum. Eiturpennar Tímans munu engan þátt eiga í þvi mikil- væga starfi í þágu framtíð- arinnar. Bátaábyrgöarfél.Vest- mannaeyja 100 ára Bóka- uppboð Sigurðar Benediktssonar f DAG kl. 5 heldur Sigurður Benediktsson bókauppboð í Sjálf stæðishúsinu, en húsið verður opnað kl. 10 f.h., svo að menn geti kynnt sér, hvaða bækur verða á uppboðinu. Þarna eru margar merkar bækur að venju, svo sem Tractatus Historico, Physicus de Agricultura Islandor um, Khöfn 1757. eftir Jón Snorra- son og Sá Nije Yfirsetu kvenna- skóle eður stutt undirvisun um yfirsetukvenna konstena, Hólar 1749. Alls verða 87 númer á uppboð- inu svo sem: Thomas Balle: Is- lændernes Haab til Kongen, Khöfn 1771 og Ljóðmæli, Gimli, Man 1895, eftir Harald G. Sigur- geirsson, en hvorug þessara bóka er til í Fiske. Þá eru íslands Ár- bækur Espólíns, I-XII deild, Khöfn 1821—1855, X—XII deild á skrifpappír, Æfisaga Steinunn- ar H. Sívertsen, Rvík. 1870, Har- aldur og Ása eftir Ögmund Sívert sen, Khöfn 1828, Kongs Christi ans þess Fimta Norsku Lög, Hrappsey 1779, Dagl. Yðkun út af sjö orðum þeirrar signuðu Meyar eftir Jón Vigfússon, Hrappsey 1783, Nytsamlegur Bæklingur, Guðm. Högnason þýddi, Hólar 1774. Nokkrar Smá- sögur eftir Bjarna Gunnarsen, Ak. 1853, Stúlka, ljóðmæli, eftir Júlíönu Jónsdóttur, Ak. 1870, Kveðja, — burtfararræða fram- flutt að Odda 1887 eftir Matthías Jochumsson, Rvík 1887 og Almanak 1874, sem Björn M. Olsen hefur skrifað á, að Jón Sigurðsson hafi gefið sér. _ í DAG eru 100 ár liðin, síðan Bátaábyrgðarfélag Vestmanna- eyja var stofnað fyrir forgöngu Bjarna E. Magnússonar, sýslu- Vitni vantar f GÆR tilkynnti kona ranrusókn arlögreglunni um slys, sem hún hafði orðið fyrir á strætisrvagna- biðlstöð við Sunnutorg s.l. laugar dag. Var konan að fara út úr strætisvagni kl. 17 uon daginn, en segist hafa dottið er hún var að stíga út úr vagninum. Maður, sem var í vagninum, fór út Og hjálp- aði konunni að standa á fætur, en fór síðan. Nú hefur komið á daginn að konan er handleggs- brotinn, og biður umferðadeild rannsóknarlögreglunar fyrr- greindan mann, svo og önnur vitni, að gefa sig fram. Rússar vilja iund um Kongó New York, 25. jan. (NTB). SOVÉTRÍKIN kröfðust þess í kvöld að öryggisráð SÞ yrði taf- arlaust kallað saman til að ræða ástandið í Kongó. Krafan kom fram í bréfi, sem Valerin Zorin aðstoðarutanríkis- ráðherra og aðalfulltrúi Rússa rjá SÞ sendi formanni ráðsins Bretanum sir Patrick Dean. Efni bréfsins hefur ekki verið birt, en sennilegt er talið að krafan sé gerð með tilliti til þess að Antoine Gizenga fyrrverandi forsætisráðherra Kongó hefur verið hnepptur í varðhald. manns. Bátaábyrgðarfélag Vest- mannaeyja er elzt allra vá- tryggingarfélaga á landinu og á að baki sér óvenjulega merki- legan starfsferil. Verður saga fé lagsins nánar rakin í blaðinu síðar. Félagsstjórn og aðalfundur fé- lagsins ákváðu að minnast þess- ara merkilegu tímamóta á verð- ugan hátt með því að gefa út að nýju afmælisrit félagsins, sem Jóh. Gunnax Ólafsson, sýslumað- ur, samdi á 75 ára afmæli fé- iagsins, en aukið, svo þar væri saga félagsins um 100 starfsár þess. Sá Ársæll Sveinsson, út- gerðarmaður, um að búa afmæl- isritið til prentunar og er bókin væntanleg á markaðinn á morg- un. Annað kvöld heldur stjórn fé- lagsins fjölmennt boð fyrir fé- lagsmenn sína í Vestmannaeyj- um. Drengur fyrir bíl UM áttaleytið í gærmorgun varð drengur fyrir bíl á Reykjavegi. Bíl var ekið norður götuna og gekk drengurinn eftir akbraut- inni í sömu átt. Bílstjórinn seg- ist ekki hafa séð drenginn fyrr en um seinan. Hemlaði hann þá en bíllinn rann áfram á hálku, snerist og lenti á drengnum, sem barst með honum spölkorn. Bar bílstjórinn að bíll hafi kom- ið á móti með sterkum ljósum, og sé það m. a. ástæðan fyrir því að hann hafi ekki séð dreng inn fyrr en um seinan. Drengurinn var fluttur á slysa varðstofuna og síðan heim til sín. Mun hann talsvert marinn, NA /5 knúfor ~ír* Sl/SOhnútar ¥ Snjóktn * OS/m V Skt/Hr IC Þrumur VIÐ S-Grænland var mjög djúp lægð í gær, en tekin að grynnast Frá henni stöfuðu skýin, sem voru yfir landinu á hádegi í gær og ollu helli- rigningu og hvassviðri í Reykjavík snemma í gærmorg un og í fyrrinótt. Á eftir þeim lægði rr.jög, en útlit var fyrir, að aftur mundi herða vind- inn með éljagangi. Mikið hvassviðri var suður af Hvarfi og olli hafróti við veðurskipið Alfa, þótt aðeins væru þar 7 vindstig (30 hnútar). Vinnur verðlngseftirlitið ú móti hngstæðum innhuupum VIÐ höfum fyrir framan okkur tvo verðútreikninga yfir tvær sendingar af rúnnu vélastáli, kaup andinn er Sindri h.f. í öðru til- fellinu er keypt frá velþekkt- um dönskum járnlager, %” og 9/16” vélastál, rúmt tonn af hvorri stærð. Kostnaðarverð reynist vera kr. 13.72 pr. kg., samkvæmt verðútreikningi. í hinu tilfellinu er keypt frá vel- þekktri hollenzkri verksmiðju, ýmsar stærðir frá 5/16” til 3%” af rúnnu vélastáli, eitt til tvö tonn af hverri stærð, alls ca 17% tonn. Kostnaðarverð reyn- ist vera kr. 11.06 pr. kg., sam- kvæmt verðútreikningi. Mismun ur á lagerverði og verksmiðju- verði ca. 25%, er ekki óeðlileg- ur. Auk venjulegrar verzlunar- álagningar hjá lagerfyrirtækinu verður það að kosta til afferm- ingar og útskipunar, samanbor- ið við verksmiðjuna, sem sendir stálið beint til íslenzka kaup- andans án umhleðslu. Þessir verðútreikningar eru teknir af handahófi, nema hvað hér er um sömu tegund af stáli að ræða, og magnið af hverri stærð er svipað. Afgreiðslutími frá lager er venjulega stuttur, en frá verksmiðju 1—3 mánuðir. Tilgangur okkar með að senda þessa verðútreikninga ,til þeirra sem það varðar, er, að menn geti séð þann reginmismun, sem liggur í innkaupunum, og hvaða gildi innlend birgðastöð hefur að þessu leyti, því ef hún vill verða starfhæf, þá er hún í all- flestum tilfellum neydd til að kaupa frá verksmiðjum með lægsta fáanlegu markaðsverði, þó að afgreiðslutími sé að sjálf- sögðu lengri. Ef stór hluti af smíðajárninu, sem við notum, væri keyptur af erlendum lag- er fyrirtækjum, við skulum áætla 10 þús. tonn, og ef verð- mismunurinn væri eitthvað svip aður og það sem hér reynist vera, þá kostaði það landið í er- lendum gjaldeyri 20—25 millj. króna. Þetta dæmi sýnir, hvað verð- lagið getur verið mikilvægt, og hvað aðgerðir verðlagseftirlits og innflutningsyfirvalda, sem stuðla beinlínis að óhagstæðum inn- kaupum, eru gjörsamlega fánýtar. En það allra mikilvægasta fyr- ir jámiðnaðinn er, að það séu ávallt til í landinu nægar og fjölbreyttar birgðir af öllum þeim fjölda tegunda og stærða af jámi og stáli, sem nota þarf á hverjum tíma. Ef það kæmi fyrir, að siglingar hingað til lands tepptust, vegna styrjaldar eða einhvers annars, þá væri ástandið í þessum birgðamálum járniðnaðarins þannig, að járn- iðnaður hér á landi mundi stöðvast innan fárra vikna, vegna efnisskorts. Þó að hér sé tekið dæmi um stál- og járnkaup, sem að sjálf- sögðu er einn mikilvægasti inn- flutningurinn, á þetta við um fjölda vörutegunda. Það er einungis eitt, sem get- ur bjargað þessum málum, það er frjáls innflutningur á þessu höfuðnauðsynjaefni, sem er grundvöllurinn að öllu því, sem gjört er hér á landi. Þetta hlýtur að vera höfuð- krafa allra þeirra, sem stunda járniðnað hér á lndi. Einar Ásmundsson. m 0 mjmm Jurðskjdlfti í Grímsey t FYRRAKVÖLD varð vart jarðskjálfta í Grímsey laust fyrir miðnætti. Fundust þrir kippir. Einnig varð vart við Bkippi á Siglufiröi. ðskjálftamælir veðurstof r mældi kippi þessa og aðist fjarlægðin til upp- ina vera um 300 km. frá javík, en það samsvarar iim vegin fjarlægðinni til Grímseyjar. Um nákvæma staðarákvörðun var ekki vitað i í gærkvöldi þar sem ekki er hægt að ákvarða hana nema mælingar frá fleiri stöðum komi til, en niðurstöður þeirra Vhöfðu ekki borizt. Tollulækkonir I Bundaríkjunum Washington, 25. jan. (AP) Kennedy forseti fór þess í dag á leit við Bandarikjaþing að það veitti honum heimild til að taka upp samninga um stórfelldar lækkanir á aðflutningstollum. Segir forsetinn þessar lækkanir nauðsynlegar í sambandi við væntanlega samvinnu Bandaríkj anna og Efnahagsbandalags Ev- rópu. Sagði hann að með þessu gætu Bandaríkin sannað trú sína á að rífa niður múrana i stað þess að reisa þá. Kennedy fer frarm á heimilid ti‘l að semja um allt a<5 helmings lækikiun á innflutningstolkim með gagnkvæmum samningtum við Efnahagsbandalag Evrópu um al gjöra niðurfellingu innflutnings- tolla á einstökum vöruim. TOKIO, 25. jan. (NTB). Eldur kom upp í elliheimili í Tokio í morgun og brunnu sjö gamal- menni inni. Grunur leikur á að 18 ára unglingur hafi kveikt 1 húsinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.