Morgunblaðið - 26.01.1962, Page 6

Morgunblaðið - 26.01.1962, Page 6
6 MORGVHnL4fílÐ Föstudagur 29. jan. 1991 Sjávarútvegurinn um áramnt í TÍMARITINU Ægi, sem nú er nýkomið út, gefa nokkrir af for ystumönnutn á sviði útgerðar og fiskiðnaðar stutt yfirlit yfir sl. ár og ástand og horfur. Ný viðhorf í markaðsmálunum Davíð ólafsson fiskimálastjóri ræðir þar ný viðhorf í markaðs- málum og segir þar m. a.: „Ein- mitt um bessar mundir eru að gerast breytingar á sviði markaðs málanna, sem munu hafa djúp- tækari áhrif á þróun þeirra mála en nokkuð það, sem skeð hefir nú um langt skeið Og mun verða örlagaríkt fyrir okkar sjávarút- veg.“ Þá segir, að um síðustu ára- mót hafi 'önd Efnahagsbandalags ins verið ..komin að því marki á þróunarskeiðinu, að til fram- kvæmda kom hinn sameiginlegi ytri tollur bandalagsins. Leggst hann á afurðir sem fluttar eru til bandalagslandanna frá lönd- um utan bandalagsins. Hér er þó aðeins um að ræða fyrsta á- fangann af þremur, en er þó þeg- ar tilfinnanlegt, að því er viss- ar afurðir snertir. En þessi þró- un mun halda áfram og við verð- um að átta okkur á því, að því lengur, sem við stöndum utan við hana, því meira tjón höfum við af því beint eða óbeint. Nú, í byrjun þessa árs munu meðlima ríkin hefjast handa um að móta sameiginlega stefnu í fiskimál- um og má vel gera sér í hugar- lund, hversu þýðingarmikið það verður fyrir okkur, hvernig sú stefna verður. Á meðan engar ráðetafanir eru gerðar til að tengjast bandalaginu höfum við engin tök á að hafa áhrif á mót- un þeirrar stefnu.“ Saltfiskframleiðslan Richard Thors framkvæmdar- stjóri segir m. a.: „Útflutttur saltfiskur á árinu 1961 nam tæp- um 32.000 tonnum. Útflutt var sem óverkaður saltfiskur 27.589 tonn, en scm verkaður um 4,300 tonn. Aðalástæðan fyrir því< að mun minna af heildarframleiðslunni var verkað en á undanförnum árum, er sú að Spánn keypti nú sama Og engan þurrfisk frá Is- landi, en hms vegar keyptu þeir 2.775 tonn af óverkuðum fiski.“ Þá segir, að stærstu kaupend- urnir af óverkuðum fiski séu Portúgal og Ítalía, en af verkuð- um Brazilía og Cuba. „Yerðið hækkaði allverulega á óverkuðum fiski og nam kr. 10.90 per kíló af 1. flokks stór- fiski til 1. ágúst, er gengislækk- Unin átti sér stað. Tilsvarandi verð árið áður var kr. 9,70 pr. kg. Á framleiðslu landsmanna eftir gengislækkunina hækkar verð þetta upp í kr. 12,30 pr. kg.“ „Söluhorfur á þessu ári má telja góðar, því engar fiskbirgðir frá fyrra ári eru óseldar Og birgð ir í neyzlulöndum eru frekar litlar, svo ekki er annað vitað en kaupendur séu fyrir hendi og afskipanir geti farið fram um leið og fiskur aflast og verkast.“ Skreiðarframleiðslan Ingvar Vilhjálmsson útgerðar- maður skrifar um skreiðarfram- leiðsluna og segir þar m. a„ að árið 1961 hafi skreiðarframleiðsl an verið minni en árið áður. End anlegar tölur um haustskreiðina hafi enn ekki borizt, én gera megi ráð fyrir, að hengt hafi ver- ið upp samtals um 45 þúsund lestir. Þá segir: „f ársbyrjun 1961 varð nokkur hækkun á íslenzkri skreið. Norðmenn höfðu hækkað verð á bolþorski í árslok 1960. Stærðin 30/50 og 20/40 um £14:0:0 hvert tonn. Einnig var svört keila metin í sérflokk, stærð 70/UP hækkaði einnig um £ 12:0:0. Svarta skreiðin, og úr- kastið hækkaði einnig, svo og keilu úrkast. en þessar tvær teg. vOru áður yfirleitt metnar og seldar sem blandað úrkast. Þess- ar tvær tegundir voru hækkaðar allverulega til samræmis við hin- ar hækkanirnar. Langa og ufsi var einnig hækkað lítilsháttar. Komu þessar hækkanir til fram- kvæmda í janúar 1961“. „Markaðshorfur nú virðast góð ar og hefur ekkert komið fram, sem gefur til kynna að búast megi við verðbreytingum á fram leiðslu 1962, og geri ég ráð fyrir að bæði verðlag og eftirspurn haldist óbreytt.” Þorskmjöl og karfamjöl. Jónas Jónsson framkvæmdar- stjóri segir m. a.: „Þorskmjöls- mjölsframleiðslan á sl. ári varð miklu minni en érið áður. Láta mun nærri, að magnið hafi orð- ið um 17 búsund tonn í stað tæp- lega 23 þúsund tonn árið 1960. Karfamjölið varð einnig miklu minna eða um 5 þúsund tonn í stað rúmlega 10 þúsund tonna 1960. Framleiðslutölur ársins 1961 eru hér áætlaðar, þar sem ekki liggja fyrir nákvæmar tölur enn þá. Þessi minnkandi framleiðsla á Þórska- og karfamjöli á sér ýms- ar orsakir. Fyrst kemur til afla- brestur togaranna og auknar sigl- ingar þeirra með aflann á er- iendan markað.. Áður lönduðu þeir miklu magni hér heima bæði af þorski og karfa. Þá hefur og aukizt frysting á þorskúrgangi til refafóðurs og eitthvað mun hafa verið þurrkað af þorskhausum í skreið. Var til þessara verkunar- aðferða gripið, þegar verðfail kom á rnjölið." „Verðlagið var fyrri hluta árs ins nokkuð hærra en það var ár- ið áður, Og fór svo hækkandi þegar leið á árið og er nú að því er virðist nokkuð stöðugt. Verðhækkun þá, sem varð á öllu fiskimjöli á sl. ári, má ef- laust þakka nýjum söluaðferðum í Perú. Perúmenn hafa nú hætt sífelldum undirboðum á markað- inum. Reyna að bjóða ekki meira magn fram hverju sinni, en mark aðurinn þolir. Á þennan hátt er nú brask með mjöl þeirra úr sög- unni, en það átti sér stað í stórum stíl áður.“ Tryggvi ÓlafssOn forstjóri seg- ir m. a.: „Á árinu 1961 voru fram leidd 6948 tonn þorskalýsis Og er það 3560 tonnum minna en árið 1960.“ „Sala á þorskalýsi gekk erfið- lega á árinu og gildir hér það sama og um karfa- og síldarlýsi. Verðið fór enn mjög lækkandi. Fyrir nokkrum árum var verð- munur á síldarlýsi og hvallýsi til herzlu 5 til 7 sterlingspund og var þá verð á þorskalýsi nokk- urnveginn þar á milli. Nú síð- ustu ár hefur þetta hlutfall ver- ið að breytast þannig, að síldar- iýsið hefur fallið miklu meira i verði en hvallýsið og hefur verðið á þorskalýsinu fylgt síldarlýsis- verðinu." „Birgðir í árslok 1961 eru 1860 tonn og er það 260 tónnum meira en í árslok 1960. Útflutningurinn nam á árinu 5756 tonnum. Til lýsisherzlu fóru 800 tonn og er það nokkru meira en undanfar- in ár Útlit um sölur á árinu 1962 eru síður en svo góðar.“ s g > M KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * Austurbæ jarbíó: Á VALDI ÓTTANS. ÞESSI ensk-ameríska mynd ger- ist á Spáni. Segir þar frá ungri stúlku Kim Prescott. sem býr í glæsilegu húsi á Costa Brava. Stúlkan er flugrik, »g hefur með- al annars erft eftir föður sinn verðmæta demanta. Kvöld eitt er hún kemur heim til sín, hefur óboðinn gestur sezt að í stofu hennar. Hann fullyrðir að hann sé Ward Prescott bróðir hennar. Hún veit að hér eru svik í tafli, því að bróðir hennar hafði farist í bílslysi í Suður-Afríku og hún hafði séð lík hans. Hinn ókunni maður hefur bersýnilega búið sig vel undir hlutverk sitt. Hann hefur kynnt sér allar fjölskyldu- aðstæður Kinn’s og bróður henn- ar, og öll skjöl sem segja að hann sé Ward, eru í stakasta lagi, svo að Vargas lögregluforingi getur á engan hátt hjálpað Kim, sem hefur leitað til bans. Hinn ókunni maður gerir sig mjög heimakom- inn hjá Kím, ræður nýtt þjón- ustufólk á heimilið, er vakir yfir hverju fótmáli hennar. Og brátt fer hann að krefjast demantanna hennar og hefur í frammi margs konar ógnanir við Kim, enda er hún brátt orðin mjög taugaóstyrk og óttaslegin. Sögulokin eru mjög óvænt og af því að framleiðandi myndarinnar Douglas Fairbanks jr. kemur fram á léreftinu er myndinni lýkur og biður áhorf- endur að segja ekki frá leikslok- um þá verð ég vitanlega þögull um þau eins og gröfin. Mynd þessi er afar vel gerð og spenna hennar geysimikil frá upphafi til enda. Með aðalhlut- verkin fara þau Anne Baxter, Richard Todd og Herbert Lom. Er leikur þeirra allra prýðisgóð- ur, en þó snjallastur leikur Anne Baxter í hlutverki Kim’s. Mynd- inni fylgir íslenzkur skýringar- texti. Þetta er með beztu myndum sinnar tegundar, sem hér hefur sézt um lengri tíma. Gamla Bíó: * EIGINMAÐUR f KLÍPU ' ÞAÐ getur oft verið býsna for- vitnilegt og skemmtilegt að fylgj- ast með því, þegar heiðarlegir DORIS RICHARD DAY * WIDMARK ektamenn komast ósjálfrátt 1 klíí*i út af kvennamálum. En einnmitt það er meginefni þess- arar bandarísku myndar. — Isolde og Augie Poole eru ung hjón, sem hafa verið fimm ár í ástríku hjónabandi en án þess að eignast erfingja þrátt fyrir heið- arlegar tilraunir í þá átt. Og ekki bætir það úr skák, að vinir þeirra og nágrannar, hjónin Dick og Alice Pepper hlaða niður krökk- unum. Þau Poole-hjónin höfðu heyrt að þegar barnlaus hjón tækju barn í fóstur, þá væru miklar líkur fyrir því að þau eignuðust sjálf barn. Þau komu sér því saman um, eftir miklar bollaieggingar að taka fósturbarn og snúa sér í því skyni til fóstur- stofnunar einnar. Dag nokkurn kemur ung og fríð stúlka frá Framhald á bls. 23. • Tími skíðaferðanna Skíðaunnandi skrifar: „Síðustu dagana verið gott skíðafæri og marga hefir fýst að njóta miðsvetrarfegurðar- innar og fjallaloftsins. Hvað fullorðið fólk snertir, þarf sjálfsagt ekki að biðja opin- bera aðila um aðstoð til þess að fá að njóta þessarar frjálsu vetraríþróttar, sem allir út- lendingar telja að fslendingar kunni og stundi manna mest. Þessa dagana eru ferðir úr Reykjavík á kvöldi hverju og safnast menn saman niðri í Miðbæ og stíga þar upp í lang ferðabifreið. sem flytur þá í skíðalöndin hér 'í nágrenninu. Auðvitað langar unglingana til þess að fara Ika og er það eink ar skiljanlegt. En sá er kalli á gjöf Njarðar að þeim er meinað að fara með skíðin sín inn í strætisvagnana, en bílar skíðafólksins fara ekki hring- ferðir um bæinn til þess að taka upp skíðafólkið, enda vandráðið hvaða leið ætti að velja til slíks. Þeir, sem eiga heima suður í Kópavogi, vest- ur á Seltjarnarnesi og á öðr- um þeim stöðum er fjarst liggja leið skíðabílsins út úr bænum, verða að útvega sér farkost að bifreiðinni og þá að líkindum leigubíl, velflest- ir. Fyrir unglingana, sem verða að biðja foreldrana um fargjaldið í skíðabílinn verður erfitt að fá einnig aura fyrir leigubíl að honum. Tíminn frá skólahaldinu kann þó - að vera svo þröngur að þeim tak- ist ekki að ganga í veg fyrir hann áður en haldið er af stað. Skíðin og strætisvagnarnir Mér hefir dottið í hug að ef til vill myndu yfirmenn stræt- isvagnanna verða þessu fólki svo velviljaðir að velja því einhvern tíma dagsins til þess að mega hafa með sér skíði inn í vagnana og þá fyrst og fremst þegar minnst er að gera. Það má benda á að frá kl. 4—6 á daginn er aðal- straumurinn með vögnunum frá Miðbænum og í úthverfin, Sk\ ^ en þeir munu verða að mestu tómir til baka. Ég vildi nú biðja þið Velvakandi góður að koma þessari frómu ósk á framfæri til stuðnings skíða- æsku höfuðstaðarins þann skamma tíma sem þetta ástand varir. Mætti gefa út tilkynn- mgu sem gilti næstu vö mán- uði um að fólkið heimilaðist að hafa með sér skíði í strætis vögnunum á ákveðnum tím- um dagsins, eins og fyrr segir frá kl. 4—6 á kvöldin úr út- hverfunum niður í Miðbæ og frá kl. 8—10 á sunnudags- morgna, en þá munu flestir hugsa til ferðar á skíði. Heim aftur yrðu menn svo að bjarga sér sjálfir“. • Reynt að fara meðalveginn Við höfðum samband við forustumenn Strætisvagna Reykjavíkur um þetta bréf og tóku þeir vel í að athuga hvort hægt væri að leysa vandann á sunnudögum. Lengra töld- um við ekki ástæðu til að koma þessu erindi og er von- andi að þessar óskir ungling- anna fái einhverja lausn. Hins vegar sögðu yfirmenn vagn- anna okkur að það væri mikið vandamál hvað ætti að leyfa til flutnings í v.gnunum, og hvað ekki. því óskir manna í þessu efni væru hinar furðu- legustu. T. d. má geta þess að beiðni um flutning barna- vagna er ekki óalgengur en að sjálfsögðu er það ófram- kvæmanlegt, þótt mörg hús- móðirin eigi erfitt með að komast í bæinn án þess að taka unga barnið í vagni með sér. Á þessu verður að finna hinn gullna meðalveg og verðum við að treysta yfir- mönnum almenningsvagnanna til þess að finna hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.