Morgunblaðið - 26.01.1962, Blaðsíða 12
12
MORGTJTSntÁÐlÐ
Föstudagur 26. jan. 1961
TttooxQmMribVb
Otgeíandi: H.l, Arvakur. Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigíús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (átjm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
FORMAÐUR DAGS-
RRÚNAR SVÍKUR
EIGIN TILLÖGUR
l^yrir hátíðarnar fréttust þau
* ánægjulegu tíðindi, að
allir þingflokkar hefðu stað-
ið að samþykkt þingsálykt-
unartillögu, sem miðaði að
því að taka upp heilbrigð
vinnubrögð í kjaramálum,
leitast við að fara leið kjara-
bóta án verkfalla í stað verk
falla án kjarabóta. — Meðal
flutningsmanna þessarar til-
lögu voru Eðvarð Sigurðsson,
formaður Dagsbrúnar, og
Hannibal Valdim'arsson, for-
seti Alþýðusambands íslands.
Morgunblaðið fagnaði þess
ari tillögu, sagðist trúa því
þar til annað 'reyndist rétt-
ara, að flutningsmenn ósk-
uðu í raun og veru eftir
kjarabótum launþega og hét
fyllsta stuðningi sínum við
tillöguna, enda var hún í
samræmi við stefnu blaðsins.
Morgunblaðið leyfði sér þó
að vekja athygli á því, að
nokkur hætta væri á, að til-
lagan væri einungis flutt í
áróðurstilgangi, því að komm
únistar treystu sér ekki til
að heyja baráttu í verkalýðs-
félögunum, án þess að lýsa
stuðningi við kjarabótastefn-
una. —
Því miður er nú komið á
daginn, að kommúnistar eru
fyrirfram ákveðnir í að
svíkja sínar eigin tillögur, og
formaður Dagsbrúnar gengur
sjálfur fram fyrir skjöldu til
að afneita þeim. í viðtali,
sem Moskvumálgagnið átti í
gær við Eðvarð Sigurðsson,
segir blaðamaðurinn:
„Nú segir Morgunblaðið,
að forystumenn launþega-
samtakanna séu að vakna til
vitundar um, að hægt sé að
fara aðrar leiðir í kjarabar-
áttunni en leiðir verkfall-
anna“.
Og formaður Dagsbrúnar
svarar:
„Já, það sýnir kannski bet-
ur en flest annað heiðarleik
þeirra í málflutningi“!
Þegar Morgunblaðið lýsir
fyllsta stuðningi við tillögu
formanns Dagsbrúnar og for-
seta Alþýðusambands ís-
lands, þá snýst Eðvarð Sig-
urðsson gegn eigin tillögum.
Hann óttast nú, að þær nái
fram að ganga. En þegar
hann flutti þingsályktunartil
lögu sína, þá treysti hann
því, að hún yrði felld og
hann þyrfti þar af leiðandi
aldrei að standa við þau orð,
að hann óskaði raunhæfra
kjarabóta. Og ennfremur seg
ir hann í viðtalinu:
„Já, Morgunblaðsmönnum
hefur verið tíðrætt um það,
sem þeir kalla „nýja stefnu“
í kjaramálum. Hún á að
vera í því fólgin að koma á
hverskonar hagræðingu í at-
vinnulífinu, bættri vinnutil-
högun, ákvæðisvinnu o. s.
frv.... En við erum hins-
vegar búnir að fá nóg af því
að hlusta á eilíft orðagjálfur
um þessa hluti, þar sem
aldrei örlar á alvöru til þess
að leysa nokkurn vanda“.
Eigin tillögur Eðvarðs eru
þannig orðnar „orðagjálfur“.
Og áður nefndi Þjóðviljinn
þær „óljós slagorð“. Þetta er
það, sem formaður Dagsbrún
ar hefur í dag að segja um
kjarabótastefnuna. Og í hinu
langa viðtali, sem áður var
vitnað til, forðast hann að
nefna beint þingsályktunartil
lögu sína, en áréttar marg-
sinnis að kjarabótastefnan sé
stefna Morgunblaðsins og þar
af leiðandi að sjálfsögðu ó-
hæf! —
HVAÐ SEGIR
HANNIBAL ?
jYfeð hliðsjón af því, að
einn af flutningsmönn-
um þingsályktunartillögunn-
ar um bætta vinnutilhögun
og heilbrigða stefnu í kjara-
málum, Eðvarð Sigurðsson,
hefur nú svikið hana og
kommúnistamálgagnið tekið
upp baráttu gegn henni, er
ástæða til að spyrja annan
flutningsmanninn, Hannibal
Valdimarsson, forseta Al-
þýðusambands íslands, hver
afstaða hans sé.
Síðan þingsályktunartillag-
an var samþykkt, hefur lítið
heyrzt frá forseta ASÍ um
þetta mál. Má segja, að ekki
hafi verið sérstök ástæða til
að hann ræddi það, meðan
talið var að allir væru sam-
mála um framgang þess. En
þegar í ljós er komið, að
flokksmenn hans snúast önd-
verðir gegn tillögunni, verð-
ur ekki hjá því komizt að
óska svars Hannibals Valdi-
marssonar við spurningunni
um það, hvort hann standi
enn við þau orð sín, að hann
óski raunhæfra kjarabóta og
heilbrigðs samstarfs í verka-
lýðsmálum, eða hvort hann
hafi líka svikið það, sem
hann taldi sína stefnu í des-
ember.
Er hér með skorað á for-
seta A.S.Í. að svara svikum
Apertura a sinistra
Ársþing kristilegra demÓkrata
*
á Italíu hefst á morgun
Á morgun hefst í Napoli
ársþing Kristilega demókrata
flokksins á Ítalíu, flokks Am-
intore Fanfanis forsætisráð-
herra. Er nokkurra tíðinda að
vænta af þessu flokksþingi,
því aðrir stuðningsmenn
stjórnarinnar hafa lýst því
yfir að þeir hætti stuðningi
sínum frá og með morgun-
deginum. Lítur því út fyrir
að flokksþingið snúist aðallega
um það að ná samvinnu um
myndun meirihlutastjórnar
annaðhvort við núverandi
stuðningsflokka eða við Nenni
sósíalista.
Kristilegir demókratar fengu
við þingkosningarriar í maí 1958
kjörna 273 fulltrúa og vantar 26
til að hafa meirihluta í fulitrúa-
deild þingsins. Núverandi stjórn
er eingönigu skipuð ful'ltirúuim
kristilegra demókrata og eiga
þrír fyrrverandi forsætisráðherr-
ar sæti í henni auk Fanfanis, þ.e.
Antonio Segni utanríkisróðherra,
Mario Scelba innanríkisráðherra
Og Giuseppe Pella fjárhagsmála-
ráðherra. Stjórnin hefur notið
stuðnings jafnaðarmanna Sara-
gats (23 þingmenn), frjálslyndra
(16 þingmenn) og republikana (7
þingmenn). Auk þess hafa Nenni-
sósíalistar og konungssinnar yfir-
leitt setið hjá við atkvæðagreiðsl-
ur um vantraust á stjómina svo
andstaðan hefur aðallega verið
frá kommúnistum, sem hlutu 140
þingsæti í fu'lltrúadeildinni 1958.
NENNI.
Nenni-sósíalistar eru þriðji
stærstj flokkur Ítalíu og hlaut
84 fulitrúa kjörna 1958. Flokkur
þessi, undir forustu Pietros Nenn-
is, var lengi í nánu samstarfi við
kommúnista, en á seinni árum
hefur mjög dregið úr því sam-
starfi. Nenni hefur hvað eftir
annað komið fram í beinni and-
stöðu við kommúnismann. Hann
viðurkennir aðild Ítalíu að Atl-
antshafsbandalaginu, vill samein-
ingu Þýzkalandis og er algjörlega
andvígur Berlínarstefnu Rússa.
Þegair Rússar hófu kjarnorkutil-
raunir að nýju hinn 1. september
s.l. var Nenni einn hinna fyrstu
Pietro Nenni.
sem gagnrýndiu Krúsjeff öpin-
berlega.
EKKI VANTRAUST.
Það eru jafnaðarmenn og repu-
blikanar, sem nú hætta stuðningi
við stjóm Fanfanis. Ekki er það
þó gert sem vantraust á forsætis-
ráðherrann, heldur hitt að þeir
vilja þvinga kristilega demo-
krata til samvinnu við Nenni.
Fanfani er þessu sjálfur eindregið
fylgjandi og hefur áður gert
ítrekaðar tilraunir til að koma
þesskonar sam'srtarfi á. En hægri
armur flokksins undir forustu
Pella, Andreotti og Scelba er
þessu andvígur. Og fram til þessa
hefur Vatiikanið verið eindregið
gegn öllu samstarfi við róttæka
vinstriflokka. Frjálslyndi flokk-
urinn, sem í rauninni er íhalds-
flokkur, er að sjálfsögðu andvig-
ur þetssari stefnu.
„APERTURA A SINISTRA"
Fanfani hefur, eins og að íram-
an segir, gert ítrekaðar tilraunir
til að ná samstarfi við Nenni
um myndun vinstri stjórnar, eöa
„apertura a sinistra" (opnun til
vinstri) eins og ítalir nefna þessa
stefnu. Fanfanj er fylgjandi stór-
aukinni rikisfjárfestingu í Suð-
ur ítaliu til að skapa meira jafn-
vægi milli þessa hluta landsins
og hinna auðugu iðnaðarhéraða
á Norður Ítalíu. Hann vill einnig
aukin fjárframlög til skóla, vega
og jámbrauta. Þessu er Nenni
algjörlega sammála, en vill auk
þess þjóðnýtinigu orkuvera og auð
linda, skiptingu jarðeigna og op-
inbert eftirlit með iðnaðinum.
ÓTTAST FYLGISTAP.
Helztu andstæðingar „apertura
a sinistra" eru hvorki ný-fasistar
Framh á bls. 23.
formanns Dagsbrúnar fyrir
kosningarnar í félaginu nk.
sunnudag, annars verður að
álíta hann samsekan í svik-
unum.
VARANLEGIR
VEGIR
íslendingar hafa á undan-
*■ förnum áratugum varið
gífurlegu fjármagni til vega-
lagninga. í strjálbýlu landi
lendir sá kostnaður á tiltölu-
lega fáum einstaklingum, en
engu að síður hefur stórvirki
verið unnið á þessu sviði,
svo að flestar byggðir lands-
ins eru nú sem óðast að
komast í nokkurn veginn við
unandi vegasamband.
Þótt sú stefna hafi verið
rétt að tengja sem flestar
byggðir landsins þjóðvega-
sambandinu, en láta vegi úr
varanlegu efni sitja á hakan-
um á meðan, þá er nú sá
tími kominn að óhjákvæmi-
legt er að hefja stórfram-
kvæmdir við að fullgera fjöl-
förnustu vegi landsins.
Eins og kunnugt er hafa
þegar verið hafnar fram-
kvæmdir við Keflavíkurveg-
inn, sem gert er ráð fyrir að
verði steinsteyptur. En nauð.
synlegt er að hraða fram»
kvæmdum þar og hefja síð-
an lagníngu annarra fjöl-
fönustu vega, ekki sízt aust-
urvegarins.
Enn eru afköst Sements-
verksmiðjunnar ekki full-
nýtt og er það enn frekari
ástæða til að hraða lagningu
steinsteyptra vega, því að til-
tölulega ódýrt er að auka
framleiðslu verksmiðjunnar,
svo að hún geti séð fyrir
þeirri sementsþörf, sem sam-
fara er stórframkvæmdum
við varanlega vegagerð.