Morgunblaðið - 26.01.1962, Síða 16
16
MORGT /V R r 4 fí ifí
Föstudagur 26. jan. 1961
Kristján
skipstjóri f
ÞEGAR mér barst andlátsfregn
Kristjáns Arnasonar skipstjóra,
skaut upp í huga mér minmngu
frá samvistarárum okkar á sjón-
um. Við vorum djúpt úti og norð
arlega á Barðagrynni, þegar á
okkur rak óðahríð norðan með
gaddi. Þetta var á Geysi, 30 smá-
lesta skútu, mjórri og valtri eins
og kefli. Sigling á slíkum far-
kosti í ofsaveðri var engin líf-
trygging. En æðrulaus og glað-
ur stóð Kristján við stýrið, eins
og vandi hans var. Ohagganleg
dirfska hans herti upp jafnvel
hina deigustu skipshöfn. Barátt-
an við höfuðskepnurnar var hon
um eðlilegt lífsform. Því hélt
hann alltaf sínu jafnaðargeði, á
hverju sem gekk.
Kristján heitinn fæddist í
Reykjavik 4. apríl 1882, sonur
hjónanna Arna Kristjánssonar,
verzlunarmanns og Jakobínu
Jónsdóttur. Ungur fluttist hann
ásamt foreldrum sínum til Bíldu-
dals, en er veikindi surfu að
heimili þeirra, tóku hjónin í
Stapadal, Kristján Kristjánsson
og Símonía kona hans drenginn
í fóstur. Þar ólst hann upp til
sextán ára aldurs, við ást og
hlýju. eins óg í foreldrahúsum,
en á brattri klettaströndinni
gnauðaði úthafið. Þannig kynnt-
ist hann því snemma og festi ást
á því, enda hneigðist hann ung-
ur til sjómennsku. A löngum
sjómannsferli naut hann sævar-
ins jafnt í blíðviðri sem hretum.
Hann lauk skipstjórnarprófi 22
ára gamall, og tók við skipi 4
árum síðar.
Kristján heitinn var .óvenju
farsæll skipstjóri. Hann var hinn
mesti aflamaður, vinsæll af
mönnum sínum, ágætur stjórn-
andi, svo að honum fataðist aldr-
ei, á hverju sem gekk, enda
hehti engan mann slys undir 30
ára skipstjórn hans. Hann sam-
*
Arnason
rá Bíldudal
einaði óvenjuvel í sér tvo höfuð-
kosti íslenzka sjómannsins: íor-
sjá og dirfsku.
Kristján Árnason var einn
þeirra manna, sem gaman var að
kynnast og þægilegt að eiga
samvistir við. Frá honum
streymdi hlýja og góðvild. Hann
var gæddur næmu fegurðar-
skyni, söngvinn með afbrigðum,
bæði tónnæmur og með ágæta
rödd. Við stýrið söng hann
ósjaldan við undirleik Kára, með
an hann lét ölduna dilla sér. A
sama hátt naut hann náttúrufeg-
urðar innilega. Oft sá ég hann
horfa til lands á hvassa hnjúka
vestfirzku fjallanna og inn í blá-
móðu langra fjarða og dala, enda
getur vart fegurri landsýn. Mik-
ill dýravinur var hann gældi oft
við dýr og naut fuglalífsins
kringum sig á sjónum. Ekki þoldi
hann gáskafuUum ungmennum á
skípi sínu að veiða fugla eða
hrekkja þá.
Kristján var mikiU atorku- og
framkvæmdamaður. Þegar hann
skildi við litla Geysi réðist hann
í það ásamt skipghöfn sinni að
kaupa 200 smálesta stálskip og
gena út til veiða. Tók hann þá
við stjórn á því og flutti með
sér aflasæld sína og farsæld alla.
Varð þetta hið mesta happaskip
undir stjóm hans. Þegar Krist-
ján hætti sjómennsku, varð hann
framkvæmdastjóri hraðfrysti-
hússins á Bíldudal. Gegndi hann
því starfi um 12 ára skeið, og
naut héraðið því enn um hríð
hæfileika þessa trausta dreng-
skaparmanns.
Kristján kvæntist 1908 Vik-
toríu Kristjánsdóttur smiðs á
Bíldudal. Eignuðust þau þrjú
börn, sem öll eru á lífi. Var þá
sár harmur kveðinn að Kristjáni,
er hann missti konu sína eftir
aðeins 8 ára sambúð frá ungum
börnum. Þó að Kristján væri
dulur maður á persónulegar til-
finningar, er mér kunnugt um
það, að hann harmaði jafnan
missi konu sinnar, enda kvænt-
ist hann ekki á ný, og var hann
þó manna fríðastur og hélt sér
vel. Mikið ástriki hafði hann á
börnum sínum og kom þeim öll-
um til mennta. Því var viðbrugð-
ið, hversu barngóður hann var,
og má vera að móðurleysi hans
eigin barna hafi glætt þessa
kennd. Annars var hún eðlileg-
ur þáttur í drengskap hans.
Kristján skipstjóri mun vera
mörgum Vestfirðingi hugstæður
þessa dagana, er hann hefur sína
hinnztu siglingu.
Matthías Jónasson.
1 DAG verður til moldar borinn
Kristján Arnason skipstjóri er
lézt í LandsspítaLanum 20. þ.m.
eftir stutta legu nær 80 ára að
aldri. Þessa merka athafna-
manns, frænda og uppeldisbróð-
ur, verður eflaust minnzt ræki-
lega af öðrum.
Kristján Arnason ólst upp í
Stapadal hjá foreldrum mínum
Kirstjáni Kristjánssyni og
Símoníu Pálsdóttur til 16 ára
aldurs er hann fluttist til foreldra
sinna á Bíldudal og fór strax
að stunda sjómennsku á þilskip-
um hjá Pétri Thorsteinssyni.
Margar góðar endurminningar á
ég frá samverustundum okkar
Kristjáns i æsku og síðar eftir að
'hann fluttist til Reykjavikur.
Mér er minnistætt.hversu óhrædd
ur hann var að klifa kletta þó
tæpt væri og aldrei misti hann
fótfestu. I návist Kristjáns fannst
mér að ég væri alltaf öruggur.
Dýravinur var Kristján með af-
brigðum, mér er minnisstætt þeg-
ar Kirstján fór alfarinn frá Stapa
dal hverssu allir söknuðu hans
sárt ekki aðeins fólkið heldur
líka dýrin. Þeim degi gleymi ég
aldrei.
Eflaust hefur Kristján átt marg
ar endurminningar frá veru sinni
í Stapadal og uppvaxtarárum sín
um þar og þá ekki sízt fósturmóð
ur sem honum þótti afar vænt
um. Móðir mín dó 7. maí 1901,
þá var Kristján úti á hafi á skútu
frá Bíldudal og hafði ekkert sam
band við land fyrr en að veiði-
tími var búinn. þá var siglt heim
þegar. skipið var komið inn
undir Stapadal kom yfir Kristján
svo mikið magnleysi. að hann gat
ekki staðið svo að bera varð hann
niður í káettu þegar skipið var
komið að Auðahrísdal var
Kristján albata, þegar á Bíldudal
kom var það fyrsta sem Kristján
frétti að. fósturmóðir hans væri
dáin. (Þennan atburð sagði
Kristján mér sjálfur).
í 40 ár skildu leiðir okkar
Kristjáns, en síðan hann fluttist
til Reykjavíkur hafa leiðir okkar
legið saman, bæði á sjó og landi
og verða allar þær stundir mér
ógleymanlegar.
Við fráfall Kristjáns er kvadd-
ur góður drengur sem öllum vildi
rétta hjálparhönd er kynntist
honum.
Með þessum fátæklegu orðum,
vil eg og bræður mínir senda
börnum hans, systrum og öðrum
skyldmennum okkar innilegustu
samúðarkveðj ur.
Páll Kristjánsson.
KRISTJÁN ÁRNASON
skipstjóri frá Bíldudal.
KVEÐJA
Fæddur 4. apr. 1882. — Dáinn
20. jan. 1962.
Kveðia frá frændkonu.
Aður þú til aflafanga
áttir marga för,
hélzt að landi hafs af miðum
hlöðnum veiði knör.
Farsæll bæði og fengsæll varstu,
— firða bættir kjör.
Æddi skeiðin unnar leiðir
undir voðum þá,
framhjá boðum brims og
skerjum
brunaði gnoðin smá.
Traustar snillings happa henduj
hröktu voðann frá.
Þú varst hetja ævi alla,
áttir vina traust,
ræktir, jafnan, trú og tryggðir
táls og hræsnislaust.
Ætíð þú í hug og háttum
heiðarleikann kaust.
Mér þú ætíð virkta vinur
varst í sæld og þraut,
Engin veitti af hreinni huga
hjálp á lífsins braut
Dást að bínum vinar varma
vinur sérhver hlaut.
Kveð ég þig nú kveðju hinnstu
kæri vinurinn.
Er með sæmd á enda liðinn
ævidagur þinn.
Þitt við leiði þakkir sínar
þylur hugur minn.
Héðan muntu halda vinur,
heim i ókunn lönd.
Öska ég hættur engar búi
auðnu þinni grönd.
Greiði veg þinn eilífð alla
■alvalds líknar hönd.
Viktoría Kristjánsdóttir
frá Kaldabakka.
&
SKIPAUTGCRB RIKISINS
Ms. ESJA
vestur um land í hringferð hinn
30. þ. m. Vörumóttaka á morgun
og árdegis á mánudag til Patreks
fjarðar, Bíldudais, Þingeyrar,
Flateyrar, Súgandafjarðar, ísa-
fjarðar, Siglufjarðar Akureyrar,
Húsavíkur og Raufarhafnar. —
Farseðlar seldir á mánudag.
2
LESBÓK BARNANNA
LESBÓK BARNANNA
3
á Andra, sem varð hálf-
hræddur. Andra fannst
víst krumimi launa hálf-
illa fóstrið, en var samt
fljótur að fyrirgefa hon-
um.
Sbundum hafa krakk-
arnir fundið dána fugla
úti á víðavangi, það
finnst þeim ósköp sorg-
legt, þau koma þá alltaf
með þá heim, svo hvorki
hundar né hrafnar geti
náð í þá. Þeir fá svo fal-
legan pappakassa og hvít
ar servíettur hjá mömmu
til að jarða þá í.
Oft hafa þau fundið
hreiður og þá finnst
þeim gaman að fylgjast
með ungunum. Börnin
taka aldrei egg úr hreiðr-
unum, því það verða
börn fuglanna. Þegar
krakkarnir fara að huga
að hreiðrunum, sem
þeir hafa fundið, ourfa
þeir að læsa hundana
inni á meðan, svo þeir
ko'mizt ekki að því, hvar
hreiðrin eru. Þá geta
þeir eyðilagt þau og gert
fuglunum mein.
Einu sinni þegar verið
var að. heyja á votengj-
um langt frá bænum,
fundu þeir andarhreið-
ur úti í litlum hólma á
ánni. Allan daginn þurfti
svo einhver að hafa auga
með hundunum, svo þeir
réðust ekki á öndina.
Börnunum fannst ósköp
gaman að geta hjálpað
andamömmunni að gæta
hreiðursins síns. Þegar
okkar endur fara að
liggja á eggjum, verða
hundarnir að læra að láta
villiendurnar í friði.
Framlhald.
Davia Severn;
Við hurfum inn
í framtíðina
Dick reis með erfiðis-
munum á fætur og við
gengum suður af hæð-
ínni, burt frá turninum.
Hér og þar voru hrúgur
af einhvers konar taði
eftir dýr og við höfðum
gengið fram hjá nokkr-
um, áður en við tókum
r.ð veita þeim verulega
athygli.
Skyndilega nam Dick
staðar og sparkaði með
tánni í eina hrúguna.
,,Hérna höfum við stað
festingu á því, sem ég
sagði. Þarftu frekari sann
E.nir. Þetta getur ekki
verið í Englandi".
„ Eftir hvaða dýr, heldur
þú, að þessir haugar
téu?“ spurði ég.
„Hefi ekki hugmynd
um það. Aldrei séð neitt
þessu líkt. nema þá
kannski í dýragarðmum“.
Þegjandi gengum við
áfram. Það var það eina,
sem hægt var að gera,
enda þótt nú eygðum við
tæplega neitt takmark
fram undan, og taugar
okkar voru að því komn-
ar að bresta Loks stóð-
u.n við á hæðarbrún nokk
urri og sáum niður yfir
allstóran dal.
í þessum dal lá þorp.
Ef til vill væri réttara að
kalla það einhvers konar
nýlendu, því tigulsteins-
húsunum með stráþökun-
rm, var raðað saman í
hringa, algerlega and-
stætt hinum beinu húsa-
löðum og strætum, sem
við eigum að venjast. Við
jaðar þorpsins sást grasi
vaxinn virkisveggur og
borgarsíki og ýmis önmir
merki um fornar víggirð
mgar sáum við. Fyrir ut-
an virkisgarðinn voru
þrjú eða fjögur hring-
ioga, lokuð svæði. hið
stærsta þeirra með hlöðn
um veggjum, en hin af-
girt' með greinum. sem
hrúgað var upp. Innan
þessara girðinga voru
ikrar og reitir af rækt-
uðu landi Brekkan lá
iiður að þessum litlu
ökrum. Þar sáum við fólk
að verki, örsmátt séð úr
þe-ssari fjarlægð f hlíðar-
slakkanum milli okkar og
þess. voru hjarðir á beit.
„Þessi landshluti er þó
byggður," sagði Dick.
„Þeir hafa kindur.
Kannski að þeir eigi líka
nin dýrin. sem taðið er
kemið frá.“
Það rumdi í Dick.
„Gamaldags staður. Það
er lítið samræmi milli
þess, sem við ijáum hérna
og turnsins.“
„Þetta er likast mynd
úr mannkynssögunni".
„Alveg 1‘étJt! Einmitt
það, sem mér datt í hug.
Og hvers vegna allar þess
ar víggirðingar?"
„Ojæja“ sagði ég eftir
langa þögn, „okkur er
líklega bezt að fara niður
eftir og vita. hvort þeir
geta nokkuð hjálpað okk-
ur“. .
„Komdu þá.“ sagði
Dick og hélt af stað.
,.En Dick, hvernig get-
u.m við verið vissir um,
að þeir séu vinsamlegir?"
Hann nam staðar. .Rétt
athugað, Pétur —, þegar
við höfmn ■ huffa. við
rennum ekki grun í, hvar
við erum“.
„Þarna er maður. sem
situr hinum megin . í
brekkunni, svo sem mílu-
f.iórðung í burtu. Rétt hjá
runnanum þarna vinstra
megin við kindurnar“.
Dick horfði þangað.
„Vel að verið, Pétur. Ég
tók ekki eftir honurn".
„Líkiega hjarðmaður,"
sogði ég. ,Ég sting upp
á. að við skoðum hann
fyrst, áður en við höld-
um niður í þorpið."
Dick var því samþykk-
ur og við lögðum atf stað
niður hlíðina, sem víða
var skógi vaxin. Trén
stóðu sumstaðar þétt sam
an runnar af lágvaxinni
eik með kvistóttum og
kræklóttum stofnum. Þau
virtust mjög gömul. Þröst
ur flaug grein af grein,
tísti og var svo horfinn.
Hann gerði okkur bilt
við í fyrstu, en þegar við
sáum, hvernig hann sveifl
aði stélinu móti okkur
eins og gamall kunningi,
iélti okkur og við hlóg-
um hjartanlega. „Þessi1
skógur virðist svo sem
nógu enskur útlits,“ sagði
Dick.
í sömu svifum rak ég i
tána í eitthvað hart, svo
mig kenndi til, og ég féll
fram yfir mig. „Trjárót,
hugsaði ég með mér um
leið og ég reis á fætur og
nuddaði hnéð. Dick var
kominn á fjóra fætur og
rótaði jörðinni frá ein-
hverju.
„Gettu, hvað það var,
sem þú dattst um“.
„Þröskuldur greifingj-
ans,“ sagði ég í hálfkær-
ingi og færði mig til.
Hann hafði rótað mold
og grasi frá og í ljós kom
brúnin á gljáandi jarn-
stöng.
„Vinkiljárn úr turnin-
um. Það liggur hérna und
ir grasrótinni áfram
,sennilega á löngu svæði.
1 reyndi að rispa hinn
slétta og skínandi flöt
járnsins.
„Ekki ein rispa, Pétur.
• Þetta getur sýnilega
nvorki rispast né ryðgað.
Hart eins og stál og sveig
aniegt eins og reyr." Með
hnífnum gróf hann sex
þumlunga djúpa holu nið
ur með járninu, en gafst
þá upp. Það var eins með
það og ísjaka; stærsti
hlutinn undir yfirborðinu.
„Hvers vegna er það
svona djúpt“ spurði ég.
„Líklega hefur það leg
ið hérna æði lengi".
Dick svaraði ekki,
Hann hleypti brúnum og
íetaði sig áfram, eftir
ójöfnunni. sem sást 1
grasinu. Kannske höfum
við gengið fimmtíu eða
sextíu skref þegar Dick
hijóp á undan, eins og
athygli hans hefði skyndi
Sjáðu, þar sem ójafnan
þarna er.“
Hann var búinn að
opna hnífinn sinn og
iega beinst að einihverju,
sem hann sá fyrir fótum
sér.
Framhald. —