Morgunblaðið - 03.03.1962, Blaðsíða 3
Laugardagur 3. marz 1962
MORGLISBLAffltt
3
STAKSniNAR
Lúðvík brást beim
Tveir slökkviliðsmenn beina vatnsbuftunni að eldinum.
Sjá má að vatnið hefur frosið á klæðum þeirra. (Mynd*
irnar á síðunni tók Sveinn Þormóðss. fyrir Morgunblaöið).
Haukur Óskarsson kemur brillantine og rakspíraflöskum
fyrir í farangursgeymslu Volkswagenbíls, en þessum varn-
ingi var bjargað úr rakarastofunni.
Fólk bjargast fáklætt
úr eldsvoða í miðbænum
50 slökkvíliðsmenn með sex
brurtabíla barðust við eldinn
í tvo tíma
LIÐLEGA fimmtíu slökkvi-
liðsmenn börðust við elds-
voða í tvær klst. í fyrrinótt,
er eldur kom upp í húsinu nr.
6 við Kirkjutorg. Slys urðu
ekki á mönnum, en þarna
bjuggu 15 manns, sem nú
eru heimilislausir. Bjargaðist
sumt fólkið fáklætt út úr hús
inu og nokkrir misstu allt
sitt. Eldurinn kom upp á
þriðju hæð hússins, og magn
aðist skjótt. Alls komu sex
brunabílar á staðinn auk
tveggja stigabíla frá Rafveit-
unni. Var gífurlegu vatns-
magni dælt á eldinn, frá bil
um, vatnshönum og loks var
dælt vatni úr Tjörninni.
Fréttamenn og ljósmyndari
Mbl. voru staddir á staðnum
og fylgdust með slökkvistarf
inu, en nánari atvik fara hér
á eftir.
Elzta tvílyfta húsið.
Þannig hagar til, að tvö
hús bera ' númerið 6 við
Kirkjutorg. Er annað þeirra
þrílyft og sambyggt Kirkju-
hvoli annars vegar en tví-
lyftu húsi, einnig nr. 6, hins
vegar. Mun tvílyfta húsið
vera hið elzta sinnar tegund
ar hérlendis.
í þrílyfta húsinu, sem eldur
inn kom upp í, er neðst rak-
arastofa Hauks Óskarssonar,
eins eigenda húsanna. Bæði
húsin átti á sínum tíma Árni
Nikulásson, rakari, en eignin
hefur nú skipzt á milli margra
erfingja.
Á neðstu hæð hússins var
einnig hluti af íbúð Ágústs
Jónssonar, en hinn hlutinn
var í tvílyfta húsinu og dyr
á milli húsanna. Á annari
hæð þrílyfta hússins bjó Krist
Slökkviliðsmenn bera rakarastólana út af rakarastofunni
á neðstu hæð.
mann Eiðsson og fjölskylda.
Á þriðju hæðinni, þar sem
eldurinn kom upp bjuggu
þeir Sigurður Sigurðsson,
lögreglumaður og Pétur Hoff
mann Salómonsson. í risi
hússins bjó eldri kona, Ing
veldur Ólafsdóttir, en á efri
hæð tvílyfta hússins Frið-
þjófur Óskarsson.
Eldur í bréfakörfu.
Samkvæmt upplýsingum
rannsóknarlögreglunnar kom
eldurinn upp í herbergi Sig
urðar Sigurðssonar. Hafði
hann komið heim á milli kl.
hálf þrjú og þrjú um nóttina,
eftir vinnu. Fór Sigurður
ekki strax að sofa heldur sett
ist í stól, las og reykti eina
eða tvær sígarettur. Drap
hann í þeim í öskubakka, sem
stóð á borði og lagðist síðan
til svefns.
Skömmu síðar hrökk hann
upp við að eldur var kominn
í bréfakörfu, sem stóð við áð
urnefnt borð, og hafði einnig
læst sig í gluggatjöld skammt
frá. Þannig hagaði til að
bréfakarfan stóð rétt við dyrn
ar. Þaut Sigurður upp úr
rúminu, komst að dyrunum og
gat opnað þær. Komst hann
þannig út úr hgrberginu á
nærklæðum einum. Vakti
hann Pétur Hoffmann þegar
í stað og fóru þeir síðan og
vöktu Ingveldi, sem bjó í ris
inu. Bjargaðist hún einnig fá
klædd út. Ingveldur er ein-
stæðingur og missti hún all
ar eigur sínar í brunanum,
og Sigurður sömuleiðist.
Hélt fólkið á neðri hæðina
til Kristmanns Eiðssonar og
vakti fólkið þar. Var þegar
hringt í lögreglu og slökkvi-
liðið, en síðan var ekki um
annað að ræða en að forða
sér út úr húsinu.
Um eldsupptökin er það
að segja að rannsókn er ekki
enn lokið. Mestar líkur eru
taldar á því að kviknað hafi
í út frá sígarettu, en þarna
var einnig standlampi, sem
Sigurður hafði kveikt á, og
telur sig hafa slökkt á með
rofanum á lampanum sjálf-
um er hann fór að sofa, en
ekki tekið hann úr sambandi.
Dælt úr Tjörninni.
Kl, 3:24 komu boð á
slökkvistöðina um að kvikn-
að væri í húsinu, og logaði
eldur út um tvo glugga á
þriðju hæð hússins. Var
brugðið hart við og fóru fjór
ir bílar á staðinn. Var strax
byrjað að dæla vatni á eld-
inn af háþrýstibíl og jafn-
framt lagðar slöngur að vatns
hönum í Lækjargötu, Skóla-
brú og Pósthússtræti. Enn-
fremur var dælu komið fyrir
við Tjörnina og lagðar það
an slöngur að húsinu.
Þá komu á staðinn tveir bíl
ar frá slökkviliðinu frá
Reykjavíkurflugvelli og var
annar þeirra notaður við
slökkvistarfið en hinn hafð
ur á staðnum til vara. Á
slökkvistöðinni sjálfri voru
tveir bílar og fjórir slökkvi-
liðsmenn ef útkall kæmi á
meðan á slökkvistarfinu
stæði.
iÍiíiSiK&l
Kristmann Eiðsson, einn
þeirra sem misstu heimili
sitt, horfir á eldsvoðann í
fyrrinótt.
Gífurlegt vatnsmagn.
Geysilegur eldur var á
efstu hæðinni, og í fyrstu
virtist sem vatnsmagnið, sem
dælt var á hann, hefði lítið
sem ekkert að segja. Tók um
tvo tíma að ráða niðurlögum
eldsins, og var gífurlegu
vatnsmagni dælt á hann úr
a.m.k. 10 slöngum. Rann vatn
ið niður á neðri hæðirnar og
og flæddi út um dyr rakara
stofunnar á neðstu hæðinni
líkt og á. Frost var töluvert,
og fraus vatnið á malbikinu
og gerði töluverða hálku. *—
Ennfremur fraus vatn það,
sem úðaðist á slökkviliðs-
menn, og voru margir þeirra
klakabry nj aðir.
Til dæmis um vatnsmagnið,
sem dælt var á bálið , má
geta þess að í gærmorgun
varð að bera salt á Kirkjutorg
ið til þess að umferðinni staf
aði ekki hætta af svellbunk-
unum
Þá er þess að geta að tveir
stigabílar komu frá rafveit-
unni og aðstoðuðu þeir við
slökkvistarfið.
Kirkjuhvoll varinn.
Er eldurinn brauzt upp um
þakið á húsinu fóru slökkvi
liðsmenn upp á þakið á
Kirkjuhvoli, sem er múrhúð
að timburhús til þess að
koma 1 veg fyrir að eldurinn
Framh. á bls. 22.
Einar Ö. Björnsson frá Mýnesi
ritar í gær grein í Tímann, þar
sem því er mjög haldið fram, að
Lúðvík Jósefsson hafi brugðizt
hrapallega þeim „vinstri mönn-
um“ innan hins svokallaða Al-
þýðubandalags, sem trúðu því að
hann væri andstæður Moskvu-
kommúnistunum í flokknum og
reiðubúinn til þess að eyða áhrif
um þeirra. Greinarhöfundur
kemst m. a. að orði um þetta á
þessa leið:
„Ég lét tilleiðast að fylgja Al-
þýðubandalaginu í kosningunum
1956 í von um að Lúðvík stæði
við þau orð sína að gera upp
við kommúnistana I Sósíalista-
flokknum, eins og hann orðaði
það, þegar hann var að leita sér
kjörfylgis fyrir kosningarnar
1956. Þá sagði hann okkur að
gera þyrfti upp við Brynjólfslið-
ið í flokknum.
Síðan eru liðin átta ár, Lúðvík
búinn að rera ráðherra i vinstri
stjórn, tvö þing Sósíalistanna
hafa verið haldin en uppgjör Lúð
víks við kommúnistana ógert. Nú
treður Lúðvík marvaðann í
harða kommúniistakjarnanum í
Sósíalistaflokknum, uppvís að
því að hafa brugðizt öllum þeim
mörgu fylgjendum Alþýðubanda-
lagsins, sem töldu að hann yrði
maðurinn, sem leiddi Alþýðu-
bandalagið inn á innlendar braut
ir í þjóðmálum“.
Vesalings Einar frá Mýnesi,
Hann hefur greinilega látið trúna
á Lúðvík hlaupa með sig í gön-
ur. En það er góðra gjalda vert
að hann sér nú loks, hversu von-
laust það er að treysta á and-
stöðu Lúðvíks Jósefssonar við
Moskvukommúnistana. Hatiin er
sjálfur einn af þeim.
Skiptir um lit
eins og kamelljónið!
Greinarhöfundur deilir síðar i
greininni harðlega á Lúðvík fyrir
grein hans í Þjóðviljanum um
daginn, um samnimgana við
vinstri menn. Kemst hann þar
m. a. að orði á þessa leið:
„Lúðvík hefði átt að hafa vit
á því að þegja um þessi mál, ef
hann vildi komast hjá því að aug-
lýsa sjálfan sig. Nú er hæpið fyr-
ir hann að reyna að skipta um
lit eins og kamelljóniið. Rétthverf
an á honum hefur nú loksins
komið fram í dagsljósið“.
Ætli það sé nú alveg öruggt?!
Einar frá Mýnesi dcilir Ioks
barðlega á Lúðvík og félaga hans
í kommúnistaflokknum fyrir að
hafa ekki tekið undir mótmæli
Alþingis gegn risakjarnorku-
spremgingum Rússa s.I. haust.
Hringlandaháttur
Framsóknar
Alþýðublaðið bendir á það I
forystugrein sinni í gær, að það
var utanríkisráðherra Framsókn-
arflokksins. dr. Kristinn Guð-
mundsson, sem gaf út sjónvarps-
leyfi fyrir varn-
arliðið á Kefla-
víkurflugvelii
fyrri hluta árs
1955. Nú þætt-
ust Framsóknar
menn hinsvegar
vera skeleggir
andstæðingar
þessa sama sjónvarps. Lýkur for
ystugrein Alþýðublaðsins un
þetta á þessa leið:
„Þessi dæmi um hringlandahát
Framsóknarflokksins sýna ná
kvæmlega, hvernig sá flokkm
hegðar sér. Utanríkismál eru höf<
að leiksoppi og flokkurinn hrinj
snýst eftir því, hvort hann er
stjórn eða stjórnarandstöðu.
En meðal annarra orða: Hver
á dr. Kristinn að gjalda hji
flokksbræðrum sínum, ef þei
keppast um að gera öll hans stör
ómerk?“
l