Morgunblaðið - 03.03.1962, Side 6

Morgunblaðið - 03.03.1962, Side 6
6 MORGUNBLAÐ1Ð Laugardagur 3. marz 1962 milljdnir Frá umræðum á Alþingi Á FUNDI efri deildar Alþingis í gær gerði Gunnar Thorodd- sen fjármálaráðherra grein fyr- ir frumvarpi þess efnis, að heimilt sé að hafa innheimtu opinberra gjalda sameinaða. Gat hann þess m.a., að áætlað hefði verið, að með því að sameina innmeitu á þinggjöidum, skött- um og fasteignagjöldum til Reykjavíkurbæjar og gjöld til Sjúkrasamlags Reykjavíkur mundu sparast um 6 millj. kr. á ári, bæði vegna þess, að unnt yrði að fækka starfsmönnum, og lækka húsnæðiskostnað og að uppi eru áætlanir um bættar starfsaðferðir að öðru leyti. SAMEIGINLEG INNIIEIMTA Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra rakti í upphafi ræðu sinnar efni frumvarpsins, en það er, að fjármáíaráðherra sé heimilt fyrir hönd ríkissjóðs, forráðamönnum sveitarfélaga, svo og opinberum stofnunum að semja sín á milli um, að inn- heimt skuli í einu lagi gjöld, er greiða ber þessum aðilum. Og að fela megi innheimtuna ýmist innheimtumönnum rikis- sjóðs, sveitarsjóða eða sérstakri innheimtustofnun. I 2. grein segir, að ef samningar takast um gjaldheimtu, þá skuli samið um hlutdeild hvers aðila í kostnaði við hana til eigi skemmri tíma en eins árs í senn. í g. gr. frv. segir, að aliar skyldur, sem innheimtumönnum, ríkissjóði, sveitarsjóði og opin- berra stofnana eru lagðar á herðar lögum samkvæmt, svo og allar heimildir, sem þeim eru veittar til að framfylgja gjald- heimtunni, skuli falla til þess aðila, sem samkvæmt samningi tekur innheimtuna að sér. VERULEGA MÁ DAGA ÚR KOSTNAÐI Tildrög þessa máls eru þau, að á árinu 1960 var hafin at- hugun á því, hvaða leiðir kynnu að vera til þess að lækka út- gjöld fyrir innheimtu þinggjalda í Reykjavík, en með þinggjöld- um er aðallega átt við eftir- talin gjöld, eins og nú standa sakir: Tekjuskattur, eignarskatt- ur, námsbókargjald, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald, almennt trygg ingarsjóðsgjald, síysatryggingar- gjald og atvinnuleysistrygginga- gjald. Þessi athugun % leiddi það í ljós, að draga mætti m j ö g verulega úr kostnaði með skipulagsbreyt- ingum, endur- bótum varðandi bókhald og inn- heimtu, aukinni vélanotkun o g hentugra fyrirkomulagi í skrif- stofuhaldi. Þegar þetta lá fyrir og hafði verið kannað, að með Unglingaskemmtun í Austurbæjarbíói ÓMAR RAGNARSSON, hinn vinsæli gamanvísnasöngvari og skemmtikraftur hefir hugsað sér að efna til skemmtunar fyrir börn og unglinga og verður hún haldin í Austurbæjarbíói á morg un og hefst kl. 13:15. Auk Ómars koma þeir fram Baldur og Konni bæði einir og með Ómari og munu þeir félagar gera „allskonar sprell“, eins og Ómar komst að orði við blaðið í gær. Hann segir að sér hafi fundizt að ekki væri mikið um skemmtanir hér fyrir unglinga á fermingaraldri og raunar bæði eldri og yngri og er því þessi skemmtun fyrst og fremst miðuð við þann aldur. Auðvitað þurfa þeir félagar að hafa undirleikara og leikur Grétar Ólason fyrir þá. en ekki fær hann að gera annað því að hann er svo stór að hann mundi alveg skyggja á þá þremenning ana, Konna. Baldur og Ómar. Ómar lofaði okkur að síðustu að heyra eina af vísum þeim sem hann hefir gert um sjálfan sig: „Ofboðslegt méð sér elur hann auðvaldsins brall. Fimm aura fyndnina selur hann á fimm hundruð kall.“ Hann lofað því þó að hafa hvern miða ekki svo dýran á morgun, enda að líkum heldur mikið fyrir börnin og ungling- ana. breyttri tilhögun og skipulagi, mætti spara stórfé í þessu efni, þá kom það til athugunar, hvort ekki væri rétt að stofna til sameiginlegrar innheimtu á þinggjöldum, annars vegar og hins vegar útsvörum og fast- eignagjöldum til borgarsjóðs Reykjavíkur. Þetta mál var at- hugað og hófust þá viðræður við forráðamenn Reykjavíkur- borgar um hugsanlegt samstarf í þessu efni. GAGNKVÆMUR ÁVINNINGUR Þá vék ráðherrann að því, að þessu máli er svo langt komið, að báðir aðilar telja sér gagn- kvæman ávinning í því, að inn- heimtan verði sameinuð á einn stað, og hafa undanfarið unnið að því að koma málinu áleiðis. Þegar grundvöllur var fenginn fyrir samstarfi þessara tveggja aðila, kom í ljós að Sjúkrasam- lag Reykjavíkur hefði einnig hug á því að sameina innheimtu sjúkrasamlagsgjalda gjöldum rik xssjóðs og borgarsjóðs Reykja- víkur. Það er Ijóst, að verulega sparn að mundi af þessari sameiningu leiða. Og stafar það bæði af þeirri skipulagsbreytingu að sameina á einn stað, það, sem nú fer fram á þrem stöðum, og ennfremur með breytingu á bókhaldi, innheimtuaðferðum, aukinni vélanotkun og skrif- stofutækni. Undirbúningi þessa máls er það langt komið, að ef Alþingi felst á það frumvarp, sem hér liggur fyrir, þá mundi vera unnt að sameina innheimtu þessara gjalda, sem getið hefur verið um, á miðju þessu áA eða 1. júlí. SEX MILLJÓNIR SPARAST Kvað ráðherrann hér um svo róttækar breytingar að ræða, að ógerlegt væri að slá neinu föstu fram um það fyrirfram, hve mikið nákvæmlega sparast við þessar breytingar. Þó kvaðst hann ekki ætla, að í reynd muni útgjöldin víkja mjög verulega frá því, sem áætlað hefur verið, því að við þennan undirbúning hafa bæði reyndir erlendir sér- fræðingar og íslenzkir kunnáttu menn fjallað um málið og standa að þessum áætlunum. En í stuttu máli liggur það svo fyr- ir, að með óbreyttu fyrirkomu- lagi mundi kostnaðurinn, miðað við ársgrundvöll, vera um 11 millj. kr., en eftir sameining- una, þegar hún er komin í kring tæpar 5 milljónir króna, þannig að áætlanir benda til þess að þarna megi spara um 6 millj. kr. á ári. Það er gert ráð fyrir því, að kostnaðurinn skiptist í tilteknum hlutföllum miili þeirra a?ila sem hér eiga hlut að máli. Og hafa við þær áætlanir verið haft til hlið- sjónar bæði afgreiðslufjöldi á þeim stað og annað, sem þar skiptir verulegu máli. — Við undirbúninginn hefur verið gert ráð fyrir því í fyrstu, að 42%% af kostnaðinum falli í hlut rík- isins, sama hundraðstala í hlut Reykjavíkurborgar og afgangur- inn í hlut Sjúkrasamlags Reykja víkur. Þannig er gert ráð fyrir, að þessu verði háttað í byrjun, en svo verður reynslan að skera úr um það, hvort rétt sé að breyta þessum hlutföílum. SPARNAÐURINN Á SÉR ÝMSAR ORSAKIR Sparnaðurinn mundi verða nokkuð mismunandi hlutfalls- lega fyrir þessa þrjá aðila. Hlut fallslega verður útgjaldalækk- unin minnst hjá Reykjavíkur- borg, af þeirri ástæðu, að hún lét fyrir nokkrum árum endur- skipuleggja starfsaðferðir við innheimtu útsvara og fasteigna- gjalda og var í sambandi við það um verulega útgjaldalækk- un að ræða. Af þeirri ástæðu verður sparnaðurinn^ eða út- gjaldalækkunin við þessa sam- einingu miklu meiri hlutfalls- íega hjá ríkissjóði og Sjúkra- samlagi Reykjavíkur. Ef við gerum ráð fyrir því, að sparn- aðurinn geti orðið um 6 millj. kr. á ári, þá ætti sparnaður rík- issjóðs að vera um helmingur þeirrar upphæðar, eða tæpar 3 millj. kr. Þessi sparnaður, sem hér er gert ráð fyrir, á sér ýmsar orsakir. I fyrsta lagi verður hér um verulegan sparnað í manna- haldi að ræða, þannig að við sameininguna er ekki þörf á jafnmörgum starfsmönnum eins og nú eru hjá þessum þrem að- ilum við þessi störf. I öðru lagi verður spamaður við húsnæðis- kostnað, í þriðja lagi verða bættar starfsaðferðir, vélakost- ur og skipulag. ÓTVRÆTT HAGRÆÐI FYRIR GJALDENDUR Loks vék ráðherrann að því, að auk hins beina sparnaðar við innheimtuna, væru honum sam- fara ýmsir kostir aðrir. Fyrir gjaldendur er það ótvírætt hag- ræði að gkipta við einn aðila í stað fleiri, og eiga þess kost að greiða þessi gjöld, sem hér um ræðir, á einum stað í stað margra áður. Fyrir launagreið- endur, atvinnurekendur þá, sem ber samkv. lögum skylda til að innheimta opinber gjöld af laun- um starfsmanna sinna, er það einnig hagræði að þurfa aðeins að gera skil til eins aðiía í stað fleiri aðila áður. Sjálf innheimt- an ætti að verða árekstraminni og árangursríkari og uppgjör reikninga og skulda verður auð- veldara. Við þann undirbúning sem þegar hefur verið gerður varðandi þetta mál, er fyr- irhugað .að sameina nú í fyrstu lotu innheimtu þing- gjaldanna til ríkissjóðs, útsvara og fasteignagjalda til borgar- sjáðs Reykjavíkur og sjúkra- samlagsiðgjalda til Sjúkrasam- lags Reykjavíkur. Hins vegar er að sjálfsögðu gert ráð fyrir því, að fleiri aðilar og fleiri teg- undir gjalda geti komið hér til, og ég ætla, að þeiin mun fleiri aðilar og fleiri gjaldategundir, sem verða þannig sameinaðar, þeim mun meiri sparnað muni af því leiða. Þessi undirbúningur hefur til þessa verið miðaður við Reykja vík eina, en ef vel tekst um þessa sameiningu, er sjálfsagt að reyna slíkt fyrirkomulag víð- ar, þar sem það þykir henta. við ástandið, sem orðið er rfflcj andi. Hver kynslóð hefur sín vandamál við að stríða í upp- eldi bama sinna og börnin hafa alltaf yfirhöndina — for eldrarnir ráða ekki við neitt, vegna þess að „önnur börn eru svona og mín börn verða eins, það gerir tíðarandinn". Við þekkjum viðkvæðið. Ef svo er að foreldrarnir ráði ekki lengur við börnin barna sinna, en sitji ella í einn dag eða fleiri í varðhaldi með barni sínu og afpláni með því afbrotið. (Trúilega væri þetta snjallræði til að vekja áhuga foreldira fyrir gjörðum barn anna utan heimáilisins og veitti barninu jafnframt hæfi legt aðhald, vegna þeirrar hættu sem það stendur í ef það vinnur óknytti. 2. öllum sjoppum verði þeg vettvang, svo að full grein sé gerð fyrir peningum þeim, sem barnið hefur meðferðis. Róttækar umbótaleiðir Hér eru aðeins þrjár úrbóta leiðir tilgreindar sem reyna mætti og þó muniu þær allar -4» þykkja ful róttækar, sem von legt er, en samt sem áður full komlega réttlætanlegar, og væri auðvelt að færa full rök að því. Hvað um það, þá er mikils vert að eitthvað verði gert til að stemma stigu við því ástandi sem þegar hefur skapazt vegna afbrota barna og unglinga, sjoppuástandinu Og óhóflegum peningaráðum þeirra. Foreldrar, sem láta sér annt um velferð barna sinna, mega ekki horfa upp á þann ósóma lengur en orðið er, að gæfu þeirra og kannski allri framtíð sé fórnað fyriir hagsmuni örfárra sjoppueig- enda og fjáröflunarfyrirtækja sjálfs ríkisins, sem grefur und an eigin velferð þegna sinna með því að venja börnin á tóbaksnautn stirax og þau hafa vaxið úr vöggu og kastað dús unum sínum. Foreldrar: Horfumst í augu við vandamál barnanna okk ar og finnum leiðir sem mega verða þeim til bjargar. — Faöir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.