Morgunblaðið - 03.03.1962, Side 10

Morgunblaðið - 03.03.1962, Side 10
10 MORCrnvnr 4Ð1Ð Laugardagur 3. marz 1962 Gunnar Gunnarsson Nokkur orð um fortíðina AF HBNDINGU sá ég Þjóðvilj- ann frá 19. des. s.l., og trónar þar á fremstu síðu greinarkorn um nasista, nú starfandi í utanríkis- þjónustu Vestur-Þýzkalands. Er þar einkum gert veður mikið úr því að núverandi sendiherra V- þýzkalands, á íslandi hafi verið nasisti, og unnið í þjónustu Hitl- ers. Má greinilega sjá í gegnum þessi skrií blaðsins, að þetta sé voðalegt, mjög, að þeirra áliti. Látum nú vera, þó þjóðverjar sjálfir hafi á stríðsárunum, og árunum þar á undan, orðið að vera nasistar, jafnvel nauðugir, til þess að halda lifi og limum, stjórnarfarið er nú einu sinni þannig í einvaldslöndum, að óþægir Ijáir eru gerðir egglausir, þeir drepnir umsvifalaust, sem voga sér að vera á móti einvald- inu. Er því engin furða þótt stjórnmálamönnum í slíkum lönd um hrjósi hugur við að beita sér í stjórnarandstöðu. Öðru máli gegnir í lýðfrjálsum löndum, eins og til dæmis hér uppi á íslandi, og stór furða að þar skuli fyrir- finnast einn einasti maður, sem mælir slíku stjórnarfari bót. Margur leitar langt yfir skammt, hugsaði ég, eftir laus- legan lestur Þjóðvilja greinar- innar. Ef þeir á Þjóðviljanum vildu á annað borð fara að vekja upp gamla drauga, hefði þeim verið skammar nær að taka það sem hendi var næst, og þurftu þeir sannarlega ekki langt að fara. Oft reynist flagð undir fögru skinni. Fólkið í landinu þarf að ffliuga fleira en fögur nöfn, áður en að kjörborði kemur. Þjóðvilj- inn, Sameiningarflokkur alþýðu, eða Alþýðubandalag, hvað hann nú kallar sig aftur í ár, Kommún- istaflokkurinn, eru ekki dónaleg nöfn, en nafnið segir í rauninni ekkert. Það er hugsjónin sjálf, sem á bak við er, sem er merg- urinn málsins, og þó ekki fyrr en búið er að skilja hræsnina frá og skrumið. En þegar flokkur- inn hefur verið skilgreindur út í yztu æsar, og rannsakaður allur hans ferill, er hugsanlegt að ein- hverjum ofbjóði flærðin. Það þarf að finna hvar úlfshárin gæjast upp úr sauðargærunni og útiloka stléttuúlfana frá öllum áhrifum í þjóðmálum okkar, jtór um sem smáum. Slíkur flokkur ætti ekki að geta átt tilverurétt í okkar fámenna landi. Er þjóðin búin að gleyma því, að á styrjaldarárunum studdi Þjóðviljinn og framámenn komm únistaflokksins ógnarstjórn Hitl- ers svo mjög, að banna varð starfsemi Þjóðviljans. Mér fannst þetta vanta í pistil Þjóðviljans, frá 19. 8.1., úr því þeir á annað borð voru að stinga á þessu kýli. Því miður er ég búinn að gleyma nverjlr menn þessir voru, svo öruggt sé, og man ég þó vel eftir styrjaldarárunum. En þar er und- arlega hugsandi maður, um ís- lenzk málefni, sem í alvöru kýs slíka menn til trúnaðarstarfa á Alþingi. Styrjöldin mikla hófst með þvi að kommúnistar Stalins og Hitl- ersnasistar gerðu með sér vináttu bandalag, og brutust inn í Pól- land. Herjuðu svo einræðisharð- stjórarnir tveir, hlið við hlið, í heilt ár. og meira þó, mig minnir allt fram til 21. júní 1941, en hildarleikurinn hófst í september 1939. Allan þann tíma átti Hitler ekki öruggari bandamann hér uppi á íslandi, en kommúnista- lÍT NÝLEGA lásum við í brezku blaði, að Elizabet Englandis- drottning hafi, eftir tíu ára setu í hásætinu, loiksins lært að klæða sig rétt. öll þau ár, sem drottningin hefur verið við völd, hefur Þrjár myndir af Elizabetu ðrottningu, sem sýna klæðabu rð hennar vel, eins og hann var á hverjum tíma. Myndin lengst til vinstri er af drottningunni í London árið 1954 og er athygli vakin á skóbúnaði hennar, næsta mynd er tekin við Windsor 1957 og loks kem- ur mynd af drottningunni í London 1961, í einföldum en glæstum kjól. Drottning í tíu ár mikið verið rætt óg ritað um klæðaburð hennar. Segir blað ið, að þótt drottningin hafi alltaf klæðzt. samkvæmt nýj- ustu tízku, hafi fötin farið henni illa og hún sýnzt kauða leg. Líklega væri ástæðan sú, ac drottningin bærj fötin eins og hvern annan einkennis- búning en ekki klæðnað, sem töfraði fram persónuleika hennar. En árið 1958 varð stórbreyt ing á klæðaburði drottningar innar og var hún kjörin ein af fimm bezt klæddu konum heimsins. Orsökin var sú, að hún lét til leiðast að stytta örlítið pils sin, samkvæmt skipun frá París. Ári seinna, þegar hún fór í opinbera heim sókn til Kanada, voru föt hennar mjög rómuð. Og ár.ð 1961 varð sannkallað sigurár fyrir klæðaburð drottningar- innar og til þess tekið, hve föt hennar væru smekkleg. Ætti einkum tvennt stóran þátt í þessum breytingum. í fyrsta lagi væri hún orðin nógu göm ul til að kunna að bera föt, en þegar hún tók við völdum virtust þau vera of fullorðins leg og svipþung fyrir drottn inguna. Og í öðru lagi héldi hún hinu granna vaxtarlagi sínu og gæfi í þeim efnum ekkert sýningarstúlkum tízku húsanna eftir. Blaðið bætir þvi við í lokin, að það hafi nú runnið upp fyrir drottningunni, að klæðn aður hennar er undir smásjá og að hún gæti átt sinn þátt í því að móta tízkuna á hverj um tíma. og loksins klædd sem slík flokkinn, er siðar nefndi sig Sameiningarflokk alþýðu og Al- þýðubandalag. Gengu þeir svo hart fram í vörn sinni fyrir Hitl- er, að banna varð slíka skaðræð- isstarfsemi. En fljótt skipast veður í lofti. Eina blíðveðurs nótt í júní, 1941, taldi Hitler sig full not hafa haft af bandamanni sínum í austri, og sigaði hersveitum sínum austur á slétturnar miklu, í átt til Kreml múra. Löndin í vestri voru að falla hvert af öðru, Danmörk og Noregur, Belgía, Holland og Frakkland. Öll féllu þau í hendur nasista með stuðningi kommún- ista. Hitlei taldi sér, þegar hér var komið, sigurinn vísan, og hagaði sér eftir því. En þar varð sú reiknings skekkjan, sem varð honum að falli. ísland féll aldrei. Slík var mildi Guðs að Bretar urðu til að bjarga þjóðinni frá þeim voða að lenda í helgreipum Hitlers og einræðis-flokkanna. Heldur náði þjóðin fullu sjálf- stæði á þessum árum, og talar það sínu gleggsta máli um það, hversu heppnir við vorum, ís- lendingar, einmitt þegar þjóðirn- ar, sem verið höfðu voldugar og sterkar, misstu sjálfstæðið sitt hver af annari, og allúr heimur- inn riðaði til falls. Hvar værum við á vegi stödd, ef Hitler hefði hertekið fsland í apríl 1940, þeg- ar hann var að brjóta niður sjálf- stæði Noregs og Danmerkur. Við getum aldrei nógsamlega lofað hamingjuna og forsjónina fyrir að lenda ekki í vargaklóm þýzku og rússnesku bandamann- anna sumarið 1940. Þó að ísland •hafi verið einangrað, áður en tækni tímans komst á flugstigið, þá réði lega þess því, að það bókstaflega vann styrjöldina ef svo mætti að orði komast. M.ö.o., sá stríðsaðilinn, sem ekki hafði aðstöðu til athafna á fslandi, gat ekki unnið styrjöldina. Sem bet- ur fór, skildi Hitler þetta ekki, fyrr en of seint. Það voru loft- og sjó flutningarnir yfir norðan- vert Atlantshaf, sem úrslit styrj- aldarinnar ultu á. Það, sem reið baggamuninn í stríðinu, voru vopnin frá Ameríku, en þeim varð að koma yfir hafið, og án þeirra hefðu Rússar aldrei varizt þýzku herjunum og rekið þá heim til föðurhúsanna. Rússar sömdu sérfrið við Hitler í byrj- un stríðsins, svo óheilir voru þeir. En svo heilir voru Bandamenn, að þeim kom ekki til hugar að gefa nasistanum nokkur grið, meðan þeir voru að berja á rúss- anum, heldur veittu þeir komm- únistum hið mesta lið með því að senda þeim ógrynni vopna, og opna nýjar vígstöðvar í Vestur- Evrópu, til að dreifa liði Þjóð- verja. Annars var þeim í lófa lagið að draga sig í hlé, og búa sig sem bezt undir lokasennuna, á meðan einræðisöflin í austri drógu jaxlana hvort úr öðru. Svo þegar annar hvor þeirra hafði farið með sigur af hólmi, úr þeirri viðureign, var vafalítið auðvelt að reka smiðshöggið á verkið, og hreinsa heiminn al- gjörlega af öllu einræðisbrölti. En þetta var ekki gert. Heldur veittu Bandamenn Rússum allt það lið er þeir máttu, minnugir þess, að Sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér. Það er hörmulegt að hugsa til þess, sem hefði getað gerzt hér, ef einræðisöflunum hefði tekizt að ná hér fótfestu. Þá höfðu þeir öll völd á norðanverðu Atlants- hafi, og héldu Bretum í svelti og ördeyðu. Bandamönnum hefði þá verið nauðugur einn kostur að ná íslandi úr höndum einræð- isaflanna, til að vinna styrjöld- ina. En hefðu þeir þurft að 'hrekja nasista héðan, hefði að- staða íslands orðið ömurleg, og óvíst hve margir hefðu kembt hærurnar. En til þessa kom ekki, og því mega fslendingar vera þakklátir forsjóninni. Styrjöldin í Rússlandi stóð lengi ,og veitti ýmsum betur, en að lokum unnu Rússar sigur á nasistum með amerískum vopn- um. Það var ekki fyrr en flutn- ingarnir miklu, vestan um haf, voru komnir í öruggt og fast- mótað horf, að þeir fengu náð- yfirhöndinni í viðureigninni. Þeir höfðu mannaflið, en Banda- ríkjamerin lögðu þeim til vopnin. Þá hjálpaði það og ekki lítið, eins og fyrr er sagt, að nú hófu Bandamenn innrás í herteknu- löndin á vesturströnd Evrópu, og neyddu Hitler þannig til að heyja varnarstríð á tvennum vígstöðvum í senn. Önnur var sú reiknings skekkja Hitlers ,sem varð honum til falls, að leggja ekki til at- lögu við England ,þegar eftir fall Frakklands. Þá hefði máske orðið hörmulegur endi á styrjöld inni í Evrópu. Þá var England varnarlaust að kalla, og hefði fljótlega lotið hinum brjáluðu hersveitum Hitlers, er höfðu vað ið yfir alla vestanverða Evrópu með eldi og brennisteini, og skil- ið eftir ógn og skelfingu. En sem betur fór stanzaði Hitler á frönsku Atlantshafsströndinni í sókn í vesturvíking, en beindi nú geiri sínum til Úraifjalla, og það varð hans dauðadómur. Þá er það bara að lokum spurning dagsins: Hvað hefði gerzt, ef Hitler hefði ekki tekizt að glepja Stalin til vináttusamn- ingsins í stríðsbyrjun. Þetta voru fornir fjendur, og óttuðust hvor annan. Var það ekki griðasamn- ingurinn, sem veitti Hitler þor til atlögu af fullum krafti. Án samningsins við kommúnista hefði máske aldrei komið til hild arleiksins mikla, og þær hörm- ungar ekki skollið yfir heiminn sem raun ber vitni. Gunnar Gunnarsson Syðra-Vallholti 31 bátur smíðaður hér á landi s.l. ár AÐALFUNDUR Félags ísl. drátt arbrautaeigenda var haldinn 24. febrúar sl. Form. félagsins Bjarni Einars son, gaf skýrslu um starfsemina á síðastl. ári. Ræddi hann m. a. um hina miklu þörf skipasmíðastöðvanna fyrir endurnýjun á skipabrautum vegna stækkunar þeirrar, sem orð in er á fiskiskipaflotanum, enda eru flestar brautirnar gamlar og ekki byggðar fyrir þá bátastærð, sem nú er algengust í flotanum. Er því orðið mjög aðkallandi, að fjármagns sé aflað til endurbygg- ingar á skipabrautum. Félagið hefur jafnan leitazt við að efla nýsmíði fiskibáta innan- lands með því að fá lagfæringar á tolla- og lánamálum vegna ný- smíðanna og hefur talsvert áunn- izt í þeim efnum. Á sl. ári var t.d smíðaður innanlands 31 bát- ur samtals 540 rúml. br. að stærð, en takmarkið er, að viðhald og aukning fiskibátaflotans verði framkvæmd innanlands. Á fuhdinum var rætt um, að nauðsyn bæri til að samdar væru íslenzkar smíðareglur um smíði stálfiskibáta í svipuðu formi og hinar íslenzku reglux um smíði tréskipa. Stjórn félagsins var endurkjör- in, en hana skipa: Bjarni Einars- son, formaður, Marsellíus Bern- harðsson, ritari og Sigurjón Ein- arsson, gjaldkeri. (Frá Fél. ísl. dráttarbrauta- eigenda).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.