Morgunblaðið - 03.03.1962, Síða 17

Morgunblaðið - 03.03.1962, Síða 17
L,augardagur 3. marz 1962 MORGVTSBLAÐIÐ 17 Stórhópur bænda fagnar lögunum TÖL.UVERÐAR umræður urðu í efri deild, er fram var haldið 1. umræðu um lausaskuldir bænda, en frumvarpið hafði verið sam- þykkt í neðri deild. Atkvæða- greiðslu um frumvarpið var frestað. FRAMLENGJA IJMSÓKNARTÍMANN Ásgeir Bjarnason (F) taldi, að framlengja bæri umsóknartím- ann til lánanna, þar sem þannig hefði verið frá bráðabirgðalög- unum gengið, að ekki væri tr.yggt, að bændur gætu losnað við skuldabréfin á réttu verði. Jafnframt sé eðlilegt, að ráð- stafanirnar nái til þeirra skuida, sem stofnað var til á árinu 1961. f>á taldi hann vextina of háa. Sanngjarnt og eðlilegt hefði verið að hafa þá 6Vz%, eins og hjá sjávarútveginum, enda væri það í samræmi við skoðanir stéttasambandsins, svo og, að lánað verði út á veð í dráttar- vélum til 10 ára. ÞURFTI MEIRA TIL EN ORÐ EIN Bjartmar Guðmundsson (S) hóf mál sitt með því að rifja upp, að við útvarpsumræðurnar í fyrra hefði því verið lýst yfir af Jónasi Péturssyni, að ríkis- stjórnin væri að vinna að því að breyta lausaskuldum bænda í föst lán. Mál þetta hafði þá lengi verið til umræðu og at- hugunar hjá ríkisstjórninni og í hópi þeirra þingmanna, er hana styðja. Og þó fuilur vilji væri til mikils stuðnings við þessa bændur, þurfti meira til en orð ein, þ.e. fé og það mikið fé. Og þessi mál voru enn örðugri vegna þess, að stofnlánasjóði landbúnaðarins vantaði einnig mikið fé til að geta sinnt lán- veitingum til ræktunar og bygg- inga. Og enn má benda á, að Veðdeiíd Búnaðarbankans hafði heldur ekki fé til að sinna rétt- mætum_ beiðnum. M.ö.o. þama voru mörg verkefni á þessu eina sviði fjármálanna, sem kröfðust úrlausnar í einu, og bakhjallur- inn að þeim öllum, Búnaðar- bankinn, var peningalaus. UMSÓKNARFRESTURINN AUGLÝSTUR RÆKILEGA Ræðumaður vék að því, að í herbúðum stjórnarandstæðinga hefði verið klifað á því, að svíkja ætti það fyrirheit að breyta lausaskuldum bænda í f ö s t lán. Þ a ð hefði mátt ætla, að slíkar raddir þögnuðu, er bráðabirgðalög- in voru g e f i n ú t. Unxsóknar- frestur um xán- in var auglýst- ur rækilega o g upplýsingar kunngerðar um skilyrði og möguleika á því að fá þessi lán. Á því hefur verið mjög hamrað, að upplýsingar um alla tilhugun og lánsupphæðir hafi verið svo litlar, að fjöldi bænda hafi ekki sótt um þaú þess vegna. Þetta er mjög viilandi málflutningur. Að vísu er rétt, »ð tæmandi upplýsingar gat ekki hver og einn bóndi fengið um það, hve miklu af skuldum sínum hann kynni að geta breytt í föst lán. En það staf- eði einfaldlega af því, hve mál- ið var þungt í vöfum, að óger- legt var að fullyrða í sumar um sum atriði þess. Lánar- drottnar bænda eru allir bank- ar, allir sparisjóðir, öil kaupfé- lög, fjöldi annarra verzlana og einstaklinga. Enginn vissi fyrir- fram um, hve háar upphæðir samtals var um að ræða, óljóst var hve langt veð mundu hrökkva. Allt þetta þurfti að leiða í ljós, áður en hægt var að ganga til fulls frá samning- unum við lánardrottna. HVERS VEGNA EKKI AÐ SENDA UMSÖKN? í neðri deild var því mjög á lofti haldið, að margt bænda hefði engar umsóknir sent, af því þeir hafi eklri vitað fyrir víst, hvort þeir fengju jákvæð svör. Mér er spurn, sagði al- þingismaðurinn. Hvers vegna ekki að senda umsókn, ef þörf var fyrir lán og fyrirgreiðslu? Einhvem tíma hafa bændur hætt öðru eins til. Það kostaði eitt frímerki á bréf, suma ekki einu sinni frímerki. Virðingar- menn voru til staðar að virða fasteignir og munu flestir hafa látið ógert að taka kaup fyrir, nema máske eitthvað lítilræði úr sveitarsjóði. Eyðublöð feng- ust gefins og enginn hlutur auð- veldari en að útvelja umboðs- mann, t.d. einhvern aíþingis- mann. Meira að segja nægði í fyrstunni að senda umsókn ina eina, — skjölin síðar, ef einhver töf varð á að útbúa þau Mér er öldungis óskiljanlegt það tómlæti, sem á að hafa ríkt á bæjum skuldugra bænda í sum ar og haust, þar sem mikil þörf kallaði að um úrlausnir. Slíkt fyrirhyggjuleysi þekki ég ekki á sveitabæjum. Ef þetta er ekki fleipur eitt út í loftið, stafar það af pólitískum áhrifum stjórnarandstæðinga, sem voru því andvígir að bændur fengju fyrirgreiðsíu á þennan hátt og má hver sem vill kalla það heilindi fyrir mér. Þá vék alþingismaðurinn að því, að í þeim sveitum, sem hann þekkti bezt, héldi hann, að allir þeir bændur hafi sótt um þessi lán á tækum tíma, sem mesta höfðu þörfina, enda latti þá enginn, nema blaðakost- ur Framsóknar með ólund sinni út í þetta mál. — Utan úr heimi Framh. af bis. 12. maður Og það ekiki mjög góð- ur. Nú þegar verið er að end- urskipuleggja alla leyniþjón ustu Rússa getur Abel orðið þeim að ómetanlegu liði. Ýmislegt bendir til þess að Sovétríkin séu reiðubúin til að halda áfram „verzlun" með njósnara, til dæmis með því að láta lausan Bandaríkjamann- inn Marvin Makinen, sem er að afplána 8 ára fangelsisdóm fyrir njósnir. Og í Löndon er þess beðið með eftirvæntingu að Sovétríkin fari fram á að fá afhentan njósnarann Gor- don Lonsdale, sem dæmdur var til 25 ára fangelsisvistar fyrir tæpu ári. Lonsdale, sem er Rússi Og heitir réttu nafni Conon Moiody, er einn af fremstu njósnurum Rússa. Þeg ar hann var tekinn fastur í Bretlandi voru einnig handtek in bandarísk hjón, sem höfðu unnið með honum í Bandaríkj unum. SAMVINNA Af njósnaraskiptunum í Ber lín má sjá hve þessi myrkra- starfsemi er orðin opinber lið ur í samskiptum rí'kjanna. Er engu líkara en að njósnir séu að hljóta viðurkenningu sem hluti utanríkisþjónustunnar. Má í þessu sambandi minna á orð Krúsjeffs er hann var ný- lega í Bandaríkjunum. Þá heimsótti hann ’AJlen Dulles sem var yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar. Við það tækifæri sagði Krúsjeff: Mér eru kunnar margar af skýrsl- um yðar herra Dulles. Njósn- ararnir selja þær báðum aðilj- um. Væri það ekki athugandi að sameina njósnaþjónustur ok'kar? Það sparaði bæði fé og erfiði .... EKKI VÖL Á BETRI NIÐURSTÖÐU Þá vék ræðumaður örfáum orðum að vaxtakjörunum. — Mjög hefði verið gagnrýnt, að lán þessi verði bóndanum 1% dýrari en hliðstæð ián til sjáv- arútvegsmanna. Kvaðst hann játa að honum urðu þetta nokkur vonbrigði. En það er mjög skilj- anlegt, að örðugt var um vik, þar sem um það var að semja að breyta fárra mánaða víxlum í 20 ára lán. Ég tek þá skýringu gilda, að betri niðurstöðu var ekki unnt að fá, eins og á stóð, þar sem ekkert nýtt fé var til umráða. Aðalatriðið í þessu máli er það, að nú er lögð leið að því marki, sem sett var í fyrra, að ryðja til hliðar kúfnum af þeim lausaskuldum, sem bændum eru örðugastar. Stórhópur bænda fagnar þessum lögum og þeirri niðurstöðu, sem nú er að nást eftir iangt þóf. Ég held að sú lausn verði að teljast mjög við- unandi eftir ástæðum. SAMNINGARNIR MJÖG MIKILVÆGIR Páll Þorsteinsson (F) taldi samningana við bankana mjög mikilvæga, en hins vegar skorti á um önnur atriði. Stjórn Stétt- arsambands bænda hefði kosið, að þær breytingar yrðu gerðar á frumvarpinu, að heimilt yrði að lána út á landbúnaðarvélar til tíu ára, vextir yrðu ekki hærri en 6%% og að Seðlabank- anum yrði gert skylt að inn- leysa bréfin við nafnverði. Ekki sé hægt að taka þau rök gild, að sama sé um vextina, þar sem þeir séu teknir inn í verðlag landbúnaðarvara. Þess beri að gæta, að þeir miðist við meðal- tal. Einungis fimmtungur bænda hafi sótt um þessa fyrirgreiðslu og verði að telja, að það séu þeir, sem höllustum fæti standa. En það eru einmitt þeir sömu sem ekki fylgja meðaltalinu, hvað vexti snertir, svo að ekki má vísa jál verðlagsgrundvallar- ins vegna þeirra. Ólafur Jóhannesson (F) tók mjög í sama streng og taldi m.a., að ekki mætti láta bænd- ur gjalda þess, þótt þeir hefðu ekki sótt um fyrirgreiðsluna á réttum tíma af einhverjum ástæðum. Þess vegna yrði að fraimlengja umsóknartímann. Bert bak KJÓLAR, mikið flegnir að aftan, eru mjög í tízku um þessar mundir. Og samkvæmt nýjustu vor- og sumartízkunni 1962 í París lítur út fyrir að þeir muni halda velli þetta árið. T. d. sýndi Pierre Card- in margs konar eftirmiðdags- kjóla mjög flegna að aftan úr þykkum tweed-efnum, og þegar þeir eru notaðir úti við, er þríhyrntu sjali brugðið yf- ir axlirnar. Og kvöldkjólarnir, hvort sem þeir eru síðir eða stuttir, eru naastum allir flegn ir niður að mitti, eða svipað og allra flegnustu baðföt. Þessi nýja tízka krefst þess, að bak hverrar konu, sem fylgja vill tízkunni, sé lýta- laust. Hingað til hafa stúlkur mjög lítið þurft að hugsa um að snyrta bök sín, því tízkan hef ur leyft heilar blússur. En fátter ljótara að sjá en tízku- drós með bert bak, sem þakið er rauðum bólum og svörtum húðormum. Einnig hefur holda farið mikið að segja, og mjög feitlagnar og alltaf grannar stúlkur ættu að forðast þessa nýju tízku eins og heitan eld- inn. Þá er enn eitt að varast í sambandi við þessa flegnu kjóla og það er hárgreiðslan. Úfið og tætingslegt hár, sem nær niður á herðarnar. eyði- leggur baksvipinn. Aðeins vel lagt og vel hirt hár kemur til greina. Margar greiða hár sitt mjög tignarlegt yfirbragð. Ættaróðal og erfðaábúð LAGT hefur verið fram á Al- þingi frumvarp frá landbúnaðar- nefnd um breytingu á lögum um ættaróðal og erfðaábúð. Varðar framk væmd laganna í greinargerð segir svo m. a.: „Við endurskoðun laganna hafa fyrst og fremst verið teknir til athugunar ágallar, er fram hafa komið við framkvæmd laganna.“ „Þar sem breytingar þær, sem hér eru lagðar til, eru meira sam ræming heldur en grundvallar- breyting, þótti ekki ástæða til að endursemja lögin í heild, og er því frumvarpið byggt upp sem frumvarp til breytinga á hinum eldri lögum en gert ráð fyrir því með bráðabirgðaákvæðum, að þær skuli felldar inn í lögin frá 1943 og þau gefin út I heild, eins og þau verða, eftir að breytingar hafa verið samþykktar, og með tilliti til, að inn í þau eru felld þjóðjarðasölulögin frá 1946, þá verði fyrirsögn þeirra: Lög um ættaróðul, ættarjarðir, erfðaábúð og sölu þjóð- og kirkjujarða." Meiddust í strætis- vap;ni UM hálf eittleytið í gær meiddist þrennt, þar á meðal 5 ára telpa, í strætisvagni á mótum Bræðra- borgarstígs og öldugötu. Slysið varð, er vagnstjórinn varð að hemla snögglega til að forða árekstri og mun fólkið hafa dott- ið í vagninum. Það var flutt á slysavarðstofuna þar sem gert var að sárum þess. Próf fyrir túlka og skjalaþýðendur PRÓF fyrir dómtúlka og skjala þýðendur í ensku verður haldið á vegum dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins 20.—30. marz 1962. Þeir, sem óska að fá löggild- ingu sem dómtúlkar og skjala- þýðendur í ensku skulu því fyrir 20. þ.m. senda ráðuneytinu skriflega umsókn um að fá að ganga undir prófið, ásamt saka- vottorði og upplýsingum um þekkingu þeirra í málinu. (Frá dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu) „Tappogjoldið“ MORGUNBLAÐIÐ hefur verið að birta eftirfarandi fréttatilkynn ingu frá Styrktarfél. vangefinna: Undanfarið hafa birzt í dag- blöðunum viðtöl við framleiðend- ur öls- Og gosdrykkja, þar sem rekið er upp sárt harmakvein út af frumvarpi ríkisstjórnarinnar um 20 aura hækkun svokallaðs tappagjalds. í sumum þessum viðtölum er skýrt rangt frá um gjald þetta. Er því haldið fram, að gjaldið renni til Styrktarfélagsins, sem ekki er rétt. Gjaldið rennur til Styrktarsjóðs vangefinna, sem er í vörzlu ráðuneytisins og ráð herra ráðstafar fé sjóðsins, en ekki Styrktarfélag vangefinna, sem aðeins hefur tillögurétt um ráðstöfun þess. Þess má geta að þessu tilefni, að félagið hefur beitt sér fyrir auknum framlög um til þessa sama styrktarsjóðs, með því að leita á náðir sveitar- félaganna í landinu, sem sum hafa brugðizt vel við þessari málaleitun og lagt af frjálsum vilja fé til sjóðsins. Reykjavík, 28. febr. 1962. f. h. stjórnar Styrktarfél. vangefinna Ingólfur Þorvaldsson skrifst.stj. BRIDGE LOKIÐ er hjá bridgedeild Breið- firðingafélagsins sveitakeppni. 15 sveitir tóku þátt í keppninni, spil að var í tveim riðlum. A-riðill úrslit. 1. sveit Þórar- ins Siguiðssonar hlaut 27 stig, aðrir í sveitinni auk hans Magnús Björnsson, Tómas Sigurðsson, Bergsveinn Breiðfjörð. 2. sveit Ámunda ísfeld hlaut 26 stig. 3. Sveit Ingibjargar Halldórs- dóttur hlaut 24 stig. B-riðill úrslit. 1. sveit Gunn- þórunnar Eriingsdóttur hlaut 35 stig. 2. sveit Dagbjartar Bjarnadótt- ur hlaut 21 stig. 3. sveit Olgeirs Sigurðssonar hlaut 20 stig. Þriðjudagskvöldið 6. marz hefst einmenningskeppni. Þátttaka verður að hafa borizt til stjórnar fyrir föstudagskvöld. Hrognkelsaveiði að hefjast BÆ, Höfðaströnd, 1. marz. — Hér hefur verið ágætt tíðarfar að undanförnu og tók mestu snjó- ana upp. í Fljótum hefur verið lítill snjór nema frammi í Stíflu. í gær gerði norðanátt og í nótt og í dag snjóaði. Er nú komin töluverð fönn aftur. Menn voru farnir að beita sums staðar en nú tekur fyrir það. Byrjað er að leggja net fyrir hrognkelsi og rauðmaga og rauðspretta er að byrja að aflast. — Bjöm. Meiddist á fæti LAUST eftir klukkan hálf sjö í gærkvö'.di varð það slys í svo- nefndum Austurskála hjá Eim- skip að maður varð fyrir trillu og meiddist á fæti. Maðurinn var fluttur á slysavarðstofuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.