Morgunblaðið - 04.03.1962, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 04.03.1962, Qupperneq 3
Sunnudagur 4. marz 1962 MORGVHBLAÐIÐ 3 Brim við Eyjar ÞESSAR fallegu en hrika- legu myndir, sem við birt- um hér á síðunni í dag tók Sigurgeir Jónasson í Vest- mannaeyjum þegar veður- hamfarirnar voru hvað mestar í síðasta mánuði. (Sjá líka forsíðumynd). Þriggja dállta myndin var tekin vestur á Hamri og sýnir kólgubrimið í ógnveldi sínu. Yfir freyðandi sjónum sveima hungraðir sjófuglar og mæna eftir einhverju æti- legu, en þarna er jafnan hent ýmsum úrgangi. Myndin er tekin eftir langvarandi land- legur og því hefur litlu ver- ið að henda fyrir fuglana, eru svartbakurinn, mafurinn og ritan þarna á sultarsveimi. mannskepnan sem verður í fyrir barðinu á ógæftunum, heldur fara fuglar himinsins ekki varhluta af þeim. Svo eru tvær minni myndir, sem báðar eru tekn- ar við Eiðið. Á annarri sér norður yfir það. Aðeins sjást tveir af þremur Eiðisdröng- unum. Hinn þriðja hefur brimaldan huiið í faldi sín- um. — Á hinni myndinni mætti ímynda sér að væri tekin í beljandi fljóti af fossum og flúðum eða jafnvel af snjó- kólgu. Þetta er þó úthafs- aldan eða sá hluti hennar, sem náði að belja inn yfir Eiðið og alla leið inn í höfn. Aldan bar með sér möl og grjót. Sjálfstæðisfélag Borgarfjarðar ^>ANN 5. desember s.l. var hald- inn aðalfundur í Sjálfstæðisfélagi Borgarfjarðar, fundurinn var haldinn að Hvítárvallaskála. — Á fundinum voru mættir fulltrú »r úr öllum hreppum sýslunnar. í stjórn félagsins fyrir næsta etarfsár voru kjörnir: Guðmund- ur Jónsson, skólastjóri, formaður, — Davíð Pétursson, Grund, gjald keri, og Ásmundur Guðmunds- »on, Auðsstöðum, ritari, með- etjórnendur: Pétur Ottesen, fyrrv. alþm. Sigurjón Hallsteins- Bon, Skorholti, Pétur Jónsson, Geirshlíð, Bjarni Þorsteinsson, Hurðabaiki. í varastjórn voru kjörnir: Oddur Rúnar Hjartar- son, Árdal, Þorgeir Pétursson, Hvítárvallaskála, Pétur Þorsteins son, Miðíossum, Jón Guðmunds- son, Hvftárbakka, Davíð Ólafs- son, Hvítárvöllum, Eggert Guð- mundsson, Melum og Bjarni Vil- mundarson, Mófellsstöðum, — endurskoðendur: Helgi Kolbeins- son, Stórási og Jón Böðvarsson, Brennu. Á þessum fundi, var nú í fyrsta sinn kosið Fulltrúaráð Sjálf- stæðisflokksins fyrir Borgarfjarð arsýslu, samkv. hinum nýju skipu lagsreglum flokksins, eftir taldir menn voru kjörnir í fulltrúaráð- ið: Pétur Ottesen, Ytra-Hólmi, Guðmundur Jónsson, Innra- Hólmi, Sigurður Oddsson, Kjalar dal, Þórður Guðnason, Hvítar- nesi, Séra Sigurjón Guðjónsson, Saurbæ, Pétur Þórarinssón, Kambshól, Sigurjón Hallsteins- son, Skorholti, Eggert Guðmunds son, Melum, Guðmundur Jóns- son, Hvanneyri, Jón Guðmunds- son Hvítárbakka, Pétur Jónsson, Geirshlíð Bjarni Þorsteinsson, Hurðabaki, Ásmundur Guðmunds son, Auðsotöðum, Sigursteinn Þor steinsson, Búrfelli, Davíð Péturs- son, Grund, Bjarrú Vilmundar- son, Mófellsstöðum, Eðvarð Torfason, Brautartungu, Jón Böðvarsson, Brennu. Á fundinum ríkti mikill áhugi félagsmanna fyrir eflingu Sjálf- stæðisflokksins í héraðinu, Jón Árnason alþm. var mættur á fundinum, ræddi hann um ýms hagsmunamál héraðsbúa, og við- ihorf tíl hinna mörgu stórmála, sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir, og liggja nú til afgreiðslu á yfirstandandi þingi. Suimudagur í föstuinngangi: Kristin skírn eftir sr. Jönas Oíslason „Þá kemur Jesús frá Galíleu til Jórdanar til Jóhannesar, til þess að skírast af honum, en Jóhannes varnaði honum þess og sagði: Mér er þörf að skírast af þér, og þú kemur til mín! En Jesús svaraði og sagði við hann: Lát það nú eft ir, því að þannig ber okkur að full nægja öllu réttlæti. I>á lætur hánn það eftir honum. Og er Jesús var skírður, sté hann jafnskjótt upp úr vatninu. Og sjá, himnarnir opn uðust fyrir honum, og hann sá Guðs anda stíga ofan eins og dúfu og koma yfir hann. Og sjá, rödd af himnum sagði: Þessi er minn elsk- aði sonur, sem ég hef þóknun á“. Matt. 3, 13—17. i. f DAG hefst fastan. Og kirkjan hefur valið frásögnina af skírn Jesú sem fyrsta guðspjall föst- unnar. Hún er eins og yfirskrift hennar. Og þetta er rétt valið. Skírn Jesú er eins konar vígsla hans til þeirrar þjáningar og sjálfs- fórnar, sem hann þurfti að ganga gegnum til þess að full- komna hjálpræðisverk sitt Okk- ur til handa. Skírn Jóhannesar var iðrun- arskírn. Jesús þurfti ekki sjálfs sín vegna að sldrast iðrunar- skírn. Hann einn var syndlaus. Og einmitt þess vegna var Jó- hannes tregur til að skíra hann. En Jesús vissi vel, hvað hann var að gera. Hann var ekki kominn til jarðarinnar í mann- legu holdi til að lifa sjálfum sér, heldur til að lifa öðrum, gefa líf sitt fyrir mennina. Hann gerðist maður til að ganga inn í kjör okkar, taka á sig hegninguna fyrir synd okkar. Þannig leysti hann okkur und- an valdi syndarinnar. Hann kom til að hafa hlutverkaskipti við okkur. Hann tók synd okk- ar á sig. en gaf okkur réttlæti sitt í staðinn. II. Iðrunarskírn Jóhannesar leið- ir hugann að hinni kristnu skírn, sem er þó alít annað og eðlisólík. Kristin skírn er ekki iðruharskím, ekki játningarat- höfn okkar vegna syndanna. Jesús Kristur hefur tekið synd okkar á sig. Hann hefur leyst okkur undan valdi hennar. Kristin skírn er sakramenti, leyndardómur, sem veitir okkur hlutdeild í náð Guðs. í Post. 19, 1—7 sjáum við sönnun fyrir þeim mun, sem er á kristinni skírn og iðrunarskírn Jóhann- esar. Okkur er þörf á að gera okkur ljósa grein fyrir þessum mim. Við þurfum að gera okk- ur grein fyrir eðli kristinnar skírnar. Ég ætla að reyna að nefna nokkur höfuðatriði, þótt erfitt sé að gera grein fyrir þeim í svo stuttu máli: 1. Kristin skírn er stofnuð af Jesú sjálfum eftir dauða hans og upprisu, sem ávöxtur fórnar hans. Við eigum að skíra, af því að hann hefur lagt svo fyrir. Sjá Matt. 28,18—20. 2. Skírnin er stofnuð til að veita okkur náð Guðs. 3. Hvað gefur skírnin, - sem ekki fæst annars staðar? Lút- ersk kirkja kennir, að skírnin sé sáluhjálparatriði. Þess vegna Umræður um stjórnarmyndun Helsingfors, 1. marz. Á MORGUN hefjast opin- berlega umræður um stjórn- armyndun í Finnlandi og f o r m e n n stjórnmálaflokk- anna allra ganga á fund for- setans hver í sínu lagi. Martti Miettunen, forsætisráð- herra, lagði í dag fram Iausnar- beiðni sína fyrir Kekkonen for- seta, eftir að hann hafði unnið embættiseið sinn og formlega tekið við forsetaembættinu til næstu sex ára. er hún nauðsynleg til guðssam- fclags. Hvers vegna? Skírnin endurfæðir. í guðssamfélaginu hefur hún sama gildi fyrir okk- ur og fæðingin hef ur fyrir líkamslíf okkar. í skírninni fæðumst við inn í Guðs ríki, verðum Guðs böm. í skírninni gefur Guð okkur hina nýju af- stöðu til sín. í þessu er fólgið hið mikla gildi skírnarinnar. 4. Hveria á að skíra? Biblían segir okkur. að allir menn séu fæddir með syndugu eðli og þarfnist náðar Guðs. Þar er enginn undan skilinn. Þess vegna á að skíra alla menn, unga sem gamla. Sumir segja, að það eigi ekki að skíra börnin. Én það er rangt. Þau þurfa líka að endur- fæðast inn í ríki Guðs. Þau eru hvergi í orði Guðs skilin frá öðrum mönnum, þegar Jesús kveður upp dóm sinn yfir okk- ur og lýsir þörf okkar á náð Guðs. Þau þarfnast hennar eins og allir aðrir menn. Allir eru fæddir með syndugu eðli. Böm- in eru hvergi í Biblíunni und- anskilin mannlegri ábyrgð. 5. Skírnin er gjöf Guðs. Eng- inn maður getur sjálfur áunnið sér rétt til inngöngu í Guðs ríki, ekki frekar en nokkur maður getur sjálfur fætt sig inn í þennan heim. Guð setur ekk- ert skilyrði, ekkert próf, sem við verðum að standast til að verða hæf til skímar. Nei, Jesús bauð, að allir skyldu gerðir að lærisveinum, með bví að skíra þá í nafni föðurins, sonarins og hins heilaga anda. Það er ekki maðurinn, sem gerir neitt eða verkar neitt í skírninni. Það er Guð, sem verkar í henni. Hann endurfæðir, hann gefur náð sína hverjum beim. sem til hans er borinn í skírninni sam- kvæmt fyrirheiti Jesú Krists. 6. Hvað verður um þau böm, sem eru ekki skírð? Guð bindur okkur við skírnina, en ekki sjálfan sig. Þeir, sem ekkert tækifæri hafa til skírnar, hvíla í hendi Guðs, og Guð vill, að allir menn verði hólpnir. En hann hefur boðið okkur að fara út til allra manna og bjóða með fagnaðarboðskapinn. Það und- irstrikar þá ábyrgð, sem við berum á heill og velferð með- bræðra okkar frammi fyrir Guði. 7. Skírnin skuldbindur. Við verðum að færa okkur gjafir skírnarinnar í nyt í trúnni á Jesúm Krist. Það er ekki nóg aðeins að vera skírður. Við verð um að koma til Guðs í trúnni og varðveita gjafir Guðs í skírninni. Við munum eftir dæmisögu Jesú um glataða son- inn. Honum var ekki nóg að eiga ríkan föður í fjarlægð. Hann svalt samt. Það var ekki fyrr en hann sneri við heim, að hann eignaðist aftur hlut með föður sínum í auðæfum hans. Þannig er því einnig farið með okkur, sem skírð erum. Við verðum að lifa í samfélagi við Guð til þess að geta notið þeirr- ar náðar. sem hann hefur veitt okkur aðgang að í skírninni. 8. Kristin skírn er aldrei nafngjöf. Hitt er gamall siður, að nafngjöfin fer fram við skírnina. Þar er um tvo óskilda hluti að ræða. Við skírn barns- ins er _ nafn þess nefnt fyrsta sinni. Ég endurtek: Skírnin er aldrei nafngjöf. f skírninni end- urfæðir Guð okkur til ríkis síns. Ég vona, að mér hafi tekizt að benda á aðalatriðin varðandi kristna skírn. Skírnin er ein af mestu náðargjöfum Guðs. í skírninni gefur Guð okkur að- gang að ríki sínu, aðgang að allri þeirri náð. sem hann vill veita okkur fyrir trúna á Jesúm Krist. Þökkum Guði bá náð, að við skulum vera skírð. Þökkum Guði. að hann skuli hafa endur- fætt okkur til ríkis sins. Biðjum hann um að varðveita okkur alla ævi í skírnarnáð okkar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.