Morgunblaðið - 04.03.1962, Page 6
6
Simnudagur 4. marz 1962
MORGVTSBLAÐIÐ
er
dslegna
Vestmannaeyinga
Rætt við Ársæl Sveinssoi; útgerðarmann
um Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja
FRETTAMAÐUR blaðsins
hitti nýverið Ársæl Sveins-
son útgerðarmann í Vest-
mannaeyjum, en hann sat
Fiskiþing hér í Reykjavík,
sem nýlega er lokið. Við
spyrjum Ársæl frétta úr
Eyjum, og segir hann okk-
ur, að nýlega hafi þess ver-
ið minnzt við hátíðlegt tæki-
færi að Bátaábyrgðarfélag
Vestmannaeyja varð 100 ára,
en hinn raunverulegi afmæl-
isdagur félagsins er 26. jan.
Þar sem hér er um að ræða
elzta tryggingarfélag landsins, Og
að til þess má rekja margar merk
ar framkvæmdir bæði í Vest-
mannaeyjum og á landinu öllu,
er fróðlegt að spyrja Ársæl um
félagið, en hann hefir átt sæti í
stjórn þess í 30 ár og verið for-
maður í 15 ár og er enn.
Sýslumaður frumkvölðull
Frumkvöðull að stofnun fé-
lagsins var Bjarni E. Magnússon
sýslumaður. Hann var þrítugur
að aldri er hann fékk veitingu
fyrir Vestmannaeyjum 1861 Og
sýndi þegar við komu sína þang-
að að hann var framsýnn Og dug
andi hugsjónamaður. Ekki er vit-
að hvað mestu hefir ráðið um
áhuga Bjarna sýslumanns fyrir
stofnun tryggingarfélags en talið
er líklegt að þar hafi mestu um
valdið tíðii skiptapar og sjóslys,
er urðu á öndverðri 19. öld.
Fjöldi Skipa fórst þá við suður-
ströndina og af þeim sökum kom
ust ekkjur og börn hinna látnu
sjómanna á vonarvöl og gátu ekki
keypt sér hlut í nýju skipi þar
sem allt fór óvátryggt. í Vest-
mannaeyjum var sjósókn og hlut-
areign í skipi nánast eini bjarg
ræðisvegur fólksins. Það gefur
því auga leið að þar hefir nauð-
synin á tiyggingum verið hvað
mest.
Bjarni sýslumaður hafði á
námsárum sír.um í Kaupmanna-
höfn kynnzt danskri sjótrygging-
arlöggjöf. Þaðan hefir hann haft
efnið og uppistöðuna í fyrstu
reglurnar um stofnun Skipa-
ábyrgðarfélags Vestmannaeyja
en svo hét þetta tryggingarfélag
í fyrstu, eða allt fram til 1907,
að vélbátar fóru að koma til
Eyja. Þá er nafninu breytt og
síðan hefir það heitið Bátaábrygð
arfélag Vestmannaeyja.
Á fyrstu árum félagsins eru
skipin flest 14 og fæst 7. sem
tryggð eru hjá félaginu. Trygg-
ingargjald er tekið af matsverði
skipanna. Árið 1907 eru 7 skip
tryggð hjá félaginu og virðing-
arverð þeirra 4756.00 krónur, en
sjóðseign félagsins er þá 4495,09
kr. svo að við borð hefir legið
að félagið gæti bætt öll skipin
hefðu þau tapazt.
Lánsamur félagsskapur
Félagið mun ekkert heilt skip
hafa misst á fyrstu 45 árunum,
en fyrir brotatjón og veiðarfæra-
Arsæll Sveinsson.
tjón grelðir það samtals 674,61.
Má því segja að einstakt lán
hafi fylgt félaginu.
Allt fram til 1909 hefir félagið
enga endurtryggingu. Þá er Sam
ábyrgð fslands á fiskiskipum
stofnsett og kemur þá til endur-
tryggingcir, ef skipin farast í
heild. en aftur á móti er ekki um
hana að ræða, er fyrir koma
skemmdir á skipi eða veiðarfær-
um. Þá ber Bátaábrygðarfélagið
eitt allt tjón
Árið 1959 vátryggir félagið 104
skip og á þá 5% milijón í sjóði,
en þó eru eignir félagsins meiri.
Ársæll segir okkur, að flestar
stórframkvæmdir, sem við koma
útgerð og sjósókn í Vestmanna-
eyjiun, megi á einhvern hátt
rekja til stuðnings Bátaábyrgð-
arfélagsins.
Fyrst er í þessu efni að geta
hafnarinnar, lífæðar Eyjanna,
enda má segja, að þar hafi fé-
lagið sjálft mikilla hagsmuna að
gæta. Eftir því sem höfnin er
öruggari Og betri, er bátunum,
sem þar liggja minni hætta búin
og því tjón á þeim minni. og
með betri höfn er að sjálfsögðu
lagður gnindvöllur að velmegun
eyjarskeggja Skilgetið afkvæmi
Bátaábyrgðarfélagsins er Björg-
unarfélag Vestmannaeyja, sem
stofnað er 1918. Það var upphaf-
lega hlutafélag og átti Báta-
ábyrgðarfélagið þar stærstan
hlut. Björgunarfélagið er raunar
vísirinn til Landhelgisgæzlunnar
Og Slysavarnafélags íslands, en
það keypti gamla Þór. Alla tið
frá stofnun Björgunarfélagsins og
fram á þennan dag hefir það not
ið fjárhagslegs stuðnings Báta-
ábyrgðarfélagsins. Björgunarfé-
lagið á nú tvo björgunarbáta Og
öll tæki til björgunar.
Styður ýmis menningarmál
En afskipta Bátaábyrgðarfé-
lagsifts er ekki þar með lokið af
velferðarmálum Vestmannaey-
inga. Það hefir stutt og styrkt
ýmis menningarmál, svo sem
sundlaug, kirkju og skóla, auk
þess sem það á ári hverju styrkir
fátækar ekkjur með fjárframlög-
um. Þá hefir það oft hlaupið
undir bagga með mönnum, er
hafa orðið fyrir óvæntum óhöpp-
um og ekki ráðið við þau fjár-
hagslega.
Við spyrjum Ársæl um ein-
hvem minnistæðan atburð úr
björgunarmálum í Eyjum, en
hann var um langt árabil for-
maður þar vg keýpti sinn fyrsta
bát 1912.
Skömmu áður en Björgunarfé-
lagið var stofnað var bátur í
hættu staddur skammt frá Eyj-
um. Þá voru sendir út tveir bát-
ar honum til hjálpar. Töldu menn
í landi að þetta myndi nægja Og
bátnum myndi takast að bjarga
hinu nauðstadda fari. Þetta fór
þó á annan veg, því að annar
hjálparbáturinn fórst með allri
áhöfn og báturinn, sem í nauð-
um var staddur tapaðist, en hin-
um björgunarbátnum tókst að ná
skipshöfninni Og bjarga henni í
land. Við þennan sviplega atburð
munu menn hafa vaknað alvar-
lega til umhugsunar um að björg-
unarfélag þyrfti að stofna. Það
var hins vegar ófrávíkjanleg
regla allt fram til þess tíma að
sá, sem átti bezta bátinn í höfn-
inn, var sendur til hjálpar þeim,
er í nauðum var staddur, Og
ekki kvaðst Ársæll minnast þess,
að því hafi nokkru sinni verið
synjað, hvernig sem viðraði.
• Er vorið að koma?
Nú í vikunni var einn dag-
inn allt í einu komið yndæl-
is veður. Það mátti líka sjá
á bæjarbúum, sem skriðu úr
vetrarhýði sínu, svo göturn-
ar urðu allt í einu fullar af
fólki, sem ekki var pakkað inn
í miklar dúður og ekkert virt
ist vera að flýta sér. Þegar ég
sá svo auglýsingu frá garð-
yrkjumönnum, þar sem fólk
var hvatt til að fara að hugsa
um gróðurinn í görðum sínum,
já, þá blátt áfram trúði ég
því í bjartsýni minna að vor-
ið væri komið. Þá var það
sem ég rakst á Hafliða Jóns-
son, garðyrkjustjóra, bæjarins
og hafði orð á þessu við hann,
Hann svaraði:
• Væntanlega vorar
snemma
ég þess að það vori snemma
í ár. Nú er lítill klaki í jörðu,
Komið vör? Nei, áreiðan-
lega ekki, en hinsvegar vænti
óvenjulega lítill um þetta leyti
árs og tæplega eykst hann
mikið úr þessu, þótt búast
megi við frostum í marz, en
vert er að taka vel eftir veðri
á öskudag, ég hefi mikla trú
á því að hann eigi sér keim-
líka átján bræður. Svo kemur
páskahretið, það bregst tæp-
ast, en úr því kemur hlýtt
vor og vonandi gott sumar.
En hvað sem veðráttu líð-
ur eru þó vorstörfin hafin hjá
garðy rk j umönnum. Það er
mjög þýðingarmikið að nota
tímann Og vinna nú þau verk
sem hægt er, svo fleiru megi
koma í verk þegar sjálft vor-
ið er komið. Nú er t. d. heppi-
legasti tíminn til að klippa tré
og runna, og einnig til að bera
á grasflatirnar og beðin líf-
rænan áburð. Margir munu á
komandi vori hafa í huga að
rækta og endurbæta lóðir við
heimili sín og það er fullseint
að byrja þá fyrst að íhuga
þær frarnkvæmdir þegar hefja
skal verkið. Þess vegna ætti
fólk að ákveða nú hvernig
hlutunum skuli hagað. I þeim
efnum gilda sömu sjónarmið
og í svo ótal verkefnum öðr-
Bjarni E. Magnússon.
Hið óslegna gull
Segja má, að sjórinn sé hið
óslegna gul’ Vestmannaeyinga,
segir Ársæll. Þrautseigja manna
hefir verið þar mikil, meðan bar-
izt var við hafnleysi og algert
öryggisleysi á opnum skipum.
Skipaábyrgðarfélagið veitir strax
öryggi, og með vaxandi hag Eyja
búa hefjast hafriarframkvæmd-
irnar, og raunar stóð baráttan við
byggingu öruggrar hafnar í 30
ár, þar til nú er hægt að treysta
henni fullkomlega, en það var
ekki hægt fyrr en búið' var að
byggja hafnargarðana Og treysta
þá svo, að sjórinn ekki hrifi þá
jafnóðum aftur, sem það þrá-
faldlega hafði komið fyrir. Eftir
30 ára stríð tókst mannshend-
inni að reisa þá garða, sem nú
verja bátaflota Eyjabúa. En það
var ekki þar með hætt fram-
kvæmdum. Alltaf er verið að
reisa fleiri ög fleiri mannvirki í
þessari mestu verstöð landsins.
Verið er að dýpka höfnina,
byggja ný bólverk, leiða ljós um
Framhald á bls. 8.
um. Það er ódýrara og hag-
kvæmra á allan hátt að skipu-
leggja þau áður en hafizt er
(handa, samanber það að eng-
in kona saumar sér kjól fyrr
en hún hefur valið snið á
hann, ög enginn herra kaupir
sér ffakka án þess að máta
hann.
Þessa dagana standa yfir
sáningar til sumarblómanna,
sem prýða eiga garðana Okk-
ar í sumar. Þeim sem hyggjast
ala upp blómplöntur sjálfir,
skal á það bent að ekki er
seinna vænna. en að kaupa nú
þegar fræ og undirbúa sán-
inguna. Þó er það nokkuð mis-
jafnt hvenær hinum einstöku
tegundum skal sáð Og mörg-
um tegundum sumarblóma má
sá beint út í garðinn seinast
í apríl og byrjun maí.
• Mikill mosi eftir
votviðrin í vetur
Hætt er við að áberandi
mikill mosi geri vart við sig
í grasflötum eftir svo votviðra
saman vetur. Við því eru lítil
önnur ráð en að bera lífrænan
áburð á flatirnar og síðan til-
búinn áburð af Og til í sumar.
Þó getur það hjálpað nokk-
uð að bera áburðarkalk á og
þarf það að gerast sem fp'st.
í matjurtagarðinn ber að sá
gulrótum og steinselju svo
fljótt sem mögulegt er, og
bráðlega þarf að huga að
kartöíluútsæði. Það þarf að
fá 6—8 vikur til spírunar. Og
garðurinn þarf að fá áburð
fyrir vorið.
Það er fjölmargt sem undir-
búa þarf áður en sjálf aðal-
ræktunin hefst í maí. Öll þau
störf sem við getum unnið nú
á þessum 'tíma, eigum við að
vinna. Með því fáum við sum-
arið fyrr og okkur gleymist
það jafnvel á meðan að enn
þá er ekki nema 20. vika vetr-
ar, en 6 ýikur til sumarmála,
þá fyrst koma páskar og síð-
an brosir vorið við okkur.