Morgunblaðið - 07.03.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.03.1962, Blaðsíða 20
20 MORC VTSBL AÐIÐ Miðvikudagur 7. marz 1962 GEORGE ALBERT CLAY: INA Saga samvizkulausrar konu ------------ 2 ------------ bréfin.... að undanteknu því, sem henni barst í marzmánuði: ....en það er ekki til ann- ars en auka kvalir mínar að reyna að hætta að hugsa um þig. Alltaf er það þín rödd, sem ég heyri á nóttunní, og alltaf er það þitt andlit, sem ég sé. Alltaf og alltaf og alltaf ert það þú. Ég hef lítið að bjóða, nema serukæra og heiðarlega ætt, en nokkrar greinar hennar eru hér í fremstu röð. .og til- tölulega náðugt líf, saman- borið við það, sem gerist í Vesturálfu, en síðast og ekki sízt hjarta, líkama og sál. Ef tilfinningar þínar eru eins og ég vona og ef þú ert eins viss og ég er, þá þarftu ekki annað en tala við hr. Baetz, og..... Hún reyndi að gleyma þessu bréfi, en árangurslaust, og því meir, sem hún' reyndi að hrinda því frá sér, því betur varð henni ljóst, hvað það þýddi raunveru- lega. Því að Gina hafði alltaf þráð auðæfi. Ekki aðeins þægi- legan efnahag, heldur auðæfi, mikil auðæfi, óteljandi auðæfi. Hún reyndi að telja sjólfri sér trú um, að auðæfi væru ekki hið eina eftirsóknarverða, en það var árangurslaust, því að innst í hjarta sínu fannst henni svo vera. Á hverjum morgni ásetti hún sér að skrifa Diego þá um kvöldið og hafna boði hans, en á hverjum degi sá hún eitthvað, sem hana langaði að eiga og dag eftir dag dró hún svarið á lang- inn. Tim tók eftir því, að hún var þögul og virtist áhyggjufull og honum datt í hug, að nú mundi hún vilja festa ráð sitt. Samt var hann hræddur við að reka á eftir henni, en vildi heldur láta hana taka ákvörðun sína sjálfa, svo að hann beið þolinmóður eft- ir réttu stundinni til að biðja hana enn einu sinni að þiggja af honum hringinn. Hann hafði þeg- ar beðið í þrjú ár og þoldi að bíða ofurlítið enn. Þegar hún gekk inn í skrif- stofuna og tók þangað með sér apríl-sólskinið, fann hann, að stundin var komin. Það var ein- hver heiðríkja yfir henni, sem hann hafði aldrei skynjað fyrr.. það var greinilegt, að hún hafði tekið ákvörðun sína. Hún var róleg og einbeitt. Hann stóð upp og ætlaði að taka hana 1 faðm sér, en hún rétti honum bara bréfið og beið síðan meðan hann las það. Fyrst hló hann, eins og hann hafði gert að öllum hinum bréfunum, en þá varð hann þess var, að hún tók ekki undir þennan hlátur hans. Ég ætla að gera það, Tim sagði hún rólega. Vertu ekki svona vitlaus, Gina. Hann seildist eftir henni, eins og til að hrista hana, en þá lét hann hendur falla. Þú elskar ekki Diego! Nei, svei því þá alla daga. Þú kærir þig beinlínis ekkert um hann! Hún gekk nær honum, rétt eins og hún ætlaði að fara að sann- færa hann, en hörfaði til baka.. nú gat henni verið sama, hvort hann skildi hana eða ekki. Þú hefur aldrei skilið mig eða trú- að mér, sagði hún. Það er komið heilt ár síðan ég sagði þér, að mér litist vel á hann. Litist vel á, gott og vel! sam- þykkti Tim. En að elska hann er dájítið annað. Þú þarft ekki að segja mér, að þú gerir það. Þetta er tækifæri, sem ég fæ ekki nema einu sinni á ævinni, ef út í það er farið. Tækifæri til hvers? Tækifæri til annarra betri lífs- kjara en þeirra, sem ég hef haft af að segja.# Til þess að geta veitt mér það sem ég vil. Til þess að verða hamingjusöm. Þú ert bjáni og hefur séð of margar kvikmyndir. Hann hló. Veiztu kannske ekki, að margt forríkt fólk, er óhamingjusamast allra? Það eru fátæklingarnir líka, svaraði hún rólega. Heldur vil ég vera óhamingjusöm og rík en ó- hamingjusöm og fátæk. En þetta er bara skakkt að farið hjá þér. Gina. Nú vissi hann, að hann varð að taka á öllum sínum fortölugáfum. Hann mundi úr bréfinu, sem hann var nýbúinn að lesa, að þar var tal- að um að „tala við hr. Baetz“ og mundi um leið, að það var ein- mitt erindi hennar í skrifstofuna nú en alls ekki að hitta hann sjálfan. Hjónabandið verður að byggjast á ást, sagði hann alvar- lega. Það er áralöng samvinna, það er að vera tilbúinn að afsala sér þessa heims gæðum, án þess að sakna þeirra, aðeins af því að manni nægir að vera með þeim, sem maður elskar.. Hann þagnaði og sá að hún hlustaði. Það er heimili, sem maður hefur unnið fyrir sjálfur og börn, sem eru sameiginleg eign beggja. Og þá er hægt að njóta erfiðisins, ef maður eignast auð, en fyrr ekki. En ég vil fá auðinn strax, með- an ég er enn ung og get notið hans, sagði hún og vissi um leið, að hann hafði hlustað án þess að heyra. Ég kæri mig ekkert um allan þennan munað, þegar ég er orðin gömul. Þetta sem þú hefur sagt, þýðir ekki annað en það að þú ætlar að giftast til fjár. Ég ætla að giftast manni, sem svo vill til, að er ríkur. Það þýðir nú eitt og það sama. Kann að vera. Gina yppti öxl- um. Ég veit það ekki, en hitt veit ég, að ég vil vera hamingjusöm og það verð ég aldrei fátæk. Ég hef þaulhugsað þetta, Tim. Hugs- að um það dag og nótt í heilan mánuð og þetta er eina leiðin, veit ég fyrir vist. En hvað þá um mig, Gina? Hann tók í arm hennar. Hvað um þetta? Hann dró hana að sér og kyssti hana. Nei, þú skalt ekki streitast á móti.... Og hún hálf- gleymdi sér, þangað til hún átt- aði sig á því að hr. Baetz gæti komið fram í dyrnar, og séð til þeirra. Hún sleit sig því lausa. Þetta var ekki rétt af þér, Tim. Hún stóð langt frá honum og seildist í töskuna sína eftir vara- lit. Þú elskar mig eins og ég þig, sagði hann, rólega. Og hvers ósk- ar þú frekar í lífinu, Gina? Ég verð ekki alltaf skrifstofuþræll, hversvegna viltu mig ekki eins yel? Hr Baetz fer bráðum til Manila og ég er kunnugri hér í skrifstofunni en nokkur annar maður. Seinna gæti ég jafnvel fengið stöðuna hans, hélt hann áfram í ákafa sínum og bjart- sýni. Svo kemst ég einhverntíma í aðalskrifstofuna, er ég viss um, og get endað sem aðalforstjóri fyrir öllu fyrirtækinu. Hann þagnaði þegar hún hló sem hún þó hafði ekki ætiað sér. En hún hafði orðið svo hissa á þessu, þar eð hún hafði aldrei hugsað sér hann í sambandi við metorðagirnd. Vertu ekki með þessa vitleysu, sagði hún. Þú hef- ur hvorki menntun né aÓstöðu til þess arna, Tim. Þú mátt þakka fyrir ef þú getur orðið aðstoðar- forstjóri hérna. Hann lét axlir síga og horfði snöggvast niður fyrir sig, rétt eins og verið væri að hrifsa ein- hvem draum úr hendi hans og það ylli honum ósegjanlegum sársauka. Þegar hann svaraði, var öll æsing horfin en þreyta boemin í staðinn. Þetta skaltu aldrei gera, Gina, sagði hann dræmit. Segðu aldrei við mann að hann sé hlægilegur. Hlæðu að öllu sem hann segir en ekki þessu láttu hann ekki finna, að hann hafi heimskað sig. Lofðu honum að eiga drauminn sinn óáreitt- um. Hvorugt þeirra sagði orð, en sólin varpaði geisla, kvikum af ryki, rétt milli þeirra. Þá stakk Gina töskunni undir handlegg- inn, en grænu augun ljómuðu af eftirvæntingu og munnsvip- urinn var einbeittur. Ætlarðu ekki að vísa mér inn til hr. Ba- etz? spurði hún. Skrifstofan hans er þarna, sagði hann þreytulega. Nú verð- urðu að bjarga þér sjálf, Gina. II. Geislar brennheítrar Filips- eyjasólarinnar teygðu sig eftir svölunum að herbergi frú Lolytu ög brutust síðan gegn um glugga- hlerana og ráku á flótta svalann, sem þar var inni fyrir. Þeir hit- uðu bambusmotturnar á gólfinu og leituðu síðan áfram að rúm- inu, til að leita að gömlu frúnni sem reyndi að forðast þá í lengstu lög. Hún rumskaði, en lokaði augunum aftur einbeitt- lega, svo að hrukkurnar við augnakrókana jukust og marg- földuðust, en það var árangurs- laust því að hitabeltisbirtan náði samt að komast gegn um augna- lokin. Hún skynjaði, að hún hafði sofið yfir sig og þótt ekki væri það nema hálftími, var það mikil vægur hálftími, því að einmitt nú var svali morgunsins að lúta í lægra haldi fyrir hitanum, sem svo varð að þola til sólarlags. Hún ýtti diúnábreiðunni til fóta í rúminu og fann hitann á þess- ari gömlu ábreiðu og minntist þá um leið brúðkaupsferðarinnar sinnar til Hong Kong, þegar Don Diego hafði keypt ábreiðuna handa henni. Enda þótt skáparnir hennar væru fullir af nýrri rúm- ábreiðum hafði hún aldrei viljað nota aðrar en þessa. Dios! Hún mátti ekki vera að hugsa aftur í tímann. Hún átti verk fyrir höndum — mikið verk! Þú verður að komast á lappir, sagði hún við sjálfa sig. Hvað gengur eiginlega að þér, Lolyta de Aviles, fyrst þú held- ur, að þú megir liggja í bælinu? Samt lá hún svolitla stund enn, því að hún gat ekki annað en hugsað um Vicente, son sinn. Hún þóttist viss um, að hann um- gengist „Amerísku nýlenduna" ofmikið. Það var allt í lagi þó GEISLI GEIMFARI * X- X- Eullreynd. Verkfræðingar okkar hafa undirbúið mjög nákvæmar prófanir * Xr >f NATUIfAULY/ EAPTM SECURITY Y I'LL TAKE YOU IS AT YOUR PISPOSAL, MR. I THERENOW, ■— Öryggiseftirlitið er að sjálf- sögðu reiðubúið að veita aðstoð, herra Jason. Hvenær get ég skoðað verksmiðju ykkar? — Ég skal fylgja yður þangað núna Geisli höfuðsmaður. Við hefj- um prófanir eftir tvo daga, Geisli. Þessi durabillium blanda verður á þensluþol, þrýsting og solarhita. — Það ætti að verða athyglisvert íð sjá. hann vœri félagi í Ameríska Klúbbnum, og gat meira að segja verið gott upp á verzlunar- viðskipti, að því er Diego sagði, en Vieente varð að eignast spænska konu og það var ólík- legt, að hann hitti margar þeirra á slíkum stað. Hann var kominn fast að þrítugu og móðir hans hafði ýtt hverri stúlkunni eftir aðra í veg fyrir hann, svo sem Luisu Sffredo, sem var vel ætt- uð, þótt ekki væri hennar ætt eins gömul og de Aviles-ættin. Hún reyndi svo sem lengst af að vera ekki að hugsa um þetta, en það lét hana aldrei í friði, Diego hafði líka verið áhyggju- fflUtvarpiö Miðvikudagur 7. marz (Öskudagur) 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi — 8:15 Tónleikar 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar 9:10 v v.ðurfregnir — 9:20 Tónl.), 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tiJlk. — Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tónleikar — 17:00 Fréttir — Tón« leikar). 17:40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18:00 Útvarpssaga bamanna: ,.Nýja heir. ilið“ eftir Petru Flagestad Larsen; XV. (Benedikt Arnkels- son). 18:20 Veðurfr. — 18:30 Þingfréttir. Tónleikar. 19:00 Tilkynningar — 19:30 Fréttir. 20:00 Varnaðarorð: Þórður Hunólfssoil Öryggismálastj óri talar um ör« yggi á vinnustöðum. 20:05 Tónleikar: Andre Kostelanetz og hljómsveit leika lög eftir Richard Rodgers. 20:20 Kvöldvaka: a) Lestur fomrita: Eyrbyggja saga; XII. (Helgi Hjörvar rit höfundur). b) íslenzk tónlist: Lög eftip Árna Björnsson. c) Andrés Björnsson flytur síð ari hluta frásöguþáttar I>or« móðs Sveinssonar: Úr fjörðu — inn Látraströnd. d) Jóhannes úr Kötlum les úp þjóðsögum Jóns Árnasonar. e) Úr Vestfjarðaför: Stefán Jóna son ræðir við Guðmund Gils son og Halldór Kristjánssou á Kirkjubóli um roðskó. 21:45 íslenzkt mál (Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag.). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. — 22:10 Passísusálmur (14). 22:25 Veraldarsaga Sveins frá Mæli'* fellsá; VI. (Hafliði Jónsson garð yrkjustjóri). 22:45 Næturhljómleikar: Frá tónleik* um Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói 22. f.m.; síðari hluti íslenzkrar efnisskrár Stjórnandi: Jindrich Rohan. —• Einsöngvari: Guðmundur Jóns« son. a) „Landssýn'* eftir Jón Leifs. b) „Um ástina og dauðann** eft ir Jón Þórarinsson. c) „Á krossgötum**, svíta eftip Karl O. Runólfsson. 23:25 Dagskrárlok. Fimmtudagur 8. marz. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Morgun unleikfimi. — 8.15 Tónleikar. 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. 9.10 Veðurfregnir — Tónleikar), 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Á frívaktinni**, sjómannaþátt* ur (Sigríður Hagalín). 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk, — Tónleikar. — 16.00 Veðurfr, . — Tónleikar. — 17.00 Fréttir, Tónleikar). 17.40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Guð«* rún Steingrímsdóttir). 19.20 Veðurfregnir. — 18.30 t>ingfréttip — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Um töluvísi; II. þáttur: Talna* kerfi og talnaritun (Björn Bjarna son menntaskólakennari). 20.15 íslenzkir organleikarar kynna tónverk eftir Johann Sebastian Bach; V : Páll Kr. Pálsson leikup sálmaforleik og prelúdíu og fúgu 1 h-moll; dr. Páll ísólfsson flytur formálsorð. 20.45 Austfirðingavaka, hljóðrituð eystra s.l. haust á vegum Ung* menna- og íþróttasamband Aust-* urlands. I>ar koma fram Hilmap Bjamason skipstjóri, Kristján Ingólfsson skólastjóri, Jóhann Magnússon bóndi, Gissur Ó, Er« lingsson stöðvarstjóri, Þórarinn I>órarinsson -ólastjóri Sigur« björn Snjólfsson bóndi, Sigurðup Blöndal skógarvörður, Ármann-* Halldórsson kennari, Jón Kerúlf bóndi, Steínn Stefánsson skóla^ stjóri, Erlendína Jónsdóttir hús* frú, samkórinn Bjarmi, barna* kór Seyðisfjarðar og karlakóp Flj ótsdalshéraðs. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.13 Passí usálmur (15). 22.25 Þrjátíu ára hj ónabandssæla**, smásaga eftir Eduard Vilde, I þýðingu Málfríðar Einarsdóttup (Jón Aðils leikaM). 22.40 Djassþáttur (Jón Múli Árnason),, — 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.