Morgunblaðið - 07.03.1962, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 7. rgaxz 1,9.62
MORC TJNfíL 4ÐIÐ
11
Pétur Þorfinnsson
Á ÖLDUM ljósvakans berst
þessi hörmulega frétt: — m.s.
Stuðlaberg hefur farizt með allri
áhöfn. Þjóðin öll hljóðnar, drjúp-
ir höfði í harmi, í bæn, í þökk
— fyrir allt.
Við þvílíkt stórslys sem þetta
og svo mikinn mannskaða verð-
ur ölíl þjóðin gripin sorg og hlut
tekningu með þeim, sem um sár
ast eiga að binda, því að svo
stóran hlut og mikilvægan eiga
sjómenn í lífsafkomu og farsaeld
okkar fámennu þjóðar, að þegar
hún verður á bak að sjá heiium
skipshöfnum vaskra og valinna
drengja, verður sú hugsun, sem
af því leiðir, sem hugsun einnar
og sömu fjölskyldu, — sem bræð
ur og systur kenna allir hins
sama harms. —
Einn af þeim, sem fórst með
Stuðlabergi var Pétur Þorfinns-
son, stýrimaður frá Raufarhöfn.
Hann var fæddur á Raufarhöfn
20. marz 1931. Foreldrar hans
voni hjónin Sumarlína Gestsdótt
ir og Þorfinnur Jón: on. Var Pét
ur þriðja bam þeirra hjóna af
5, sem þau eignuðust. Systkini
hans em Björn Ólafur, skipstjóri
í Reykjavílk, Rósbjörg heima,
Bergljót búsett í Reykjavík og
Eggert heima. — Hann var
kvæntur Svanhvíti Þorgrímsdótt
ur frá Vestmannaeyjum. Þau
áttu einn son ungan og einnig var
á vegum hans ungur stjúpsonur.
Pétur bar nafn Péturs Sveins
sonar, sem var einkasonur Guð-
rúnar Pétursdóttur, Guðjohnsen
og Sveins Einarssonar kaup-
manns á Raufarhöfn, en Pétur
Sveinsson dó heima, á mjög svip
legan hátt, er hann var í blórna
lífsins. —
Með Pétri Þorfinnssyni er horf
5 l sjónum, einn af hinum ágæt
ustu drengjum, maður sem mik
ils mátti af vænta í þeirri stétt,
sem hann hafði skipað sér í og
hvar sem annarsstaðar hefði >'er
ið.
Honum var sjómennskan í
blóð borin, og hafði um langt
Bkeið stundað þann atvinnuveg.
Fyrst eftir að hann lauk námi
í Sjómannasikólanum mun hann
hafa verið með Birni Ólafi, bróð
ur sínum, og var hann óðum að
vinna sér traust og álit, vegna
6inna góðu kosta og hæfileika.
Hann var greindur vel og þótti
góður nemandi í skólum, er hann
sotti.
Hann stundaði nám að Reykj
um í Hmtafirði, Haukadal og
Minningargjafir
FYRIR stuttu barst Reynivalla-
kirkju gjöf, að upphæð 10.000 kr.
til minningar um Guðmund Guð-
laugsson frá Sogni í Kjós. Eru
gefendur ekkja hans, Marsibil
Eyleifsdóttir, búsett í Rvk og
synir þeirra, Hermann Guð-
mundsson, form. „Hlífar“ í Hafn-
aríirði, og Hörður Guðmundsson
í Reykjavík. Guðm. var fæddur
í Sogni, 16/9 1689. Voru foreldr-
er hans, hjónin Ragnhildur Guð-
mundsdóttir og Guðlaugur Jak-
©bsson. Guðmundur lærði járn-
smíði og síðar vélfræði og gerð-
ist hann vélstjóri. Var hann vél-
stjóri á Goðafossi og fórst með
honum útaf Garðskaga 1944, þeg-
er skipið var skotið niður.
Einnig hefir mér borizt minn-
ingargjöf með skuldabréfi að
upphæð rúmar 10.000 kr., sem
verja skal til kirkjugarðsins á
Beynivöllum, til að fegra hann
©g prýða. Er sú gjöf gefin til
minningar um hjónin Helgu
Bjarnadóttur og Ólaf Einarsson
frá Vindási í Kjós. Er gjöf þessi
frá börnum þeirra, sem nú eru
é lífi, Úlfhildi, Sigríði og Herdísi
é Akranesi, Þórdísi og Jónasi í
Beykjavík, Kristni á Selfossi, og
Bjarna bónda í Króki í Flóa.
Fyrir hönd sóknarnefndar og
alls safnaðarfólks í Reynivalla-
SÓkn, færi ég öllum þessum gef-
endum einlægar þakkir fyrir
iþá vinsemd og vinarhug, sem
felst á bak við þessar minningar-
gjafir.
Steinl Guðmundsson.
Sjómannaskólanum í Reykj,avík,
þar sem hann lauk prófi fynr
3—4 árum.
Það mun áhætt að fullyrða að
fremur fáir á hans reki, hafi ver
ið jafn vinsælir af starfsbræðr-
um, félögum og yfirmönnum.
Með honum bjuggu eiginleikar,
sem gerðu alla, sem með honum
störfuðu ríkari af trú á líf og
starf.
Meðal annars, í skólavist sinni,
lagði Pétur rækt við hina fögru
íþrótt, sundið og var ágætur
sundmaður.
Pétur var karlmenni til lik-
ama og sálar, hár vexti, og liðs-
n-aður góður til alls. Hann var
æðrulaus, þegar miður gekk, en
ákveðinn þegar þess þurfti með.
Skapgerð hans var fágæt, hljóð
lát tilfinning um dulinn og yfir
lætislegan þroska, hæfilegt skyn
á hógværri kímni, sem ekki var
beitt til þess að særa, og glögg-
skyggni á hið betra í fari ann-
arra, gerði hann vinsælan, gaf
samferðamönnum mynd af góð-
um dreng.
Þannig áhrifum verða menn
aðeins fyrir frá þeim, sem búa
yfir miklum mannkostum og
drengskap.
Nú er þessi ungi vinur okkar
horfinn.
Og allir, sem þekktu hann,
minnast hans með sérstökum hlý
hug og þökk.
Eg er viss um að það er í anda
Péturs Þorfinnssonar, sem við
kveðjum nú með trega, að við
sendum einnig þeim, sem með
honum hurfu bak -við tjaldið ó-
sýnilega, hlýjar kveðjur sem
bræður og systur og þökkum af
Eilhug starf þeirra og líf.
Og í þannig hug vil ég enda
þessa kveðju og biðja blessunar
og huggunar öllum þeim, sem
sorgin hefur nú rétt sina köldu,
óumflýjanlegu hönd.
Snæbjörn Einarsson.
Frá Stykkishólmi
Stykkishólmi, 28. febr.
1962
EINS OG víða um land hefir
tíðarfarið verið mjög erfitt hér
frá áramótum og því minna um
róðra. Er þetta með erfiðari ver
tíðum hvað það snertir en um
mörg undanfarin ár. Sæmilega
hefir aflast þegar á sjó hefur gef
ið en þó ekki líkt og í fyrra
enda hefir ekki verið um sam-
felda róðra að ræða í viku
hverri. Fimm bótar stunda héð-
an veiðar með línu en einn, Arn
finnur er kominn á net.
Kvenfélagið Hringurinn minnt
ist 55 ára afmælis síns hinn 17.
þ.m. með góðum fagnaði. Var
þar margt til fróðleiks og
og skemmtunar og aðalræðu
kvöldsins fluttu Kristjana Hann
esdóttir formaður félagsins en
hún hefir um nokkur ár verið
formaður þess.
Kvenfélagið hefir starfað
með ágætum hér í þessu byggð
arlagi og látið mörg menningar-
mál til sín taka.
Skólamót var haldið í Stykkis
hólmi í dag á vegum Barna- og
Miðskólans í Stykkishólmi og fé
lags áfengisvarnanefnda í Snæ
fellsness- og Hnappadalssýslu.
Sigurður Helgason skólastjóri
stjórnaði mótinu. Formaður
skólafélags Miðskólans Ellert
Kritinsson flutti ávarp, Pétur
Björnsson erindreki áfengis-
varnaráðs talaði um tóbaksnautn
og áhrif tóbaks á heilsu og hag
fólks, Björn Jónsson oddviti
Kóngsbakka í Helgafellssveit
flutti erindi um áfengismálin,
minntist hversu bannárin — hin
raunv.erulegu bannár frá 1916—
1921 hefðu fært þjóðinni mikla
blessun. Hann sagði að áfengis-
nautn og velmegun þjóðarinnar
færu saman að því leyti að eftir
því sem áfengisnautn væri minni
vegnaði þjóðinni betur og svo
öfugt, Varpaði þeirri spurningu
fram hvort þjóðin hefði á því
efni að setja ekki meiri skorður
við notkun áfengisins. Þrír
skólanemendur höfðu hamið rit-
gerðir í tilefni af skólamótinu
og fluttu þær þar og verðlaun-
aði áfengisvarnanefnd Stykkis
hólms ritgerðirnar með bóka-
verðlaunum. Sex stúlkur léku á
gítara og sungu og einnig voru
sýndar fræðslukvikmyndir .
Formaður félags áfengisvarna
í sýslunni, Magnús Guðmunds-
son sóknarprestur í Ólafsvík tal
aði í upphafi skólamótsins en
Árni Helgason formaður áfengis
varnanefndar Stykkishólms sleit
því.
Var þetta mót hið merkasta og
þeim sem að því stóðu til verð-
ugs sóma.
Vegurinn um Skógarströnd í
Dali hefir verið illfær og jafn-
vel ófær um nokkurt skeið. Hef
ir víða runnið úr honum og við
gerð ekki lokið. Einnig hefir Vals
hamarsá verið erfið og eins áin
skammt frá Vörðufelli en hún
er ein stærri áa á Skógarströnd
sem enn er óbrúuð. Var mikill
jakaburður í henni fyrri hluta
vikunnar. Pósturinn sem fór inn
í Dali s.l. þriðjudag var lengi á
leiðinni og ætlaði varla að kom
ast yfir sumar torfærurnar.
Bifreið frá Stykkishólmi sem
fór í Búðardal s.l. sunnudag með
nokkra menn úr Bridgefélagi
Stykkishólms til keppni við Dala
menn varð að fara suður Borg
arfjörð og Bröttubrekku.
Leiðin út í Grafarnes er mjög
örðug vegna aurbleytu og alls
ekki fær nema góðum jeppum.
— Fréttaritari
\T 4LFLUTNIN GSSTOFÆ
Aðalstræti 6, III hæð'.
Einar B. Guðmundsson
Guðlaugur Þorláksson
Guðmundur Pétursson
Kaupum hreinar
léreffstuskur
PRENTSMIÐJA
Hreingerningakonur
óskast
KLIJBBIJRINIM
Pökkunarstúlkur
og karlmenn
óskast. Fæði og húsnæði
Mikil næturvinna
HRAÐFRYSTISTÖÐ VESTMANNAEYJA
Sími 11 og 60 (i Reykjavík 19-4.20)
Ríkisskuldabréf
Vil kaupa all mikla fjárhæð í ríkisskuldabréfum
með 7% ársvöxtum til 15 ára. — Tilgreinið þá upp-
hæð, sem í boði er í tilboði og afföll af bréfunum.
Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 10 marz n.k. merkt:
Ríkisskuldabréf — 4070“.
Til sölu
Tveggja herb. íbúð á fyrstu hæð, ásamt herbergi i
risi, í Hlíðunum.
FASTEIGNA- OG LÖGFRÆÐISTOFAN
Tjarnargötu 10 — Sími 19729.
Vistleg hótel
FORMICA plötur gera öll herbergi á hótelum vistlegri —.
og þér getið valið úr 100 mismunandi litum, mynstrum og
fallegum litasamsetningum.
FORMICA er ódýrt þegar tillit er tekið til endingar.
Það er endingarbetra en nokkuð annað efni af líkri gerS.
Það er helmingi ódýrara að halda FORMICA hreinu, því
að nægilegt er að strjúka yfir það með rökum klút, þá er
það aftur sem nýtt.
Forðist ódýrari eftirlíkingar. Látið ekki
bjóða yður önnur efni í stað FORMICA,
þótt stælingin líti sæmilega út. — Ath.
að nafnið FORMICA er á hverri plötu.
G. Þorsteinsson & Johnson hf.
Grjótagötu 7 — Sími 24250