Morgunblaðið - 07.03.1962, Blaðsíða 22
22
MORGINBLAÐIÐ
Miðvikudagur 7. marz 1962
Gott að synda
í heitu vatni
Þrír norrænir sundmeistarar á
sundmóti ÍR i kvöld
1 KVÖLD hefst í Sundhöll
inni fyrsta og eina sundmót
þessa vetrar, J>ar sem er-
lendir sundmenn eru meðal
þátttakenda. Þetta er afmæl-
ismót ÍR og í tilefni afmæl-
isins hafa ÍR-ingar boðið
tveim sundmönnum og einni
sundkonu frá Noregi og Sví-
þjóð hingað til lands. Er víst
að baráttan um sigrana verð-
ur ákaflega hörð, og er það
mikil nýlunda, því sigrarnir
hafa yfirleitt verið auðsóttir
fyrir okkar bezta sundfólk.
En nú fær það verkefni sem
það verðskuldar og nú er
tækifærið fyrir fólk að sjá
spennandi sundkeppni, bar-
áttu um sekúndubrot, bar-
áttu um sigur.
• Erl. gestirnir
Sundifólkið erlenda er frá
Svíþjóð Kiristina Larison sem
keppir í skriðsundi og flugsundi
bvenna. Landi hennar Roland
Lundin keppir í bringusundi
karla og Norðmaðurinn Ohrister
Bjarne keppir í sferiðsundi og
flugsundi karla. Allt er þetta
sundifólk í fremistu röð á Norður
löndum.
Sundfólkið æfði í gær-
kvöldi uppi í sundhöll. Komu
Svíamir tveir kl. 5 í gær en
Norðmaðurinn s.l. sunnudag.
ÖH létu þau mjög vel af sund
höllinni. Roland Lundin sagði
að vísu væri mikiU „sjógang
ur“ í lauginn, en hann stafaði
fyrst og fremst af því að of
lítið var í lauginni. Þegar
hann var fuUvissaður um að
á sundmótum væri hún
barmafull, var hann ánægður.
• Góð heit laug.
Öllum fannst þeim hitinn góð
ur, en hér eru laugar yfinleitt
heitari en erlendis tíðkast. Norð
maðurinn sagði að það væri
miiklu notarlegra að hafa laugina
svolítið heitari. Hann er miikill
„isprellikarl“ og kemur fólki
Norska liðið
Lyn til Kína
NORSKA knattspyrnuiliöið Lyn
náðgerir í haust að fara mikla
reisu til Kína. Mun liðið taka
styrfetarmenn úr öðrum félög-
uim, aðallega Brann, með í för
ina.
Happdrætti HSI
DREGIÐ HEFUR verið í happ-
drætti Handfenattleikssambands
ins. Aðalvinningurinn, hrærivél
toom upp á miða nr. 714. Nr. 713
og 715 hlutiu Álafossteppi. Vinn
inganna má vitja í Verzl. Ála-
tfioss, Þingholtsstræti 2.
fljótt í gott sfeap.
• Hörð baráltta.
Það er mikið fyrirtæki sem
ÍR-ingar hafa ráðist í með þvi
að bjóða hingað þessu sundfólki
Þess vegna væntir sundfólkið
þess að fólk fjölmenni í kvöld
og annað kvöld í sundlhöllina.
ísl. sundfólkið var ánægt og
keppnisglatt í gærkvöldi á æf-
ingunni. Það tók marga sund-
Frh. á bls. 23.
Valur tapaði fyrir ÍR
og fellur í aðra deild
Sigur ÍR öruggur og verðskuldaður
ÞAÐ blasir nú við handknatt-
leiksliði Vals að falla ofan í
aðra deild. 1 fyrrkvöld lék liðið
næst síðasta leik sinn í íslands-
mótinu og tapaði honum sem
hinum þremur fyrri. Á nú liðið
aðeins eftir leik við Víking og
jafnvel þó þeir vinni þann leik
með 40 marka mun nægir það
ekki til að halda liðinu í 1.
deild. Og slíkur sigur eða stærri
er óhugsandi.
ic ÍR vann báða hálfleiki
Valsmenn mættu ÍR í fyrra
kvöld. Framan af — og reyndar
lengst af — var keppnin hörð
og jöfn og allt virtist geta skeð.
Þó reyndist leikur ÍR-inga heil-
steyptari og traustari og svo fór
að lokum að ÍR vann með 4
marka mun, 21 gegn 17. í hálf-
leik var staðan 10—8 fyrir ÍR.
ic Bjartsýni hjá Val
Fyrri hálfleikurinn var
miklu sögulegri, ÍR-ingar tóku
forystu í byrjun og hélduhenni
örugglega uns Árni Njálsson
skoraði tvö mörk í röð og
breytti stöðunni 4—3 fyrir ÍR,
í 5—4 fyrir Val. Síðan bættu
Valsmenn 3 mörkum við og
þetta leit ljómandi vel út fyr-
ir Val en hálfilla fyrir ÍR, sem
með tapi gat komizt í fallhættu
í deildinni.
★ Sigurinn tryggður
En hin mikla markskytta
ÍR-inga, Gunnlaugur Hjálm-
arsson, náði síðan góðum
leikkafla og hann skoraði
næstu 5 mörk liðsins, breytti
Sundfólkið í Sundhöllinni í
gær. Frá yinstri: Norðmaður-
inn Bjarne, Guðm. Gíslason,
Hrafnhildur, Kristina Lars-
son, Roland Lundin og Árni
Þ. Kristjánsson.
(Ljósm. S. Þorm.)
stöðunni úr 8—4 fyrir Val f
9—8 fyrir ÍR. Þetta reyndist
rothöggið á Val — höggið
niður í aðra deild. Aðeins
einu sinni í síðari hálfleik
tókst þeim að jafna en jafn-
vel það var varla ógnun við
ÍR. ÍR reyndist svo miklu
stcrkara á lokasprettinum,
að sigurinn var örugglega
færður heim.
ic Liðin
Hjá Val bar enn sem fyrr
mest á hinum skotsnögga Bergi
og Egill í markinu verður ekki
sakaður um ósigurinn. Hins veg-
ar virðist Valsliðið í heild vanta
þá festu í leik og uppbyggingu,
sem nægir liðinu til stórátaks.
Hjá ÍR bar Gunnlaugur a£
sem guU af eiri. Hermann er
og máttarstójpi og má liðið
hvorugan missa, ef ekki á Ula
að fara.
ic Ármann vann
Sama kvöld léku Ármenn-
ingar og Breiðablik í 2. deild.
Þar varð um næstum algeran
einstefnuakstur að ræða. Ár-
mann vann með 40 mörkum
gegn 17.
Enska knattspyrnan
31. UMFERÐ ensku deildarkeppninnar
fór fram s.l. laugardag og úrðu úrslit
Hann skorar fyrir lR með einn Framaranna á bakinu.
(Ljósm. Sv. Þorm.)
1. d c-
Arsenal — Blackbum 0:0
Birmingham — Manchester U. 1:1
Bolton — Blackpool 0:0
Bumley — West Ham 6:0
Everton — Wolwerhamton 4:0
Fulham — N. Forest 1:1
Ipswich — Sheffield U. 4:0
Leicester — Chelsea frestað
ManchesWr City — Tottenham 6:2
Sheffield W. — Aston Villa 3:0
W. B. A. — Cardiff 5:1
2. deild.
Derby — Rotherham 1:1
Huddersfield — Leeds 2:1
Leyfcon Orient — Sunderland 1:1
Luton — lirighton 2:1
Middlesbrough — Charlton 3:2
Newcastle — Bury 1:2
Plymouth — Bristol Rovers 3:1
Preston — Stoke 1:2
Southampton — Scunthorpe 6:4
Swansea — Norwich 0:3
Walsall — Liverpool 1:1
í Skotlandi urðu úrslit m.a. þessi:
Celtic — Dundee 2:1
Dunfermline — Stirling 3:0
Hearts — St. Johnstone 1:1
Kilmarnock — Patrick 1:1
Motherwell St. Mirren 2:1
Rangers — Third Lanark 3:1
Staðan er nú þessi:
1. deild (efstu og neðstu liðin)
Bumley 29 19-4-6 90:51 42
Ipswich 30 17-4-9 71:52 38
Tottenham .... 31 15-7-9 60:51 37
N. Forest 31 10-7-14 50:59 27
Cardiff 31 7-11-13 36:53 25
Chelsea 31 9-5-17 49:66 23
Fulham 31 7- 18 41:58 20
2. deild (efs tuog neðstu liðin)
Liverpool 30 20-5-5 74:28 45
L. Orient 31 17-6-8 57:33 40
Plymouth 32 16-7-9 60:54 39
Southampt 32 15-7-10 63:47 37
Middlesbor. .. 9-6ulö 54:62 24
Brighton ........ 31 7-10-14 31:62 24
Charlton ....... 28 8-6-14 45:53 22
Leeds 31 8-6-17 37:53 22
í Skotlandi er Rangers efst með 42
stig, en Dundee er í öðru seeti með 39
stig.