Morgunblaðið - 18.03.1962, Blaðsíða 13
Sunnudagur 18. marz 1962
MORGVNBLAÐIÐ
13
Sídveiðar eru nú stundaðar allt árið.
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugard. 17. marz
rr
Vertíðin gctur enn
r vle
oroið goð
Þrátt fyrir ógæftirnar framan
af vertíðinni er enn ekki úti-
lokað, að hún geti orðið góð.
Fram að þessum tíma mun
vera kominn á land eins mik-
ill eða meiri afli af bátaflotan-
um en á sama tíma í fyrra, en
þess er að gseta í því sambandi,
að fyrstu tvo mánuði vertíðar-
innar í fyrra barst enginn afli
á land í Vestmannaeyjum vegna
verkfallanna, en nú 6—7 þús.
tonn.
i Meðalafli í veiðiferð mun nú
víðast vera meiri en í fyrra og
vegur það upp á móti gæfta-
leysinu. Afli Sandgerðisbáta t.
d. hefur verið ágætur, þegar
gefið hefur, afli Grindavíkur-
báta góður, og Akranesbátar
hafa fiskað sæmilega.
[ Ef aflahrota kemur á síðari
hluta vertíðarinnar, t.d. páska-
hrota í Vestmannaeyjum, getur
því enn orðið góð vertíð.
Síldveiðar allt
arið
Segja má, að nú sé svo kom-
ið, að síldveiðar séu stundaðar
allt árið, og er það auðvitað að
þakka bættum skipakosti og
hinni nýju tækni.
Síldveiðin hefur að vísu verið
lítil að undanförnu, sjálfsagt
ekki sízt vegna ótíðarinnar. —
Allmargir bátar hafa nú hætt
eíldveiðum og tekið net, þótt
nokkrir haldi þeim áfram. En
búast má við að allmargir bát-
ar taki síldarnætur að nýju,
þegar kemur fram í apríl og
Btundi þær hér sunnan- og
vestanlands allt þar til þeir
taka að undirbúa sig undir sum-
arsíldveiðina fyrir norðan.
Vegna hinna stórauknu síld-
veiða varð heildarafli lands-
manna á síðasta ári hinn mesti,
sem orðið hefur, eða 634 þús.
tonn. Hafði hann hækkað um
nálega 120 þús. tonn frá 1960.
Fjárhagur landís-
ins styrkist
Auðvitað á hinn mikli afli
SÍðasta árs þátt í því, að fjár-
hagur landsins hefur mikið
Styrkzt. bó er aflamagnið ekki
réttur mælikvarði, því að síld-
arafurðir eru ekki jafn verð-
inætar og aðrar fiskafurðir.
I hinni merku ræðu, sem Jón
G. Maríasson, Seðlabankastjóri,
flutti nýlega á aðalfundi bank-
ans, gat hann þess, að áætlað
heildarframleiðsluverðmæti sjáv
arafurða á árinu 1961 hefði
tiumið nálægt 3.000 millj. króna
en það var 2628 millj. 1960.
Bankastjórinn gat þess, að
Bamkvæmt bráðabirgðaáætlun
hefði greiðslujöfnuðurinn á vör-
um og þjónustu árið 1961 verið
hagstæður um 200—250 millj.
króna, en sú tala sýnir rekstrar-
efkomu þjóðarbúsins út á við.
Gjaldeyrisstaða bankanna
einna batnaði um 400 millj., en
þar kemur á móti, þegar finna
é afkomu þjóðarbúsins í heild,
eð 150—200 millj. stafa frá
ýmsum fjármagnshreyfingum, ó-
efturkræfu framlagi Bandaríkj-
enna og nokkurri aukningu
Btuttra vörukaupalána innflytj-
enda.
Heildamiðurstaðan verður þá
sú, eins og áður segir, að rekstr-
arafgangurinn hefur verið 200
—250 millj., en þá er ekki tekið
tillit til/ þess, að á árinu 1961
átti sér stað birgðaaukning út-
flutningsvara, sem nam um 186
millj. króna.
Skuldasöfnun
lokið
Eins og kunnugt er hlóðust
stöðugt upp nýjar erlendar
skuldir á tímum vinstri stjórn-
arinnar, og vár svo komið, að
íslendingar voru meðal skuldug-
ustu þjóða heims. Á árunum
1956—1960 jukust erlendar
skuldir til langs tíma um sam-
tals 1640 millj. króna á núver-
andi gengi, eða að meðaltali um
328 millj. kr. á hverju ári.
Á sl. ári voru nokkur lán tek-
in erlendis til langs tíma, eins
og eðlilegt er, en þau voru þó
minni en afborganir slíkra lána.
Afborganirnar námu 389 millj.
en nýjar lántökur 364 millj.
króna.
Þannig tókst á árinu að stöðva
skuldasöfnunina og tryggja þrótt
mikið atvinnulíf, án þess að
lántökur næmu jafn hárri upp-
hæð og varið var til afborgana
af löngum lánum.
Ný lán til stór-
framkvæmda
Þegar ekki er um að ræða
sérstakar stórframkvæmdir, virð
ist eðlilegast að miða lántökur
erlendis við það, að þær nemi
ekki hærri upphæð en svarar
til afborgana af löngum lánum,
þannig að skuldir aukist ekki,
eins og gert var síðasta ár.
Hitt er allt annað mál, að
mjög eðlilegt getur verið að
taka stórlán til geysimikilla
framkvæmda, sem ráðizt er í
eitt eða fá ár, enda sé tryggt,
að þær framkvæmdir sjálfar
standi undir vöxtum og afborg-
unum slíkra lána beint eða ó-
beint.
Ef íslendingum tækist t.d. að
fá erlend fyrirtæki til að reisa
hér alúmíniumverksmiðju og
kaupa orku af ríkinu, er ekkert
eðlilegra en að taka stórlán, jafn
vel mörg hundruð milljónir,
enda á þá að vera tryggt að
hin nýja stórframleiðsla standi
sjálf undir lánunum. Þar að
auki mundu slík stói'orkuver
geta látið íslenzkum iðnaði í té
ódýra afgangsorku.
Eins og kunnugt er hafa síð-
ustu mánuðina stöðugt staðið
yfir athuganir og tilraunir til
að semja við erlenda aðila um
að byggja hér alúmíníumver, og
eru allgóðar horfur á að takast
muni að semja við svissneskt
fyrirtæki, sem sjálft mundi
kosta verksmiðjubyggingarnar,
en íslendingar mundu reisa
orkuverin fyrir erlent lánsfé.
Aftur hæp;t að
haonýta greiðslu-
frest
Einn af kostum hins aukna
frjálsræðis, sem lcomið hefur
verið á í innflutningsverzlun-
inni, er að innflytjendur geta
nú hagnýtt sér greiðslufrest,
sem erlendir seljendur vilja
veita, og hefur það margháttað
hagræði í för með sér, og getur
sparað stórfé.
Slíkur greiðslufrestur er oft
vaxtalaus, en annars yfirleitt
með lágum vöxtum, og er ‘ að
sjálfsögðu hagræði að nota sér
þetta; Hitt skiptir þó meira
máli, að tiltölulega félitlir inn-
flytjendur geta gert stærri og
oft hagkvæmari innkaup, þegar
um greiðslufrest er að ræða.
Fyrrum var innflutningsverzl-
un íslendinga eins og annarra
að sjálfsögðu að verulegu leyti
byggð á greiðslufresti. Hafta-
kerfið útilokaði hann og olli
með því stórtjóni, þótt megin-
skaði landsmanna hafi hlotizt af
því, að á haftatímanum var við-
skiptum oft beint þangað, sem
þau voru mjög óhagkvæm.
Austurviðskipt-
iu óhagstæð
Dæmi það, sem Morgunblaðið
hefur nefnt af innflutningi á þil-
plötum frá Póllandi og Tékkó-
slóvakíu, sýnir hve gífurlegt tjón
getur oft ’hlotizt af því að mega
ekki hagnýta hagkvæmustu inn-
kaup.
Verðið á þessum þilplötum frá
kommúnistaríkjunum er allt að
49% hærra en á heimsmarkaði.
Og á sama tíma sem íslenzkir
innflytjendur eru neyddir til að
kaupa þessa vöru fyrir austan
járntjald, þá flytja Tékkar inn
sömu vörutegund en betri að,
gæðum frá Finnlandi, á lægra
verði.
Menn minnast þess líka að
nokkurs konar niðurgreiðslur
varð að hafa til að losna við
rússneska bíla, sem fluttir höfðu
verið til landsins.
Þegar tekið var að rýmka um
viðskiptahöftin, kom einnig í
Ijós að margar aðrar vöruteg-
undir, sem keyptar höfðu verið
í vöruskiptalöndunum, fengust
miklu ódýrari og betri annars
staðar. Kommúnistaríkin lækk-
uðu þá verð sumra vörutegunda
stórlega, en -aðrar voru ill- eða
óselj-anlegar, þar sem þær þoldu
engan gæðasamanburð.
Almenningur finnur nú kosti
frjálsrar viðskiptastefnu í auknu
vöruframboði og hagstæðara
verði.
Enn frekara
frelsi
Viðreisn-arstjórnin hefur smátt
og smátt verið að gefa fleiri og
fleiri vörutegundir frjálsar, og
vonandi tejrst að koma á full-
komnu frjálsræði í innflutnings-
verzluninni.
Ástæðan til þess, að enn er við-
haldið þvingunum til að fá menn
til vöruk-aupa fyrir austan járn-
tjald, er sú, að erfitt er að selja
sumar sjávarafurðir, einkum
síldarafurðir. Hinsvegar er
ástandið nú þannig, að aðalkaup-
andi okkar á frystum fiski í
kommúnistaríkjunum, Rússland,
á hjá íslendingum um 200 millj.
króna, þ.e.a.s. við höfum flutt
inn vörur þaðan fyrir miklu
meira en út hefur verið flutt.
í því sam-bandi er þess að
gæta, að olíukaup frá Rússlandi
munu ekki vera óhagkvæm, og
timlburkaup í sumum tilfellum
viðunandi, þótt þau séu mikl-
um annmörkum háð. En rneðan
við skuldum Rússum stórfé. á
sama tíma sem við söfnum
frjálsum gjaldeyri, sýnist alveg
ástæðulaust að krefjast mikils
innflutnings þaðan.
Nú keppa allar lýðræðisþjóð-
ir að viðskiptafrelsi, og þ.á.m.
Finnar, sem þó hafa mikil við-
skipti við hinn austræna ná-
granna sinn. Hið sama hljótum
við íslendingar að gera, ef við
ekki ætlum að dragast aftur úr.
Hagnýta á beztu
viðskiptakjör
Auðvitað á að leitast við að
hagnýta á hverjum tíma beztu
viðskiptakjörin, en reynslan hef-
ur sýnt, að það er erfitt án þess
að frjálsræði ríki, því að yfir-
leitt er ekki auðvelt fyrir em-
bættismenn' að meta hvaða við-
i skipti séu hagkvæmust.
Þótt fullt frjálsræði væri í við-
skiptum, er ekki ástæða til að
ætla, að viðskipti okkar • við
kommúnistaríkin leggðust nið-
ur. Hins vegar yrðu þessi lönd
þá að vera samkeppnisfær, bæði
um verð og gæði.
Kommúnistar berjast með hnú-
um og hnefum gogn viðskipta-
frelsi, og auðvitað fyrst og
fremst vegna hagsmuna hús-
bænda.sinna í Kreml. Þeim finnst
sjálfsagt að viðskiptin við komm-
únistaríkin séu aukin, alveg
óháð því, hvort þau séu hagstæð
eða óhagstæð fyrir íslendinga.
Þess er þó að gæta, að hið háa
verð á vörunum frá Austur-
Evrópu og oft léleg framleiðsla,
bitnar fyrst og fremst á neytend
um, sem þessa vöru kaupa. Eng-
um blöðum er því um það að
fletta, að vöruskiptin h-afa mjög
dregið úr þeim kjarabótum, sem
unnt hefði verið að ná, ef fullt
viðskiptafrelsi hefði ríkt.
Mikil sparif jár-
aukiiiii^
Þótt segja megi, að þýðingar-
mesti þáttur viðreisnarinnar hafi
verið að treysta fjárhaginn gagn
vart útlöndum og byggja upp
nokkra gjaldeyrisvarasjóði, þá
er hitt einnig mjög mikilvægt, að
tekizt hefur að halda þannig á
málum, að sparifjáraukning hef-
ur orðið meiri innanlands en
nOkkru sinni áður. Þetta hefur
ekki sízt þýðingu fyrir þá, sem
á næstu árum hyggjast byggja
sér íbúðir.
Árið 1955 hafði tekizt að koma
á fót hinu almenna veðlánakerfi,
og tryggja fjármagn til að standa
un-dir stórauknum lánveitingum
til íbúðabygginga. Leiddi þetta
til þess að íbúðir í smíðum í árs-
lok 1955 voru fleiri en nokkru
sinni áður.
Við lok vinstri stjórnar-tíma-
bilsins var hið almenna veðlána-
kerfi hinsvegar orðið nær óvirkt.
Mánaðarlegar lánveitingar það-
an höfðu minnkað úr 8,7 millj.
kr. í 3,9 millj. og meðallán út á
íbúð stórlækkuðu. En á sama
tíma hafði köstnaðarverð 100
ferm. íbúðar hækkað úr 280 þús.
krónum í 375 þús.
Vegna fjárskorts þess, sem
leiddi af vanmætti vinstri stjórn-
arinnar, hefur ekki verið unnt
síðustu árin að byggja eins mik-
ið og æskilegt hefði verið. En
vegna hinnar miklu sparifjár-
aukningar verður nú unnt að
hefja á ný sókn í íbúðabygg-
ingum.
Ódýrari
íbúðarhús
Erlendir og innlendir sérfræð-
ingar hafa bent á, að íbúðarhúii
væru of dýr hér á landi. Ástæða
er því til að ætla, að fjármagn
það, sem við getum varið til
íbúðabygginga, megi nýta betur
en hingað til hefur verið gert.
Nýlega var frá því skýrt hér f
blaðinu, að Byggingariðjan h.f.
hefði í undirbúningi framleiðsiu
íbúðarhúsa og bílskúra úr
strengjasteypu. Yrðu húsin þá að
verulegu leyti byggð í verk-
smiðjum og síðan reist á skömm-
um tíma. Og er gert ráð fyrir að
byggingarkostnaður geti allmik-
ið lækkað.
Fyrirtæki þetta hefur þegar .
framleitt strengjasteypu, sem
notuð hefur verið í verksmiðju-
hús, brýr og fleira með ágætum
árangri. Má því vænta góðs af
störfum þessa fyrirtækis.
Fleiri leiðir eru til að lækka
byggingarkostnaðinn, t.d. er
vafalaust, að stór byggingarfyr-
irtæki gætu byggt ódýrara, ef
þau hefðu fjármagn til þess að
byggja nógu mörg hús eins eða
svipuð í einum áfanga, í stað
þess, að hvert hús sé byggt eftir
sinni sérstöku teiknincn'