Morgunblaðið - 18.03.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.03.1962, Blaðsíða 16
16 MORGlNBLAÐ1B Sunnudagur 1*. marz 196J Sjötugur í dag: Finnbjörn Finnbjörns- son — málarameistari EINN kunnasti borgari ísafjar'ð- arbæjar á sjötu£safmæli í dag; Finnbjörn Finnbjcmsson kaup- maður -- óg málarameistari.. Má heita, að hvert mannsbárn þar vestra Jþekki hann; ef ekki af iðn hahs og atvihnu, eða sem meðhjálpara í kirkju sinni mörg undanfarin ár — þá a.m.k. sem athyglisverðan rnann á götu, sem setur svip á uinhverfi sitt með glöðu og alþýðlegu viðmóti, ekki sízt við bóm, ásamt með fæddum fríðleik, sem orðið hef- ir enn eftirtektarverðari með árunum, eftir að silfurgrátt öld ungshár hans, sem áður var hrafnsvart, fór að blakta í golunni og boða virðuleik og friðsæld ellinnar. Já, þeir eru ekki margir ísfirðingarnir, sem ekki kannast við „Finnbjörn mál- ara“ einhverra hluta vegna. Finnbjörn er fæddur að Bakka í Hnífsdal 18. marz 1892, sonur hjónanna Halldóru Halldórsdóttur frá Arnardal og Finnbjarnar Elíassonar for- manps og bónda í Hnífsdal og Aðalvík. Ólst hann upp í for- eldrahúsum fram að fermingu, — 4. í röð 13 systkina — en eftir það í Fremri-Hnífsdal fram und- ir 25—26 ára aldurs, hjá Kjart- ani hreppstjóra Guðmundssyni og Kristjönu Þorvarðardóttur konu hans. Á uppvaxtarárunum vandist Finnbjörn allri algengri vinnu til sjávar og sveita eins og títt var þar vestra. Snemma þótti bera á því, hversu lag- tækur hann var, og þegar á unglingsaldri var hann eftirsótt- ur til hvers konar viðgerða, og kom oft fyrir, meðan hann stundaði sjó, að hann væri feng inn til smíða og annar settur til róðranna, því eins og einn kaupmaðurinn komst að orði: „Ég' hefi nóga stráka til að senda á sjóinn, en engan til lagfæringa, nema Finnbjöm.“ Beigðist þannig snemma krók- urinn að því, er verða vildi varðandi æfistarfið framund- an. Stundaði Finnbjörn m. a. bátasmíðar hjá Ólafi Andrés- syni í Hnífsdal 1917 og ’18, og var sumum víst stundum „kalt á kló“ frostaveturinn mikla við slíkar smíðar í ófullkomnu skýli. í sambandi við hinar ýmsu viðgerðir Finnbjörns, þurfti hann snemma að handleika málningu og pensla og kunni því vel. Og því var það, að þegar hann flutti til ísafjarðar — hálfþrítugur maður — tók hann að leggja stund á málara- iðn af meiri áhuga en áður, þótt fleira gripi inn í, svo sem smíðar, beykisstörf á síldar- plani o. fl. Á þessum dvalarár- um sínum á ísafirði, hélt Finn- björn mestmegnis til hjá Magn- úsi Magnússyní kaupmanni, og telur sig hafa lært margt nyt- samt af honum. Árið 1922 hélt Finnbjörn ut- an til framhaldsnáms. Komst hann þegar að sem hálf-lærður málari og tók kaup sem slíkur, en stundaði jafnframt nám við Den Tekniske Selskabsskole í Kaupmannahöfn, sem var sam- eiginleg fræðslustofnun hinna ýmsu iðnfélaga, og lauk þaðan prófi eftir hálft annað ár. Þama í Höfn kynntist Finnbjörn fyrri konu sinni, Ragnhildi Guð- mundsdóttur, önfirzkri að ætt. Hafði hún lagt fyrir sig hár- greiðslunám hjá Kristólínu Kragh í Reykjavík, en var nú úti einnig til framhaldsnáms. Felldu þau Finnbjörn hugi sam- an og giftust í Kaupmannahöfn í maí 1923, héldu heim skömmu síðar og hófu búskap á ísa- firði, þar sem húsbóndinn tók þegar til óspilltra málanna með sjálfstæðan atvinnuresktur í iðn sinni og verzlun með málningar- vörur alls konar. Var þá vor í lofti kringum um þessi glæsi- legu hjón og framtíðardraumar þeira áreiðanlega bjartir. En þeim varð ekki langrar sam- búðar auðið. Frú Ragnhildur lézt 1925, eftir aðeins tveggja ára sambúð. Dró þá ský fyrir sólu hjá Finnbimi. Tvo sólar- geisla áþreifanlega átti hann þó frá látinni konu sinni; tvo efni- lega drengi: Guðmund Ólaf f. 7/11 1923, núverandi sölustjóra Landssmiðjunnat-, sem margt er til lista lagt, því fyrir utan að- alstarf sitt, leggur hann stund á hljómsveitárstjóm og er auk þess lærður málari frá föður sínum — og Ingólf f. 25/4 1925, loftskeytamann, nú lögregluþjón í Kópavogi. Finnbjörn er þann- ig föðurafi Rauðhettu litlu suð- ur þar, sem undanfarið hefir vakið verðskuldaða athygli. Æskuvinkonu góða átti frú Ragnhildur. Þegar séð varð, að hverju dró, hvatti hún mann sinn til þess að fá hana til að standa fyrir búi, því engum treysti hún betur iil að ann- ast kornunga syni þeirra. Varð það úr, að Sigríður Þórðardótt- ir frá Flateyri, dugmikil fríð- leiksstúlka, réðist til Finnbjöms, og varð ráðskona hahs unz þau giftust árið eftir. Lifðú þau í farsælu hjónabandi yfir 30 ára skeið. Hún lézt árið 1958. Þeim varð fimm mannvænlegra barna auðið, og eru þau þessi: Ragn- hildur Guðrún f. 10/11 1926, frú £ Reykjavík — Guðbjartur, f. 15/5 1928, loftskeytamaður, ísafirði — Finnbjörn, f. 9/1 ’31, málarameistari í Reykjavík — Halldóra Kristín, f. 22/1 1932, frú í Köpavogi — og Þórður, f. 9/4 1936, flugmaður, Reykja- vík. Er þetta fríður hópur, en barnabörn Finnbjarnar munu nú vera hartnær 20 að tölu. Síðustu árin hefir Finnbjörn búið með geðþekkri mannkosta- konu, Ragnheiði Jónasdóttur, ættaðri úr Skagafirði, systur þeirra landskunnu systkina Ólínu skáldkonu, Hallgríms kennara og Frímanns skóla- stjóra. Er hún honum mikils- verður félagi á þessum efri ár- um hans, og ég veit, hversu mikils hann metur hana. Þótt Finnbjörn Finnbjörnsson hafi sjálfur altaf litið á sig sem iðnaðarmann fyrst og fremst, hefir hann fengizt við fleira um dagana. Fyrir utan kaupmennskunna, sem þegar er sagt frá, stundaði hann á tíma- bili allmikil fasteignakaup, og þótti farsæll kaupsýslumaður. Naut hann trausts bæði við- skiptamanna og banka, og var af þeim báðum heldur hvattur en lattur til aðgerða, ekki sízt á kreppuárunum mestu, þegar almenningur sá sér ekki fært að gera tilraun til íbúðakaupa, hvað þá meira, og margir bein- línis misstu húseignir sínar vegna vanskila. Varð þá að leita á náðir þeirra, sem betur tókst. Mun um 100 manns hafa verið í húsum Finnbjörns, þeg- ar flest var. Nokkur afskipti af opinberum málum hefir Finnbjörn haft. Eitt kjörtímabil sat hann í bæj- arstjóm ísafjarðar fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, en var varabæj- arfulltrúi enn lengur og í ýms- um opinberum nefndum, svo sem alllengi í Atvinnubótanefnd — orð sem ungt fólk skilur varla — og síðar í Sóknarnefnd, Sátta- nefnd og Áfengisvarnanefnd, og ennþá í þeim. Hann var einn af BOSCH KÆLISKÁPAR Mismunandi gerðir af hinum vinsælu BOSCH kæli- skápum eru nú fyrírliggjandi. Vinsældir BOSCH kæliskápanna liggja einkum í sérstakri nytingu alls geymslurýmis. 4,5 cub. ft. ( 120 lítrar ) kr. 7,500.00 5 — — ( 140 — ) — 8,200.00 6,4 — — ( 180 — ) ný gerð — 12,990.00 8,5 — — ( 240 — ) — 14,980.00 7,8 — — ( 220 — ) sjálv. affr. frystihólf 33 1. kr. 18,890.00 GREIÐSLUSKILMÁLAR — 5 ÁRA ÁBYRGÐ. Höfum einníg sjálfvirkar þvottavélar með þeyti- vindu. Bræðurnír Ormsson hf. Vest.urgötu 3, Reykjavík sími: 1 14 67. stofnendum útgerðarfélagsins Hugins h.f., og í stjórn þess, hluthafi í togaraútgerðarfélög* um o. fl. Sýnir sú þátttaka á- huga hans fyrir framleiðslu- og atvinnumálum, sem mun lengst af hafa verið öllu meiri en til- hneiging til stjórnmálalegra af- skipta. Trúhneigður og kirkju- rækinn er Finnbjörn í bezta lagi, og hefir verið meðhjálp- ari í Isafjarðarkirkju allmörg hin síðari árin. Barnatrú sína hefir hann varðveitt og mun aldrei leggjast til hvíldar áa þess að biðja bænirnar sínar. Persónuleg hugðarefni hins sjötuga afmælisbarns, fyrir ut- an grátt amstur daganna, verða m. a. skynjuð með þátttöku hans í Dansk-íslenzka félaginu frá 1922, félagsskap Frímúrara frá 1935, virkri aðild að starfsemi Norræna félagsins, og þá eink- um þeim þætti, sem hefir beinzt að hinni svokölluðu „vinabæja- hreyfingu". Hefir hann — einn félaga sinna, að ég ætla — heimsótt alla vinabæi ísafjarð- ar á Norðurlöndum: Hróars- keldu i Danmörku, LinkÖping I Svíþjóð, Tönsberg í Noregi og Joensuu í Finnlandi. Auk þess hefir hann ferðazt allmikið um Danmörku og Þýzkaland, verið í Gautaborg og víðar. Finnbjörn Finnbjörnsson hef- ir sem jafnaldrar hans mátt lifa tvenna tímana. Verður honum tíðhugsað til þess og er saman- burður í því efni tamur. Hann hefir lifað fátækt og þrehging- ar hins gamla íslands aldamót- anna og síðar kreppuáranna, en líka notið á ýmsan hátt mögu- leika hinna síðari veltiára. Veit ég satt að segja ekki hvoru tímabilinu hann gefur hærrl einkunn, því honum finnst -s- ekki að ástæðulausu — að hag- sæld og hamingja séu a. m. k. ekki hlutfallslega meiri en áð- ur, miðað við fyrirgang og krónumergð. Og er ég þá kom- inn að því, sem mér finnst einna skemmtilegast í fari Finn- bjarnar, en það er, hversu skemmtilcga og vel hann hefir elzt. Á ég þá ekki fyrst og fremst við útlitið, svo viðkunn- anlegt, sem það er, heldur batnandi viðhorf hans 'til manna og málefna. Mér virðist, að hann hafi orðið því víðsýnni ogfrjáls- lyndari, sem hann hefir orðið eldri. Og þessi allmikli áhuga- maður um viðskipti og verðmæti, sem mölur og ryð annars fær grandað, hefir í æ ríkari mæli vaxið frá stundlegum áhyggjum af öllu þessu og beint hug sín- um æ hærra til eilífðargildanna; þess, sem varir. Slíkt er mikils virði, og ég óska honum tii hamingju með það gæfu- og þroskamerki. Finnbjöm dvelst I dag á heim. ili elzta sonar síns, Guðmundar, og konu hans Jóninu Þórdísar Þorsteinsdóttur prófasts úr Vatnsfirði — að Bugðulæk lí Frh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.