Morgunblaðið - 18.03.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.03.1962, Blaðsíða 20
 SnnputJítgur ,48. mí»rz 1963 20 GEORGE ALBERT CLAY: GINA Saga samvizkulausrar konu ------ 12 ---- Ið niðri í augum og í þunnum silkináttfötum að neðan en ber að ofan. Og þegar hann nálgaðist hana, gat hún séð háðsglottið, sem íék um varir hans. Ég heyrði einhvern hávaða frammi, sagði hann. Ég missti bara kveikjarann minn. Ég var úti að synda. Það sé ég. Hann leit á sund- fötin, sem voru samanvöðluð und ir handleggnum á henni, og síðan á hana, sem vafði sloppnum fast- ar að sér, eins og hann ætlaði að færa hana úr honum með augun- um. Og svo hló hann um leið. Hversvegna kallaðirðu ekki á mig. Mér þykir líka gaman að synda á nóttunni. Ég vissi ekki, að þú værir heima. Hún myndaði sig til að ganga inn í herbergið sitt, en hann stóð í veginum fyrir henni. Ég kom snemma heim. Hann bar höndina með reiðisvip upp að kinninni, og Gina sá löng fleiður á henni, sýnilega eftir klór. Hún varð hrædd. Hann gekk til hennar, og hún fann, að hann ætlaði að fara að taka á henni. Hún veik því til hliðar, ei^ þá gerði hann eins, og hún gat ekki lengur verið í efa um, að hann aetlaði að halda henni fastri. Aft- ur fann hún til hræðslu, en sú hræðsla var öðruvísi en hún hafði áður þekkt, það var við- kunnanleg og æsandi hræðsla. Néttfötin hans voru úr þunnu efni og sátu laust, rétt eins og þau ætluðu að detta niður af mjöðmunum á honum, en hann gerði enga tilraun til að laga þau. Þétt hárið á brjóstinu á honum glitraði í blaktandi kertaljósinu, og rauðu rispurnar á andlitinu á honum glóðu, en augun horfðu á hana, og töluðu án allra orða. Þá greip hann hana í fang sér og hélt henni fastri og varirnar snertu hennar varir, hart og fast, en hendurnar reyndu að rífa af henni kjólinn. Hún náði ekki and anum og líkami hans var heitur. og hún fann svitalyktina og harð an líkama hans, sem þrýsti sér upp að henni. Hún vissi sjálf, að hún hafði litla löngun til að losna frá honum og bráð- lega mundi sú löngun engin vera — þetta var eins og að kafa niður í djúpan hyl. Hún reif sig lausa og hljóp eftir ganginum og skeytti engu hávað- anum, sem hún gerði. Þegar hún kom inn í herbergið sitt, hallaði hún sér upp að hurð- inni, grátandi, hrædd og skelfd — hrsedd við sína eigin löngun eftir því, að hann hefði haldið lengur áfram. Höggin é dyrnar voru létt en þrálát. Nei, sagði hún við hurðina. Farðu! Það eru sundfötin þín, hvíslaði hann og þegar hún opnaði hurð- ina ofurlítið, rak hann blautan sundbolinn í augu henni, en augnaráð hans var hlæjandi og ertandi og hún hataði hann. Við gætum skemmt okkur vel saman, sagði hann lágt. Hann horfði á hana upp og niður. Og ég held, að við gerum það. Þegar hún heyrði hurðina hans látna aftur vissi hún, að sér væri óhætt og tók að velta því fyrir sér, hvort hún óskaði þess raunverulega. Hún fór upp í rúm ið, og vissi, að hún yrði að fara varlega. Vicente girntist hana, en það þurfti hann að gera nægilega til þess að vilja giftast henni. Það var mjór vegur, sem var fyr- ir höndum og hættulegur, því að hún yrði að vera freistandi ná- lægt honum, en þó varast að gefa sig honum á vald ofsnemma. Því að gerði hún það of fljótt, var hún búin að missa af honum sem eiginmanni. VIII. Það var snemma morguns og húsið var hljótt. Don Diego sat einn í litlu borðstofunni, en stóð upp brosandi, þegar Gina kom inn. Góðan daginn! Þetta var á- nægjulegt. Þú getur nú borðað morgunverð með mér. Hann beið eftir, að hún segði eitthvað, en hún var sokkin nið- ur í hugsanir sínar, og hann hélt því áfram: Diego er farinn út á búgarðinn, en hann sagði mér. að brúðkaupið mundi ekki fara fram næstu vikurnar. Það var hugul- samlegt, því að þá geturðu kynnzt lifnaðarháttum okkar áð- ur en þú tekur þá upp sj álf.... Og þetta geta orðið ánægjulegar vikur Hann brosti. Við Lolyta getum haft þig hérna á heimil- inu, og Luisa og Vicente geta orð ið þér til skemmtunar og afþrey- ingar. En svo fór, að hún sá lítið til Luisu ef til vill ennþá minna til Vicente. Að vísu lék hún nokkr- um sinnum tennis við Luisu, en hún komst brátt að því, að það var vonlaust verk að vinna bug á hlédrægni stúlkunnar. Og svo varð eins og þegjandi samkomu- lag um, að þær hættu að látast hafa áhuga hvor á annarri. Vicente var þarna oft, en þó var rétt eins og hann kæmi þar aldrei raunverulega. Hann kleip í handlegginn á henni, þegar hann hjálpaði henni út úr vagn- inum. Hann kom allt í einu á vettvang, þegar hún var að synda, og þrýsti þá vöðvasterk- um líkama sínum að henni, eins og fyrir hreina tilviljun. Hann var aldrei nærgöngull né ágeng- ur við hana, heldur beið þolin- móður. Beið, eins og þolinmóður veiðimaður. Hann bauð henni aldrei með sér, þegar hann rangl- aði út úr húsinu í samkvæmi á kvöldin, og lét hana aldrei taka sig alvarlega. Ginu fannst hún aldrei fara neitt út, nema í einstöku teboð með frú Lolytu, þar sem hún svo sat úti í horni og hlustaði á skraf á spænsku. Eða þá hún fór í búðir og sá dásamlegar skínandi fagrar vörur, sem hún þó ekki gat keypt, því að hún þurfti að spara saman alla aura sína. Hún horfði á frú Lolytu borga þúsund pesos fyrir ofurlítinn saffír handa dóttur einhverrar vinkonu sinnar, sem hafði verið veik, eða fara heim með margar stikur af japönsku silki, ekki af því að hún þyrfti að fá sér nýja flík, iheldur af því að henni þótti slíkt ÍHUtvarpiö Sunnudagur 18. marz. 8.C3 Létt morgunlög. — 9.00 Fréttir. — 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Morgunhugleiðing um músík: PIERPOnT ARMBANDSÚR HEFUR ALLA KOSTINA * höggvarið ( * vatnsþétt •* glæsilegt * óbrjótanleg * gangfjöður * dagatal * árs ábyrgð * verð við * aHra hæfi Veljið vandað úr til fermingargjafar Pierpont úr fást í yfir 30 mistnunandi gerðum Sendi í póstkröfu um allt land GARÐAÍt ÓLAFSSON, ÚRSMIÐUR Lækjartorgi — Sími 10081 >f >f GEISLI GEIMFARI >f >f >f Z3 SPAŒSH/e COHSTZUCTEÞ OEA POWE&FUL hewalloy WSCOVEPY CALLEO • &UPAB/LL/UM , /S PEAPY FOP FL/GA/r TESr/NS. ei/ruouN harvey, LAB ASS/STAMT 70 THE LATE ALEXANPER PPESTON, PUPAB/LL/UM'S ckeator, PUTS /N A PESPEPATE V/PEO- PUONE CALL TO PP. PPESTON'S V//POW, LUPA. • • Geimskip, sem smíðað er úr nýju ttiálmblöndunni durabilium, er reiðu- búið til reynsluflugs. Þá hringir John Harvey, sem var aðstoðarmaður Alex- anders Prestons heitins prófessors, fann upp málmblönduna, vísindamannsins, Láru þegar hann til ekkju Prestons. — Lára, þetta er John. Eg hringi frá rannsóknarstöðinni — Hvað er um að vera? — Láttu ekki durabilium-blönduna í Eg hef fundið alvarlegan galla á henni. „Tvö sendibréf tónskálda** (Árni Kristjánsson þýðir og les) 9.35 Morgimtónleikar: a) Konsert í C-dúr fyrir flautu, hörpu og hljómsveit (K 299) eftir Mozart (Auréle Nicolot, Rose Stein og Bach-hljóm- sveitin í Míinchen leika; Ka-rl Ritcher st j). b) Boris Christoff syngur lög eftir Tjaikosky. ct Serenata í C-dúr op. 48 eftir Tjaikosvsky (Sinfóníuhljóm- sveitin í Pittsburgh leikur; W illiam Steinberg st j.). 11.00 Messa í Hallgrímskirkju (Prest- ur: Jakob Jónsson. Organleikari Páll Halldórsson). 12.15 Hádegisútvarp. ’l 13.15 Erindi: Lénsskipulag í Evrópu; II. (Sverrir Kristj-.nsson sagnfræð- ingur). 14.00 Miðdegistónleikar: Óperan „Sam son og Dalíla“ eftir Saint-Saéns (éléne Bouvier, José Luccioni. Paul Cabanel, Charles Cambon og Médus syngja með kór og hljómsveit Þj jðaróperunnar í París; Louis Fourestier stjórn- ar. — í>orsteinn Hannesson kynnir). 15.30 Kaffitíminn: — (16.00 Veðurfr.) a) Carl Billich og félagar hans leika. b) ..Frakkland lokkar**: André Kostelanetz og hljómsveit hans leika lagasyrpu. 16:20 Endurtekið efni: a) Rósberg G. Snædal rithöf- undur les frumsamda smá- sögu: „He>fnd“ (Áður útv, 25. f.m.). b) Kristen Flagstad syngur laga flokkinn „Kindertotenlieder'* eftir Gustav Mahler (Áður útv. 6. þm.) c) Sigurður Markússon, Gunnar Egilsson o.fl. kynna klarínett- una (Útv. í tónlistartíma bam anna 28. nóv. sl.). 17.30 Barnatí x (Helga og Hulda Val- týsdætur): a) Framhaldssagan: „Doktor Dýragoð": III. (Flosi Ólafs- son) b) Framhaldsleikritið „Rasmus, Pontus og Jóker“ eftir Astrid Lindgren; III. — Leikstj.: Jón Sigurbjörnsson. 18.20 Vfr. — 18.30 .,Ef engiU ég væri með vængi“: Gömlu lögin. 19.10 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir og íþróttaspjall. 20.00 „The Perfect Fool“, ballett- músik eftir Gustav Holst (Kon- ungl. fílharmoníusveitin í Lund unum leikur; Sir Malcolm San- gent stj.). 20.10 í>ví gleymi ég aldrei: „Brotsilf- ur frá bernsku.dögum“ (Þórunn- Elfa Magnúsdóttir flytur fró- sögu sína, er hlaut 3. verðl, í ritgerðarsamkeppni útvarps- ins). 20.40 Tvíleikur á píanó: Whittemom og Lowe leika fjórhent lög eftir Albéniz, Granados og de Falla, 21.00 Spurt og spjallað í útvarpssal. — Þátttakendur: Gils Guðmundí son framk <dj., Guðjón Guðjóns- son fulltr., Ragnar Jónsson forstj, og Tómas Guðmundsson skáld; Sigurður Magnússon stýrir um- ræðunum. 22.00 Fréttir og veðurfr. — 22.10 Dans- lög. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 19. mar*. 8.00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Björn Jónsson. — 8.05 Morgunleik- fimi: Valdimar Örnólfsson stj, og Magnús Pétursson leikur und ir. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar) 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12.2® 13.15 Bændavikan hefst: a) Ávarp (Steingrímur Steinþóri son búnaðarmálastjóri). b) Útflutningur (Helgi Pétur»» son f ramkvæmdaetj óri). c) Eiga bændur að rækta kornf (Björn Stefánsson ritstjóri), 14.00 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tillt, — Tónleikar. — 16.00 Veðurfr. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir). 17.05 Tónlist á atómöld (Þorkell Sig- urbjörnsson). 18.00 í góðu tóm,j: Erna Aradóttir tal- ar við unga hlustendur. 18:20 Veðurfregnir. — 18:30 Þirígfr, — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag.). 20.05 Um daginn og veginn (Friðjó« Stefánsson rithöfundur). 20.25 Einsöngur: Snæbjörg Snæbjörn* dóttir syngur; Fritz Weisshapp- el leikur undir á píanó. a) Tvö löjg eftir Sigvalda Kalda lóns: „V-rar samt'* og ,.Vor- vísur." b) Tvö lög eftir Eyþór Stefánc- son: „Mánaskin*4 og „Nóttin með lokkinn ljósa." c) Tvö lög eftir Karl Ó. Run- ólfsson: „Úti ert þú við eyja* blár“ og „Japanskt ljóð.“ d) ..Draumalandið* eftir Sigfúfl Einarsson. 20.45 Erindi: Óskalandið 1 íshafimi (Guðmundur Einarsson mynd- höggvari frá Miðdal). 21.15 Tónleikar: Concerto gnosso nr. \ eftir Ernest Bloch (Eastman- Rochester hljómsveitin leikur; Howard Hanson stj.). 21.40 „Ferð inn í fjallamyrkrið4', smá- saga eftir Hannes Pétursson (Elfa Björk Gunnarsdóttir). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.1é Passíusálmar (24). 22.20 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð- mundsson). ^ 23.10 Dagsk.ráxlolr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.