Morgunblaðið - 18.03.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.03.1962, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. marz 1962 Fjölþættur árangur af starfi Norðuriandaráðs Ræða Gísla Jónssonar á 10. þingi rdðsins í Helsingfors í gær BFTIR hörmungar þær, sem gengu yfir Evrópu á fyrri heims- styrjöild, varð mönnum Ijóst að þjóðirnar yrðu að jafna deilur sín á miUi með sætt eða dóm- um, leggja niður hnefaréttinn og taka upp friðsamlega sambúð og samskipti, ef skapa slkyldi mann kyni viðlhlítandi örygg í lífi þess og störfum. Hjá öllum menningarþjóðum hafði þessi hóttur verið tekinn upp innbyvðis á milli þegnanna, sem sættu sig við þá skipan mál- anna. Að fara á sama hiátt með deilur á milli þjóða, til þess þannig að skapa varanlegan frið, sýndist ekki einasta sjálfsagt, heldur virtist og að það ætti ekki að vera óyfirstíganlegum erfið- leiikum bundið. En þegar til kast anna kom, sýndist þó málið allt örðugra, Á friðarráðstefnunni að lökinni Styrjöld urðu tillögur all ar í þá átt að víkja fyrir valdi sigurvegarans, sem hugðist tryggja friðinn með valdbeitingu ón dóms eða sáttar, og í þeirn anda, var hinum sigruðu settir friðarfkiosti. Ýmis lönd í Evrópu settu traust sitt um of á þessa samninga, og ýmsa aðra sem á eftir fóru á milli landa innan Evrópu, drógu þau úr landvörn- um og uggðu ekki að sér fyrr en næsta heimsstyrjöld var slkoll- in yfir, rneð öllum þeim hörm- ungum, sem henni voru sam- fara. f þeim eldraunum sem Norð urlöndin þá gengu í gegnum, skyldist þeim bezt hversu meiri Og hollari áhrif þau hefðu getað haft á gaug þeirra mála, ef þau hefðu þá staðið saman, sem ein órjúfandi heild. Þótt hér á Norðurlöndum byggju fimm mismunandi þjóðir, sem hver átti sína tungu, sína menningu og sína siði, áttu þær þó svo fjölda margt sameiginlegt og skylt, í menningu sinni og lífi að fornu Og nýju, að nánari kynni Og nánara sarostarf í uppbyggingu nýrrar veraldar, sem ekki yrði akotið á frest, hlaut að sameina þær í eina, sterka hei'ld, þar sem áhrifa þeirra gætti meira, en ef hvOr þeirra kæmi fram sem sér- stæður aðiii, og því varð Norður- landaráð til: Norðurlandaráð átti öll sín blöð áskrifuð, eins og allt sem nýtt, er það í fyrstu var stöfn- að. En við það voru þá þegar bundnar mikiar vonir. Þegar ráð- ið heldur nú sinn 10. fund væri rangt að halda því fram, að þær vonir hafi ekki rætzt. Ráðið hefur á þessum árum tekið fjölda móla til meðferðai, og þegar tekið er tillit til þess; að róðið er aðeins róðgefandi án valdbeitinga, er það raunverulega furðu margt, sem komizt hefur í framkvæmd. Hér skulu ekki rakin einstök af- reik sem unnin hafa verið, en aðeins bent á, að samrýming lög- gjafar í ýmsum sviðum, sam- vinna í framkvæmd dómsmála, samgöngumála, heilbrigðis- og félagsmáia, — en þar hefur ár- angurinn a.f samstarfinu orðið mestur, — hefur ekki aðeins Orð- ið þegnum Norðurlanda til mik- illa hagsbóta heldur hefur hér verið skapað fordæmi á milli þjóða, sem vel væri þess vert, að sem flestar þjóðir í Evrópu taki sér til fyrirmyndar. Norðuriandaróð hafði ekki starf að lengi, er sýnilegt var, að allur fjöldi erinda, sem tekinn var til meðferðar á fundum þess gæti tæplega fengið jákvæða af- greiðslu. Störf þess myndu kafna í dkriffinnsku, án þess að raun- hæfur árangur næðist Skapað- ist hér meiri vandi en menn almennt gerðu sér Ijóst í upp- hafi. En flutningur þessara mála sem öll snertu að meira eða minna leyti norrænt samstarf, sýndu þó, svo að eigi varð á móti mœlt, að þegnar allra Nórður- landanna æsktu 'þess, að taka upp á sem allra flestum sviðum sam- starf og samvinnu, og að þeir treystu allir fyrst og fremst Norð- urlandaráði til þess að bera til- lögur þeirra fram til sigurs hversu miklir erfiðleikar sem kynnu að verða á veginum. Það var því ekki vandalaust að tak- marka tölu þeirra mála, sem fyrir skyidu tekin á fundum ráðs ins. En með starfi níu manna nefndanna sem vinna á milli funda róðsins að undirbúningi mála og með þeirri stefnu, sem mörkuð var á fundi róðsins í Reykjavík 1960, að taka upp beina og nánari samvinnu á milli forseta ráðsins Og forsætis- ráðherra Norðurlandanna, þar sem þessir aðilar kæmu saman, a. m. k. einu sinni á ári til þess að ræða málin sem mestu varða á hverjum tíma, leysist þessi vandi að verulegu leyti. Fundirnir, sem þessir aðilar héldu í Harpsund í ökt. 1960 og í Hangö I nóv. 1961, urðu tví- mælalaust til þess að skapa meiri festu í störf ráðsins og tryggja fljótari Og betri afgreiðslu þeirra mála, sem mestiur vandi var að afgreiða, Og mestu tjóni hefði valdið ef öf langur dráttur hefði orðið í afgreiðslu þeirra. Þessir fundir verða 1 framtíðinni hið berandi afl í störfum Norður- landaráðsiws, og munu er fram líða stundir, styrkja á allan hátt nórrænt samstarf. Norðurlanda- ráði var fyrst og fremst ætlað það hilutverk að styrkja norrænt sam starf innbyrðis á milli landanna. En hlutverk þess verður engu síð ur hitt í framtíðinni, að koma fram sem ein heild í norrænum málum út á við, og þá væri það ekki lítilsvirði að samstarf og samstilling þessara fimm landa hefði tekizt með þeim ágætum, að það gæti orðið til fyrirmynd- ar fyrir aðrar þjóðir, sem í dag eiga minni samstarfsvilja um lausn vandamólanna en norrænu löndin. Vér sem höfum fró byrj- un starfað í ráðinu, kynnst þeim anda, sem þar svífur jafnan yfir vötnunum, og þeirri brennandi þrá, sem þar er til staðar til þess að sameina norræna kraftá 1 baráttu fyrii betri lífskjörum, meiri lífshamingju öruggari friði og minni ótta ekki einast til handa norrænum þjóðum heldur Og öllu mannkyni óskum þess af heilum hug að þessar hugsjónir rætist og treystum Norðurlanda- róði til þess að vinna að þvi markvíst á komandi árum. Dag- lega hlustar mannkynið allt á æsifréttir frá austri og vestri um hina stórkostlegustu þróun í vís- indum og tækni. Hugir milljóna fyllast af kæti og stolti yfir því, að tekizt hefur að senda menn í geymförum um hóloftin umhiverf is jörðina á örskömmum tíma og skila þeim heilum á húfi aftur til jarðar Og unnið er sleitulaust að því að koma þeirn þannig til annarra hnatta, og þó eru öllu mannkyni Ijóst, að tækist ekki að semja um deilumálin á milli þjóðanna, er einmitt þessi þróun í vísindum og tækni líklegust til þess að geta lagt lön.d og líf í auðn á öi skömmum tíma. Það er því fullkomlega tímabært, að þjóðirnar sameini krafta sína til varnar þeim vóða, sem hér er á ferð, en tryggasta vörnin gegn hönum, er aukinn skilningur á milli þjóðanna aukin virðing fyr- ir lífi og rétti þjóða og ein- staklinga, og aukinn kærleikur á mildi mannanna. En grundvöll urinn fyrir því, að slíkt megi verða, er meiri og betri skiln- ingur hver á annars kjörum, en slíkt öðlast menn bezt með nánii samstarfi og persónulegri viður- kynningu. Á þessum grundvelli hefur Norðurlandaróð byggt upp starf sitt, og vér óstoum þess af heilum hug, að sá viti sem þannig var reistur og þannig logar, sendi blys sitt einnig út fyrir norræn takmörk. Þá ihunu þúsundir manna utan Norðurlanda einnig virða og blessa störf Norður- landaráðs. | • Á að aga börnin? Ég hefi heyrt ýmsar skoðan- ir um það hvort beri að hafa aga á börnum. Foreldrar vilja yfirleitt gera það sem þau telja að börnunum sé fyrir beztu, og þá er þetta mikil- vægt atriði. Fyrir nokkrum dögum las ég í riti Hjúkrunar kvennafélagsins grein eftir Halldór Hansen, yngri, lækni á barnadeild Heilsuverndar- stöðvarinnar og í þeirri grein var komið inn á þetta. Ég held að mörgum muni þykja fróð- legt 'hvað hann segir um þetta, og tilfæri því hér kafla úr greininni, sem því miður verð- ur að vera stuttur vegna rúm- leysis. Q Mismunur á aga og bælingu Allir foreldrar hafa ein- hvern tíma verið börh, og fáir eru þeir, sem leyst hafa öll þau tilfinningalegu vandamál, sem steðja að á barnsaldri. Langflestir menn bera með sér ör frá þeim tíma og sumir opin sár. Hver reynir að bæta úr og verja sig, sem bezt hann getur, í daglegu lífi. — Sum- um er þetta ljóst, öðrum ekki, eins og gengur. Þegar fullorð- inn maður eða kona eignast barn, er ekki óalgengt, að hlut aðeigahdi endurlifi á einhvern hátt vandamál sinnar eigin bernsku í sambandi við tilveru barns síns. — Oft og einatt er hlutaðeiganda þetta algjör- lega ómeðvitað, og á þá ekki langt í land, að sá hinn sami taki jafnómeðvitað til að leita lausnar á fornum vandamál- um í tilveru barns síns. — Auðvitað geta vandamálin, sem barninu er á ómeðvitaðan hátt ætlað að leysa, einnig verið komin til síðar meir á ævinni, en í framkvæmd verð- ur afleiðingin hin sama. Ef langt er gengið í þessa átt, er barninu lagt á herðar hlut- verk, sem það hefur engin skilyrði til að uppfylla með sóma, og það því síður, sem til finningalegum þörfum þess sjálfs er um leið að jafnaði ekki sinnt sem skyldi. Slíku barni er ósjálfrátt þröngvað inn í farveg, sem því er óeðli- legur og stundum óbærilegur. Það verður að beygja og bæla eðlilegar tilfinningar eða falla að öðrum kosti í varanlega ónáð. og í ónáð getur engu barni liðið vel til lengdar. Á þessu byggist reyndar sú stað- reynd, að það er yfirleitt hægt að aga börn. Hér er ég kominn að því atriði, sem mestum misskiln- ingi og ruglingi hefur valdið í sambandi við uppeldismál, þ. e. a. s. mismuninum á aga og bælingu. — Ég skal fúslega viðurkenna, að takmörkin eru engan veginn alltaf greinileg. í aðalatriðum má segja, að bæling skapi tilfinningalegt ófrelsi. en agi takmarki at- hafnafrelsi. Af hræðslu við bælingu hefur aganum því miður oft verið kastað á dyr á seinni árum og það í nafni sálarfræðinnar og uppeldis- fræðinnar. — Það er illa farið, því að agalaus maður verður þræll eigin duttlunga, og álita mál er, hvort hann sé ekki enn verr settur en sá, sem er þræll umhverfisins. — Sjálfsagi skapast smátt og smátt fyrir utan að komandi aga og er hverjum manni nauðsynlegur, sem vill komast farsællega yfir hina þyrnum stráðu vegi tilverunnar. Agi í nærri hvaða mynd, sem vera skal, er engu barni skaðlegur, svo framar- lega sem hann miðast fyrst og fremst við framtíðarhag og velferð barnsins sjálfs, en ekki við hagsmuni eða augnabliks- duttlunga þess, sem agar. 0 Kröfurnar miöist við barna Sem betur fer, er ekki öllum börnum ætlað að leysa vanda- mál foreldra sinna. Flestum foreldrum þykir vænt um börn sín, vilja þeim vel og bera hag þeirra fyrir brjósti, Flestir vilja í hjarta sínu kenna barninu það, sem þeim hefur sjálfum reynzt bezt og réttast. Margir tengja ákveðn- ar vonir og óskir við börnin sín, og flestir óska þeim betri lífdaga en þeir hafa sjálfir notið. — Jafnvel áður en barn ið fæðist, er þannig búið að leggja því ýmsar skyldur á herðar, sem vonast er eftir og stundum krafizt, að þau upp- fylli. — Síðar meir tekur þjóð- félagið við og krefst þess, að barnið semji sigað siðum þess og háttum, sem eru auk þess mjög breytilegir frá einu þjóð félagi til annars og innan sama þjóðfélagsins á mismun- andi tímum. — Séu slíkar kröf ur miðaðar við getu barnsins er ekkert við þær að afihuga........

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.