Morgunblaðið - 21.03.1962, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 21. marz 1962
MOKGV N HLAÐtB
17
og notkun þeirra
Fræðsluþættir
frá Samvinnunefnd
banka og sparisjóða
um tékkaviðskipti
EHSTS og kunnugt, er, hafa tékka-
viðskipti hér á landi verið í nukl-
um ólestri, og hefur það staðið
í vegi ’fyrir eðlilegri útbreiðslu
og almennri notkun tékka. Þetta
hefur forráðamönnum banka og
sparisjóða lengi verið ljóst, og
ihefir til úrbóta m.a. verið sam-
inn bæklingur um tékkaviðskipti,
sem hefur verið og er á boðstól-
um í bönkum og sparisjóðum.
IÞað sem hér fer á eftir er byggt
á áðurnefndum bæklingi.
Tegnundir
innlánsreikninga
Það er ein helzta þjónusta
foanka og sparisjóða að taka við
fé til varðveizlu og ávöxtunar á
hagfelldan hátt. Innstæðureikn-
ingum. sem viðskiptamenn þeirra
eiga völ á, má skipta í tvo höfuð-
flokka: sparisjóðsbækur og tékka
reikninga.
Tékkareikningar
Tékkareikningar eru tvenns
konar: sparisjóðsávísanareikning
ar og hlaupareikningar, en regl-
ur, sem gilda um þá, eru í megin-
atriðum hinar sömu.
Hlaupareikningar eru einkum
ætlaðir fyrirtækjum og öðrum,
sem nota ávísanir mjög mikið.
Sparisj óðsávísanareikningar
eru ætlaðir þeim. sem ekki nota
tékka mjög mikið, og henta þeir
því ölluni almenningi Reikning-
uni þessum fylgja sparisjóðsbæk-
ur, sem þó er ekki fært í nema
endrum og sinnum, þegar við-
skiptamaður kemur með bókina
í bankann. Þær eru því ekki veð-
hæfar.
Sparísjóðsreikningar
Alnr.ennar sparisjóðsfoækur eru
langalgengasta tegund innláns-
reikninga hér á landi. Ekki er
hægt að taka út úr þeim eða
leggja inn í bær nema sparisjóðs-
foókin sé sýnd um leið og sýnir
hún því ávallt rétta innstæðu.
Sex mánaða og eins árs bækur
eru frábrugðnai almennum spari
sjóðsfoókum að því leyti, að ekki
er hægt að taka fé út úr þeim
nema innlánsstofnuninni sé til-
kynnt skriflega þar um sex eða
tólf mánuðum fyrir fram. Þegar
fresturinn er liðinn. ber að taka
út upphæðina innan einnar eða
tveggja vikna. Sé þá innstæða efr
ir á reikningnum, er hún sjálf-
krafa bundin á ný með sex eða
tólf mánaða uppsagnarfresti.
Tiu iira bækur. Fé, ;em lagt er
1 þær, er bundið, bar til 10 ár eru
liðin frá stofnun bókarinnar.
Sparisjóðsinnstæður umfram
Jausaskuldir eru skattfrjálsar
samkvæmt lögum.
Vexttr
Vextir af reikningum eru eftir
Iþvi hærri sem innstæðurnar eru
foundnari, en þeir eru ekki alveg
]þeir sömu hjá öllum lánsstofnun-
um. Af sparisjóðsávisanabókum
eru nú yfirleitt greiddir 4% vext
tr, 7% af almennum sparisjóðs-
foókum, 8% af sex mánaða bók-
tim, 9% af ársbókum og 9% % af
tíu ára bókum. Af sparisjóðs-
ávísanareikningum eru vextir
yfirleitt aðeins reiknaðir af
lægstu innstæðu á hverjum tíu
dögum eða mánuði.
Opnun reiknlnga
Venjulega sparisjóðsreikninga
má opna í nafni hvers sem er.
Strangari kröfur eru gerðar um
opnun tékkareikninga til að
koma í veg fyrir misnotkun
þeirra.
Til þess að fá tékkareikning
þarf að uppfylla eftirtalin
skilyrði:
1. Leggja skal fram skriflega
umsókn um opnun reiknings, þar
sem tilgreindur er aldur umsækj-
anda, atvinr.a og heimilisfang
2. Umsækjandi skal vera orð
inn 21 árs og fjái síns ráðandi.
3. Þeir, sem brotið hafa ai
sér, þannig að lokað hefur verið
fyrir þeim tékkareikningi, fá
yfirleitt ekki að opna tékka-
reikning á ný.
4. Sparisjóðsávísanareikning
er ekki hægt að opna með minni
upphæð en 2.000 krónum.
5. Um opnun hlaupareikn-
ings skai semja sérstaklega
hverju sinni við viðkomandi
innlánsstofnun.
Meðferð tékka
Til þess að tékki sé gildur, verð
ur hann að vera gerður eftir
fyrirmælum tékkalaganna, og
nýtur hann þá sérsiaklega réttar-
verndar.
Vanda ber útfyllingu tékka og
sérstaklega gæta þessara atriða:
1. Tilgreina verður "étt núm-
er innstæðureiknings, sem tékk-
inn er gefinn út á.
2. Tékki má hljóða um
greiðslu til tiltekins manns (stofn
un'tr) eða til handfoafa. Einnig
má gefa tékka ú+ til ráðstöfunar
útgefandanó sjálfs, sem þá jafu-
framt er handfoafi
3. Upphæð tékkans skal
skrifa bæði í tölustöfum og með
bókstöfum, og ber að gæta þess,
að tölurnar séu samfoljóða (sé
svo ekki, ræður sú upphæð, sem
skrifuð er með bókstöfum).
4. Geta skal um útgáfustað
og útgáfudag.
5. Ófoeimilt er með öllu að
dagsetja tékka fram í tímann,
enda hefur slík dagsetning engin
áhrif, þai eð allir tékkar eru
greiðsluhæfir þígar við útgáfu.
6. Undirskrift verður að vera
í samræmi við sýnishorn það,
sem reikningseigandi hefur af-
hent greiðslustofnunmni.
7. Vió innlausr. eða afhend-
ingu tékka ber handhafa að fram
selja hann með því að rita nafn
sitt á bakhlið tékkana.
Strikun tékka er fólgin í því,
að tvö samhliða strik eru dregin
á franfolið tékkans. Ef ekkert er
skráð á milli strikaana eða þar
eru skráð crðin „til banka“. ei
strikunin kölluð almenn, en sé
nafn tiltekins banka skráð á milli
strikanna, er hún nefnd sérstök.
Sé um almenna slrikun tékka
að ræða, má gieiðslubankinn að
eins greiða öðrum banka eða
einfoverjum viðskiptamanni sin-
um tékkann. En sé sérstök strik-
un á télcka má banki aðems
greiða hann hinum tilgreinda
banka eða, ef það er greiðslu-
bankinn sjálfur, þá einfoverjum
viðskiptamanni sínum. Strikun
er trygging gegn því, að tékki,
sem t.d. er sendur með bréfi, sé
greiddur óviðkomandi manni.
Mjög þarf að gæta þess að
gefa ekki út tékka nema inn-
stæða sé fyrir hendi. Hverjum
tékka í tékkhefti fylgir stofn-
miði sem nota á til að skrá allar
færslur svo að menn geti fylgzt
með innstæðunni á hverjum
tíma. Menn ættu ætíð að gera
fyrirspurn til lánsstofnunar, ef
þeir eru í vafa um reikningsstöðu
sína
Misnotkun tékka
Samkvæmt lögum liggja þung-
ar refsingar við vísvitandi mis-
notkun og fölsun tékka. Einnig
ganga innlánsstofnanir ríkt eftir
því, að tékkar séu ekki misnotað-
ir.
Sé tékki gefinn út á reikning,
sem hefur of lic.a eða enga inn-
stæðu, og um augljósan ásetning
hafi verið að ræða, verður við
komandi reikningi lokað og út-
gefandi kærður. Einnig er lokað
reikningum þeirra viðskipta-
manna sem sýna ítrekað gáleysi
í notkun tékká.
Lokun reikninga er tiikynnt
öðrum innlánsstofnunum, og
munu þeir, sem reikningum hef-
ur verið lokað fyrir ekki fá
tékkareikninga áftur nema sér-
stak’ega standi á.
Gefi reikningseigandi út tékka,
eftir að honum er kunnugt um
lokun reikningsins verður hann
kærður fyrir fjársvik.
Notkun tékka
í viðskiptalífinu
Tékkanotkun er mjög lítii hér
á landi og mun minni en eðiilegt
getur talizt. Venjulega hafa fyrir
tæki verulegt magn séðla í fjár-
hirzlum sínum til að hafa nægi-
legt reiðufé til daglegra útgjalda
Slíkar greiðsluvenjur eru yfir-
leitt seinvirkar einkum þegar
um stærri upphæðir er að ræða,
og fela auk þess í sér nokkra
áhættu. Notkun tékka kemur í
veg fyrir þessa ágalla, en þar að
auki hafa þeir fleiri kosti.
Kaupmenn, innheimtumenn,
gjaldkerar fyrirtækja og fjöl-
margir aðrir eyða miklu af tíma
sinum i að telja peningaseðla,
enda er algengt að sama peninga
greiðsian sé talin mörgum sinn-
um. Alltaf er hætta á mistaln-
íngu, og peningaseðlar geta auð-
veld’ega týnzt í meðförum manna
og kornast þá sjaldan í réttar
hendur aftur. Hins vegar eru
tékkar ónýtt fé öðrum en réttum
handhaía Þotkun tékka er órugg
asla og fljótvirkasta aðferð, sem
fyrirtæki eiga völ á, til að inna
peningagreiðslur af höndum
Allmikil áhætta fylgir þeirri
venju margra fyrirtækja að hafa
mikla sjóði í seðlum og sk'pti-
Imvnt til að annast daglegar
: I ^
Leiðrétta má tékka með því að setja undirskrift við
leiðréttinguna.
greiðslur, enda munu fáar fjár-
hirzlur geta talizt fullkomlega
tryggar. Það ætti að vera sjálf-
sögð öryggisregla að nafa sem
minnst af seðlum og mynt í fjár-
hirzlum fyrirtækja, en nota í þess
stað þá þjónustu sem bankar og
sparisjóðir veita með tékkakerf-
inu. Er þá hentugast að leggja
daglega innkomið fé á banka-
reikning, en annast greiðslur síð-
an með tékkum.
Fyrirtæki, sem ekki hafa
hlaupareikning, verða að liggja
með töluvert handbært fé að öll-
um jafnaði til þess að sjá fyrir
rekstrarfjárþörf sinni. Sjaldnast
standast útborganir og innborgan-
ir á. Noti fyrirtæki ekki banka-
reikning, sem lagt er inn á jöfn-
um höndum og innborgc.nir ber-
ast, missir það af vaxtatekjum
þar serr bankarmr gre:ða vextl
af innstæðum á hlauprreikningi.
Sérfovert fyrirtæki þarf að
ávaxta sem bezt það fjármagn,
sem þaö notar r atvinnurekstri
sínum og sjálfsagt er því að
njóta þeirra vaxtatekna, sem völ
er á, en liggja ekki með vaxta-
laust fé í sjóði.
Almenn notkun tékka gerir
greiðslukerfi hvers fyrirtækis
einfaldara og Ijósara. Ef allar
meiriháttar greiðslur eru inntar
af hendi með tékkum fæst gott
yfirlit yfir þær, svo að auðvelt
er að fylgjast með því, hvernig
peningunum hefur verið varið.
Þá gera tékkagreiðslur mönnum
auðveldara eð leiðrétta skekkjur
og misskilr.ing. sem jft vill verða
í sambandi við pe iingagreiðslur,
þar sem bankarnir skrá hverja
úttekt úr viðkomandi reikningi,
auk þess sem útgefandi fylgist að
sjálfsögðu með inneigninni á
hverjum tíma með því að skrá
inn- og útborganir á sérstök blöð,
sem eru í hverju tékkhefti.
Þegar tekið er tillit til hinna
mörgu kosta, sem fylgja notkun
tékka bar sem viðskipti eru orð-
in jafn umfar.gsmikil og fjölþætt
og nú er á fslandi, verður að
teljast furðulegt, að notkun
þeirra skuli ekki vera meirj en
raun ber vitni og að mörg fyrir-
tæki skuli alls ekki hafa hlaupa-
reikning í bönkum, heldur ann-
ast allar greiðslur sínar með pen-
ingum, sem geymdir eru í eigin
fjárhirzlum fyrirtækjanna.
Kostir tékka
fyrir almenning
Þó „ð lékkar hafi fyrst. og
fremst gildi sem greiðslutæki í
viðskiptum, þá eru þeir einnig
mjög handhægir og gagnlegir fyr
ir almenning. Sérhver maður í
nútíma þjóðfélagi þarf að inna
af hendi margar peningagreiðsl-
ur, þó að hann stundi ekki sjálf-
stæðan atvinnurekstur. Sumar
eru háar og þar að auki reglu-
legar, t d. greiðslhr fyrir raf-
magn, húsaleigu og hita, og er
heppiiegt að greiða þær með tékk
um. Bæði gefur það heildaryfir-
lit yfir gifciðsb' -nar eftir á og
auðveldar greiðsluviðtakanda inn
heimtvna. Einstaxlingai ættu að
forðast að geyma mikla peninga
á heimilum sínum, þar sem
sjaldnast eru góðar fjárhirzlur.
Þá ýtir það oft undir eyðslusemi
að hafa mikla peninga milli hand
anna. Mörgum er ósýnt um að
geyma fé, tem þeir geta auðveld-
lega ráð ti', og kaupa þá jafnvel
í h ''s .arleysi hluti, se í þeir
sjá síðar, „ð þ.u geta vel verið
án.
Notkun tékka veitir mrnnum
nokkurt aðhald í meðferð pen-
inga, gefur þ_:m tiíefni ti að
íhuga eyðslu sína nánar en þe r
mundu gera, ef þeir notuðu að-
eins seðla. Innlög I bankareikn
ing og víðtæk notkrn tékka koma
reglu á fjárreiðui manna og
j tryggja þeim auk þess vaxtatekj-
. ur. Slík meðferð fjár ei og likleg
til að vekju áhuga á sp.rnaði,
sem síðar get'.ir komið í góðar
þarfir. Það er því ágæt regla að
leggja laun sín strax eftir útborg-
un í banka, en ráðstafa þeim síð-
an með tékkum jafnóðum og út-
I gjöldin verða.