Morgunblaðið - 21.03.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.03.1962, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 21. marz 1962 GEORGE ALBERT CLAY: INA Saga samvizkulausrar konu ------------ 14 ------------ Við þannig óveður vaknaði Gina einn sunnudagsmorgun síð- ast í júlímánuði, en hún vaknaði bara svo seint, að hitinn var kominn í almætti sitt. Það var steinhljóð í húsinu, og svona síðla morguns hlaut það að þýða, að fjölskyldan væri við messu. Hún flýtti sér í fötin, eins og bezt gekk, og þaut svo út í kap- elluna. Hún var einlyft og mjög lítil, enda aðeins ætluð heimilis- fólkinu. >að voru kannski tíu bekkir í henni, tveir þeir fremstu fyrir fjölskylduna og svo ná- granna eða gesti, eins og Sffredo- fjölskylduna, og svo voru þeir næstu ætlaðir heldri hjúum, eins og jómfrú Alverez og Maríu frænku. Svo komu lægri hjúin og börn þeirra og loks lausafólk og snikjudýr. Morgunverðurinn var etinn í ró og næði, en þó stundvíslega, því að þarna var 1 mörgu að snú- ast. Vikuna á undan höfðu frú Lolyta og maður hennar boðið mörgum, sem þau höfðu hitt, til miðdegisverðar, og svo mátti bú- ast við fjölda óboðinna gesta. Þarna gátu orðið þrjátíu gestir, eða jafnvel kannske hundrað og þrjátíu, því að þessi sunnudags- máltíð hjá de Aviles var orðin fastur siður. Mörgum klukkustundum síðar, þegar gestirnir tóku að tínast burt og loks þegar ekki voru nema örfáir gestir eftir, sagði frú Lolyta við Ginu, að þau hjónin ætluðu að bjóða henni í spænska klúbbinn. Þetta boð afþakkaði hún og bar fyrir sig höfuðverk, og síðan gekk hún til herbergis síns, og fegnar urðu jómfrú Alverez og María frænka, sem voru orðnar kúguppgefnar eftir daginn, og langaði mest i bólið. Hún hafði ætlað að hafa fata- skipti, en þá heyrði hún barið létt að dyrum, rétt þegar bíll hjónanna var að hverfa fyrir hornið. Þar var kominn Vicente. Hún opnaði í hálfa gátt og horfði á hann. Hann hafði áður boðið henni út með sér. Ég er nú hrædd um, að henni mömmu þirmi líki þetta ekki, sagði hún. En við komum vonandi snemma heim aftur? Auðvitað líkar henni það ekki, sagði Vicente hlæjandi, og hver veit, hvenær við komum heim. Hann yppti öxlum. Þú þarft ekk- ert að vera að hafa fataskipti, því að þama verður enginn, sem þú þekkir. Og enginn, sem líklegt er, að þú hittir aftur. Hann hló enn. Ginu fannst þetta allt heldur ískyggilegt — en freistandi um leið. Og hún yrði með Vicente. Ég ætla að fara og taka bílinn, sagði hann. Ég verð strax kom- inn að dyrunum. Þegar Gina kom niður stigann, sá hún Vicente og bílinn úti fyr- ir, en hún sá líka Maríu frænku, sem tók sér stöðu beint fyrir framan hana, spyrjandi á svip- inn og bablaði spænsku allt hvað af tók. Gina brosti bara til henn- ar og gekk til dyra, en gamla konan feita, trítlaði á eftir henni. Þá var eins og henni yrði nú fyrst ljóst hvað til stæði og hún gekk fram fyrir Ginu, án þess beinlínis að stöðva hana, en rödd in var biðjandi. Hún hljóp niður dyraþrepin og að bílnum, en steig ekki inn í hann þótt hann héldi hurðinni upp. Hún vildi gjarna fara með honum og vera með honum, en hún vildi láta hann skilja, að enda þótt hún færi með honum í samkvæmi, þá léti hún hann ekki ráða öllum skilmálum. Það er bara eitt, sagði hún. Ég vil að þú skiljir, að.... Ég skil ekki neitt, tók hann fram í fyrir henni reiðilega. Og ég lofa engu. Það hef ég þegar sagt. Þú bara kemur eða kemur ekki. Ég nenni ekki að horfa á þig tvístíga þetta lengur. Gina leit á húsið, sem var svo dimmt og formlegt og þögult í myrkrinu. Hún leit á gömlu konuna, sem nú stóð á dyraþrep- unum og var að ráða það við sig, hvort hún ætti að kalla á hjálp eða hlaupa til og halda í stúlkuna með afli. Svo leit hún á Vicente sem, eins og hann sjálf- ur sagði, lofaði engu nema því að taka hana með sér út að skemmta sér. Kannske var þetta síðasta vonin, um. að hann beiddi hennar — síðasti mögu- leikinn til að erfa auðæfi de Aviles. Jæja? spurði hann Hún þaut inn í bílinn og skellti hurðinni hart aftur, og Vicente setti bílinn í gang, og Gina sá, að jómfrú Alverez var komin til Maríu frænku úti fyrir dyrunum. X. Gina hallaði sér aftur í leður- sætinu og lét hendurnar hanga en vindurinn feykti hárinu á henni til og kyssti rakt enni henn ar. Þau töluðu hvorugt meðan bíllinn þaut niður eftir Lopenza og beygði inn í Avenida de Mangos og smaug síðan í hlykkj- um gegnum næturumferðina, og rétt slapp við árekstur við vöru- bíla og önnur farartæki, og Vic- ente hló, þegar einhver bölvaði honum, sem hafði rétt sloppið við að verða undir bílnum. Gina hló líka. Það átti eitthvað svo vel við hana núna. Látum bara þá gömlu og fátæku sjá um sig sjálfa! Nótt in sú ama var fyrir þá ungu og ríku. Er þetta samkvæmi ekki í borg inni? spurði hún þegar bíllinn var að komast út á þjóðveginn út í sveitina. Þarna var samt mikil umferð, ekki síður en í borginni sjálfri. Nei! æpti harin á móti. Það er í strandhúsi í Talisay. Húsinu mínu. Ertu kannski hrædd við það? Hann hló upp í goluna. Kannski þú viljir snúa við? Gina hristi höfuðið, en sagði ekkert. Bíllinn stundi, vindurinn feykti hárinu á henni, en henni var alveg sama. Hún var að fara í samkvæmi með Vicente, hann hafði boðið henni, hann þráði hana, og nóttina átti hún sjálf, til að gera við hana hvað hún vildi. Húsið var langt og mjótt,' ekki nema ein stofa á breiddina, og byggt á þarlenda visu, milli lágr- ar hæðar og kókoslundar. Þau fóru út úr bílnum og fleiri gestir lentu samtímis. Húsagarðurinn var illa hirtur, eins og algengast var þama í landi, og frá vegin- um séð skar húsið sig alls ekkert úr frá öllum hinum. Ginu datt í hug, að það væri viljandi gert af Vicentes hálfu. Stofan var skuggaleg og ekki stór, en samt sýndist hún allstór því að þarna voru lág húsgögn og bogagluggar út að sjónum. Nokkur pör dönsuðu þama eftir lágværri útvarpshljómlist, en aðrir, bæði Spánverjar, Ameríku menn, Filipseyingar og kyn- blendingar, sátu eða lágu á lágu legubekkjunum, með glös í hönd um eða í feimnislausum ástarat- lotum. Dyrnar út í eldhúsið voru opnar Þá tók Vicente í handle'gg henni og í sama bili kom Filips- eyjastúlka til þeirra. Hún var smávaxin og þröngi innisLoppur- inn leyndi ekki fögru vaxtarlagi hennar. Hún hafði tré-ilskó á fót- um, að þarlendum sið, og um leið og hún gekk fram með miklum yndisþokka, sá Gina, að hælarn- ir á skónum voru svo háir, að stúlkan mundi ekki ná henni nerna í öxl. Hörund hennar var mjúklega brúnt og augun ofur- lítið skásett, munnurinn stór en þó ekki um of og þykka, svarta hárið var sett upp í hnút, heldur óvandlega, uppi á höfðinu. Þetta er Beteta, sagði Vicente. Gefðu henni Ginu eitthvað að drekka, skipaði hann og hvarf síðan út gegn um bogagluggann. Velkomin! sagði stúlkan og röddin var eins og í strengjahljóð færi, en augun voru ekki í neinu samræmi við orðin, því að þau voru spyrjandi, reið og móðguð. Vildirðu.... ? Laga á mér hárið, sagði Gina. Vindurinn í bílnum.... Beteta fylgdi henni inn í stórt svefnherbergi, með baði, en einn veggurinn þama var lika boga- gluggi, út í garðinn, eins og gluggarnir í stofunni. Ung stúlka lá þversum á rúminu, rétt eins og hún hefði fleygt sér þar án þess að nenna að koma sér fyrir, og þarna inni var einhver sæt- beiskur ilmur. Gina settist við snyrtiborðið og greiddi sér, en Beteta stóð kyrr að baki henni, svo að hún sá mynd hennar í speglinum, sá reiði hennar og afbrýðisemi, sem hún gat þó ekki skilið. Þá mundi hún allt í einu orðróminn og sög- ur jómfrú Alverez, og það með, að Beteta væri ekki einungis ráðs kona Vicentes þarna, heldur hjákona hans. Og svo hélt aum- ingja stúlkan, að Gina væri ein af hjákonum hans! Eg hef engan áhuga á honura, máttu vita, sagði hún hreinskiln- islega. Enda mundi hann alls ekki koma með mig hingað, ef svo væri bætti hún við. Það kemur nú annars fyrir, að hann kemur með þær hingað, sagði Beteta. Þetta er líka hans hús. ailltvarpiö Miðvikudap'ur 21. marz. 8.00 Morgunleikfimi (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónl. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 9.10 Veðunfregnir. — Tónl. 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Erindi bændavikunnar: a) Nýjungar 1 ullarframleiðslu (Stefán Aðalsteinsson búfjár- fræðingur). b) Sauðfjárræ.-ú (Sigfús I>or- steisson ráðunautur). c) Fjármennska / eftir Þorstein Geirsson bónda á Reyðará (Egill Jónsson ráðunautur flytur). 14.00 „Við vinnuna'*: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og til. — Tónleikar. 16.00 Veðurfr. — Tónl. — 17.00 Fréttir. — Tónleikar) 17.40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna: ..Leitin að loftsteininum*' eftir Bernbard Stokke; III. (Sigurður Gunnaií son þýðir og les). 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þingfr. Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20.00 Vamaðarorð: Haraldur Árnason ráðunautur talar um meðferð bú- véla. 20.05 Létt lög: Egerlander músikant- arnir syngja og leika. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Eyrbyggja saga; XIV. (Helgi Hjörvar rit- rithöfundur). b) íslenzk tónlist: Lög eftir Bjarna Böðvarsson. c) Dr. Símon Jóh. Ágústsson pró- fessor flytur frásöguþátt um gamalt útilegumannabæli, Þórð- arhelli á Ströndum. d) Sigurbjörn Stefánsson flytur vísnaþátt. e) Jóhannes úr Kötlum les úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar, 21.45 íslenzkt mál (Jón Aðalsteinsson cand mag). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passiusálmur (26). 22.00 Veraldarsaga Sveins frá Mæli- fellsá; VIII. lestur (Hafliði Jóns- son garðyrkjustjóri). 22.40 Næturhljómleikar: Kammerhljóm sveit útvarpsins í Strassborg leilc ur. Stjórnandi: Marius Briancon. a) Sinfónía nr. 83 í G-dúr eftir Haydn. b) Lítil sinfónía fyrir blásturs- hljóðfæri eftir Gounod. c) Divertimc.ito nr. 7 eftir Moz- art. 23.35 Dagskrárlok. Fimmtudagur 22. marz. 8.00 Morgunleikfimi (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 TónJ, — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 9.10 Veðunfregnir. —» Tónl, 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —• 12.25 Fréttir og tylkynningar). 13.15 JSrindi bændavikunnar: a) Ylræktarspjall (Óli Valur Hansson ráðunautur). b) Jurtasjúkdómar (Ingólfur Da- víðsson magister). c) Útrýming ^ rgs (Sveinn Ein- arsson veiðistjóri). 14.00 „Á frívaktinni*', sjómannaþáttur (Sigríður Hagalín). 15.00-Síðdegisútvarp (Fréttir og til. -r* Tónleikar. 16.00 Veðurfr. — Tónl, — 17.00 Fréttir. — Tónleikar) 17.40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Guð- rún Steingrímsdóttir). 18.20 Veðurfregnir. — 18.30 Þingfrétti* — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. ■— 19.30 Fréttir. 20.00 Um töluvisi; III þáttur: Meira un* talnritun, — algorismus (Björa Bjarnason menntaskólakennari), 20.15 íslenzkir organleikarar kynna verk eftir Johann Sebastian Bach; VI.: Guðmundur Gilssoij leikur orgeltilbrigðin „Sei gegr- usset, Jesu gutig"; dr. Páll ís- ólfsson flytur formálsorð. 20.40 Kvöldvaka bændavikunnair (Ráðil nautarnir Agnar Guðnason. a) Karlakórinn Heimir í Skaga- firði syngur. Söngstjóri: Jóa Bjömsson bóndi á Hafsteina- stöðum. b) Farið á bæi og rætt við húa- freyjur af þýzkum uppruna. c) Frá þorrablóti í Biskupstung- um: Mælt íyrir minni karla og fluttur leikþáttur. d) Veiðimannaspjall: Rætt vig Lárus Björnsson bónda f Grímstungu o-f J. •) Lokaorð: Þorsteinn Sigurðsso*| bóndi á Vatnsleysu, formaður Búnaðarfélags íslands. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.15 Passíusálmur (27). 22.20 „Ævintýrið í gróðurhúsinu", cmf saga eftir Guy de Maupasant, f þýðingu Baldurs Pálmasonar (Brynjólfur Jóhannesson leikari| 22.40 Djassþáttur (Jón Múli Ámaaon). 23.10 Dagskrárlok. — Eg mála aðeins það raunverulega, aðeins það, sem ég sé! Vegleg afiiiælisgjöf RBTSAFN JÓIMS TRAUSTA 8 bindi. Verð kr: 1500.— Fæst hjá bóksölum. * X- >f GEISLI GEIMFARI >f >f •— Við hringjum aftur til þín, John r.... Til að segja þér hvenær ég get komið! — Hvað átti John við, Vandal? Hvað er athugavert við durabilium- blönduna ? — Eg veit það ekki, Lára. En eitt veit ég fyrir víst- Það verður að þagga niður í John.... Fyrir fullt og allt!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.