Morgunblaðið - 21.03.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.03.1962, Blaðsíða 6
6 MORGVNBL AÐ1Ð Miðvikudagur 21. marz 1962 Garðyrkjuskóli oð Reykjum í Ölfusi ÞESSI mynd er af 11 tonna trillu, sem á að fara að gera út á net. Eigendur eru Ólafur og Guðmundur Grímssynir. Heitir tryllan Gullskór og skrá setningarnúmerið er GK 270. Verður hún gerð út frá Vog- um, en á henni verða tveir menn auk bræðranna. Þeir gera ráð fyrir að verða með 80 net. Trillan er frambyggð og netin tekin inn rétt aftan við stýrishúsið og síðan eru netin dregin aftur í skut og þau lögð þaðan. Fiskstíur eru með síðunum beggja vegna við netarennuna. Myndin er tekin fram eftir Gullskó í gær og sjást þeir bræður, Guð- mundur t. v. og Ólafur þar sem þeir eru að ganga frá metunum í skutnum. Lijósm. Mbl. Sv. Þorm. LAUGARDAGINN 3. marz sleit Unnsteinn Ólafsson, skólastjóri, Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi. Var þar m'argt manna saman komið. Meðal viðstaddra var Ingólfur Jónsson, landbún- aðarráðherra. 18 nemendur hafa verið í skól anum í vetur. Af þeim braut- skráðust 10. Hæstu einkanir hlutu þeir Guðlaugur Sigur- jónsson 8,50 og Gretar Gríms- son, Syðri-Reykjum, Grímsnesi, 8.45. — í ræðu sinni sagði skóla- stjóri, að þetta væri í fyrsta skipti í sögu skólans sem land- búnaðarráðherra væri viðstadd- ur skólaslit Garðyrkjuskólans og fyrir þetta vildi hann þakka. — Þá sagði skólastjóri að þetta yrði að öllum líkindum síðasta sinn, sem skólaslit færu fram í þessu gamla skólahúsi, því haf- in væri bygging nýs skóla og væri það von sín að hinn nýi skóli gæti tekið til starfa á næsta skólaári. — Mörg hvatn- ingarorð og heilræði fengu nem- endurnir í veganesti. Næstur tók til máls landbún- aðarráðherra og talaði ráðherr- an um rekstur Garðyrkjuskól- ans og hvatti nemendur til lær- dóms og dugnaðar og óskaði farsællri framtíð, svo og nem- endum. Séra Helgi Sveínsson þakkaði skólastjóra og nemendum gott samstarf, sem hefði í alla staði verið til fyrirmyndar. Guðjón Björnsson, garðyrkju- maður, afhenti f. h. Neðra-As í Járnsmiðir og vökulög Eftirfarandj samiþykikt var gerð á fraimihaldsaðalifundi Fél. járniðnaðarmanna í Reykjavík laugardaginn 17. marz: „Framihaldisaðalfundur í Fél. járniðnaðarmanna haldinn laug ardagainn 17. marz 1962, sam,- þykkir að láta í ljós megna and- úð á framkominni málaleitun Fól. ísl. botnvörpuskipaeigenda, um breytingar á vökulögunum í þá átt að lengja vinnutíma tog arasjómanna". „Ljenharður fógetiw leikinn í Hornafirði HÖFN, Hornafirði, 19. marz: — Ungmennafélagið Máni í Nesj- um frumsýndi s.l. laugardags- kvöld sjónleikinn „Ljenharð fó- geta“ í Mánagarði. Ljenharður var leiikinn aif Rafni Eiríikssyni, Skólastjóra, Guðný Ingólfsdóttir var leikin af Hólmfríði Leiifsdótt ur og Torfa sýslumann lék Sig urjón Bjarnason. Rafn Eiríks- son gerði leiktjöld og fór hann einnig með leikstjórn. — Leik urinn tókst með ágætum, og var leikurum klappað lof í lófa. — Gunnar. Hveragerði, 500 kr., sem á að veita fyrir beztu teikningu að tiliöguuppdrætti að skrúðgarði í Hveragerði. Margar teikningar komu fram og mikill vandi að velja á milli og erfitt að gera upp á milli þeir^-a. Úrslit urðu þau að tvær teikningar hlutu verðlaun, en þær gerðu Guðm. H. Benediktsson og Úlfur J. Hreiðarsson. Margar ræður voru fluttar af kennurum og nemendum, sem allir lofuðu þann góða anda, sem ríkti í skólanum. — Að lokum var setzt að veizluborði og var það til fyrirmyndar fyrir ráðskonu skólans, Guðbjörgu Guðmundsdóttur. — Georg. Dagsektir lögboðnar Á fundi neðri deildar á mánudag var frumvarp um heilbrigðissam- samþykktxr samiþykkt sem lög frá Alþingi, en það felur m. a. í sér, að heimilt sé að knýja fram sam- þykktir heilbrigðisnefndar með dagsektum. Þá var frumvarp um skólakostnað saroþyfckt við 3. um ræðu og sent efri deild til af- greiðslu. Frumvarp um almanna- tryggingar, sem felur í sér hækk- un á viðtals- og vitjunartímum læfcna var samþykkt við 2. um- ræðu. í efri deild voru við 2. um- ræðu samþykkt frumvörp um heyrnleysingjaskóla og eyðingu svartbaks. Frumvarpi um kirkju byggingarsjóð var vísað til 2. um ræðu og menntamálanefndar, en frumvarp um fiskimálasjóð sam- þykkt við 3. umræðu Og sent neðri deild til afgreiðslu. • Útrýming svartbaks Velvakandi hefur fengið eft irfarandi tilskrif frá Ófeigi J. Ófeigssyni lækni: Þetta um soðnu eggin og veiðibjölluna, sem birtist í dálkum þínum í dag (16. marz), hefur skolazt svolítið til sem eðlilegt er, því við vorum að tala um allt annað efni, þegar svartbakinn bar lauslega á góma. En þó varð mér hálf bilt við, þegar ég las að stjóða ætti eggin á prímus og að veiðibjallan myndi liggja á eggjunum ár eftir ár. Ef fugl hefur einu sinni yfirgefið hreiður sitt með eggjum, vitjar hann þess aldrei aftur. Af því að hið háa Alþingi er enn einu sinni að ræða hvern- ig útrýma megi veiðibjöll- unni, langar mig að biðja þig fyrir eftirfarandi, ef verða mætti að Alþingi sæi sér fært að taka tillögur mínar til raunhæfra nota. Eg er viss um að draga mætti stórlega úr veiðibjöllu mergðinni hér við land með því að koma í veg fyrir að eggin ungist út án þess að fuglinn finni að þau hafi ver- ið skemmd. f hvert sinn áður en fuglinn klekur út, ætti að seiida menn í sem allra flest varplönd hans. Menn þessir gætu geng- ið svo þétt saman, að flest hreiðrin fyndust. Eggin væru gerð ófrjó án þess að vera hreyfð og án þess að á þeim sæi. Líklega væri þetta bezt með smá raftækjum, sem gæfu frá sér nægilegan hita til þess að gera eggið ófrjótt. Hvernig þessu skyldi hagað væri auðvelt að rannsaka á hænueggjum áður en varp veiðibjöllunnar hefst. Eins þyrfti að afla upplýsinga urn, hversu lengi mætti búast við að svarbakurinn lægi á ófrjóu Um heybirgðir og skepnuhöld á Hólastað VEGNA orðróms Og blaðaskrifs um heybirgðir og skepnuhöld hér á Hólum bið ég yður vinsamleg- ast að birta eftirfarandi yfirlýs- ingu í blaði yðar: „Af gefnu tilefni og að beiðni sfcólastjórans á Hólum í Hjalta- dal höfum við undirritaðir forða gæzlumenn Hólahrepps sfcoðað í dag heybirgðir á Hólastað Og ástand búpenings. Við getum fúslega vottað, að allar skepnur eru vel fóðraðar og í ágætu ástandi. Ennfremur álít- um við að aflökinni sköðun og mælingu heybirgða, að á Hóla- stað sé nóg heyfóður handa bú- stofninum fram úr í öllu venju- legu árferði Og vandræðalaust að mæta vorharöindum með auk- inni notkun fóðurbætis. Hólum í Hjaltadá'l 15/3, 1962, Guðmundur Ásgrímssoni, Hlíð (sign) Hallgrímur Pétursson 1C j arvalsstöðum (sign) Strandamenn rauð ir af rauðmagaáli GJÖGRI, Ámeshreppi, 19. marz: Mikil rauðmagaveiði hefur verið á Gjögri að undanförnu, og eru Árnesshreppsbúar að verða rauð ir af rauðmagaáti, þvi að rauð maginn er nú óseljanlegur til SÍS, sem hefur keypt hann tdl reykingar s.l. ár, sdðan Niels Dungal hélt fyrirlestur sinn um að allur reyktur matur væri ó- hollur. Sennilegt er, að grá- sleppuveiði verði lítið stunduð á Gjögri í vör vegna þess að SÍS liggur með miklar birgðir af grásleppuhrógnum óseldum frá því í fyrra. Er þetta miikill tekju missir fyrir menn, sem stundað hafa grásleppuveiðar undanfarin ár. — Regína. eggjunum, áður en hann yfir- gæfi þau og byggði sér nýtt hreiður. Með þessu einfalda ráði ætti að vera hægt að koma í veg fyrir að fuglinn yki kyn sitt ár eftir ár. Gamli fuglinn myndi þá smám sam- an deyja út af sjálfu sér. Eg held að þetta yrði mannúðleg- asta og áhrifamesta leiðin til útrýmingar svartbakinum. Rétt er að geta þess, að mig minnir að ég hafi ein- hverntíraa heyrt minnst á eða lesið, að aðferð þessu lík hafi verið reynd einhvers staðar erlendis. • Sumarklukkan vitlausa Þ.F.E. skrifar undir ofan- greindri fyrirsögn: Nú líður að þvi að klukk. unni verði flýtt, skv. venju, En getur þú Velvakandi góð. ur, upplýst mig það, hvað þetta á að þýða nú á dögum. Upphaflega var ætlunin að spara ljósmetið, en sú ástæða er fyrir löngu úrelt. Eg lít á sjónarmið vinnandi manna, sem útivinnu stunda. Þeir eru búnir að þreyja þorrann og Góuna áður en birtir og hlýn- ar á morgnana. En svo þegar loks þetta er að koma, þá kemur klukkan og rekur menn aftur á bak í morgun- kuldann. Eg hefi oft óskað þeim sem halda þessuro hé- góma uppi, að þeir væru komnir upp á verkpalla og húsþök í norðaustan næðingi og vita hvort þeim þætti nokk uð verra þó sólin væri komin upp. Legg ég því til að við fáum að hafa okkar réttu klukku ðhreyfða nú í sumar og framvegis. V?> ~f-/7\-f Mtc,- mM 7 / l\ ^)ONGX h: = V mm í c /n: U(Q^ ÍÁTÍJ n m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.