Morgunblaðið - 23.03.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.03.1962, Blaðsíða 3
Föstudagur 23. marz 1962 MORGUHBLAfílÐ 3 MtaK Framlh. aí bls. 1. allt í rúst, kolluhræ út um allt, hreiðrum spillt og fuglinn svo hræddur, að það er fyrst nú, eftir fimm ár, að varpið er að komast 1 eðlilegt horf. Hefur sáralítil dúntekja verið í þessu v&rpi síðan. Eikiki hefur örn gert usla á Hvallátrum síðan, en sam- kvæimt upplýsingum lögfræð- ingsins verður að meta hve miikið afhroð dúntefkjan hefur goldið. Bjóst Júhannes Lárus- son við því að skaðabótakraf- an mundi nema um 50 þúsund krónum. „Og það má bæta því við, að það hefði verið billegra fyr ir Jón að skjóta örninn og borga sektina", sagði Jó- faannes að ldkum. Mbl. átti eins Og fyrr getur símtal við Jón Daníelsson í gær. Sagði Jón m. a.: Þessa mynd tók Björn Björnsson í Breiðafirði og sýnir hún ungan öm á varðbergi. Nú standa fyrir dyrum málaferli vegna þessa konungs fulganna. Örn gæðir sér á æðarkoliu í augsýn bóndans sem ekkert má gera — Ernir spilla selveiði Jón Daníelsson — maður má víst ekkert gera þessu .... „Það halda sig alltaf ernir hér á veturna en þeir hafa eklki gert skaða hjá mér síðan 1957. Við sjáum erni alltaf annað slagið, einn, tvo og jafn vel þrjá saman. Það er gott til fanga í eyjunum og þeir éta aðallega æðarfuglinn. Æðar- fuglinn er eini fuglinn hér um slóðir á veturna og því eini fuglinn, sem örninn faefur til að lifa á. Við höfum staðið þá að þessu og gengið fram á erni þar sem þeir hafa verið að rífa í sig æðarkollu. En maður má víst ekkert gera þessu og ekki styggja þá“. „Ernirnir fara fara héðan á vörin og halda sig þá á varp- svæðum sínum, en sá sem gerði uslann hjá mér, varð eftir og hélt sig hér um vorið“. „Fyrir 'hálfum mánuði horfð um við á örn, sem sat á ís rétt fyrir framan lendinguna hérna og var að éta æðar- kollu. Þeir trúa þessu ekki náttúrufræðingarnir, en oikk- ar reynsla er nú önnur hér,“ sagði Jón Daníelsson að lok- um. Þá er þess að geta, að bænd ur að Búðardal í Slkarðs- 'hreppi, Þorsteinn Karlsson og Magnús Halldórsson, rituðu Friðjóni Þórðarsyni sýslu- manni í Búðardal bréf og til- kynntu að örn fældi allan sel frá þeim, og óskuðu eftir því að málið yrði athugað og leit- að eftir bótum. Liggur nú fyrir gjafsóknarabréf í dóms- málaráðuneytinu um mál þetta. Mbl. átti í gær símtal við Þorstein í Búðardal. „Það hafa verpt arnarhjón í nókkur ár í svonefndum Flögum frammi í firðinum, og ekki hefur veiðzt nokkur sel- ur á meðan þau hafa verið hér. Fyrir nokkru verptu hjón in ekki eitt sumar og þá brá svo við að selur veiddist eins og áður, Við veiðum 14—15 seli undir venjulegum kring- umstæðum en þegar örninn verpir veiðist kannske einn selur eða jafnvel enginn. Verð ið á selskinnum er gott núna, 8—900 krónur á skinn“. „Við vorum að hugsa um málssókn t af þessu Og skrif- uðum sýslumanni. Það er gjaf sóknarbréf í ráðuneytinu núna“. * „Hér er einnig æðarvarp og örninn hefur spillt því líka. Ég veit ekki hvernig á þessu stendur með selinn, en senni- lega er hann hræddur við örninn, sagði Þorsteinn að lök um. En sínum augum lítur hver silfrið, Og áhugamenn um erni hafa sitt að segja í þessum efnum. Mbl. sneri sér í gær til Magnúsar Jóhannssonar, sem náið hefur fylgzt mieð örnum, legið við hreiður og myndað þá. „Fæða arnarins fyrst á vor in er aðallega sjófang, rauð- magi og grásleppa“, sagði Magnús. „Silung sér maður iðulega við hreiðrin, en þegar líður fram á sumarið ber lang mest á lunda við hreiðrin. Raunar sér maður stundum æðarfugl og jafnvel endur“. „Það má segja að örninn valdi styggð við varpstöðvar æðarfuglsins, en þar er aðal- lega um að ræða ótta æðar- fuglsins. Ég býst við því, að þeir, sem æðarvörp eiga, gætu gert eitthvað til þess að fæla örninn frá með hræðum og eftirliti. örninn verpir í apríl, á undan öðrum fuglum að hrafninum undanskildum. Hann ætti því að vera kominn á staðinn á undan æðarfuglin um og þá mætti vinna að því að ekki yrði tjón af“. • Þá sagði hinn kunni fugla- skoðari, Björn Björnsson, sem um árabil hefur fylgzt náið með örnum hérlendis að hann teldi það firru eina að örn- inn fældi seli, og lítt á full- yrðingum um það byggjandi. STAKSTEINAR Framsóknarstórbóndl kýs Moskvumann/ Margt er skrítið í kýrhausn- um, það má nú segja. í eimt þorpi hér á Suðurlandi gerðist það í vetur, er kosið var í stjóm verkalýðsfélagsins á staðn um, að hreppsnefndarmaður og stórbóndi úr Framsóknarflokkn um mætti á aðalfundi til þess eins að kjósa þar Moskvumann og kommúnista í formannssætL Þessi Framsóknarbóndi er með- limur í verkalýðsfólagi þorps- ins, vegna starfa í sláturhúsi á haustin. Nokkrir fleiri Fram- sóknarbændur eru í verkalýðs- félaginu og standa þeir nú fast með kommúnistum ,sem eiga þar sáralítið fylgi. Verkalýðsfélag þetta er fá- mennt og tókst Framsóknarbænd unum að fá kommúnistann kos- inn þar. En skrítið þykir fólk- inu í sveitinni þetta atferli. Hef ur töluvert verið um þetta rætt, bæði þar og í kauptúninu. I Rússlandi og öðrum löndum, sem kommúnistar stjórna, hafa þeir tekið jarðirnar af bænd- unum og gert þá að ósjálfstæð- um ríkisþrælum. Á Islandi kepp ast Framsóknarstórbændumir um að efla áhrif kommúnista i verkalýðsfélögum, á Alþingi og annars staðar þar sem þeir mega þvi við koma. Ein* &g rjúpa gtftttf Alþýðublaðið rembist við þaS eins og rjúpa við staur dag eftir dag að hamra á þeim ó- sannindum, að Morgunblaðið hafi lagt til að vökulögin skyldu afnumin. Vitanlega hefur engu sliku verið haldið fram hér í blaðinu. Mbl. hefur aðeins birt fréttir af því, sem hefur verið að gerast í þessum málum á þingi og annars staðar og látið koma fram þau sjónarmið, sem uppi eru, eins og er háttur þeirra blaða, sem vilja gefa les- endum sinum sanna og rétta mynd af rás atburðanna. Enn- fremur hefur í blaðinu verið rætt um þann vanda, sem tog- araútgerðinni er á höndum og nauðsyn þess að ráða fram úr honum og tryggja þar með hags muni sjómanna, útgerðarmanna og þjóðarinnar í heild. Það er undarleg árátta á Al- þýðublaðinu, að það skuli leggja höfuðkapp á að sanna það, að sem flestir séu anð- stæðir hagsmunum togarasjó- manna. Getur verið að slíkur málflutningur sé gagnlegur mál- stað þeirra? Er það ekki yfir- leitt hygginna manna háttur að berjast þannig fyrir áhugamál- um sinum, að sem flestir menn laðist til fylgis við þau? .Feikna Sjöundi starfsfræilslu dagurinn á sunnudag SJÖUNDI almenni starfsfræðslu dagurinn verður haldinn í Iðn- Bkólanum í Reykjavík n. k. sunnudag. Klukkan 14 verður húsið opnað almenningi og Stendur fræðslan yfir til kl. 17. Veittar verða upplýsingar um inilli 130—140 starfsgreinar, skóla og stofnanir, en leiðbein- endur eru mun fleiri. Af þeim fræði- og starfsgrein tun, sem ekki hafa áður verið veittar upplýsingar um á starfs- fræðsludegi, eiga þessar nú full- trúa: Jurta-, fiski-, dýra-, erfða-, lífeðlis-, jarð-, jarðsögu-, steina-, uppeldis- og sálfræði, handa- vinnukennarar, hússtjómarkenn- arar, brytar og kjötiðnaður. — Ennfremur eftirtaldir skólar: Bréfaskóli SÍS, Handíða- og myndlistaskólinn, Leikskóli Þjóð leikhússins og Æskulýðsráð Reykjavíkur og námskeið og skólar í Danmörku, Noregi, Sví- þjóð og Þýzkalandi. ★ Fræðslukvikmyndir verða sýndar í kvikmyndasal Austur- bæjarbarnaskólans og verða sýningar kl. 14,30 og 16,30. — Heimsóttir verða eftirtaldir vinnustaðir: Húsmæðrakennaraskóli ísl., Barnaheimilið Hagaborg, verk- stæði Flugfél. Islands, Bifreiða- verkstæði Þóris Jónssonar, Loft- skeytastöðin á Rjúpnahæð, Blikksmiðja og tinhúðun Breið- fjörðs, vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar, Sláturfélag Suðurlands, Radíóverkstæði Landssímans slökkvistöðin. Strætisvagnar ganga milli Iðn- skólans og vinnustaðanna. Samtals munu vinna að und- irbúningi og framkvæmd starfs- fræðsludagsins nokkuð á þriðja hundrað manns og er allt þetta starf unnið án endurgjalds. — Stúlkur í fjórða bekk Kvenna- skólans vinna að uppsetningu starfsheita en fulltrúar atvinnu- lífsins koma fyrir alls konar fræSsluefni, svo sem myndum og teikningum í Iðnskólanum. Vélsmiðja Sig. Sveinbjörnssonar sér um sýningu á alls konar tækjum járniðnaðarins, m. a. kraftblökk. ★ Á vinnustöðunum verða fyrir færustu menn íhverri grein og leiðbeina þar eftir því sem unnt er. Leiðbeinendur eru beðnir að mæta í Hátíðasal Iðnskólans kl. 13,20, en þar flytur fræðslu- stjórinn í Reykjavík, Jónas B. Jónsson, ávarp, og barnakór undir stjóm Kristjáns Sig- tryggssonar syngur. Biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson, mun flytja ávarp um starfsfræðsludaginn í fréttaauka. ★ Starfsfræðsludagurinn er fyrst og fremst ætlaður unglingum 14 ára og eldri. Hins vegar er líklegt að foreldrar, sem gjam- an vilja vera bömum sínum góðir ráðgjafar að því er starfs- val varðar, geti sótt þangað margs konar fræðslu ,og er þeim heimill aðgangur. framleiðsluaukniug“ Kommúnistablaðið birtir f gær samtal við tvo bændur úr Reykjadal í Þingeyjarsýslu. — Komast þeir m. a. að orði á þessa leið um framleiðsluaukn- inguna í sveitum héraðsins: „— Það er aukning, og hefur því orðið feikna framleiðslu- aukning hér. Sauðfé hefur ekki fækkað heldur hafa sauðfjáraf- urðir frekast aukizt og mjólk- urframleiðslan því alger viðbót við þá sem fyrir var. Við þetta hafa orðið mikil umskipti á efnahag bænda á undanförnum árum.“ Hvað segir Karl blessaður Kristjánsson um þessa yfirlýs- ingu hinna þingeysku bænda? Það virðast engin „móðuharð- indi af manna völdum“ ríkja f Reykjadal! Hins vegar kvarta bændumir eðlilega undan fólks- fæðinni og telja að sveitafólkið sé nú orðið hálfgerðir „þrælar vélanna"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.