Morgunblaðið - 23.03.1962, Blaðsíða 14
14
MORCUNBLAÐIÐ
Föstudagur 23. marz 1962
Hjartans þakkii færi ég öllum þeim, sem heiðruðu
mig með blómum, heimsóknum, gjöfum og skeytum á
áttatíu og fimm ára afmæli mínu.
Páll Þorvaldsson, Þórsgötu 27.
Hjartans þakkír færi ég öllum vinuni og vandamönn-
um nær og fjær sem heimsóttu mig og glöddu með
skeytum og gjöfum- á 75 ára afmælisdaginn 16. þ.m.
Guð blessi ykkur öll. — Lifið heil.
Sturlaugur Einarsson
Sendisveinn
Okkur vanlar sendisvein nú þegar eða frá næstu
mánaðarmótum.
I. Brynjólfsson & Kvaran
Innheimtumaöur
óskast
til starfa hálfan daginn. Tilvalið fyrir mann, sem
vinnur vaktavinnu. Tilboð með upplýsingum, send-
ist afgr. Mbl. sem fyrst merkt: „Innheimta—123“.
Takið eftir
Opna aftur á morgun skóvinnustofu mína, Urðar-
stíg 9, sem hefur verið lokuð undanfarnar vikur,
vegna veikinda.
Jónas Jónasson
IMauðungaruppboð
Eftir ákvörð'un skiptaráðanda Kópavogs, verður
bifreiðin R-2438, sem er Dodge vörubifreið (sendi-
bifreið), eign þrotaöús Ásgríms Ágústssonar, Borg-
arholtsbraut 37, seld á opinberu uppboði, sem hald-
ið verður við skrifstofu mína að Álfhólsvegi 32,
í dag, föstudaginn 23. marz kl. 15.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Bæjarfógetinn í Kópavogi
Hjartkær eiginkona roín
SIGURLILJA BJARNADÓTTIR
Laugarnesvegi 73
andaðist í fæðingadeild Landspítalans að kvöldi 21.
marz. — Jarðarförin verður auglýst síðar.
Jónmundur Einarsson
Konan mín
KRISTÓLÍNA ÞORLEIFSDÓTTIR
Bjargarstíg 7
andaðist miðvikudaginn 21. marz.
Halldór Sigurðsson
Kon'an mín
KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR
Grettisgötu 46
andaðist í Landakotsspítala miðvikudaginn 21. marz.
Stefán Jóhannsson
Jarðarför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og
systur,
MARGRÉTAR S. AÐALSTEINSDÓTTUR
Sórlaskjóli- í)4
íer fram frá Neskirkju laugardaginn 24. marz kl. 10,30
f.h. — Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast J
hennar er vinsamiega bent á Krabbameinsfélag Islands.
Athöfninni verður útvarpað.
Sigurður Magnússon, Gunnhildur Snorradóttir,
Pálína Snorradottir, ísak Jónsson,
Hallgrímur Aðalsteinsson, Viktor Aðalsteinsson
Ólavía S. Árnadóttir
DAUÐANS eiga allir von. Á
ýmsan hátt ber hann að dyrum.
Stundum er hann velkominn og
langþráður. í annan tíma er
vonin um jarðneskar samveru-
stundir enn um sinn talin
æskileg frá vorum mannlega
sjónarhóli. Koma bans er oss
ávallt hulin og mun sú ráðstöf-
un máttarvaldanna ekki óæski-
leg, því litlu getum vér mann-
legir þar um ráðið.
Ólavía Árnadóttir lézt að
Landakotsspítala hinn 15. marz
eftir skamma sjúkdómslegu.
Fædd var hún að Landlyst í
Miðneshreppi hinn 8. maí 1895.
Dóttir merkishjónanna Elínar
Ólafsdóttur og Áma Eiríksson-
ar, síðar að Gerðakoti í sama
hreppi. Með foreldrum sínum
dvaldist hún fyrstu bemskuárin
í hópi glaðra systra og naut
æskuáranna í áhyggjuleysi, þar
til skugga bar snögglega yfir,
er faðir hennar ásamt allri
skipshöfn dmkknaði skammt
frá heimalendingu á vertið árið
1908.
Eftir það dvaldist hún um
sinn með móður sinni og systr-
um, en fór snemma að vinna
fyrir sér, sem títt var um ung-
menni á þeim ámm.
Ólavía var snemma bráðger
og dugleg, sem hún átti kyn til.
Menntaþrá var henni í brjóst
runnin. Ruddi hún sér braut
með harðfengi og dugnaði og
settist í Kvennaskólann í Reykja
vík.
Hún var mjög vel gefin kona.
Nám var henni leikur og nag-
leikur í blóð borinn.
Hún hélt áfram að vinna fyr-
ir sér, og árið 1914 var hún á
leið til Austfjarða til sumar-
dvalar. Atvikin höguðu því svo
að hún fór af skipinu í Vest-
mannaeyjum og varð dvöl henn
þar lengri ,en í upphafi var ætl-
að. Þar kynntist hún fyrri
manni sínum, Áma Sigfússyni,
kaupmanni og útgerðarmanni og
giftust þau hinn 11. des. 1915.
Bjuggu þau hjón í Vestmanna-
eyjum æ síðan, eða þar til Árni
fórst í flugslysi við Skálafell
árið 1948. Þau hjón eignuðust
6 böm. 5 þeirra lifa foreldrana.
Þau eru Jón Ámi, skrifstofu-
maður, Keflavík, Ragnheiður, bú
sett í Ameríku, Guðni Hjörtur,
trésmíðameistari, Reykjavík,
Rafsuðumenn
og Iagtækir aðstoðarmenn óskast.
Mikíl vinna.
VÉLSMID.IAINl JÁRIM
__________Simi 35555____
Vöruúrvnt
úrvulsvörur
Margar tegundir
í 6 ltas. umbúðuni
f y r i r
HÓTEL
MATSÖLUR
SKÓLA
SJÚKRAHÚS
SKIP
MÖTUNEYTI
o. s. frv.
Ennfremur
VITAMON
súpukraftur
í 1 kg. dósum
0. JOHNSON & KaABER hA
Elín, búsett í Vestmannaeyjum
og Elísabet, búsett í Reykjavík,
öll manndóms- og myndarfólk.
í Vestmannaeyjum reyndi á
dugnað og atorku frú Ólavíu við
umsvif á oft mannmörgu heim-
ili og við uppeldi barnanna. Þar
nutu hæfileikar hennar um bú-
stjóm og heimilisprýði sín, þó
oft væri við ýmsa erfiðleika að
etja.
Eftir að frú Ólavía missti
mann sinn dvaldi hún um sinn
í Vestmannaeyjum og svo i
Reykjavík.
Árið 1951 giftist Ólavía aftur
séra Þórði Oddgeirssyni prófasti
að Sauðanesi og fluttist þang-
að með honum það ár, og
bjuggu þau þar, þar til séra
Þórður lét af prestskap haustið
1955.
Fluttust þau þá til Reykja-
víkur og hafa búið þar síðan.
Ólavía var glæsikona í sjón
og raun, skarpgáfuð. Hannyrða-
kona mikil. Vel verki farin og
áhugasöm, svo sem berlegast
kom í ljós er komið var í heim-
ilin hennar hvort sem var I
Vestmannaeyjum, að Sauðanesi
eða hér í Reykjavik.
Hin síðari ár átti hún við
vanheilsu að stríða, sem hún
bar með mikilli hugprýði. Starf-
aði hiún til hinztu stundar, eða
þar til hún fékk alvarlegt sjúk-
dómstilfelli, og var þá flutt á
Landakotsspítala þar sem hún
andaðist, eins og fyrr segir,
hinn 15. marz sl.
Hennar er sárt saknað af
bömunum, systrunum og öðm
venzlafólki. Sárastur er þó sökn
uður aldraðs eiginmanns, sem
nú kveður ástríka eiginkonu við
leiðarlok.
Frú Ólavía verður jarðsett frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum
laugardaginn 24. marz.
Kærar kveðjur og ljúfarminn
ingar fylgja henni við burtför-
ina. Þ. St. E.
Félagslíf
Sundmót Ármanns
verður haldið I Sundhöll
Reykjavíkur þriðjudaginn 3.
apríl, nk. og hefst kl. 20.30 e h.
Keppnisgreinar verða sem hér
segir:
100 m skriðs. karla (bikarsund)
200 m bringus. karla (bikarsund)
100 metra bringusund unglinga
100 metra skriðsund unglinga
550 metra skriðsund sveina
50 metra bringusund sveina
100 metra skriðsund kvenna
100 metra bringusund kvenna
50 metra skriðsund telþna
50 metra bringusund telpna
100 metra fjórsund karla
4x50 metra bringusund karla
Ef fleiri en 8 þátttakendur em
skráðir, verða haldnar undan-
rásir og hefjast þær kl. 19.00.
Þátttökutilkynningar berist til
formanns deildarinnar, sími 10565
eigi síðar en mánudagsins 26.
marz nk.
Stjóm Sunddeildar Ármanns.
Knattspymufélagið Fram
Knattspymudeild — 5. fl.
Munið eftir æfingunni á Fram-
vellinum á morgun (laugardag)
kl. 5. Mætið vel og stundvíslega.
Þjálfarar.
Víkingar 4. og 5. fl.
Útiæfingar verða um helgina
hjá 5. fl., laugard. kl. 5.30 e. h.
og 4. fl. sunnud. kl. 10.30 f. h.
Mætið vel búnir.
Þjálfari.
Ármenningar — Skíðafólk.
Ferðir í Jósepsdal kl. 2 og kl. 6
á laugardag og kl. 9 á sunnudag
frá B.S.R. Innanfélagsmót í svigi
á sunnudag
Skíðadeild Ármanns.
SKIPAUTtiCRB RIKISI
Ms. Skjaldbreið
vestur um land hinn 27. þ. m. —
Vörumóttaka í dag til Tálkna-
fjarðar, Húnaflóa- og Skaga-
fjarðarhafna og Ólafsfjarðar. —
Farseðlar seldir á mánudag.