Morgunblaðið - 31.03.1962, Blaðsíða 14
14
MORGIJIVBLAÐIÐ
Laugardagur 31. marz 1962
SELFOSS -
og nágrenni
„Samband við hina látnu
nefnist erindið, sem
SVEIN 8. JOHANSEN
flytur í Iðnaðarmannahúsinu Selfossi sunnudaginn
1. apríl kl. 20:30.
Æskufólk frá Reykjavík syngur.
Allir velkomnir.
John Burgess — John Burgess
Úrvalsvörur
MAYONNAISE — SÓSULITUR
COCKTAILBER — OLVUR — PICCALILLI
CAPERS — MIXED PICKLES
Kristján Ó. Skagfjorð hf.
Eiginkona mín og móðir
STEFANÍA GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR
andaðist að Vífilsstöðum 28. marz.
Sigurður Eggertsson, Jónína Sigurðardóttir.
KRISTÍN GUÐRÚN JÓN ASDÓTTIR
Aðalstræti 9,
andaðist 30. marz ? Landakotsspítala.
Vinir hinnar látnu
Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi
SÆMUNDUR BJARNASON
frá Vík í Mýrdal,
andaðist 29. þessa mánaðar.
Eiginkona, börn, tengdabörn og barnaböm.
Elskulegi faðir okkar og tengdafaðir
GÍSLI Þ. GILSSON
frá Amarnesi, Dýrafirði,
andaðist 29. þessa mánaðar.
Elínborg Gísladóttir,
Einar Þ. Steindórsson,
Guðrún Gísladóttir,
Friðdóra Gísladóttir,
Svanfríður Gísladóttir,
Páll Eiríksson.
Hjartans þakkii fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og jarðarför
GUÐRÚNAR GUÐJÓNSDÓTTUR
Köldukmn, Holtahreppi.
Börn, fósturbörn, tengdabörn og barnaböm.
Þökkum innilega auðsýnda samiið og vinarhug við
andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengda-
föður og afa
HARALDAR JÓNSSONAR
Sólvangi, Seltjarnarnesi.
Ásta Þorvarðardóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Ragnheiður Tómasdóttir
F. 23. sept. 1868. D. 23. marz 1962
Hinn 23. þ.m. andaðist að
heimili sínu hér í Reykjavík frú
Ragnheiður Tómasdóttir, áður
húsfreyja á Yzta Mói í Fljótum
og síðar í Siglufirði.
Hún var fædd 23. sept. 1868.
Foreldrar hennar voru prest-
hjónin séra Tómas Bjömsson,
Kristjánssonar bónda, Þverá en
hann var sonur Kristjáns Jóns-
sonar bónda á Illugastöðum í
Fnjóskadal, og Ingibjörg Jafets-
dóttir, Einarssonar, gullsmiðs í
Reykjavík, Jónssonar, prests á
Rafnseyri.
Þegar Ragnheiður, fæddist, en
hún var annað barn foreldra
sinna, hafði séra Tómas verið
prestur á Siglufirði tæp tvö ár,
Börn presthjónanna urðu 10 og
náðu öll fullorðinsaldri. — Nú
eru 9 látin, en eftir lifir ein
dóttir frú Jónina Tómasdótti]
móðir Jóns Kjartanssonar forstj.
Áfengis- og tóbaksverzlunar
ríkisins.
Ragnheiður giftist árið 1806,
Páli Arnasyni hreppstjóra og
óðalsbónda á Yzta Mói, en hgmn
var sonur Árna hreppsstj., Þor-
leifssonar á Yzta Mói og konu
hans Valgerður Þorvaldsdóttur.
Ragnheiður og Páll hófu búskap
á Yzta Mói hjúskaparár sitt og
bjuggu þar til 1916, en það ár
lézt Páll. Fráfall hans var mikið
áfall, ekki eingöngu fyrir fjöl-
skylduna, heldur einnig sveitina.
Eftir lát mannsins sins flutti
Ragnheiður til Siglufjarðar. Yzta
Mós hjónin eignuðust þrjú böm,
eitt þeirra drengur dó 1 æsku,
en þau, eru uppkomust, Ingi-
björg og Árni fluttu með móð-
ur sinni alla tíð, fyrst á Siglu-
fjörð og síðast hér í Reykjavík.
Hún hefur annazt hana af sér-
Útboð
Tilboð óskast í bvggingu á verksmiðju-
húsum. Útboðslýsing og teikningar verða
afhentar á skrifstofu vorum.
H.f Hamar
Iðnskólinn í Reykjavik
Skrifstofustúlka óskast til starfá á skrifstofu skólans,
nú þegar eða síðar. m
Áskilið: Vélritunarkunnátta og góð rithönd.
Launakjör samkv. launasamþykkt borgarstjórnar.
Eiginhandar umsóknir, ásamt upplýsingum um
menntun sendist skrifstofu skólans, eigi síðar en
9. apríl 1962.
Skólastjóri.
stakri ástúð og umhyggju,
Þegar Ragnheiður Tómasdóttir
er kvödd reikar hugurinn til
liðinna daga og hefi ég sem
rita þessar fátæklegu línur,
margs að minnasf frá heimili
hennar og barna hennar á Siglu-
firði, þann tíma sem eg dvaldi
þar.
Mér fannst alltaf ánægjulegt
að heimsækja mæðgurnar í hús
þeirra, Eyrargötu 9. — Af fundi
þeirra fór maður jafnan ríkari
en maður kom.
Ragnheiður Tómasdóttir lifði
langa æfi, þar sem hún var á
94. aldursári, er hún lézt.
Hún var alin upp í fjölmenn.
um systkinahóp og naut þess.
Ung giftist hún einu bezta
mannsefni í Skagafjarðarsýslu,
hyggði upp með honum giæsi-
legt heimili sem mótaðist af kost-
um beggja.
í lífi Ragnheiðar eins og okk-
ar allra skiptast á skin og skúr-
ir, en á hverju sem gekk var
hún jafnan stór og sterk. Hún
bar greinilega merki góðrar ætt-
ar og góðs uppeldis
Hún var trúkona og fól Guði
örugg allt sitt ráð. Eg kveð hana
með hjartans þakklæti. — Guð
blessi minningu hennar og Guðs
náð geymi anda hennar.
S. S.
VETTVANGUR
Frh. af bls. 13.
í netunuim, af því leiðir að mik-
ill hlufi fisksins verður blóð-
hlaupinn og verður mjög léleg
vara, þykir gott ef hann verður
nothæfur í ódýrustu tegundir
Skreiðar, annars ti‘1 fiskimjöls
eða áburðar. Annað ennþá al-
varlegra í sambandi við vöru-
gæði netafisks er sú staðreynd,
að síðan byrjað var með hælon
netin, sem eru miklu veiðnari en
bómullarnetin, vegna þess að
þau eru mikið samilitari sjónum,
en afleiðingin verður sú að fisk-
urinn syndir mikið hraðara í
þau, svo öndunarfæri hans iok
ast og hann kafnar því mjög
fljótt' sem hefur sömu afleiðing-
ar, fiskurinn verður blóðlhlaup-
inn og lendir í lægstu gæðafdokk
um. Tii að komast fram hjá þessu
vandamáli og geta hagnýtt
veiðni nælonnetanna, án þess að
spilla um of vörugœðunum, virð
ist mér að væri sú leið, að þau
mætti aðeins notast af útilegu
bátium, þannig að þeir byrjuðu
að draga þann endann, sem fyrst
væri lagður í sjó, strax og lokið
væri við að leggja síðari end-
ann. Þá væru líkur til þess að
fiskurinn næðist lifandi úr net
unum svo að góð blóðgun bæri
fullan árangur. Þegar togari er
á veiðum þar sem slík fisk-
gengd er og hér á vertíð.mu,
kemur fiskurinn bráðlifandi úr
vörpunni, er blóðgaður strax, og
lendir í bezta gæðaflokki, en með
þeirri reglu sem ég bendi hér
á, er aðeins von til að netafisk
ur gæti orðið samibæriiegur að
gæðum.
Þá kem ég að þriðja atriðinu,
um skaðlegustu veiðar með til-
liti tiil viðhaldis fiskistofnanna.
Nú miun netaveiðin vera orðin
svo alrnenn, á bátaflotanum, að
segja má, að á allbreiðu belti frá
Austurhorni og allt til Skaga-
strandar sé einn samfelldur
veggur nælonneta um aðal-
hryggninigartímann, fiskurinn
því drepinn áður en hann er
búinn að ljúka sínu hlutverki til
viðhaldis stofninum, samkvæmt
lögmóli lífsins. Það liggur því
í augum uppi, að þessi ofboðslega
mergð nælonneta á þessum svæð
uim, er miklu skaðlegri öllu við
haldi fiiskistofnsins, en þótt 40
til 50 íslenzkir togarar fengju
að stunda veiðar sínar á þessu
svæði einnig. En samkvæmt því,
sem bent er á hér að framan, um
dæmið frá 1951, í sambandi við
bátagjaldeyrir mundi fjárhags-
leg afkorna togaranma vera
tryggð ef þeir fengju að veiða
á aðaiþorskmiðunum tiil jafns
við bátana, þótt bátamir hetfðu
það fram yfir, að hafa einir að
gang að miðunum, fyrir innan
gömlu rnörkin.
V
Að lokum þetta. Við unnum
sigur í landhelgismálinu, vegna
einingar þjóðarinnar um fram-
gang þess. Togarasjómenn og út
vegsmenn stóðu þar sem veggur
við hlið sjómanna og útvegs-
manna bátSflotans á bak við
ráðamenn þjóðarinnar, sem unnu
.af víðsýni og ættjarðarást að
framgangi málsins, og leiddu
það fram til sigurs.
Togarsjómenn og togaraútgerð
armenn trúðu því, að þegar búið
væri að friða miðin fyrir otfveiði
útlendinga, þá fengju þeir að
njóta hinna auknu friðunar, og
hinir fáu íslenzku togarar fengju
að njóta ávaxta friðunarinnar,
sem önnur íslenzik skip. Þeir
trúðu því að íslenzka þjóðin
væri ekki búin að gleyma þeirri
stóru hlutdeild, sem íslenzka tog
araútgerðin hefur átt í hinni
blómlegu efnahagsþróun þjóðar
innar frá því um aldamóitin, og
mundi því ekki fara að setja fót
inn fyrir afkomu togaraflotans,
með því að útiloka skipin af sírt
um görnlu veiðisvæðum.
Það sem ber að gera er þvi
þetta: — Til að tryggja sem
bezta vöruvöndun; ætti ekki að
leyfa veiði með nælonnetum,
nema útilegubátum. Lögð sé
sem mest áherzla á línuveiði,
Togararnir okkar fái að veiða
upp að fjögurra mílna mörkun-
um. Ef til vill nær á takmörk-
uðum svæðum, eftir því sem
reynsla teldi hagkvæmt, ef ekki
kæmi í bága við veið annarra
skipa. Ef til vill væri nauðsyn
legt og hagkvasmt að aðgreina
veiðisvæði báta og togara, inn-
an 12 roílna markanna, á aðal-
vertíðinni. Ef togararnir fengjrt
þessa aðstöðu mundu þeir bæta
sér að fullu upp hinn þverrandi
afla á fjarlægari miðum. Þá
mundu þeir aftur verða atfkasta
mestu framleiðslutæki íslenzks
sjávarútvegs, og afkoma þeirra
blómgast, án þess að aðstaða
bátaflotanis væri í nokkru skret,
Þá mundu togararnir enn á ný
verða afkastamesta auðsupp-
spretta íslenzku þjóðarinnar, til
blessunar fyrir aldna og óborna,
og undirstaða vaxandi framfara
og mienningar.
Reykjavík, 21. marz 1962 j,