Morgunblaðið - 31.03.1962, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 31. marz 1962
Aætlunarbifreið rann
stjórnlaus á skúr
Tveir snáOar
Sauðárkróki, 29. marz
UM KLUKKAN 11 miðvikudag-
inn 28. þ.m. voru staddir í Varma
Ihlíð í Skagafirði bílar Norður-
leiða á leið frá Akureyri og bíl'l
frá Sauðárkróki, sem annast
fólksflutninga í sambandi við
ferðir Norðurleiða. Öllum bílun-
um var að venju lagt á flötinn
austan við veitingahúsið í Varma
hlíð. Unnu nú ökumenn að flutn
ingi farangurs milli bílanna, en
farþegar voru inni í veitingasal.
Skiptin munu hafa tekið ca. 25
mín., en bá gengu þeir Valdi-
mar Magnússon, ö'kumaður Sauð-
árkróksbifreiðarinnar K-260 og
annar Norðurleiðabílstjórinn,
Svavar Ejnarsson, inn í Varma-
hlíð, til að ganga frá pósti. Hinn
voru í henni
Norðurleiðabílstjórinn, Sigtrygg-
ur Guðmundssori varð eftir hjé
bílunum og áleit að Valdimars
bíll væri að renna af stað, er
hann tók eftir því að vörugeymsl
an var ólokuð. Klappaði hann á
hlið bílsins, til að gera Valdimar
aðvart, en í sömu svifum rann
reiðin fór þarna af stað. — Jón
bifreiðin af stað niður túnið nokk
uð sunnan vegarins Og staðnæmd
ist inni í vörugeytmslu við sölu-
skúr V. Lindemanns, sem stend-
ur niður við þjóðveginn.
Sigtryggur sá þegar bíllinn
rann þarna á eigin spýtur án
ökumanns og 'hraðaði för sinni
á eftir bílnum og þom þá í ljós
að tiveir smápattar, 3—4 ára voru
Framh. á bls. 8.
• Tæpur helmingur
frá Frakklandi
Á árinu 1954 voru 1.200.000
íbúar í Alsír skráðir opinber-
lega undir samiheitinu .Evrópu
búar“. Þar af voru 325.000
fæddir á Spóni, eða börn
spénskra innflytjenda, aðal-
lega búsettir í ÓranamtL
100.000 voru af ítölskum upp-
runa, einkum búandi í Bone
Og Constantine og nógrenni.
50.000 manns, sem bjuggu
mest megnis á sömu svæðum
og ítalirnir, voru ættaðir fré
Möltu. 140.000 manns voru
Gyðingar, sem urðu franskir
ríkisborgarar samkvæmt til-
Skipun frá árinu 1870, og ríf-
legur helmingur þeirra var af
júðaættum, er búið höfðu 1
Alsír siðan snemma á miðöld-
um. 42.000 í viðbót voru inn-
flytjendur frá ýmsum Mið-
jarðanhafslöndum, svo sem
Grikkiandi og Júgó-Slavíu,
Þannig er meira en helmingur
„Evrópubúa“ í Alsír ekki af
frönskum ættum. Sameiginleg
fortíð þeirra er sú að hafa átt
heima í lélegum landbúnaðar
hérhðum í Suður-Evrópu. Þa3
sýnir góða stjórn og framfara-
semi Frakka í Alsír, að allt
þetta fólk Skyldi flytja búferl
um suður yfir haf til að nema
þar land. Þetta var fátækt
fólk, einkum fré Andalúsíu,
Kalabríu, Sikiley og Möltu,
sem vildi öðlast betri lifskjör
en heimahagarnir buðu upp
á. — Með þakklæti fyrir vænt-
anlega birtingu, „Fjórtándi
júlí“.
©PIB
COPENHAGEH
Aðstöðugjald
athugasemd frá
Svavari Pálssyni
1 GREIN sem Bjami Bragi
Jónsson hagfræðingur skrifarí
Vísi 29/3 og í grein sem Haukur
Eggertsson skrifar í Mbl. sama
dag, um aðstöðugjald skv. frum-
varpi til laga um tekjustofna
sveitarfélaga, gætir nokkurs
misskilnings, sem nauðsynlegt er
að leiðrétta. Báðir greinarhöf-
undar virðast gera ráð fyrir
að með ákvæðum frumvarpsins
sé þegar ákveðið hve hátt að-
stöðugjald hvert einstakt fyrir-
tæki skuli greiða. Svo er ekki.
Ákvæði frumvarpsins eru há-
marksákvæði og má aðstöðu-
gjald aldrei vera hærra en 2%
og aldrei reiknast af hærri
upphæð en veltu fyrirtækis.
Báðir leggja greinarhöfundar
áherzlu á að aðstöðugjaldið
muni leggjast á mörgum sinn-
um, ef framleiðslustigin eru
mörg og hvert hjá sérstöku fyr-
irtæki og réttara sé því að
leggja á vinnsluvirði eða verð-
mætisaukningu hjá hverju fyr-
irtæki. Þetta þarf þó engan
veginn að verða svo. Ekkert
er til því til fyrirstöðu að þeir
sem ákveða aðstöðugjaldið geti
ákveðið það mishátt svo að
álögurnar verði þær sömu í
heild hvort sem framleiðslu-
stigin em í einu eða fleiri fyr-
irtækjum, allt innan hámarks-
ákvæða frumvarpsins. Benda
má á að veltuútsvar hefir stund
um verið lagt á hvert fram-
leiðslu-stig innan sama fyrir-
tækis og þannig mætti einnig
reikna aðstöðugjald.
Aðstöðugjald má ákveða frá
0% allt að 2% og allt þar á
milli.
Veltuútsvar í Reykjavík mun
lægst hafa verið reiknað 0,2—
0,3% og hæst 3% og allt þar á
milli. A svipaðan hátt hlýtur
aðstöðugjald að verða á lagt.
Einu má gilda fyrir atvinnu-
fyrir.tæki hvort það greiðir 1%
aðstöðugjald af 10 millj. kr.
rekstrargjöldum eða 2% af 5
millj. kr. verðmætisaukningu.
Ef leggja mætti eingöngu á
verðmætisaukninguna yrði
himdraðshluti gjaldsins að verða
miklu hærri. Má það hverjum
manni ljóst vera. Sá vandi sem
hér um ræðir er meiri er svo
að leystur verði með breyttu
formi á þessu gjaldi. Því skal
þó ekki neitað að nokkur hætta
geti verið á að til tvísköttunar
geti komið, en ef þeir, sem
leggja gjaldið á, reyna að forð-
ast það mun það mega takast.
Með þessu er ekki sagt að
engir vankantar séu á frum-
varpi þessu. Þeir eru því miður
nokkrir, en hvorugur ofan-
nefndra greinarhöfunda virðist
koma auga á í hverju þeir eru
fólgnir — en það skal ekki nán-
ar rætt að sinni.
Allgóður afli hefir verið hjá
V estmannaey jabátum unð-
anfarna daga og voru menn
farnir að vona að þetta væri
undanfari hrotu, sem oft kem
ur um þett leyti. Vonirnar
voru þó heldur að dofna í gær
kvöldi, því þá var afli bát-
anna mun minni.
Föstudaginn 23. var heild-
araflinn 925 lestir, 24. 945
Iestir, 25. 840 lestir, 26. 730
lestir og 27. marz 747 lestir.
Þessar myndir sendi ljós-
myndari blaðsins í Eyjum,
Sigurgeir Jónasson, okkur og
sýnir önnur mikla fiskikös um
borð í vélbátnum Jötni og eru
skipsmenn í óðaönn að landa
fiskinum. Hin er af Spánverja,
sem eyðir vetrardögunum við
fiskverkun í Eyjum. Galli er,
að nánast enginn getur við
hann rætt en félagar hans
taka stundum lagið „Senjo-
rítumar suðrá Spáni“ þegar
þeir geta ekki rabbað við
Spaníolann um annað.
• Útvarpið og Alsír
„Fjórtándi Júlí“ skrifar Vel-
vakanda frá Siglufirði:
„Oft hef ég undrazt frétta-
lestur Rtkisútvarpsins og Skrif
blaða um atburðina í Alsír.
Virðist mér, að þeir, sem til-
reiða fregnir handa íslending
um, séu lítt kunnir mönnum
og málefnum þar syðra. í
þeirri von, að fréttamenn
bæti kunnáttu sína á þessu
sviði, langar mig að biðja
Velvakanda að birta tvö
atriði um málið.
Leynihreyfing morðingj-
anna, sem skammstöfuð er
OAS á frönsku, er iðulega
nefnd „Leynihreyfing hersins“
í fregnum útvarpsins og stund
um í dagblöðum lófca. Væri
það héiti rétt, ætti dréps-
mannaflokkur þessi að nefnast
„OSA“ en ekki „OAS“. Rétt-
nefni á islenzku er „Félags-
skapur hins leynilega hers“.
Þótt vitað sé, að margir helztu
liðsoddar OAS séu á launum
í franska hernum, er hreyfing
þess þó ekki mynduð úr her-
mönnum í franska lýðveldinu,
og sýnist mér óþarfi hreinn,
að íslenzkir fréttamenn séu að
skíra lið þetta upp að nýju,
eftir að þeir hafa sjélfir gefið
sér nafn.
Þé er annað atriðið. Ég hef
margöft heyrt útvarpið kalla
menn af evrópskum ættum í
Alsír „franskættaða menn“.
Rétt er að geta þess, að stund-
um hafa þeir verið nefndir
„menn af evrópskum ættum“,
en einungis með höppum og
glöppum Án þess að ég taki
nokkra afstöðu til hegðunar
þeirra í Alsír, sem ekki eru
af ættum Méra, Kabýla eða
annarra, vil ég gjarnan, að
eftirfarandi staðreyndir komi
fram.
-----------------------------♦
I fisk-
vinnu
r
I
Eyjum