Morgunblaðið - 31.03.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.03.1962, Blaðsíða 10
10 MOnajnvnr 4ntr> Eaugardagur 31. marz 1962 VOPNAFIRÐI, 25/8. 1962 _ Ef heyskapartíð hefði verið hag- stæð í Vopnafirði síðastliðið sum ar, mætti fullyrða, að árið 1961 hefði verið bezta atvinnu- og af feomuár, sem koomið hefur í þessu sveitarfélagi. Byggt yfir fól-k og fénað. Nú má segja, að bændur séu búnir, að koma upp fé sínu eftir fjárpestimar marg um ræddu. Hafa undanfarin ár verið þeim timi mikilla átaka og erfiðis, því segja má, að þeir hafi orðið að byggja yfir bæði fólk og fén að, ásamt því að rækta jarðir sínar og koma upp fjárstofninum á nýjan leik. Þetta hefur tekizt svo vel, að á s.l. hausti lóguðu bændur um 19 þús. fjár, eða um helmingi meira en áður en fjárpestirnar byrjuðu. Er það noklkur mælikvarði á afkomu möguleika þeirra, þó búin þurfi nú meiri og dýrari rekstrarvör- 1 ur en áður. Nú er í undirbún- I Á 12 dögum sl. haust var skipað út afurðum fyrir 1 millj. kr. á dag tU jafnaðar. Fréttabréf frá Vopnafirði: Vinnandi fdlk hefur aldrei lifað við betri kjör Verksmiðjustjóri og vaktarformaður standa fyrir framan verksmiðjuna eftir 146 þús. mála vertíð.— Ef við hefðum haft 5000 mála afköst hefðum við bætt við 200.000 málum. Oft þurfa flutningaskipin að bíða eða víkja fyrir strandferða- skipunum, því hafnarbryggjan er aðeins ein. ingi stofnun mjólkursamlags fyrir Vopnafjarðarhrepp. Alðrei meiri atvinna. í kauptúninu hefur atvinna aldrei verið meiri og jafnari, en áarið sem leið. Skapaðist það, að nökkru leyti af því, að hrað- frystiihúsið tók til starfa í marz mánuði. Var þá almenn atvinna eftir það fram að síðastliðnum áramótum. Aðalatvinnan er þó í samlbandi við síldina bæði sölt un og bræðslu. Það er því óhætt að fullyrða, að vinnandi fólk hér, hefur aldrei búið við betri Hfskjör, en s.l. ár. Þrátt fyrir það, heyrast þó alltaf einhverj- *tr óánægjuraddir, einkum frá hinum yngri. Eg sem þessar lín- ur rita og þekkti atvinnu og af- komuskilyrði í þessu byggðar- lagi fyrir 35—40 árum, held að hinir óánægðu hafi þörf fyrir þekkingu og samanburð á lífs- baráttu verkafóltos hér á þeim tíma, ef þeir eftir þann saman- burð, gætu orðið ánægðari með sitt hlutskipti. En þá var dag- launavinna aðallega nokkrar vik ur í vegavinnu ytfir hásumarið, sem var verið að reyna að skipta sem. jafnast milli heimilisfeðra. Er mér óhætt að fullyrða, að það þurtfi talsverðan manndóm til að verða etoki óvildarmaður meðbróður síns í keppninni um það náðarbrauð. Nú ganga menn glaðir til starfs, veitandi séir þægindi, sem áður var óhugs- andi að menn gætu lagt sér til. Það er fleira athyglis- og á- nægjulegt við vinnu verkafólks ins á Vopnafirði, en bætt .ifs- afkoma þess sjálfs. Þetta fólks, ásamt nokkrum aðkomumönn- um, hefur á síðasta ári breytt síld og öðrum sjávarafla í ca 50—60 miillj. króna útflutningsverð- mæti, eða sem svarar 150—160 þús. kr. á hvern íbúa í kaup- túninu. Auk þess lögðu tæplega 60 bændur í Vopnafjarðarhreppi til um 19 þús. fjár í matvæla- framleiðsluna. Má því segja að startfið hafi verið frjótt fyrir þjóðarbúið. En hér verður ekki nurnið stað ar, því framleiðsluna er hægt að stórauka. Til þess þarf að vísu lánstfé, og hvert á frekar að beina fjármagnmu en til þeirra staða, sem skila margföldu framileiösju verðmæti fyrir hverja krónu, sem þeim er látin í té. Hafnarbóta þörf. Þær framkvæmdir, sem nú ríð- ur mest á að fá, eru haifnarbæt- ur, því yfir sumartímann má segja, að til stór vandræða horfi vegna skorts á viðleguplássi, bæði fyrir síldarbáta og flutn- ingaskip, en að vetrinum þarf að verja fyrir sjávargangi. Fyrirhugaðar framkvæmdir við sílldarverksmiðjuna á árinu 1962 eru annað löndunartæki, á- sarnt stækkun á löndunar- bryggju, bygging 2500 tonna lýs isgeymis og aukin afkastageta verksmiðjunnar í 5000 mál/ á sólarhring. Þá er líka nauðsyn- legt að auka og bæta aðstöðu til síldarsöltunar. Byggingar. 8 íbúðarhús voru í byggingu í hreppnum mieð 11 íbúðum, 6 íbúðirnar voru teknar í notkun á árinu. í haust var byrjað að steypa grunn undir stórt vöru- geymsluhús, sem Kaupfélag Vopnfirðinga ætlar að byggja á þessu ári. Einnig var byrjað að steypa 4 ker í löndunarbryggju síldarverksmiðjunnar og varnar garða fyrir 700 rúmm. uppfyll- ingu undir lýsisgeymi þann sem byggja á í vor. Framfarahugur og bjartsýni. Yfirleitt má segja, að hér ríki framfara hugur og bjartsýni, svo framarleiga að nauðsynlegt fjármagn fáist til framikvæmda. Uppbygging hafnarinnar og vatnsveitunnar eru frumskilyrði þess að nýting sjávarafla megi aukast hér og dafna. Ek'ki þurf um við Vopnfirðingar að óttast að síldin bregðist okkur að nokkru ráði, því alltaf gengur hún hér fyrir á leið sinni austur í hafið, eða það hefur hún að minnsta kosti gert s.l. 30—40 ár og er það þá mest undir veðri komið og eins hvað hratt hún gengur hve mikið berst á land af henni og svo vitanlega mót- tökuskilyrðunum í landi. Læknisbústaður og skóli. Vegna heilbrygðis- og menn- ingarmálanna, eru það fyrst og fremst tvær byggingar, sem við þurfum óumflýjanlega að byggja. í fyrsta lagi læknisbu- stað, í þeirri von að þá setjist að hjá okkur læknir til fram- búðar. í öðru lagi barnaskó'la og Skólastjóraíbúð, því kennslu- skyldu verður varla fullnægt í þeim húsakynnum, sem nú er kennt í, bæði í hinu gatnla og hrörlega skólahúsi og utan þess, Unnið verður að byggingu lækn isbústaðarins í sumar og þegar er farið að vinna að því, að komj barnaskólabyggingunni inn í fjárlög. Félagslíf. Félagslíf hefur lifnað nokkuð við síðan félagsheimilið tók ul starfa, en nú starfa hér leikfé- lag, bridge- og taflfélag, þá ei u sýndar kvikmyndir tvisvar til þrisvar í viku, nokkrir merin iðka svo badminton sér til hieilsubótar. — Sigurjón. Verkamenn óskast Upplýsingar í síma 38219. Véltækni hf. KEFLAVÍK OG NÁGKENNI Ódýrt — Ódýrt Salan er í fullum gangi á bókamarkaðinum að Hain_ argötu 79, fjóldi ódýrra og góðra bóka fyrir ótrú_ lega lágt vcii ö. Opið til kl. 10 í kvöld. Komið og gerið góð kaup. STEFÁN GUÐJÓNSSON.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.