Morgunblaðið - 03.04.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.04.1962, Blaðsíða 24
Fiéttasímar Mbl — e f t i r 1 o k u n — Erletitlar fréttir: 2-24-85 Innlendat fréttir: 2-24-84 IÞROTTIR uru á bls. 22. 78. tbl. — Þriðjudagur 3. apríl 1962 Nokkur brögð að notkun „hress- ingarlyfja" á togurum ... ■'•'■ •'■ " '■:■.■:■ ■■■■■•■'':.■■ FRÁ því var skýrt hér í blað- inu 8.1. sunnudag að maður af togaranum Röðli hefði selt hér 1000 töflur af amfetamini og hafði hann keypt þær, er skip hans sigldi til Grimsby með afla. Blaðið hefir aflað sér nánari gagna um notkun „hressingarlyfja“ um borð í togurunum, en þrálátur orð- rómur hefir gengið um, að þessi lyf hafi þar verið notuð í talsverðum mæli af nokkr- um mönnum. Blaðimu er kunnugt um, að á sumum akipum hefir notkun lyfja valdið vandræðum og enn- fremur að nokikrum skipstjórum hafi tekizt að uppræta þetta á Skipum sínum og Orðið í því sambandi að vísa mönnum í land. Annars hefir mannekla 4 tog- urunum að undanförnu haft í för með sér, að alla hefir orðið að nota sem fáanlegir hafa verið á skipin. Þess er getið að margir þeirra manna, sem þessi lyf nota, séu harðduglegir sjómenn, þegar þeir hvorki hafa lyfin með hönd um né vín, en það er ekki óal- gengt að menn noti hvOrttveggja og komast þá af með minni vín- nofikun og geti vakað langtímum saman. Hafa þeir t. d. haldið sér vakandi allan tímann, sem skip- in hafa stoppað í erlendri höfn. Vandræði um borð Þá er blaðinu kunnugt um nokikur dæmi þess, að menn und- ir áihrifum þessara lyfja hafi valdið vandræðum um borð í skip um sínum úti á rúmsjó Og einnig hafi þeir gert tilraunir til að kasta sér fyrir borð. Þeir missa alla fjariægðarsikynjun, ganga á lokaðar dyr, er þeir hafa haddið sig búna að opna, velta um þrö- skulda, er þeir töldu sig búna að stíga yfir og amnað því líkt. Þá hafa þeir fengið drytkkjuæði og rokið til að drepa pöddur á Framh. á bls. 23. Læknar og sjúkrasamiag semja Mörg og gagnleg nýmæli FUNDUR var haldinn í Lækna- félagi Reykjavíkur síðdegis á iaugardag. Fundurinn var mjög fjölmennur og voru um 100 læknar þar mættir. Á fundinum lagði stjórn fé- lagsins og samninganefndir WAMkMay fer 1 EINS og frá er skýrt á íþrótta síðunni bls. 22, átti Mbl. tal við Þórólf Beck í gær um hinn frækilega leik St. Mirren s.l. laugardag, er liðið tryggði sér rétt til úrslitaleiiks í skoziku btkarkeppninni gegn. Glasgow Rangers. í samtalinu spurðum við Þór ólf hvort ekki væri rétt að hann hefði heitið á einn KR- ing að koma til Skotlands Og sjá úrslitaleikinn ef Mirren kæmist i úrslitin. Þórólfur kvað þetta rétt vera og maður inn væri Haraldur Gíslason framkv.stj. Víkingsprents, fyrr um atvinnuveitandi Þórólfs. Þórólfur sagði að hann hefði enn ekki haft tækifæri til að láta Harald vita að staðið yrði við heitið og bað Mbl. að gera það fyrir sig. Við ókum til Haralds og tilkynntum hönum tíðindin. — Jæja, annars var þetta nú allt t gamni rétt við brott- för sem heitið var gefið — og ég tók það meira sem ósk en verulaika. En ég vonaði inni- lega að þeir ynnu, liðsmenn Þórólfs, og sú ósk var ekkert bundin við áheitið. Ég „tipp- aði“ t. d. í prentsmiðjunni 1—0 fyrir Mirren. Ég vann þó ekki pottinn því aðrir voru nær úr- slitunum, þó enginn hefði rétt. En það gleður mig innilega að Þórólfur skyldi eiga þátt fram uppkast að nýjum samn- ingi við Sjúkrasamlag Reykja- víkur ásamt þeim tillögum um greiðslur, er samkomulag hafði náðst um við sjúkrasamlagið. Samþykkt var á fundinum að ganga frá samningum við sjúkra samlagið í meginatriðum eftir þeim tillögum, sem þama voru lagðar fram. Verður því vænt- anlega í þessari viku gengið frá samningum um hina almennu heimilislæknishjálp, svo og flest ar greinar sérfræðiþjónustunn- ar. — Þó hefur ekki náðst fullt sam- komulag um einstök atriði, þ. á m. vaktþjónustuna, en fyrst um sinn verður hún rekin með þeim hætti, sem líklegastur er talinn að samið verði um. Það fyrirkomulag byrjaði 1. apríl. Aðalbreytingin er í því fólgin, að nú er greitt fyrir kvöld- og næturvitjun 110 kr. og mun sjúkrasamlagið væntan- iyyM%MyiMMiMjyiiy*My Og Ijúka þvi ef hann kýs? — Jáhá — hvenær sem hann vill og án þess að missa nokkurn tíma af því sem hann hafði áður unnið fyrir frávik- ið. — Varstu alltaf með því að Þórólfur gerðist atvinnumað- ur? — Ég var vist sá eini sem studdi það frá upplhafi og dró aldrei úr. — Það er kannski þess vegna sem heitið er gefið? — Ég veit það ekki. Þetta var alit í gamni. En nú má eg get í þessum glæsilegu úrslitum kannaki deila, hvOrt hann hafi fyrir Mirren. ekki samið of snemma. — Þið Þórólfur hafði verið Ka-nnski hefði hann átt að lengi saman? bíða. Erl ef hann hefði beðið — Já hann byrjaði að læra væri _hann ekki í úrslitaleik í prentsmiðjunni sem ég veiti skozku bikarkeppninnar nú. stjórn þegar hann var í yngri — Og ætlarðu að þiggja .floikkunum. Ferill hans varð boðið? samt svo glæsilegur að honum — Já, ef ég hef nokkurn vannst ekki tími til að ljúka minnsta möguleika til þess — náminu alveg. og ég held að það verði, sagði — Fær hann að koma aftur Haraldur að lokum. lega endurgreiða einhvem hluta af þeirri upphæð. Neyðarvakt Gerður verður nýr heildar- samningur um heimilislæknis- hjálp, sem er 1 mörgum atrið- um frábrugðinn því, sem áður tíðkaðist, en þar sem ekki hef- ur verið gengið frá honum end- anlega, er of fljótt að skýra frá því nú. Hins vegar má minn ast á nokkur atriði, þeirra á meðal að tekin - verður upp ný vaktþjónusta, svokölluð neyðar- vakt, frá kl. 13 til kl. 17. Er hún ætluð til þess að sinna bráð um sjúkdómstilfellum, sem ekki „Dagur frí- merkisins“ er ■ dag í DAG er „Dagur frímerkisins" og af því tilefni verður í notkun á pósthúsinu í Reykjavík sér- stimpiil, sem gerður hefur verið í tilefni dagsins. Engin ný frímerki koma út að þessu sinni, og er söfnurum því heimilt að frímerkja umislög sín með hvaða gildum frímerkj uim, íslenzkum, sem er. í samráði við fræðsluyfirvöld in hefur verið ákveðið að efna til ritgerðasamikeppni meðal barna í 12 ára bekkjum barna skóla landsins um efnið: „Hvað getum við lært af því að safna frímenkjum“. Munu beztu rit- gerðirnar hljóta verðlaun. í gluggum nokikurra verzlana í Reykjavík verða sýnd frímerki og annað, sem frímerkjasöfnun tilheyrir. Þessi mynd var tekln vestur á Grandagarði í gær, en þar er verið að smíða bryggju út í höfnina. Við Ægisgarð sjást nokkrir togarar af þeim tuttugu, sem liggja í Reykjavíkurhöfn af verk- fallsvöldum. — Aðeins sjö togarar eru enn óbundnir. Það eru Karlsefni, Þorsteinn Ingólfsson, Maí, Apríl, Narfl, Þormóður goði og Júpiter. — Ljósm. M3bl. Ól. K. M. þola neina bið, væntanlega þeim sömu og á kvöld- og nætur- vöktum. Námssjóður Þá er eitt nýmæli, sem nefna má, og það er svonefndur náms- sjóður lækna. Sjúkrasamlagið greiðir ákveðinn hundraðshluta af brúttótekjum lækna í sér- stakan sjóð, sem eingöngu er ætlað að efla framhaldsmennt- un þeirra. Hér er um algent ný- mæli að ræða. ' Þá mun vinnutími heimilis- lækna styttast verulega, eða alla um tíu til ellefu stundir á viku. Þá eru og ýmis nýmæli í þess um samningi, sem gera heimil- islæknum auðveldara að skipu- leggja störf sín, og einnig verð- ur auðveldara fyrir sjúklinga að ná til lækna í síma á vissum tíma dags. Hins vegar mun Framih. á bls. 23 U Thant kemur ekki til Islands MORGUNBLAÐINU barst skeytl frá Associated Press í New York þar segir, að U Thant, aðalritari SÞ, muni eldd koma við á fs- landi á leið sinni til Evrópu á sumri komanda. Segir frétta- stofan að ekki sé endanlega búið að ganga frá ferðaáætlun U Thants, en U Thant fari ekki um fsland. — U Thant mun m.a. lieimsækja Svíþjóð, Noreg og Finnland í ferð sinni í sumar. 20 þús. lestir á land í Eyjum RÚMLEGA tuttugu þúsund lest ir hafa borizt á land í Vest- mannaeyjum það sem af er þess ari vertíð. Þessir þrír bátar munu nú aflahæstir: Eyjaberg með 506 lestir, Björg SU mcð 476 og Ilalkíon með 474. Miðvikud. 28. marz höfðu þessir bátar fengið 310 lestir eða meira: Eyjaberg 486, Halkíon 455, Gullver 430, Gullborg 427, Á- gústa 424, Björg SU 420, Stíg- andi 418, Dalaröst 404, Krist- björg 393, Kap 386, Lundi 364, Leó 350, Kári 315, Snæfugl 312, Andvari 311, Hafrún 311, ís» leifur III 310.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.