Morgunblaðið - 14.04.1962, Page 6

Morgunblaðið - 14.04.1962, Page 6
6 MORGUNBL 4Ð1Ð Laugardagur 14. apríl 1962 * Unnið að varanlegri gatnagerð í kauptúnum Stofnun gatnagerðarsjóðs, kaup a malbikunarstöð o.fl. Á Fulltrúaráðsfundi Sambands ísl. sveitarfélaga þann 10. þ.m. var afgrcidd tillaga um varan- lega gatnagerð, en skilyrði til bennar eru talin mjög aðkallandi. Áleit fundurinn rétt að stofnað- Þaö vorar Grisjun trjáa í görðum NÚ þegar líður að sumri settu garðeigendur og aðrir, sem hafa einhverja trjárækt, að hyggja að hvar grisjunar sé þörf. Yfirleitt gróðursetja menn iþétt, og er það sjálfsagt, en hitt er ekki síður nauðsyn, að gefa beztu og falleg ustu trjánum vaxtarrými. Og það er líka nauðsyn á að gera það áður en það er um seinan. Alltof víða má sjá þess merki í görðum manna, að menn kveinka sér við að höggva tré. En með því móti er haetta á, að ekkert tré nái eðlilegum þroska. Eigi trén að verða til prýði í framtíðinni verður skilyrðis- laust að gefa beztu og fegurstu trjánum vaxtarrými Það verð- ur ekki gert nema með því að fella hin, sem næst þeina standa. Þó að sumum kunni að finn- ast sem tóm verði eftir hin feldu itré, líður aldrei langur tími unz þau tré, sem eftir verða, hafi breitt lim sitt í skörðin. Ástæðan til þess, að menn eru hvattir til þess að planta þétt í garða er sú, að geta valið úr falleg tré síðar meir, því að vöxtur og þroski trjánna er oft ærið misjafn þó að þau virðist eiga við svipuð skilyrði að búa. Sem betur fer eru menn að mestu hættir því að setja tré nið ur við búsveggi eins og áður var algengt. En sumstaðar má þó sjá tré hylja glugga, til vandræða fyrir íbúa húsanna. Vilji menn ekki flytja þessi tré eða fella þau, er alveg óhætt að klippa gat á krónu trjánna, íslenzkur prófessor hættir storfum Einkaskeyti til Mbl., frá Kaupmannahötfn. Prófessor Haraldur Sigurðsson hefur sagt upp starfi sínu við Konunglega danska tónlistar- Skólann. Hann hættir íyrir ald- urssakir, en Haraldur verður sjötugur á árinu. — Rytgaard. þannig að gluggi eða gluggar fái sólarljós. Ef menn eru í vandræðum með hvað fella skuli og nema burt er hægur nærri að leita til garðyrkjumanna og láta þá leið- beina sér eða sjá um verkið. Þeir garðeigendur, sem eiga mannhæðar há tré eða þar um bil og sjá fram á að grisja þurfi á næstu árum, geta hæglega lát- ið taka tré upp og flutt þau. Þau tré, sem eftir standa bíða engan eða mjög lítinn hnekki við slíka flutninga, en hin, sem flutt verða komast fljótt í vöxt aftur, ef flutningurinn er gerður með lagni. Ef menn gerðu þetta almennt, og gæfu eða seldu nágrönnum eða vinum slík tré, áður en þau eru orðin of stór, mundi trjá- rækt í görðum bæjarbúa fleygja fram á nokkrum árum. Þeir, sem fengju slík tré, þyrftu aðeins að undirbúa jarðveginn vel með miklum áburði og gæta þess vel að láta trén aldrei skorta vatn fyrstu 6 vikumar eftir flutning- inginn. Þarf að bera að þeim vatn á hverjum degi ef ekki er úrkoma. Sé þessa gætt er sama og engin hætta á að flutningar mistakist. Hákon Bjamason. ur verði sérstakur gatnagerðar- sjóður og hlutvertk hans verði að stuðia að varanlegri gatnagerð í kaupstöðum og kauptúnum. — Skuli áriega renna í þann sjóð átkveðinn hluti af innflutnings- gjaldi af benzíni (ekki minna en kr. 0.50 á lítra við núverandi verðlag) og samsvarandi hluti af þungaskatti bifreiða. Ef ríkis- stjórn Og Alþingi telja ekki unnt að greiða framlögin af núverandi tekjum ríkissjóðs af þessum skattstöfnum, leggur fundurinn til að gjöld þessi verði hækkuð sem þessu svarar. Kaup á sementi í vikunni fyrir fundinn, eða 3. apríl, var haldinn aðalfundur Gatnagerðarinnar s.f. sem er sam eignarfélag 18 sveitarfélaga með það að markmiði að vinna að því að götur í kaupstöðum og kaup- túnum verði gerðar úr varanlegu efni. í skýrslu fonmanns, Jónas- ar Guðmundssonar, kom það m. a. fram að starfsemi félagsstjórn- arinnar á liðnu ári hefði einkum beinzt að því að semja um hag- kvæm kjör við kaup á sementi til gatna'gerðar og að afla nauð- synlegra tækja til malbikunar og veita sveitarfélögunum tæknilega aðstoð Og fyrirgreiðslur. Höfðu á árinu tekizt samningar við Sementsverksmiðjuna um 10 ára lán. Samtals var keypt sement á árinu fyrir kr. 3.988,291 þús kr. þar af keypti Reytkjavik 1341,2 tonn og aðrir 2057,05 tonn. Steyptu Akránes, Hveragerði, Hafnarfjörður, Hafnarihreppur, Siglufjörður og Hólshreppur göt- ur hjá sér á árinu. • Umferðarhættan á Reykjanesbraut Sigurgeir Jónsson, bæjar- fógeti í Kópavogi skrifar: Kópavogi, 12. apríl 1962. Kæri velvakandi. í dálkum yðar í Morgun- blaðinu í dag er birt bréf Sn. J. undir fyrirsögninni Há- brýr eða undirgöng? í bréfi þessu er vikið að hættu þeirri sem gangandi vegfarendum er búin á Reykjanesbrautinni hér í Kópavogi. Þar sem mál það, sem bréfið fjallar um, er mér mikið áhugamál og snertir starf mitt sem lög- reglustjóra, þykir mér rétt að leggja aðeins orð í belg, þótt ég að jafnaði reyni að halda störfum mínum fyrir utan blaðaskrif eða opinberar um- ræður. • Hábrú óheppilegri Málfræðileg atriði bréfs Sn. J. leiði ég hjá mér þar sem ég hef ekki vit á því ,hvort réttara er. Um sjálft efni máls ins vil ég segja þetta. Eg tók við starfi lögreglustjóra hér í Kópavogi fyrir tæpum 7 ár- um. Varð mér strax ljós hin mikla hætta, sem stafaði af urnferð gangandi vegfarenda, einkum barna, yfir Reykja- nesbrautina. Sú hætta hefur stóraukizt síðan. Eg gerði það strax að tillögu minni, að göng yrðu gerð undir Reykjanesbrautina nálægt há hæðinni, þar sem hættan er mest. Eg hef síðan ræftt um þetta mál við þá og ritað öll um þeim sem ég tel málið sperta. Eins og allir, sem til þekkja, vita, eru engin göng eða hábrú komin. Þessi mann virki hefði átt að gera fyrir mörgum árum og þau eru eina örugga lausnin á þessu máli. Það er Guðs mildi að þakka að ekki hafa hlotizt dauðasJys af umferðinni hér á Reykjanesbrautinni. Um málið hefur verið rætt og rit að víða, m.a. á Alþingi og bæjarstjórn Kópavogs, en niðurstaðan af því öllu sýn- ist mér vera hugmyndir um einhverjar minniháttar ráð- stafanir, sem geta stefnt í rétta átt, en geta ekki veitt það öryggi sem aðeins fullur aðskilnaður á umferð farar- tækja og gangandi manna get ur veitt. Ástæða þess að ég mæli eindregið með göngum undir veginn hér í bæ, er sú, að líkur eru miklu meiri til að göng verði notuð en há brú. Skal ég nú skýra það. Göng, sem aðeins eru ætluð gangandi fólki þurfa ekki að vera mikið yfir 2 metra á hæð. Reykjanesbrautin er upphækkuð víða 50—100 cm. Fólkið, sem göngin notaði þarf því ekki að ganga tröpp- ur nema 100—150 om niður og upp. Sé hábrú notuð þarf Sameigintleg tækjakaup 1 annan stað keypti félagsstjórn in á árinu malbikunarstöð, sem vegur um 6 tonn og er auðveld í flutningum milli sveitarfélaga. Einnig var keyptur hristivaltari, sem mun vera hinn fyrsti sinnar tegundar sem keyptur er til lands ins, og er fyrirhugað að þessi tæki verði netuð til skiptis í hin- um einstölku sveitarfélögum. —. Hafa nokkrir kaupstaðir og kaup tún ákveðið að malbika hjá sér Og var það eitt aðalverkefni að- alfundarins að ræða rekstrartil- högun tækjanna. Ráðunautur stjórnarinnar um vélaikaupm var Rögnvaldur Þor- kelsson, vegaverkfræðingur, en Bárður Daníelsson, verkfræðing- ur hefur tekið að sér ráðunauta- starf fyrir þau sveitarfélög, sem þess óska. f stjórn voru kösnir: Jónas Guðmundsson, fönm. Sam- bands ísl, sveitarfélaga, fulltrúi Sauðárkróki á aðalfundinum sem verður form.. Stefán Gunnlaugs- son, bæjarstjóri, Hafnarfirði, og Ha/lfdán Sveinsson bæjarstjóri Akranesi sem verða varafór- menn, Magnús Guðjónssön bæj- arstjóri Akureyri og Sigurður I. Sigurðsson, oddviti Selfossi, sem verður ritari. Fundurinn heimilaði stjórn fé- lagsins að taka 500 þús. kr. lán hjá Bjargráðasjóði íslands til kaupa á gatnagerðartækjum. Metsölubók Einkaskeyti till Mbl, frá Kaupmannahöfn. Ritstjóri „Införmation", Börgw Outze, hefur gefið út bók una Danmörk á stríðsárunum. Bókin, sem kom út fyrir nokkr um dögum, hefur þegar selzt í 20 þús. eintökum, og hefur for- lagið gert ráðstafanir til þesa að prenta 15 þús. eintök til við- bótar. „Information" hóf göngu sína á stríðsárunum, >á sem leyniblað. — Rytgaard. hún að vera a.m.k. 4—5 metra yfir veginn. Er þar við bæt- ist hæð vegarins yfir landið í kring verður hæðin, sem gangandi vegfarandi þarf að koma í 4,5—6 metrar. Eg er hræddur um að það erfiði, sem það að ganfia upp tröppur í þá hæð mundi valda, yrði til þess, að það fólk sem frekast þyrfti á þessu öryggistæki að halda, börn og gamalmenni, sneiddi hjá því. Til frekari rökstuðnings göngum vil ég benda á, að hér í Kópavogi hallar landinu svo mikið á þeim stöðum, sem göng yrðu sett á, að frárennsli yrði mjög auðvelt og einnig yrði auð- velt að koma göngunum þann ig fyrir, að engar tröppur þyrfti, með því einu að sveigja aðganginn að göng- unum lítilsháttar undan hall- anum. Þó að ég telji fjár- málahlið þessa máls aukaat- riði svo mikið sem er í húfi. þá vil ég benda á, að í sam- bandi við undirgang eða jarð göng mætti hafa strætisvagna biðskýli og söluskýli, en þetta tvennt gæti staðið undir hluta kostnaðar. • Aðgerðir aðkallandi Eg leyfi mér að vona að komandi sumar líði ekki án þess að hafizt verði handa um þær nauðsynlegu aðgerðir * í þessum málum, sem ég benti á fyrir mörgum árum, og að málinu verði ekki enn drepið á dreif. Að sjálfsögðu er ný Reykja- nesbraut nauðsynleg, en þetta mál tel ég ekki mega bíða eft ir þeim framkvæmdum. Eg vil að lokum þakka Sn. J. fyrir að vekja máls á máli þessu, svo og hverjum þeim sem í fullri alvöru vill leggja því lið. Sigurgeir Jónsson bæjarfógeti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.