Morgunblaðið - 14.04.1962, Page 10
10
MORGHNfíT *r*ir>
Laugardagur 14. apríl 1962
■
TITAN
fórst fyrir 50 árum
LAUGARDAGINN 20. apríl
1912 mátti lesa í blaðinu „ísa
fold“ svohljóðandi frétt und
ir fyrirsögninni: Eri. sím-
fregnir: „Fólksflutningaskip-
ið „Titanic" rakst á hafís-
jaka á sunnudagskvöldið kl.
■
Edward C. Smith skipstjóri.
Myndin er tekin nokkrum
dögum áður en hann fórst
ir.eð skipi sínu.
10,25. Skipið sötek á mánu-
dagsnóttina kl. 2,20 f.h. 705
menn komust af. 1653 menn
drukknuðu . . .“
Þetta var það fyrsta, sem
fréttist til Reyikjavíkur um
eitt mesta sjóslys, er orðið
hefur. Voiru þá liðnir rúmir
fimm sólarhringar frá þvá
Titanic hvarf í djúpið.
í dag, eða nánar tiltekið í
kvöld, eru liðin fimmtáu ár
frá þessu hörmulega slysi.
En þróitt fyrir styrjaldir og
náttúruhamfarir hefur það
ekki liðið úr manna minnum.
Titanic var langstaersta
skip heimsins, nærri 270 m
langt, eða eins og „ísafold“
segir hinn 20. apríl: „Til þess
að átta sig á stærð Titanic
má geta þess að það hefur
verið að lengd um 14 stikum
lengra en al'lt Austurstræti.
Á breidd var það 26 stikur
(hlið Alþingisíhúissins út að
Kirkjustræti mun vera eitt-
hvað áþekk að breidid)“.
Titanic var nýsmíðað og
fórst í fyrstu ferð sinni yfir
Atlantshafið. Var siglt frá
Southampton í Englandi mið-
vikudaginn 10. apríl. Farþeg-
ar voru 1325 og áhöfn 899. —
Meðal farþega voru heims-
kunnir menn úr fjármála- og
viðskiptaheiminum. Þar var
t.d. forstjóri skipafélagsins,
sem átti Titanic, Bruce Ismay,
auðkýfingarnir John Jacob
Astor, Benjamin Guggenheim,
sir Cosmo Duff Gordon og
Isidor Straus. Þá var þar einn
ig Wil'lam Stead, heimskunn-
ur ritstjóri og friðarvinur.
Lítið bar til tíðinda fyrstu
fimm dagana. En fcl. 23,40
•hinn 14. apríl sá Frederick
Fleet háseti, sem var á útsýn
isverði uppi í frammastri
Skipsins, risastóran borgarís
skammt framundan. Hann gaf
þegar aðvörunarmerki og
Murdooh fyrsti stýrimaður,
ÍSAFOLD
lu ,,A'- *'•***
íbwbtU !Sn» "wft
)-'í. liíi.l t'/*
0,1 (*« tnteru «6 reyu *»
■f ■*!?*** *»«■» 1 Ww, tft W*
yn
.J, t
«fc> •*!* <í
* * ef • >
ítti'itl tt.r ip, * íilt:
urO , tefUn'.ftu, ft
aa«i. td éMhrt}’ f ».♦-(
’vieU, A UifvfSM ’Utví. ait.-ii'
L*«n uif.í u»U >5 >i t- í
<*A*<U*,*ar +
totfc tXMítáiJi'V. f
r* «»k fte’.”
„..tsrgl
< et ft»0-
.ftn ljt>< iserti.
«í»»> «m6. *«t «•»»< HW txo ottJS
... ei *í,n. 't 1+it but gttA * ttA-M-
I*. <■■0. iur, $w«. VMtart thtm.
f-.K» «*»!« f?a*<w M SlpÍMÍwih
«.a I M»*t *lim ;4 tul
.«,u >» *->!*#*»
d w»5> *<«>» »»««• V#: :--
»« *»*» t*»« ‘ .
i. aat ltM<
sem var á vakt á stjórnpalli,
símaði niður í vélarúm: Fulla
ferð aftur á bak, um leið og
hann lét stýra skipinu hart í
bakborða. En skipið lenti á
ísjakanum, sem risti um 100
metra langa rifu í skipsskrokk
inn fyrir neðan sjávarmál.
Skipið átti að vera alveg
öruggt, hvað sem fyrir kynni
að koma. Því var skipt í 16
vatnsþétt hólf og átti að hald
ast á floti jafnvel þótt tvö
þeirra fylltust af sjó. Bkki
hafði verið reiknað með þeim
möguleika að alvarlegri leki
kæmi að skipinu. En við á-
reksturinn streymdi, sjórinn
inn í sex hólfanna og var skip
ið þá þegar dauðadæmt.
Mikið hafði verið gert úr
því hve skipið væri öruggt
og því ef til vill ekki jafn
fjarstætt og nú virðist að það
hafði aðeins björgunarbáta
fyrir 1176 manns, þótt um
borð væru alls 2224. Þegar
skipið sökk var stillt í sjó.
Titanic seig niður að fram-
an og var tvær klst. og 40 mín
útur að sökkva. Alilir bátar
komust á flot heilir frá skip-
inu. En í þeim voru aðeins
705 manns. Voru rúmilega 470
sæti laus í bátunum.
Fæstir farþeganna vissu af
>ví þegar Titanic rakst á borg
irisinn. En stjórnendur skips
ins vissu hvað um var að
vera og sendu áhöfnina til að
.;afna farþegunum upp á þii-
iar. Voru margir farþeganna
ófúsir að fara fáfclædldir út í
kuldann. Og þegar átti að
reka farþegana úm borð í
björgunarbátana, töldu m.arg-
ir of langt gengið í björgunar
æfingu á rúmsjó í frostgaddi
og neituðu að fara. Fyrstu
bátarnir héldu því frá skip
inu hálfsetnir og varla það.
En svo tók skipið að síga að
framan og þá gekk auðveldar
að fá farþegana frá borði.
Margar átakanlegar sögur
hafa verið skráðar um aðskiln
að fjölskyldna er Titanic sökk.
í ,.ísafiold“ frá 1. maí 1912
eru m.a. eftirfarandi sögur:
„Milljónamæringurinn John
Astor, nýkvæntur, bar konu
sína niður í einn björgunar-
bátinn. Þar var sæti autt við
hlið henni. Honum var boðið
það, með því að allt kvenfólk
ið, sem til næðist, væri komið
í bátana. Hann settist hjá
konu sinni. En rétt í því sézt
kona koma hlaupandi út að
borðstofcknum. Milljónamær-
ingurinn reis óðara úr sæti
sínu: Konur fyrst sagði hann,
kveikti í vindilingi og hvarf
á skipsfjöl, hallaði sér svo
yfir borðstokkinn og hrópaði
til konu sinnar: Við hittumst
síðar.
Meðal farþega voru vellauð
ug kaupmannshjón frá Vínar
borg: Isidor Straus og kona
hans. Straus var eggjaður á
að reyna að koma sér í ein-
hvern bátinn: Ekki meðan
nokkur kvenmaður er á skips
fjöl, svaraði hann. Þá reyndu
skipverjar að taka konu hans
með valdi og feoroa hermi í
bátana. En hún hélt fast í
mann sinn: Eg verð þar sem
þú ert. Við höfum lifað sam-
an 40 ár og skiljum þvi eigi |i
gamals aldri. Það er eins og
Bergþóra á Bergþórshvoli
hafi verið þarna k-omin: Ung
var qg gefin Njáli! Straus-
hjónin tóku, í faðmlögum,
móti dauða sínum, er skipið
sogaðist niður að mararbotni".
Um skipstjórann E. C.
Smith segir ísafold að öll-
um hafi borið saman um hug
dirfð hans, festu og ró. Hann
vók ekki af stjórnpalli allan
tímann mieðan skipið var að
sökkva og stjórnaði björgun-
arstarfinu þaðan. Þrátt fyrir
þessi ummæli ísafoldar varð
skipstjórinn fyrir mikilli
gagnrýni eftir að hann fórst
með skipi sínu. Bent var á
að bann háfi látið halda fullri
ferð þrátt fyrir ítrekaðar að-
varanir um hafís á þessum
slóðum. Skipið sigldi með um
22 hnúta ferð í svartamyrkri.
Skipstjóirinn hafði stundað sjó
irin í 40 ár og vissi um hætt-
una, sem lá í leynum. En all-
ir vissu að Titanic gat ekki
sokkið og Smith skipstjóri
sinnti ekki aðvörununum.
Um endalok hildarleiksins
segir ísafold svo frá:
„Því lýsa skipbrotsmenn,
sem hinu ógurlegasta augna-
bliki æfi sinnar, er Titanic
hvarf sjónum þeirra. Stafn-
Framh. á bls. 16.
Forsíða fsafoldar 1. maá 1912.
Bruce Ismay forstjóri skipafélagsins var meðai þeirra,
sem biöreuðust.