Morgunblaðið - 19.04.1962, Síða 1

Morgunblaðið - 19.04.1962, Síða 1
I 44 slður (I. og II.) 19. Srgangur 92. tbl. — Fimmtudagur 19. apríl 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsins , Bíkisstjórn íslands í bing'húsgarðinum eftir annasamt þinghald. Ráðherrarnir eru taldir frá vinstri: Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra, Bjarni Benediktsson i dómsmálaráðherra, Ólafur Thors forsætisráðherra, Guðmundur f. Guðmundsson utamíkisráðherra, Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra, Emil Jónsson félags- málaráðherra og Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðhe rra. EINKENNDIATHAFNASAMT ÞING „AUÐUR er ávöxtur erfiðisins" sagði merkur stjómmálamaður eitt sinn. Núverandi ríkisstjóm var ljóst, þegar hún hóf viðreisnarráðstafanir sínar í ársbyrjun 1960, að stundarerfiðleikar væm framundan. En hún gerði sér einnig ljóst, að framtíðarhagsæld þjóðarinnar yrði ekki tryggð án nokkurs erfiðis og fóma. Hún og stuðningsflokkar hennar settu sér það mark þegar í upphafi að skapa gmndvöll fyrir heilbrigðu efnahags- lífi, framförum og bættum lífskjömm í landinu. Þennan grundvöll hefur nú tekizt að skapa. Það er verkefni framtíðarinnar að byggja á honum. Árangur erfiðisins kemur nú æ betur í ljós. Jafnvægi hefur verið kornið á í efnahagslífinu, áht þjóðarinnar út á við hefur verið endur- heimt og Mfskjör almennings batna. Þessi árangur hefur náðst fyrir ti-austa forystu og samstillt' átak landsmanna. Þjóðin hefur með sí- vaxandi stuðningi við stjómarstefnuna sýnt vilja sinn til þess, að haldið verði áfram á þeirri viðreisnarbraut, sem hún hefur markað af dirfsku og forsjálni. Það er óskandi, að vilji þjóðarinnar fái að ráða í þessu efni og hún beri gæfu til að standa einhuga að baki þeirri stefnu, sem em getur tryggt velferð hennar. En hún getur líka verið þess fullviss, að þá muni sú sannfæring verða að vemleika, sem Ólaf- ur Thors forsætisráðherra lét í ljós fyrir skemmstu, að lífskjör þjóð- arinnar muni gjörbreytast til batnaðar á einum einasta áratug. Auk þess höfuðverkefnis síns að reisa við efnahagslíf landsins, hafa ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar á Alþingi, ráðizt til atlögu við fjölmörg önnur stórmál, sem til heilla horfa fyrir þjóðina. Hámarki náði þetta starf á því þingi, sem nú er nýlokið, enda má segja, að með þeirri löggjöf, sem þar var sett, hafi verið stigið stórt skref að því marki, sem í upphafi var sett. Má þar nefna fjölþætta og giftu- ríka löggjöf á sviði landbúnaðarmála, útvegsmála, skattamála, dóms- mála, menningarmála, heilbrigðismála, félagsmála o.s.frv. Er vissulega ekki ofmælt, þó að þetta þing sé talið eitt hið athafnamesta og stór- virkasta um langt árabil. Yfirlit það, sem birtist hér í blaðinu um þýðingarmestu mál þingsins, ber þess gleggstan vott. í athugun og undirbúningi eru svo hjá ríkisstjórninni fjölmörg gagnmerk framfara- mál, svo sem stóriðja og stórvirkjanir. íslenzku þjóðarinnar getur beðið glæsileg framtíð og stórstígar framfarir. Við skulum leitast við að verða samstiga að þessu marki. Þá verður leiðin greiðari. * Sjá bls. 12, 13 og 15.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.