Morgunblaðið - 19.04.1962, Síða 15

Morgunblaðið - 19.04.1962, Síða 15
fr Fimmfuðagur 19. april 1962 MORGTINBLAÐIto 15 — Fjölmörg framfaramál t r Fraimh. af bls. i3. þýðingu. I>etta staðfestir öll reynsla granniþjóða okkar. < Kjarabætur meS lækkun tolla Fyrir frumkvæði ríkisstjórnar innar voru sett lög á Alþingi um mikla lækkun aðflutningsgjalda ef ýmsum vörutegundum, sem fram að þessu hafa verið hátt tollaðar. Nær hún til um 150 vörutegunda. Miðar lækkunin að því í fyrsta lagi að draga úr smygli á þessum vörutegundum og í öðru lagi að þvi að lækka verðlag þeirra. Hafði þessi tolla lækkun í för með sér, að verð ýmissa vörutegunda lækkaði um allt að þriðjung, en annarra um fjórðung. Ennfremur hefur rik- isstjórnin til'kynnt, að nú sé unnið að heildarendurskoðun tollskrárinnar. Ó'hætt er að segja, að tolla- lækkanir þessar sé fyrsta alvar lega tilraunin, sem hér er gerð til að snúa við af braut síhækk endi tollaálaga. Stinga þær óneit anlega mjög í stúf við aðgerðir flestra fyrri ríkisstjórna í þess- um efnum, sem sumar virðast hafa talið það sín helztu bar- éttumál að finna upp nýjar á- lögur á almenning. Fer ekki á milli mála, að tollalækkanir þessar munu hafa í för með sér verulegar kjarabætur fyrir «11- an almenning. Samningsréttur opin- berra starfsmanna , Eitt hinna markverðustu mála, sem núverandi rikisstjórn hefur beitt sér fyrir á þessu þingi, eru lögin um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna. Má gera ráð fyrir, að með þeirri lagasetningu sé bundinn endir á árekstra opinberra starfsmanna og ríkisvaldsins um launamál þeirra. Meginatriði hinna nýju laga eru þau, að opinberir etarfsmenn fá samningarétt um kjör sín, en hins vegar helst bannið gegn verkfallsrétti þeirra, sem verið hefur í lögum allt frá 1915. Kjarasamningar ekulu gerðir til eigi skemmri tíma en 2 ára i senn og miðast gildistíml þeirra við áramót, en uppsagnarfrestur skal vera eigi ekemmri en 7 mánuðir. Náist ekki samkomulag með fulltrú- tun starfsmanna og ríkisins ekal deilan lögð fyrir sérstakan kjaradóm, og er dómur hans fullnaðarúrskurður um deiluna. J-iögin taka til fastráðinna ríkis- ■tarfsmanna, þó ekki ráðherra, hæstaréttardómara eða banka- etarfsmanna að öðru leyti en því, að kjaradómur skal ákveða laun ráðherra og hæstaréttar- dómara. Handrltasfofnun íslands S Á 50 Ara afmæli Háskóla fs- Jands tilkynnti ríkisstjórnin, að hún mundi beita sér fyrir þvi, eð komið yrði á fót sérstakri Œíandritastofnun. f samræmi við það fyrirheit flutti ríkisstjórnin tfrumvarp um það efni á Al- þingi, sem varð að lögum. Skal stofnunin vinna að aukinni þek'k ingu á m'áli, bókmenntum og eögu íslenzku þjóðarinnar fyrr ©g síðar. Þetta gerir stofnunin með ðflun og varðveizlu gagna um þessi efni, rannsóknum á handritum, svo og rannsóknir á heimildum um þau, útgáfu hand s*ita og fræðirita og með hverju öðru, sem stutt getur að þessu markmiði. Er tekið fram í lög- unum, að kjami stofnunarinnar skuli vera sú deild, sem annast útgáfu handrita eða rita eftir þeim. Á fjárlögum fyrir árið 1962 voru veittar 510 þús. kr. til stofnunarinnar. Fjárlög fyrir árið 1962 / Fjáa-lög fyrir árið 1962 vorú þriðju fjárlögin, sem Alþingi afgreiðir síðan núverandi ríkis- stjórn kom til valda. Hafa þau öll mótazt að meira eða minna leyti af setningu viðreisnarlag- anna árið 1960, þ .e. að koma á jafnvægi í stað þess misvægis, sem áður ríkti. Fjárhagur ríkis- ins er nú traustur og hefur verið unnið að því að draga úr út- gjöldum ríkisins á fjölmörgum sviðum með því að auka hag- kvæmni og sparnað. Hjá því gat þó ekki farið, að heildarupphæð fjárlaga hækk- aði nú nokkuð vegna kauphækk ananna á s.l. sumri. Er áætlað, að rekstrarútgjöld i rikissjóðs hækki beinlínis vegna kaup- hækkananna um 70 millj. kr. Við það bætist svo hækkuð framlög til félagsmála, sem leiða af því, að lífeyrir og bætur almanna- trygginga hækka í sama hlut- falli og kaupgjald. Nemur þetta um 52 millj. kr. Vegna gengis- breytingarinnar hækka útgjöld ríkssjóðs hins vegar aðeins um 16 mi'llj. kr. Samanlagt nemur þetta 138 millj. kr., en hækkun útgjalda samkvæmt fjárlögum er þó ekki nema 126 millj. kr., þar sem aðrar breytingar verka samtals til lækkunar um 12 mil'lj. kr. Jafnframt hefur fjöl- margt verið gert, sem til sparn aðar horfir. Má þar nefna sam- einingu Áfengisverzlunar og Tóbakseinkasölu ríkisins, Inn- flutningsskrifstofan var lögð niður, póstur og sími standa nú undir sér gagnstætt því, sem áð ur hefur verið, í Paris voru tvær sendiráðsskrifstofur sameinaðar í eina, alþingiskostnaður lækk- aði vegna styttra þinghalds o. s. frv. Sameiginleg innheimta Hnnið er nú að þvi að sam- eina innheimtu á beinum skött- um til ríkissjóðs og útsvörum og fasteignagjöldum í Reykjavík og gjöldum til Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Verður þetta fyrir komulag til mikils hagræðis bæði fyrir hina opinberu aðila, sem annast innheimtu þessara gjalda og gjaldendur, sem nú munu geta greitt öll þessi gjöld á einum stað, í flestum tilfellum með jöfnum mánaðarlegum greiðslum. Er áætlað, að sparn aður ríkissjóðs af þessu breytta fyrirkomulagi innheimtunnar muni nema um 6 millj. kr. ár- lega, bæði vegna þess að unnt verður að fækka starfsmönnum og læfcka húsnæðiskostnað og að uppi eru áætlanir um bættar starfsaðferðir að öðru leyti. Er ætlunin, að innheimtan verði fyrst sameinuð í Reykja- vík, en gera má ráð fyrir, að « þetta fyrirkomulag verði tekið upp víðar, ef vel tekst til hér. HéraSsskólar Þar sem augljóst var orðið, að flest þeirra héraða, sem að héraðsskólum landsins standa, brestur fjárhagslegt bolmagn til þess að búa þannig að þeim og þeirri æsku, sem þangað sækir menntun sína, að sæmilegt geti talizt, samþykkti Alþingi ný lög um héraðsskóla, sem gera ráð fyrir því, að ríkissjóður greiði stofnkostnað héraðsskóla að öllu leyti. Ennfremur er mælt svo fyrir í lögunum, að ríkissjóður skuli greiða allan rekstrarkostn- að skólanna að frádregnum tekjum þeirra. Er hér um mikið nauðsynjamál að ræða og mun þessi lausn þess gera héraðs- skólana færari um að gegna hinu þýðingarmikla hlutverki sínu. 86 millj. kr. til hitaveituframkvæmda Með lögum frá Alþingi í vet- ur var ríkisstjórninni veitt heim ild til að taka lán hjá Alþjóða- bankanum að upphæð 86 millj. kr. Var lánið endurlánað Reykja víkurborg til hitaveitufram- kvæmda. Er þetta fyrsta lán, sem íslendingar fá hjá Alþjóða- bankanum nú um árabil, og er einn vottur hins vaxandi trausts sem efnahagsl'íf þjóðarinnar nýt ur, jafnt utanlands sem innan. Gengisskráning í hendur Seðlabankans Með breytingu, sem Alþingi samþykkti á lögunum um Seðla- banka Islands, var ákveðið, að bankinn skuli skrá stofngengi íslenzku krónunnar gagnvart er- lendum gjaldeyri og gulli. Áður var gengisskráningin í höndum Alþingis, en þessu fyrirkomu- lagi var nú breytt í það horf, sem yfirleitt tíðkast í flestum löndum Vestur-Evrópu. Samsfarfssamningur Norðurlanda í samstarfssamningi þeim, sem undirritaður var af fuliltrú- um ríkisstjórna íslands, Dan- merkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar í Helsingfors hinn 23. marz sl. og Alþingi heimilaði ríkisstjóminni síðan að stað- festa, lýsa ríkisstjórnir þessara landa yfir vilja sínum til að a) efla enn betur hin nánu menningartengsl Norðurlanda- þjóðanna og samstöðu þeirra í skoðunum á réttar- og þjóðfé- lagsmálum og auka enn sam- starfið milli Norðurlanda; b) koma fram hagkvæmari verkaskiptingu milli landanna á öllum sviðum, þar sem skilyrði eru til þess; c) halda áfram samstarfi þess ara landa, sem þeim er mikil- vægt, í Norðurlandaráði og öðr- um samstarfsstofnunum. í samningnum sjálfum eru ítarleg ákvæði um réttarsam- starf landanna, samstarf þeirra í menningarmálum, félagsmál- um, efnahagsmálum, samgöngu- málum og ýmiss konar annáð samstarf. Til þess að ná þeim markmiðum, sem sett eru í samningnum, ber ríkisstjórnun- um svo að hafa að staðaldri samráð og gera ráðstafanir til samræmis, þegar þörf gerist. Þýðing samnings þessa er fyrst og fremst sú, að í honum felst eindregin stefnuyfirlýsing Norðurlandaþjóðanna um sam- starfsvilja þeirra og samheldni. Er það ekki hvað sízt þýðingar- mikið fyrir íslendinga að efla samstarfið við þessar frænd- þjóðir okkar, sem við höfum ó- umdeilanlega geysimikið af að læra. Merk löggjöf á öðrum sviðum Því fer fjarri, að það yfirlit, sem gefið hefur verið hér að framan, sé á nokfcurn hátt tæm- andi. Ótalin eru t.d. merk lög, er sett hafa verið á sviði dóms- mála, heilbrigðismála, banka- mála, félagsmála, fjármála rík- isins o .fl. ásamt fjölmörgum þingsályktunum. Má þar t.d. nefna lögin um ríkisá'byrgða- sjóð, læknisþjónustu í strjál- býlinu, heyrnleysingjaskóla, að- stoð við fatlaða og vangefna, Iðnaðarmálastofnun fslands og þingsályktanir um rannsókn á tjóni af völdum vinnustöðvana, rannsókn á hlutdeild einsta'kra atvinnugreina í þjóðarframleiðsl unni, gufuveitu í Krýsuvík, mót mælin gegn risasprengingum Sovétríkjanma o. s. frv. HANDFÆRAKRÓKAR með gúmmíbeitum í sjö litum. og ennfvemur hinar landsþekktu JÁRNSÖKKUR frá O. Nilssen & Sön, Bergen, fást hjá flestum veiðarfæraheild- sölum og verzlunum víðsvegar um landið. Leitið upplýsinga hjá okkur. . JOHNSON & KAABER hó Aðaiumboð á íslandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.