Morgunblaðið - 19.04.1962, Síða 20
20
MORCinSBL 4 filfí
Fímmfudagur 19. apríl 1962
GEORGE ALBERT C LAY:
iNA
Saga samvizkulausrar konu
-------39--------
þykir það hentugra í bili. Og
þeir geta hvenær sem er seinna
lagt fram kæruna. Mundu það,
Gina, að þeir geta líflátið þig
fyrir morð, hvenær sem þeir
vilja, lauk hann máli sínu.
XXIII.
Næstu vikurnar gekk Gina i
ótta og skelfingu, og bjóst dag-
lega við að verða nú tekin hönd-
uim og dregin fyrir hemáms-
stjórann. í fyrstunnni vildi hún
alls ekki fara út úr herberginu
sínu, sem henni fannst vera eins
konar griðastaður, og jafnvel,
löngu seinna, þegar hún vogaði
sér um allt húsið og út úr því,
var hún taugaóstyrk og leið illa.
Hún var önug við barnið, fyrtin
við þjónustu fólkið og lamdi
Önnu oftar en einu sinni.
Einn daginn, þegar fullur bíll
af hermönnum kom upp að hús-
inu til að leysa vörðinn af hólmi,
varð hún ofsahrædd og hélt, að
þetta væri aftökusveit. Hún
hljóp þá inn í herbergið sitt og
lá þar í hnipri á gólfinu, grát-
andi. Hún hafði aldrei verið
svona ósjálfbjarga og vonlaus á
ævi sinni.
Eftir því sem dagarnir liðu,
tók hún að finna, að henni var
tiltölulega óhætt þama í öllu
skrautinu í Klettahúsinu og tók
að átta sig á því, að öll þessi
hræðsla hennar hefði mestmegn-
is stafað af ókunnugleika á rás
viðburðanna. Anna sagði henni,
að verðimir við hliðið væru
mjög strangir, og hún fékk ekki
einu sinni að nota símann. Þá
sjaldan hún fékk annað svar í
símann en eitthvert babl á jap-
önsku, var henni sagt, að sím-
inn væri undir eftirliti og hún
yrði að hringja af. Vicente gat
lítið frætt hana. Jú, Blas hafði
sagt sögu sína. Nei, það var
ekkert sem benti til þess, að
kærunni hefði verið stungið und-
ir stól. Nei, hernámsstjórnin
hafði ekki gefið út neina til-
kynningu. Út yfir þetta varðist
hann allra frétta.
Jafnvel eftir að hún þóttist
vera úr allramestu hættunni,
vissi hún, að hún lá enn undir
grun. Engir vina hennar komu
í heimsókn í Klettahúsið, ekki
einu sinni Blas eða Ishii, enginn
hringdi enda þótt Vicente segði,
að hringingar í númerið væm
leyfilegar. Jafnvel var sumt
þjónustufólkið farið, er það fann
þennan skugga sem hvíldi yfir
öllu húsinu og skynjaði, að staða
húsmóðurinnar hékk á bláþræði.
Það var eins og allir biðu eftir
úrslitunum og væru þá reiðu-
búnir að hoppa til þeirrar hlið-
arinnar, sem betur hentaði eftir
atvikum.
Með tíð og tíma fannst henni
hún þó ekki vera sérlega
óánægð með ástandið, því að
hann hefði aldrei trúað, að Tim
væri elskhugi hennar. Hann
hafði bara hreytt þessari ásökun
út úr sér í reiðikasti. Hann hafði
verið hræddur og hrelldur, og
því Xátið reiði sína koma niður
á Ginu heldur en ekki neitt. Hún
benti honum á, að ef hún væri
raunverulega að draga sig eftir
Tim, hefði hún aldrei valið ein-
mitt þennan dag til að heim-
sækja hann, þegar hún gat
■hvergi verið óhult.
Vicente féllst á þessi rök henn
ar, mest vegna þess, að hann
hafði annað og mikilvægara um
að hugsa. Nú, þegar Japanirnir
réðu þarna öllu, voru þeir ekki
nærri eins fljótir að uppfylla öll
loforð sín, eins og þeir höfðu
verið að gefa þau í fyrstunni.
Hann stjórnaði, eða þóttist
stjórna, því sem enn var eftir
af fyrirtækjum • de Aviles, en
hann var undir stöðugu eftirliti,
og fann að hann þurfti að spyrja
Japanina ráða og leyfis, áður en
hann afréð nokkurn hlut. Á
hverjum degi, þegar hann stóð
fyrir utan Klettahúsið og beið
eftir því að herbíllinn kæmi til
að flytja hann til borgarinnar,
var honum í skapi eins og hann
væri að leggja til orustu. Og á
hverju kvöldi, þegar hann kom
heim, fann hann heimilið rólegt,
friðsælt og vistlegt. Gina sýndi
honum allskonar tillitssemi og
maturinn v&r góður og uppá-
haldsvínin hans með honum.
Gina hafði nú gott tóm til að
stjórna heimilinu, undirbúa mál-
tíðirnar og skipa þjónustuliðinu
fyrir. Hún hafði nú líka tíma til
að sinna barninu og fann, að
það var vel þess virði að eyða
í það tíma. Hana langaði aldrei
að fara til borgarinnar með Vic-
ente, því að borgin minnti hana
helzt á rotnandi hold, sem hvít-
ir maðkar skriðu um.
Eitt kvöldið þegar Vicente
kom heim, varð hún þess vör, að
hann var eitthvað órólegur. En
hann reyndi að dylja óró sína
með því að hlæja hátt að öllu,
sem hún sagði, en það var greini
legt, að hann var áhyggjufullur.
Hún beið samt róleg eftir næðis-
stundina, sem venjulega var að
lokinni máltíð, og þá sagði hún:
Gengur ekki allt vel hjá ykk-
ur í borginni?
Vicente leit kring um sig áður
en hann svaraði — það hafði
hann lært undanfarið í borginni.
Japanirnir eru erfiðir að vinna
fyrir þá, játaði hann. En kann-
ske skánar það eitthvað, þegar
fasti hernámsstjórinn kemur.
Hvernig líður foreldrum þín-
um?
Þau neita að tala við mig,
svaraði hann rólega. Ég hef
tvisvar farið heim til þeirra.
Pabbi er svoddan þverhaus, og
honum væri betra að láta sér
segjast heldur fyrr en seinna.
Japanirnir sýnast afskaplega
þolinmóðir, en þeir eru það bara
ekki. Og hann notar hvert tæki-
færi til að stríða þeim. Það er
ekkert alvarlegt, heldur ýmis-
legar smáertingar. Hann bauð
Sffredo-fjölskyldunni heim til
sín, strax eftir að húsið þeirra
var tekið. Það var ekki heppi-
legt.
Japanirnir eru sannfærðir ura,
að þeir verði hér um alla fram-
tíð, bætti hann við, þegar þau
voru komin inn í setustofuna og
kaffið var komið á borðið. Og
það held ég líka, að þeir verði,
enda þótt ég sé ekki nógu kunn-
ugur til þess að geta mér til um
hve lengi það verður.
Hafa þeir gert þér eitthvað
núna? spurði húin. Ekki af því,
að hana langaði neitt til að vita
það, heldur af hinu, að hún vissi
að Vicente ætlaðist til þess, að
hún gpyrði.
Þeir hafa stofnað nýjan skóla
í Tokyo, sagði hann. Börn fyrir-
manna úr öllum áttum og lönd-
um, eiga að ganga í hann og
vaxa þar upp saman og kynnast
Japan. Ég býst við, að þegar
fram líða stundir eigi þessi böm
að taka við stjórn í löndunum,
sem Japan hefur... .tekið. Vic-
ente forðaðist viljandi að segja
„hernumið“. Vicente leit á konu
sína og þau horfðust í augu um
Félagslíf
Víkingar
Skíðadeild
Engin dvöl i Skálanum um
páskana vegna óviðráðanlegra
orsaka.
Stj. sd.
—-----------------1--------
Knattspymufélagið Fram
Knattspymudeild — 5. flokkur.
Útiæfing verður á Framvell-
inum nk. laugardag kl. 6 e. h.
Áríðandi að allir þeir, sem vera
ætla með í sumar, mæti.
Þjálfarar.
stund, áður en hann bætti við:
Það virðist eiga að vera þarna
smábarnadeild líka.
Þeir hafa trú á því að veiða
þá unga, eða hvað? Hún hló. Það
er sjálfsagt þeirra aðferð til að
gera hlutina rækilega.
Barnið okkar á að fara þang-
að, sagði hann og beið átekta.
Hún sagði ekki neitt, og það
var því líkast, sem hún hefði
alls ekki skilið þetta. En loksins
svaraði hún þó og átti bágt með
að koma upp orðunum: Hvenær?
Á morgun.
Hann getur ekki farið, Vicente,
stundi hún loksins upp. Hann er
aleigan mín. Og aleiga foreldra
þinna.
Vicente tók hana í faðm sér og
hélf henni þar stundarkom. Það
er ekkert við þessu hægt að
gera, Gina, sagði hann lágt. Her-
námsstjórinn hefur sjálfur á-
kveðið, hvaða fjölskyldur skuli
afhenda börnin sín, og þetta
þykir heiður. Og að neita væri
sama sem að kasta frá sér öllu,
sem manni er dýrmætt. Stöðu
minni....
Stöðu þinni! Hún reif sig frá
honum, án þess að vita, að hún
hafði öskrað upp yfir sig. Hugs-
arðu aldrei um neitt annað en
stöðuna þína. Hann er mitt barn!
Þú skilur þetta ekki, Gina.
Hann reyndi að lægja reiði
hennar.
Víst skil ég það. Þú hefur
nógu mikla stöðu til að láta taka
son minn af mér, en ekki nóga
til þess að koma í veg fyrir það!
Hún hrökk frá honum og reiði
hennar var óskapleg. Hnefarnir
voru krepptir, eins og hún ætl-
aði að berja hana, og augun
leiftruðu eins og í reiðu dýri,
sem er innikróað. Hann vissi, að
hann varð að hrista hana al«
mennilega, til þess að koma fyrir
hana vitinu.
Þú skalt ekki berjast móti
þessu, Gina, sagði hann. Við er-
um algjörlega valdalaus um
þetta. Drengurinn fer í fyrra-
málið. Mundu, að þú hefur enga
aðstöðu til að skipa fyrir. Þú ert
enn grunuð um að hafa drepið
japanskan liðsforingja!
Op/ð i kvöld
-X
Op/ð laugardag
*
Arrnan i páskum
Dansaö til kl. I
Tríó Eyþóra
Þorlákss. leikur
öll kvöldin
Sími 19636.
Gleðilegt sumar!
I. O. G. T.
St. Verðandi nr. 9. 'ili
Fundur á þriðjudaginn 24.
aprál í Gt-húsinu kil. 8.30. Venju-
leg fundarstörf. Munið að mæta
vel og stundvíslega.
Æðstitemplar. j
Hótel Valhöll
á Þingvölium er til sölu
Tilboð sendist í pósthólf 445.
Barnafatnaður
Kjólar — Peysur
Blússur — Pils
Sokkabuxur
Ungbarnafatnaður
»
Sængurgjafir
Laugavegi 70
Lækkun rekstrarkostnaðar
samhliða auknu hagræði
fæst víða með notkun 3ja tonna
sturtuvagna við dráttarvélar t.d.
við FISKMÓTTÖKU og EFNIS-
FLUTNINGA.
Dráttarvélar hf.
Laugavegi 33
>í'
: TH’NX' I CAM EXPLA'N... AHD PEMOMSTRATE
tVHAT METAL FATISL’E is, ouite simply,
CAPTA-M P06E es/
T — Eg held ég geti skýrt og sýnt á
auðskilinn hátt hvað málmþreyta er,
Greisli höfuðsmaður. Þér hafið heyrt
um að mikil tenór-rödd hafi brotið
GEISLI GEIMFARI
>f >f >f
IT'S DONE BV SONIC V/BNAT/ON/ USINS
A SPECIAL SONIC CHAMBER, I'LL DEMON-!
STKATE WHAT HAPPENS TO THIS
DUBABILLIUM ALLOY UNDER EXTREME
UtTBA-SON/C CONO/T/ONS '
glas. Það er ekkert dularfullt við
það hvemig það gerist. Það gerist
með hljóðbylgjum. Ég skal sýna yð-
ur hvað verður um þennan durabili-
um-bita þegar hann verður fyrir öfl-
ugum hljómbylgjum í sérstökum
hljóðklefa.